Morgunblaðið - 12.06.1980, Side 19

Morgunblaðið - 12.06.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1980 19 Nú er það ekki svo að kaupmenn gangi í það að leita uppi dýrari vöru. Fyrst verða þeir að tapa, en svo er ríkisvaldið furðu fljótt að fylla það tómarúm milli 300 og 500 króna, sem hér hefur myndast. Gengissig, tollahækkanir og vöru- gjaldshækkanir eru furðu fljót að lyfta vöruverðinu upp. Opinberar álögur magna verðbólguna í öfugu hlutfalli við lækkandi álagn- ingarprósentu í ljósi þess, sem að ofan er ritað, er ljóst að það er nauðsynlegt að halda kostnaði við verzlun sem allra lægstum og slíkt myndi hafa góð áhrif til þess að draga úr vexti verðbólgunnar. Maður myndi því ætla, að hið opinbera gerði allt sem í þess valdi stæði, til þess að lækka kostnað verzlunarfyrir- tækja, en það er nú eitthvað annað. Sérstakur skattur á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði virkar alveg eins og hækkun dreifingarkostn- aðar í dæminu sem skýrt var hér að ofan og kemur fram margfald- ur í vöruverði til almennings undir þessum kringumstæðum. Milli áranna 1979 og 1980 voru skattar hækkaðir eins og hér segir: Eignarskattur úr 0,8% í 1,2%, fasteignaskattur úr 0,842% í 1,25%, sérstakur skattur á verzl- unar- og skrifstofuhúsnæði úr 0 í 1,4%. 1,642% hækkar upp í 3,85%. Hækkun á þessum sköttum er sem sagt 2,208%. (Vöruverð þarf að hækka um 22% til þess að hægt sé að ná kostnaði inn með 10% álagningu.) Það þarf 13 milljarða meiri veltu til þess að ná aðeins sérskatti á skrifstofu- og verzlun- arhúsnæði með 10% álagningu og er þá allur annar kostnaður við verzlunina enn ógreiddur. Kostnaður í verzlun Þá má nefna að allskonar áhöld, sem verzlunarfyrirtæki þurfa, svo sem ritvélar, reiknivélar, bók- haldsvélar o.þ.h. eru tollaðar sér- staklega hátt, 35% tollur, 24% vörugjald og síðan kemur 23,5% söluskattur. Þessar álögur hækka nauðsynjar til atvinnureksturs í 200%. Þá eru ónefndir ótal þættir, þar sem steinn er lagður í götu verzlunar t.d. í bankakerfinu, hjá tollyfirvöldum og víðar, sem gerir það að verkum, að verzlunarkostn- aður hækkar. Vörur verða að liggja í dýrum vörugeymsluhúsum á hafnarbakkanum, síðan flytjast í tollvörugeymslu áður en þær komast í gegn um kerfi tollsins. Tolla- og innflutningsreglur eru þannig að innflytjendum er gert orðið ómögulegt að hagræða inn- flutningi með stærri vörusending- um, t.d. með því að ná saman mörgum litlum sendingum í eina stóra. Eilífur eltingaleikur er við tollyfirvöld um túlkun á toll- skránni, vegna þess að vörur eru annaðhvort tollaðar á 200% eða 0 og ekkert þar á milli. Innflytjend- ur lenda því í eilífu stríði við tollyfirvöld, sem vilja tolla allar vörur sem hæst en gegn starfsemi innflytjenda, sem þrátt fyrir allt vilja tolla alla vöru sem allra lægst, neytendum í hag. Lítið dæmi um sýnishorn vöru Að lokum vildi ég nefna lítið dæmi um þá stöðugu iðju yfir- valda að gera varning sem allra dýrastan. Til þess að stunda inn- flutningsverzlun er nauðsynlegt að fá sýnishorn. Nýlega bað inn- flutningsfyrirtæki í Reykjavík um sýnishorn frá erlendu fyrirtæki, sem brást skjótt við og sendi sýnishornin í flugfragt til að flýta fyrir. Sýnishornin sem voru tvö kostuðu kr. 3.449.-. Flutnings- gjaldið sem hið erlenda fyrirtæki greiddi voru kr. 24.887.-. í stað þess að innflytjandi fengi þessi sýnishorn afhent umyrðalaust hófst nú mikið stríð við tollyfir- völd. Fyrst var þess krafist að gerð yrði skýrsla yfir sýnishornin, og var það gert. Bæði sýnishornin fóru í háan tollflokk 80% + 24% vörugjald + 24,2% söluskatt. Þar með er sagan ekki öll, það væri svo sem nógu slæmt að fá öll þessi gjöld á sýnishornin, en það var tollyfirvöldum ekki nægilegt. Þau vildu einnig setja tollinn á flug- fragtina, sem var 24.887.- krónur. Ef erlendur seljandi er svo al- mennilegur að kosta flugfragt undir sýnishorn til íslenzkra inn- flytjenda þá skal íslenzkum inn- flytjendum refsað fyrir það með sérstaklega háum tollgjöldum. Tollar og gjöld af þessum tveimur sýnishornum urðu endanlega 53.136 - krónur. Það myndi þurfa að selja fyrir 521.000 - krónur aðeins til að greiða fyrir þessi gjöld af sýnishornunum ef varan er í 10% álagningu. Við þetta bætist kostnaður innflytjandans við að gera umbeðna skýrslu og sækja vörurnar og skulum við áætla það 6.000 - krónur. Sameiginlegur kostnaður selj- anda og kaupanda: kr. Verð á sýnishornum 3.449.- Flutningsgjald 24.887.- Vátrygging 283.- Tollur 22.895,- Vörugjald 12.363.- 24% söluskattur á vöru + 10% áætl. hagnaður 17.878- Kostn. við gerð tollskýrslu 6.000- Samtals 85.335.- Meðan afstaða til íslenzkrar verzlunar er slík að álitið er að hún geti alltaf borgað, verður vöruverð aldrei lágt á íslandi og verðbólgan mun aldrei lækka. Það er ekki fyrr en menn skilja að verzlun er atvinnugrein eins og hver önnur, sem þarf að með- höndla sem slika. Raunar ættu yfirvöld og landsmenn allir að leggja sig fram við að hlúa að íslenzkri verzlun og gera hana sem öflugasta og hæfasta til að gegna hlutverki sínu og mun hún þá geta stuðlað að lækkun verðbólgu og betri hag landsmanna. Héraðsskólinn á Laugarvatni: Fyrstu nemend- ur af félags- og íþróttabraut útskrifast HÉRAÐSSKÓLANUM á Laug arvatni var slitið 24. maí sl. Nemendur skólans voru alls 106, í sex bekkjardeildum. Það bar helst til tiðinda að við skólaslitin útskrifuðust fyrstu nemendurnir af íþrótta- og félagsmálabraut, sem er tveggja ára námsbraut. í áttunda bekk náðu Guðný G. Ólafsdóttir, Sigurður Kristinsson og Sigrún Óskarsdóttir sérlega góðum árangri. í níunda bekk sköruðu Sigurður Böðvarsson og Stefán Guðmundsson fram úr. Hæstu aðaleinkunn á bóknáms- braut II hlaut Pálína K. Garðars- dóttir 7.9, en hæstu aðaleinkunn í uppeldisbraut hlaut Sesselja Gunnarsdóttir 6.8. Á félags- og íþróttabraut luku 9 nemendur lokaprófi. Hæst og jöfn á þessu fyrsta lokaprófi urðu Guðmundur H. Jónsson og Ósk Jórunn Árna- dóttir bæði með 8.8. Hlutu þau verðlaun frá skólanum og frá Vestur-þýska sendiráðinu fyrir góðan árangur í þýsku. Að lokum þakkaði skólastjóri kennurum Iþróttakennaraskóla íslands framlag sitt til að gera íþróttabrautina að veruleika. Hermann Hansson kaupfélagsstjóri. Þóra Sigurðardóttir verzlunar- stjóri, Katrin Ásgrímsdóttir, Jóna Stina og Ingibjörg Stefánsdóttir. Ný verzlun í nýju íbúðahverfi á Höf n NÝ MATVÖRUVERZLUN opnaði á Húfn i Hornafirði um siðastliðna helgi og er þessi verzlun Kaupféíags A-Skaftfell- inga staðsett i ört vaxandi hluta Ilafnarkauptúns. öllum Hafnar- búum var boðið að skoða hina nýju verzlun laugardaginn 7. júni og var fjölmenni við opnun- ina. Gestum var boðið upp á veitingar, rjómakökur og smurt brauð. Gestir létu í ljós ánægju með verzlunina og þá bættu þjónustu, sem hún mun veita, en mikil byggð hefur risið undanfarin ár í innri hluta kauptúnsins þar sem verzlunin er staðsett. Teiknistofa SIS hannaði verzlunarhúsnæðið ásamt bakaríi, sem er í sama húsi og verður tekið í notkun innan tíðar. Verzlunarstjóri hinnar nýju verzlunar KASK er Þóra Sigurð- ardóttir. — Einar Gestum var boðið upp á smurbrauð og rjómabakkelsi við opnun verzlunar KASK á Höfn. (Ljósm. Einar).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.