Morgunblaðið - 12.06.1980, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980
Kerholakámbur
Íp Hs juberg*>
.‘-ilBÍllinn skilinn eftir
—
—"'ff-T- “
Gengiö á
Kerhólakamb
Ótrúlegt er, að nokkur sem
kominn er til vits og ára og á
heima hér við sunnanverðan
Faxaflóa, þekki ekki Esjuna.
En hve margir eru þeir, sem
hafa gengið á hana, og notið
þess útsýnis, sem þaðan er að
fá? Ekki veit ég um neinn, sem
getur svarað þeirri spurningu,
en ef þú lesandi góður, hefur
ekki gengið á fjallið, en hefur
hug á því, ætti þessi greinar-
stúfur að geta orðið þér einhver
leiðarvísir.
Tvær leiðir munu vera fjöl-
farnastar á Esjuna að sunnan,
önnur frá Mógilsá og upp á
Þverfellshorn en hin frá Esju-
bergi og upp á Kerhólakamb, en
svo heitir brún fjallsins vest-
ast.
Að þessu sinni förum við upp
frá Esjubergi og á Kerhóla-
kamb. Við skulum leggja bíln-
um við gamla veginn hjámalar-
gryfjunum austan við Esju-
berg. Þar er þurrt og gott að
athafna sig í næði. Grónir
götuslóðar liggja vestur með
hlíðinni. Þetta eru leifarnar af
þeim vegi, sem hér lá fyrrum og
var troðinn af fótum manna og
hesta, allt þar til akvegurinn
var lagður um flóann fyrir
neðan. Það gerðist fyrir um það
bil hálfri öld. Þá var flóinn
blautur og illfær yfirferðar, en
nú hefur allt það land verið
þurrkað.
Við höldum göngunni áfram
vestur götuna í áttina að
Grundaránni, sem kemur úr
Gljúfurdal, fyrir austan Esju-
berg. Fyrir ofan okkur gnæfa
þverhníptir klettar. Eru þeir
vestasti hlutinn á Langahrygg,
en hann nær upp að Þverfells-
horni. Hér fyrir ofan er ein-
hversstaðar Búahellir, sem frá
er sagt í Kjalnesingasögu, en
nú er þar mikið líf og amstur,
því fýllinn sinnir þar bústörf-
um af fullum krafti. Við stikl-
um yfir Grundarána á steinum.
Hún lítur sakleysislega út
núna, en einhverntíma hefur
hún sýnt afl sitt, þegar hún
þeytti fram þessari skriðu, sem
Spölkorn
úlí
buskann
er fyrir framan gilkjaftinn. Við
göngum yfir urðina og upp í
grasbrekkuna fyrir utan. Fyrr-
um voru hér tvö smábýli í
túnjaðrinum á Esjubergi,
Grund, við ána, en ÁrvöHur út
með hlíðinni. Nú eru rústir
þeirra jafnaðar við jörðu.
Árið 1977 efndi Ferðafélag
Islands til margra gönguferða á
Esju. Þá var gengin þessi leið
og þá myndaðist svo giögg slóð
hér í brekkuna og upp klettana
að hún er auðrakin. Við höldum
því ótrauð áfram. Þótt klett-
arnir virðist vera dálítið
glæfralegir að sjá héðan að
neðan, er það sjónblekking, því
þegar upp í þá er komið breyt-
ist viðhorfið, og innan stundar
stöndum við á brúninni fyrir
ofan. Hér nemum við staðar um
stund og litumst um, því útsýn-
ið hefur víkkað allmikið. Býlið
Esjuberg er beint fyrir neðan.
Það er þekkt úr kirkjusögunni,
því þar mun fyrsta kirkjan
hafa verið reist hér á landi.
Fyrir handan veginn eru Móar,
en þar bjó Matthías Jochums-
son um tíma og utar er Saltvík,
sem margir þekkja. Við sjáum
hvar Brimnesið gengur fram
milli Kollafjarðar og Hofsvíkur
og úti á firðinum eru eyjarnar
Þerney, eins og stafurinn H í
laginu og Lundey. Meira mætti
telja upp af örnefnum, en hér
læt ég staðar numið. Kortið,
sem þú hefur meðferðis, mun
fræða þig um þetta allt. Þá
hefjum við gönguna upp fjallið.
Við göngum eftir hryggnum
milli Bolagils að vestan, en
Auðagils eða Hestagils að aust-
an. Brattinn er jafn en hvergi
mikill. Þetta er nokkuð lýjandi,
en ekki svo erfitt, ef hægt er
farið af stað. Eftir klukku
stundar gang þó með nokkrum
hvíldum, náum við að topp-
mynduðum hól, sem heitif
Nýpuhóll. Hann er nokkru fyrir
neðan Kambinn. Þar mun hæð-
in á fjallinu vera um 600 m. Ca
250 m eru þá eftir. Venjulega
taka menn hér upp nestið sitt
og það gerum við líka. Að
lokinni góðri hvíld leggjum við
af stað í síðasta áfangann.
Hægt og sigandi náum við
brúninni fyrir neðan Kambs-
hornið. Þar víkkar útsýnið
skyndilega, því nú blasir Akra1-
nes við og utanverður Hval-
fjörðurinn, en fyrir neðan er
Blikdalurinn. Þá er síðasta
brekkan eftir upp á Kerhóla-
kamb. Stór steinn er efst í
brekkunni. Þar erum við í 800
m hæð. Frá steininum og upp
að vörðunni, sem er í 852 m
hæð er aflíðandi halli, léttur
undir fæti, miðað við það, sem
áður var.
Hvert er þá útsýnið? Við
sjáum Eldey út af Reykjanesi,
Snæfellsjökul, fjallgarðinn þar
austur af, Skarðsheiði, Akra-
fjall, Hvalfell, Botnssúlur, Ok,
Þórisjökul, Heklu, Tindfjalla-
jökul og Eyjafjallajökul, svo
eitthvað sé nefnt af því, sem við
blasir. En sjón er sögu ríkari,
og kortið hjálpar til við að átta
sig á öðrum kennileitum.
Eftir góða dvöl á fjallinu
höldum við sömu leið til baka
og náum bílnum eftir 5—6 klst.
rólega ferð.
KOM
Leikrit ÞRJÁR SYSTUR
Höfundur: ANTON TSJÉKHOV
Leikið af KOM-LEIKHÚSINU HELSINKI
Tónlist: ERRO OJANEN
Leiktjöld og búningar: MÁNS HEDSTRÖM
Leikstjóri: KAISA KORHONEN
ÞRJÁR SYSTUR eða TRI
SESTRI eins og leikritið heitir á
frummálinu var fyrst tekið til
sýningar í Listaleikhúsinu í
Moskvu 31. janúar 1901. í þessari
sýningu lék Olga Knipper er
sama ár giftist höfundinum An-
ton Tsjékhov. Ekki tengdist leik-
ritið þó á neinn hátt þessum
gleðiatburði í lífi Tsjékhovs, því
hann kallar það ,drama“ til
aðgreiningar frá MÁFINUM og
Kirsuberjagarðinum (sem sýnd-
ur var hjá L.R. fyrr í vetur
sællar minningar). En tvö síðast
töldu stórverk merkir Tsjékhov
„Kómedíur".
Það er e.t.v. við hæfi að
finnskt leikhús færi okkur þenn-
an grátbroslega harmleik.
Marga skráveifuna hefur
finnska þjóðin hlotið frá Risan-
um í austri. En sloppið þó með
bakið næstum beint. Sterk þjóð
Finnar. Víkjum nú nánar að
KOM leikhópnum sem sýnir
okkur ÞRJAR SYSTUR á
LISTAHÁTÍÐ 1980. Hópurinn
stofnaði leikhús síðla sumars
1969 er leikstjórinn Kaisa Kor-
honen fékk það verkefni að setja
upp sjálfstæðar sýningar á litla
sviði Sænska Leikhússins í Hels-
inki. Gekk sú starfsemi í eitt ár.
En þá rann samningurinn við
leikstjórann út og 1971 kom
KOM-leikhúsið fram sem
„.. .frjáls finnskumælandi leik-
hópur.“ Nú er... „Athugun hóps-
ins á heimsmynd verkalýðsins
Tveir af eigondum Flugfélags Norðurlands. flugmennirnir Torfi
Gunnlaugsson (t.v.) og Sigurður Aðalsteinsson fyrir framan Twin
Otter vél féiagsins. Myndin er tekin í Grímsey, en þangað heldur
félagið uppi áætlunarflugi.
Ljósm. Mbl. SS.
Flugfélag Norðurlands:
Leigir flugvél til
Grænlands
þriðja sumarið í röð
UM þessar mundir er verið að búa aðra Twin Otter flugvél Flugfélags
Norðurlands hf. til sumardvalar á Norður-Grænlandi. þar sem hún verður
til þjónustu við umfangsmiklar jarð- og landfræðirannsóknir á þeim
slóðum. Þetta er þriðja sumarið. sem Norðurflug hefur staðsetta Twin
Ottervél í Grænlandi. en sem kunnugt er brann slík vél þar í fyrra.
Það kom fram hjá forráða-
mönnum Flugfélags Norðurlands,
þegar blaðamaður Mbl. hafði tal af
þeim í vikunni að Grænlandsflugið
er mjög ábatasamt og það gerir
félaginu raunar kleift að bjóða ýmsa
þjónustu hér innanlands, sem það
hefði að öðrum kosti ekki efni á að
veita.
Segja má, að Flugfélag Norður-
lands byggi á gömlum merg, þar
sem var Norðurflug Tryggva Helga-
sonar. Tryggvi hætti flugrekstri
haustið 1974 og seldi fyrirtækið
starfsmönnum sínum sex, sem héldu
áfram rekstrinum, unz féiagið var
gert að hlutafélagi með núverandi
nafni 1. maí 1975. Auk sexmenning-
anna eiga Flugleiðir h.f. 35% hluta-
fjárins.
Við stofnun félagsins átti fyrir-
tækið 3 Beechcraft flugvélar og eina
Piper Aztec, sem samtals rúmuðu 34
farþega. Nú á félagið tvær Twin
Otter flugvélar, eina Navajo Chief-
tain og svo Aztec véiina með
samtals 52 farþegasætum. Flotinn
hefur ekki aðeins verið stækkaður,
heldur líka endurnýjaður verulega.
Auk þessa á F.N. og rekur kennslu-
flugvél, Piper Tomahawk, sem keypt
var ný fyrir tæpum tveimur árum.
Verkefnum félagsins má skipa í
tvo meginflokka: Áætlunarflug og
leiguflug. Áætlunarflug er til 10
áfangastaða út frá Akureyri: Isa-
fjarðar, Siglufjarðar, Grímseyjar,
Húsavíkur, Mývatns, Kópaskers,
Raufarhafnar, Þórshafnar, Vopna-
fjarðar og Egilsstaða. Ferðir eru frá
tveimur til sjö í viku til hvers
staðar. Póst- og símamálastjórn
greiðir hluta kostnaðar af einni til
tveimur ferðum í viku til sex
áætlunarstaðanna samkvæmt sér-
stökum samningi um póstflug. Fé-
lagið nýtur styrks til Grímseyjar-
ferða af fjárveitingu til flóabáta. Að
öðru leyti greiða farseðlar og farm-
gjöld kostnað við áætlunarflugið.
Hjá Flugfélagi Norðurlands vinna
nú 8 flugmenn, 6 flugvirkjar og tveir
menn við stjórnsýslu. FLugleiðir h£.
sjá um afgreiðslu farþega og varn-
ings i áætlunarflugi.