Morgunblaðið - 12.06.1980, Page 15

Morgunblaðið - 12.06.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1980 15 ... orðin grundvöllurinn að verk- efnavalinu og öllu starfi KOM- leikhússins. Þessi stefna hefur vakið aðdáun verkamanna og annarra framsækinna afla.“ Eins og stendur í leikskrá. Þar sem þeim er ritar þennan leik- dóm er ekki ljóst í smáatriðum hvernig „heimsmynd verkalýðs- ins“ er, getur hann ekki dæmt um ágæti þessarar nýju stefnu KOM-leikhússins. Varð reyndar var við fáa verkamenn á sýning- unni. Fremur voru þar áberandi leikarar ýmsir og menningarvit- ar. E.t.v. eiga þeir auðveldara með að tileinka sér „heimsmynd verkalýðsins" en þeir sem liggja uppí sófa dauðlúnir eftir erfiðis- vinnu dagsins og vilja fremur „Löður" til að hvíla líkamann. Jæja þetta átti nú ekki að verða leiðari heldur listapóstur. Og svo við höldum okkur við ártöl þá voru starfandi vorið 1980 í KOM-leikhúsinu 9 leikarar, 4 hljóðfæraleikarar, 2 leikstjórar, einn leikmyndateiknari, einn dramaturg, 3 framkvæmdastjór- ar og ein hreingerningarkona. Nú er leikhúsið komið með fasta aðstöðu í verkamannahverfi í Helsinki og ekki farið í leikferðir nema með 20—30 prósent af uppfærslum. En allt til ársins 1978 starfaði KOM sem ferða- leikhús allt frá Hangö á suður- ströndinni til Ivalo nyrst i Lapplandi. En leikhúsið er ekki eingöngu með leikrit, líka kvöld- vökur fullar af söngvum og tónlist. Og þá erum við komin að uppfærslu KOM á ÞREM SYSTRUM. Þar var einmitt tónlistarþátturinn veigamikill og með slíkum ágætum að vart hefur sést betra samspil tónlist- armanna og leikara. Verð ég að segja að tónlist KOM hópsins snart mig, bæði söngur og hljóð- færaleikur. Enda er tónlistin mál sem allir skilja. Hitt er svo annað mál að FINNSKU skilja svo til engir nema Finnar sjálfir. En sýningin á ÞREM SYSTRUM fór einmitt fram á því máli. Verð ég að segja að það tók á taugarnar að sitja í þrjá tíma og LISTAHÁTÍÐ 1980 Lelkllst eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON 30 mínútur og skilja ekki eitt einasta orð nema sögnina að elska á latínu, frasann „Heil- brigð sál í hraustum líkama" á sama tungumáli og eitthvað sem hljómaði líkt og „Moskóvitch" sem undirritaður réði af kunn- ugleika við textann að væri MOSKVA. Leiksýningar eiga að vera fyrir almenning og það er sama hver „heimsmynd" þessa almennings er, hann vill skilja það sem fram fer á sviðinu. Enda ætlaðist Tsjékhov til þess að textinn í verkum hans kæmist til skila, slík var vinnan sem hann lagði í þann þátt listsköp- unar sinnar. Var ekki hægt að flytja þetta á sænsku, hana skilur þó stór hópur íslendinga sem á annað borð hafa áhuga á leikhúsi? Ég trúi því ekki að gestaleikur KOM-leikhússins frá Helsinki hafi átt að vera lexía í menningarsnobbi. Aðstandendur listahátíðar gerðu sitt til að auðvelda skilning leikhúsgesta m.a. með efnisúrdrætti í leikskrá. En þetta dugir ekki til. Það sem hins vegar bjargaði sýningu KOM-leikflokksins var stórkostlegur leikur sem að vísu fór nokkuð rólega af stað í fyrsta þætti, leiktjöld sem í einföldum áhrifamætti mættu vera íslensk- um leiktjaldamálurum fyrir- mynd. Um tónlistina og frábært samspil þeirra sem hana léku og leikara er þegar rætt, en þá eru ótalin ljósin. Þau fannst mér hápúnktur sýningarinnar. Af- mörkuðu ekki aðeins leikarana í tíma og rúmi heldur lýstu inní tilfinningar þeirra. Betur verður ekki gert. En eitt að lokum Listahátíðarforstjórar: Hvernig væri að hafa íslenskan texta næst? Norsk-íslenska síld- in að verða alnorsk? NÝJAR kynslóðir norsk-islenska sildarstofnsins, sem leitaði hælis í fjörðum N-Noregs eftir fallið, sem stofnin varð fyrir á árunum 1%7—69, virðast hafa glatað með öllu þeim eðlislægu viðbrögð- um, sem réðu göngum síldarinn- ar hér áður fyrr, segir í frétt í breska blaðinu Fishing News nú nýlega. Visindamenn, sem hafa fyigst með hegðum sildarinnar. telja að þar sé i uppsiglingu alnorskur sildarstofn. Evind Bolle, norski sjávarút- vegsmálaráðherrann, vitnaði ný- lega í niðurstöður hafrannsókna- manna þegar hann skýrði frá þessu nýja háttalagi síldarinnar, en þeir telja að svo lengi sem hún finnur næga fæðu í norsku fjörð- unum verði ekkert til að ýta undir það, að hún gangi á íslandsmið. í framtíðinni munu Norðmenn því líklega sitja einir að síldinni og norsk-íslenska síldin mun heyra sögunni til, segir að síðustu í Fishing News. Saltað af kappi i Vestmannaeyjum. Fulldjúpt í árinm tekið — segir Jakob Jakobsson VEGNA þessarar fréttar í Fish- ing News leitaði Mbl. álits Jak- obs Jakobssonar á Hafrann- sóknastofnun á því, sem þar kemur fram. Jakob sagði, að hér væri nú líklega tekið fulldjúpt i árinni. Vissulega væri það rétt, að norsk-íslcnska síldin, sem svo væri nefnd, leitaði ekki lengur út úr norsku fjörðunum en almennt væri það talið stafa af þvi hve stofninn væri lítill. — Hér á árum áður hrygndi norsk-íslenska síldin við Norður- Noreg en gekk síðan á haf út í fæðuleit og þar á meðal á ís- landsmið, sagði Jakob Jakobsson. — Eftir að stofninn hrundi á árunum 1968—69 hefur síldin ekki gengið út úr norsku fjörðunum, enda vísast nægt æti þar enn sem komið er. Norsk-íslenski slldar- stofninn hefur vaxið mjög hægt undanfarinn áratug og vilja marg- ir kenna um of miklu smásíldar- drápi, en mjög hart hefur verið lagt að norskum stjórnvöldum að leyfa auknar veiðar. Ef norsk- íslenski síldarstofninn fær næði til að vaxa á nýjan leik er hins vegar ekki ólíklegt, að um hann fari að þrengjast innanfjarða í Noregi og hún taki þá upp sína fyrri háttu, sagði Jakob Jakobsson að lokum. Ertu að byggja? m Tl Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa í huga er að tryggja sér gott timbur. í meir en 75 ár höfum við verslað með timbur. Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum okkar til góða. Við getum m.a. boðið: Móta- og byggingatimbur í uppsláttinn og sperrurnar. Smíðatimbur og þurrkað timbur í innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin. Gagnvarið timbur í veggklæðningar, girðingar og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina. Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af krossvið og spónaplötum, svo og harðtex, olíusoðið masonite, teak eða oregonfuru í útihurð- ir o.fl. Efni í glugga og sólbekki. Onduline þakplötur á þökin. Þá útvegum við límtrésbita og ramma í ýmiss konar mannvirki. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTIG 1, SIMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.