Morgunblaðið - 12.06.1980, Side 13

Morgunblaðið - 12.06.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980 13 Rann- sóknir á hunangs- flygum á Islandi Blaðinu hefur borist eftirfar- andi: Síðastliðið sumar hófust rann- sóknir á hunangsflugum hér á landi, en þær voru unnar af Kristjáni Kristjánssyni líffræði- nema, sem prófverkefni við Há- skóla íslands, í samvinnu við Erling Ólafsson á Náttúrui'ræði- stofnun íslands og Oliver Prys- Jones við Háskólann í Cambridge i Englandi. Hunangsflugur eru vel þekktar manna á meðal, en þær vekja einkum á sér athygli á vorin, er drottingarnar vakna af vetrar- dvala. Þær eru mjög stórar og fyrirferðarmiklar og leita gjarnan inn í hús í leit að stað fyrir bú. Hunangsflugur eru oft ranglega nefndar randaflugur og eru lík- lega einna þekktastar undir því heiti á meðal almennings. Þær eru auðþekktar, allt að 2 cm langar, bústnar og kafloðnar. Liturinn er einnig afar áberandi, en bolurinn er svartur með gulum þverröndum og hvítan afturenda. Talsvert hef- ur borið á því upp á síðkastið, að menn hafi ruglað hunangsflugum saman við geitunga, sem þó eru töluvert frábrugðnir, miklu mjó- slegnari og lítt hærðir. Auk þess er það litur háranna á hunangs- flugunum, sem gefa þeim lit, en á geitungum er það sjálf skelin, sem er lituð svart- og gulröndótt. Sitthvað markvert hefur komið í ljós við athugun á hunangsflug- unum. Það hefur löngum verið talið, að hér byggi aðeins ein tegund, en við nánari athugun síðastliðið sumar varð ljóst, að hér búa a.m.k. þrjár tegundir. Um útbreiðslu tegundanna hér á landi vitum við lítið, og varð það tilefni þessara skrifa. Til að freista þess að spara okkur mikla fyrirhöfn, ákváðum við að leita aðstoðar almennings og óska eftir því, að til okkar væri hugsað, þegar menn fá hunangsflugur upp í hendurnar. Við höfum mikinn áhuga á að fá hunangsflugur sem víðast að af landinu og yrðum því þakklátir allri aðstoð. Það skal tekið fram, að til þess að geta greint flugurn- ar til tegunda þurfum við að fá eintökin í hendur, en lýsing á þeim dugar skammt. Það getur verið örðugt að veiða hunangsflugur, ef menn hafa ekki undir höndum þar til gerð áhöld, eins og t.d. háf. En í mörgum tilfellum eru þær mjög rólegar við fæðuöflun á blómum og má þá skella yfir þær plast- poka, krukku eða hverju öðru tiltæku. Öðru máli gegnir um flugur sem flækjast inn í hús, en þær leita venjulega út í gluggana, áður en langt um líður og verða þar auðveldlega handsamaðar. Um ýmsa möguleika er að ræða um meðhöndlun, eftir að flugurn- ar hafa verið handsamaðar. Ein- faldast er, að setja þær í frysti í nokkurn tíma. Eftir um eina klukkustund er óhætt að taka þær út, án þess að eiga það á hættu, að þær vakni til lífsins á nýjan leik. Einnig má varðveita þær lengur í frystinum, eða þar til tækifæri gefst til að senda þær áleiðis til undirritaðra. Þess má geta, að það er skordýrum eðlilegt að kólna niður og því er frysting tiltölulega mannúðleg aðferð til að aflífa hunangsflugur. Síðan er best að koma flugunum fyrir í litlu og traustu íláti og senda þær með pósti. Það er mjög áríðandi, að hunangsflugunum fylgi ákveðnar upplýsingar, hvar þær eru veidd- ar, hvaða dag og helst við hvaða Alþýðubandalagið í Reykjavík: Skorar á dómsmála- ráðherra að veita Gervasoni hæli hér EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt einróma á aðalfundi Alþýðuhandalagsins í Reykjavik 29. maí sl. segir í frétt frá bandalaginu. „Aðalfundur Aiþýðubandalags- ins í Reykjavík, haldinn 29. 5.1980 í Lindarbæ, beinir þeirri ein- dregnu áskorun til dómsmálaráð- herra að beita sér fyrir því að Frakkanum Patrick Gervasoni verði veitt hæli á íslandi, sem pólitískum flóttamanni. Aðal- fundurinn telur að ekki ætti að vera neitt því til fyrirstöðu að veita Patrick Gervasoni hæli sem pólitískum flóttamanni á íslandi. Þjóð sem státar sig af því að kunna ekki vopnaburð og þekkir ekki það form helsis, sem nefnist herþjónusta, ætti að* vera sómi að því að veita friðarsinna, sem berst gegn her og herskyldu, hæli.“ 22480 aðstæður (t.d. á hvaða plöntuteg- und þær eru veiddar, ef um það er að ræða). Þá skal nafn og heimil- isfang finnanda fylgja. Hunangs- flugurnar skal síðan senda til Erlings Ólafssonar eða Kristjáns Kristjánssonar, Náttúrufræði- stofnun íslands, pósthólfi 5320, 125 Reykjavík. Við vonumst til, að fólk bregðist vel við þessari beiðni okkar og leggi þannig þessum rannsóknum lið. Erling ólafsson Kristján Kristjánsson „Vandar- högg“sýnt í Noregi, Svíþjóð og Danmörku Efnisskoðunarfundur leiklistardeilda norrænu sjónvarpsstöðvanna var haldinn í Helsinki nú um mánaðamótin og var af hálfu íslands boðið fram leikritið „Vandarhögg“ eftir Jökul Jakobsson. Verkið verður sýnt í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð auk þess sem Finnar sýndu því áhuga. Vinnu við verkið er ekki að fullu lokið, en frumsýning er fyrirhuguð í septemberlok. Leikstjóri er Hrafn Gunn- laugsson, kvikmyndatöku- maður Sigurliði Guðmunds- son, en í aðalhlutverkum eru Benedikt Árnason, Bryndís Pétursdóttir og Björg Jóns- dóttir. PeysufÖt“ í miklu úrvali. Bankastrarti 7 Aóalstræti4 ...hér er rétti sta&urínn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.