Morgunblaðið - 12.06.1980, Side 16

Morgunblaðið - 12.06.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980 Gert er ráð fyrir að unnið verði næstu þrjár vikur að framkvæmdum við undirbygginKU Skeiðavegarins. Mbi. Si*. SiKm. 6 km af Skeiðavegi undirbyggðir í sumar AÐ UNDANFÖRNU hefur verið unnið að vegaframkvæmdum á Skeiðavegi i Árnessýslu eða nánar tiltekið á kaflanum frá Suðurlandsvegi upp undir Borgarkot. Alls eru þetta 6 kiiómetrar, sem að sögn bórðar Tyrfinnssonar, tæknifræðings hjá Vegagerðinni á Selfossi, verða undirbyggðir í sumar og sett á þá malarslitlag. Áður hafa 2 kilómetrar af Skeiðaveginum, frá Borgarkoti og að Ólafsvallavegi, verið undirbyggðir, en malarlagið á þessum kafla þarfnast nú endurnýjunar og hefur jafnvel verið um það rætt að leggja svokallaða klæðningu á þennan hluta Skeiðavegarins i sumar, að sögn Þórðar. Þórður sagði að fé hefði verið veitt til framkvæmda við Skeiða- veginn síðustu þrjú ár, og áform- aðar væru fjárveitingar árin 1981 og 1982 til þessa verkefnis. „Við ætlum að ljúka við að undirbyggja þennan 6 kílómetra kafla í ár, þó fjárveitingin, sem til umráða er dugi ekki til þess. Ástæðan er fyrst og fremst hversu illa Skeiða- vegurinn fór í vor og við hefðum hvort sem er þurft að gera meiri- háttar lagfæringar á honum. Fjármagn verðum við væntanlega að taka að láni úr viðhaldsfé Vegagerðarinnar," sagði Þórður. Gert er ráð fyrir að þessar framkvæmdir við Skeiðaveginn standi yfir næstu þrjár vikur en verkið gengur hægt að sögn Þórð- ar, vegna mikillar umferðar, sem þarna fer um. Bæði væri Vega- gerðin með um 10 vörubíla, sem væru í stöðugum malarflutningum og einnig færu um veginn flutn- ingabílar, sem væru að flytja vikur ofan úr Þjórsárdal og efni inn að virkjuninni við Hrauneyj- arfoss, auk venjulegrar umferðar íbúa sveitanna í nágrenninu og ferðamanna. „Það eru vitanlega margir vegir á Suðurlandi, sem væri ástæða til að setja varanlegt slitlag á og Skeiðavegurinn er einn þeirra. Reyndar er umferðarþungi á Skeiðaveginum með þí mesta sem gerist á Suðurlandi utan Suðurlandsvegarins sjálfs, en við getum tekið sem dæmi umferðar- talningu árið 1979. Þá fóru 500 bílar um Skeiðaveginn, það er kaflann frá Suðurlandsvegi að Ólafsvallavegi, á sólarhring og um kaflann frá Ólafsvallavegi að Skálholtsvegi fóru 488 bílar. Til samanburðar má nefna Þorláks- hafnarveginn, sem mjög hefur verið til umræðu undanfarin ár og fyrirhugað er að setja svonefnda klæðningu á í sumar. Um þann veg fóru 600 bílar á sólarhring í fyrra,“ sagði Þórður. Guðrún Egilson: Þá er hún opin í báða enda og hol aðinnan Vegna greinar minnar „Konur og komík í heimspressunni" í Morgunblaðinu sl. laugardag, hafa þrír stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur séð sig tilknúna að svara mér. Gunnar Stefánsson í Morgunblaðinu 10. júní og Kjart- an Ragnarsson og Lilja Ólafsdótt- ir í dag 11. júní. Er helzt á þeim að skilja, að ég hefði af meinfýsi og öðrum illum hvötum ruðzt fram á ritvöllinn til þess að kasta rýrð á kennara og leikhúsfólk og konur. Það er alrangt. Ég er sjálf kona, hef menntun sem kennari og hef miklar mætur á leikhúsi. En þótt reynt sé að nálgast sannleikann frá þessum þremur hliðum, virð- ast þremenningarnir allir leiða hjá sér, að greinin átti sér tilefni, og það var skýrt tekið fram. Hún var svar við grein Svölu Thorlaci- us, sem bar heitið „Ætla konur að bregðazt?" Þar var brýnt fyrir konum að kjósa konu í forseta- embætti, ekki vegna þess að hún væri kona, heldur vegna þess að hún væri kona, og helztu rökin með þessari rökleysu voru, að slíkt myndi vekja heimsathygli. Ég leyfði mér að sýna í ofurlitlum stríðnistón dálítið brot af þeirri heimsathygli, sem ég hafði orðið vitni að. Það er nefnilega hægt að geta sér frægðar á ýmsan hátt. Ekki veit ég, hver viðbrögð granna okkar í Finnlandi voru eftir forsetakosningarnar 1968. Þá var ég nefnilega önnum kafin við að hrósa sigri eftir glæsilegt kjör Kristjáns Eldjárns, sem ég hafði stutt með ritstörfum, ræðuhöldum og almennri kosningavinnu. Þetta hygg ég að þremenningarnir viti, enda hef ág áður látið það koma fram. Ekki hef ég orðið vör við annað en að Norðurlandabúar beri almennt mikla virðingu fyrir for- seta íslands, eins og hann hefur fyllilega verðskuldað. Hins vegar eru ýmsir sem gera sér ljóst, að það árar dálítið öðruvísi hér á landi en fyrir 12 árum. Þá hafði um langt skeið ríkt friður á stjórnmálasviðinu og ekki annað fyrirsjáanlegt en svo yrði áfram. Nú veit enginn hvað er framundan í þeim efnum, og ég vil taka það fram til þess að forðast óþarfa hártoganir, að ég tel það á engan hátt sök dr. Kristjáns Eldjárns, Guðrún Egilson sem hefur með sóma uppfyllt þær vonir, sem við hann voru bundnar. Gunnar Stefánsson segir, að Finnum henti að hafa áhrifa- mikinn forseta, en íslendingum ekki. Hvergi munu þó vera til staðlaðar uppskriftir af forsetum. Hér á landi hafa verið þrír forsetar með mismunandi reynslu og mismunandi atkvæðamiklir og allir hafa þeir notið vinsælda og virðingar. Að miklu leyti hefur það ráðizt af ástandi innan- landsmála, hver hefur verið kjör- inn. Það sem þjóðinni hentar á einum tíma, getur henni hentað að hafa á annan veg síðar. Finnan- um, sem ég vitnaði tl fannst spaugilegt, að við núverandi að- stæður í íslenzku þjóðlífi, teldum við okkur hafa ráð á að tefla fram forsetaefni, sem hefði enga stjórn- arfarslega reynslu, og ekkert er bogið við slíkt skopskyn, — betur að fleiri hefðu það. (Hann var ekki að borða súpu,. heldur síld í kryddlegi.) En hvað með jafnréttismálin? Eins og ég hef skilið þau, er þar megininntakið, að konur eigi að hafa sömu réttindi og skyldur og karlmenn. Það á ekki að mismuna konum vegna kynferðis síns, en ekki á heldur að nota það þeim til framdráttar. Ástæðan fyrir því, að ég stakk upphaflega niður penna um þetta mál (í Þjóðviljan- um í maí sl.) var sá málflutningur stuðningsmanna eins forseta- frambjóðandans, að kjör hans yrði mikill ávinningur í jafnréttisbar- áttunni, — sérstaklega þar sem viðkomandi frambjóðandi væri sérlega glæsilegur í útliti. Þessi málflutningur hefur síðan glumið við sí og æ, og náði hámarki í umræddri grein Svölu Thorlacius. Ég segi enn og aftur, hvernig getur það verið ávinningur í jafn- réttisbaráttu, ef þjóðin kýs konu í valdastöðu, sem hún getur ekki beitt, — reynsluleysis vegna — á tímum, er öll rök hníga að því, að forseti þurfi að láta að sér kveða? Og erum við þá ekki að viðhafa sömu gömlu lummurnar, sem ég hélt að jafnréttisfólk hefði fyrir löngu lagt fyrir róða, — það að konur eigi að vera upp á punt? Ef það er jafnréttisbarátta, á hún lítið skylt við þá raunsæju og einlægu afstöðu til kynjanna, sem fram kemur í leikritum Kjartans Ragnarssonar. Ef þetta er jafn- réttisbarátta, er hún opin Báða enda og hol að innan. Steindór Steindórsson fyrrv. skólastjóri: Gæfumark þjóðarinnar Brátt göngum vér til forseta- kosninga. Mörgum, en því miður ekki öllum, er það ljóst, að mikið liggur við að vel takist til um þær. Forsetinn er ekki aðeins tignar- heiti, þótt völd hans séu takmörk- uð. Hann er, ef svo mætti að orði kveða, andlit lands og þjóðar gagnvart umheiminum, og dómar verða um þjóðina felldir eftir framkomu hans, en inn á við á hann að vera einskonar kjölfesta sem með persónulegu áhrifavaldi sínu getur lægt ófriðaröldur og beint fjöldamörgum málefnum til betri vegar. Ef til vill ríður þó mest á, að hann sé staðfastur og hafi þá kunnáttu og yfirsýn, sem þarf til þess að vera leiðtogi. Reynir hvað mest á þá eiginleika, þegar um stjórnarmyndanir er að ræða. Þótt forsetinn grípi ekki inn í rás viðburðanna með valdboði, skiptir miklu máli að hann kunni að stjórna. Forsetavalið er mikilvægt hverju sinni, en aldrei hefir enn í hinni stuttu sögu lýðveldisins ver- ið meiri þörf en nú, að vel takist, þar sem nálgast upplausnarástand í þjóðfélaginu, og viðsjár og vopnabrak hvarvetna úti í heimi. En svo vel vill til, að þjóðin á nú völ þess manns til forseta, sem uppfyllir þær kröfur, sem- vér gerum fyllstar til forseta landsins, sá maður er Guðlaugur Þorvalds- son. Þegar líða tók á kjörtímabil núverandi forseta varð mér oft um það hugsað, hvern kjósa mætti eftirmann hans. Reynsla langrar ævi og starf mitt á fimmta tug ára, hafði gefið mér tækifæri til að kynnast öllum þorra framá- manna þjóðarinnar, ýmist per- sónulega eða af verkum þeirra og framkomu. I hvert sinn er ég hugsaði til þessa, staðnæmdist ég að lokum við sama manninn, Guðlaug Þorvaldsson. Ég þekki hann allt frá skólaárum hans, sem hið ljúfa prúðmenni, sem hvar- vetna lagði hið besta til málanna. Síðan hefi ég fylgst með starfs- ferli hans þrep af þrepi, og alltaf hefir hann reynst sami trausti maðurinn. Vinnusamur, svo af ber, snjall að miðla málum og skjótur til að finna lausn á vandamálum. Komu þar til með- I fæddir eðlisþættir og mikil þekk- ing og reynsla, á flestum sviðum þjóðlífsins. Ég efast um að nokkur samtíðarmanna hafi eins fylgst með því, sem kalla mætti hjart- slátt þjóðfélagsins og Guðlaugur, hvort heldur sem var á vettvangi atvinnu- og fjármála, eða á sviði andans og menntamála. Hann hefir farið með tvö af vandamestu embættum þjóðarinnar, verið rektor Háskóla íslands á mjög miklum umbrota- og óróatímum, og leyst það af hendi með ágætum, og nú síðast sáttasemjari ríkisins, en þó fengist mjög við þau mál árum saman við óskorað traust þeirra, sem mest hafa að þeim málum staðið. Fyrir nokkrum dögum var einn af andstæðingum Guðlaugs til forsetakjörs að mæla gegn honum, og fann það eitt til gegn honum sem væntanlegs for- seta, að ekki mætti missa hann úr starfi sáttasemjara. Það er að vísu rétt, að vandfundinn mun maður í það sæti. En er hægt að bera meira hrós á nokkurn mann, en að hann sé ómissandi úr vandamikilli stöðu, og er hægt að gefa Guðlaugi sterkari meðmæli en þetta til hins Steindór Steindórsson virðulega forsetaembættis? Ég held ekki. Sáttasemjarastarf Guð- laugs gaf honum einstakt tæki- færi til að sýna tvo mikilvæga þætti persónuleika síns. Annars- vegar, að hann var mannasættir í raun, ekki eingöngu af kunnáttu heldur einnig að honum var það í blóð borið, og hinsvegar, að hann er maður alþýðu landsins. Þekkir kjör hennar frá barnæsku og skilur manna best vandamál hennar. Stjórn hans á Háskóla íslands sýndi þetta sama, og þar kom einnig fram að hann er maður æskunnar, þótt kominn sé á miðj- an aldur og við gamlingjarnir vitum einnig, að hann er okkur líka haukur í horni. í stuttu máli sagt, allir aldursflokkar og allar stéttir þjóðfélagsins eiga í honum skilningsríkan og góðviljaðan fé- laga. Meðan Guðlaugur var háskóla- rektor, þurfti hann mjög að taka á móti gestum og koma fram fyrir hönd Háskólans. Þá kom best í ljós að hann stóð ekki einn. Kona hans Kristín Kristinsdóttir stóð þar við hlið hans með þeirri prýði að sæmd var að, og sýndi þá að hún væri kjörin til að verða húsfreyja á Bessastöðum. Oft hvarflar að manni nokkur uggur um framtíð lands og þjóðar. Vitanlega ræður forseti landsins ekki miklu um, hvernig hún ræðst. En eitt er víst, það væri þjóðar- ógæfa, ef hún bæri ekki hamingju til að kjósa sér traustan forseta. Og öruggari mann til að stjórna því sem stjórnað verður úr stóli forseta en Guðlaug Þorvaldsson fáum vér ekki. Gerum því sigur hans sem mestan 29. júní. Það er gæfumark þjóðarinnar að svo verði. Steindór Steindórsson frá Hlöðum fyrrv. skólameistari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.