Morgunblaðið - 12.06.1980, Page 17

Morgunblaðið - 12.06.1980, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1980 17 Guðrún Flosadóttir: Asdís Erlingsdóttir: Að kjósa Pétur Thorsteinsson Ég ætla að kjósa Pétur Thor- steinsson í n.k. forsetakosningum. Að athuguðu máli er hann hæfasti frambjóðandinn til að sinna þessu virðingarembætti þjóðinni til handa. Það gladdi mig að Pétur á vitnisburð trúarinnar og þegar ég las um þann vitnisburð hans í Mbl. 24. maí sl., þá kom mér í hug þessi Ritn. orð: Orðskv. 22k. Fræð þú sveininn um veginn sem hann á að halda og enda á gamalsaldri mun hann ekki af honum víkja. Það er líka mikilvægur kostur sem Pétur Thorsteinsson hefir fram yfir hina frambjóðendurna. Sá kostur er að hann er elstur og hefir lengstan starfsaldur. Það er ekki hagkvæmt fyrir þjóðina að fólk á góðum starfsaldri hætti að sinna sínum skyldustörfum. Þær gjörðir verða tap fyrir samfélagið nema að forsetaembættíð væri valdameira, þá gæti það jafnvel orðið nauðsynlegt. Þess vegna er það mitt álit, að það sé ekki kominn tími fyrir Albert Guð- mundsson alþm. og bæjarfulltrúa að hætta að sinna kjósendum sínum og núverandi störfum, einn- ig er það of snemmt að hætta fyrir Guðlaug Þorvaldsson, nýskipaðan sáttasemjara ríkisins, en í því mikilvægara embætti gæti ein- mitt hann látið gott af sér leiða. Og það er heldur ekki kominn tími til að hætta fyrir yngsta fram- bjóðandann, frú Vigdísi Finnboga- dóttur leikhússtjóra, sem hefir lagt drjúgan skerf til leiklistar- mála og fl. menningarmála. tekið eftir henni, æðstu konu þjóðarinnar. Að lokum Allir þessir háttvirtu frambjóð- endur hafa staðið í ströngu og lagt á sig mikið erfiði og einnig nánustu fylgismenn þeirra. Þess vegna er það ekki létt verk fyrir kjósendur að hafna hinum stór- huga Alberti Guðmundssyni, hin- um prúðmannlega Guðlaugi Þor- valdssyni og hinni brosmildu fríð- leikskonu frú Vigdísi Finnboga- dóttur. En þeir sem kjósa Pétur Thor- steinsson gefa þjóðinni lengri tíma til að þiggja starfskrafta þeirra og sérkunnáttu samfélag- inu til eflingar og velfarnaðar. „Ef Guð lofar og þjóðin vill“ þá verður Pétur Thorsteinsson næsti forseti íslands. Ásdis Erlingsdóttir Kjarkur og kærleikur Nú þegar líður að forsetakosn- ingum verður mér oftar og oftar hugsað til þess manns sem er sá langhæfasti vegna mannkosta sinna, og þess kærleika sem hann á. Sá maður er svo sannarlega- maður fólksins. Hvað er fólkið? Það er almenningur í landinu, það erum við, hinn almenni laun- þegi, það eru þeir mörgu, sem lífsbaráttan hefur farið höndum um. Það er fólkið, sem vegna slysa, veikinda og margskonar erfið- leika, hefur orðið undir í lífsbar- áttunni. Þar hefur Albert Guð- mundsson oftast komið við sögu, og þar og fyrir það hefur Albert Guðmundsson barist manna mest. Er það ekki það sem við þörfn- umst, manns sem þekkir lífsbar- áttu fólksins í landinu, manns sem þekkir líka baksvið stjórnmál- anna. Enginn sem þekkir og hefur heyrt um þá atvinnu, sem hann hefur lagt af mörkum fyrir fólkið efast um að hann vinni áfram að líknar- og mannræktarmálum sem forseti. Hann hættir aldrei við hálfnað verk. Ég vona svo sannarlega fyrir fólksins hönd að þið, góðir íslend- ingar, hafnið ekki manni, se^n hefur kjark og ber kærleika til okkar. Gleymið ekki verkum hans. Guðrún Flosadóttir * '_ ~ .... ^*&®£*S* „ Nú stendur yfir hér á landi fundur norrænna vélaverkfræöiprófessora. Slíkir fundir eru haldnir annað hvert ár og er þetta 10. fundurinn, en sá fyrsti var haldinn árið 1960. Þessir fundir hafa ekki áður verið haldnir hérlendis. Þátttakendur, sem eru 45 að tölu ræða um sérfræðileg málefni og fara í skoðunarferðir í verksmiðjur og orkuver. Myndin var tekin af hópnum í gær fyrir utan Hótel Sögu. • ,júsm. Mbl. Kmilík. BMW 518 A NORÐURLANDI Kynnum BMW 518 á eftirtöldum stööum á Norðurlandi dagana 14,—16. júní: Blönduós: laugardag 14. júní kl. 10—12 hjá Vélsmiðju Húnvetninga. Sauðárkrókur: laugardag 14. júní kl. 2—5 hjá bifreiða- verkstæði K.S. Akureyri: sunnudag 15. júní kl. 1—6 hjá bifreiðaverk- stæði Bjarnhéðins Gíslasonar, Fjölnisgötu 2a. Húsavík: mánudag 16. júní kl. 1—5 hjá bifreiðaverk- stæði Jóns Þorgrímssonar. Þjóðin verður ábyggilega færari að dæma um hæfni þeirra seinna meir, ef þau sinna störfum sínum lengur samfélaginu til handa. Konur í sviðsljósi Allar þær konur sem eru í sviðsljósinu vegna forsetakosn- inganna taka sig vel út, bæði forsetaframbjóðandinn og eigin- konur frambjóðendanna. Þær eru blátt áfram og vina- legar en hafa þó reisn til að bera. Og eitt er sameiginlegt með þeim öllum, þær eru snyrtilegar og vel til fara. Það álít ég ekki hégómaskap enda væri annað móðgun við íslenskar alþýðukonur, þar sem margar hverjar höfðu varla til hnífs og skeiðar og strituðu oft myrkranna á milli m.a. til að seðja svanga munna. En þær héldu sér til eftir bestu getu og tóku það sem sjálfsagðan hlut að vera vel til fara á almannafæri. Forseta- frúin getur ekki látið sig hverfa inn í fjöldann eins og það væri ekki eftir henni tekið. Þó að það sé sjálfsagt að henni sé sýnd kurteisi og tillitssemi hvað einkalíf snert- ir, þá er og verður tekið eftir forsetafrúnni og það á að vera Af sérstökum ástæðum getum við boðið þennan gæðabíl BMW 518 á mjög hagstæðu verði. KRISTINN GUÐNASON HF. BMW er óskabíll allra sem vilja eignast bíl með góða aksturseiginleika, vandaðan frágang, velhönnuð sæti, þægilega fjöðrun og góða hljóðeinangrun. SUÐURLANDSBRAUT 20, SIMI 86633 AKUREYRARUMBOÐ: BÍLAVERKSTÆÐI BJARNHÉÐINS GÍSLASONAR SÍMI96-22499

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.