Morgunblaðið - 12.06.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.06.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980 Hámarksverð á olíu ákveðið AlgeirHborK. Alsír. 11. júni. AP. EFTIR að tvær tilraunir til að ná samkomulagi um oliuverð fóru út um þúfur á árinu, komu Saudi- Arabar þvi loks til leiðar i da(? að hámarksverð á olíu var ákveðið meðal samtaka oliuútflutninjís- rikja, OPEC. Tveggja daga verðjöfnunarfundi samtakanna lauk í Algeirsborg í dag og var þá út gefin samþykkt þess efnis að Arabalöndin skyldu halda sig við 32 dala hámarksverð og væri engu hinna aðildarríkj- anna heimilt að fara fram úr 37 dala hámarksverði á tunnu. Fulltrúar munu hins vegar ekki hafa komið sér saman um sameig- inlega túlkun samþykktarinnar, einkum með tilliti til þess hvort einstök ríki gætu lagt á sérstakt gjald vegna gæða eða fjarlægðar milli olíulindar og markaðar. Yfirmaður orkumála hjá Efna- hagsbandalaginu, Guido Brunner, hefur látð svo um mælt að hið nýja hámarksverð sé „ýkt og óréttlætanlegt". Kommúnjstar töpuðu á Italíu ÚRSLIT byggðakosn- inganna á Ítalíu urðu þau að Kommúnistaflokkurinn The Times enn í vanda London, 11. júni. AP. THOMSON lávarður, formaður útgáfufyrirtækis brezka stór- hlaðsins The Times, skýrði frá því i dag, að enn hefði ekki tekizt að taka i notkun mikilvægt tölvu- kerfi vegna mótstöðu prentara og skoraði eindregið á þá að taka jákvæða afstöðu til hagnýtingar þess. Þegar kerfinu var komið upp 1978 var það ein af ástæðunum til hinnar flóknu deilu, sem leiddi til þess að útgáfa blaðsins og fylgi- blaðsins Sunday Times var stöðvuð i tæpt ár. Utgáfa blaðanna hófst aftur 13. nóvember sl þegar samkomulag hafði tekizt við prentara, en frestað var ákvörðunum um hverjir ættu að stjórna tölvunum. hlaut 31,5% atkvæða í stað 33,4% í kosningunum 1975. Kristilegir demókratar bættu við sig 1,5% atkvæða frá sömu kosningum og fengu 36.8%. Sósíalista- flokkurinn, þriðji stærsti flokkur ítaliu, fékk 12,7%, en hafði verið með 12% 1975. Repúblíkanaflokkur- inn hélt fylgi sínu og fékk 3%. Auðir seðlar og ógildir hafa aldrei verið jafn margir frá stríðslokum en yfir 12,7% at- kvæða féllu á þann veg. Er þetta túlkað sem óánægja með þá kosti sem voru í boði. Úrslit kosninganna eru í heild túlkuð sem stuðningsyfirlýsing við samsteypustjórn kristilegra demókrata og sósíalista undir forsæti Francesco Cossiga, en einnig sem persónulegur sigur Cossiga, því hann hafði verið sakaður um að koma í veg fyrir handtöku ungs sonar stjórnmála- manns úr Kristilega Demókrata- flokknum, sem grunaður var um að vera meðlimur í hryðjuverka- samtökum. Hækkunin hvarf MEÐALTEKJUR vestur-þýzkra launþega hækkuðu úr 1000 mörkum í 2369 mörk á mánuði á bilinu 1969 til 1979. Sáralítill hluti hækkunarinnar rann þó í vasa launþegans sjálfs eða fór í sparibókina. Af þeirri 1369 marka upphæð er bættist við launaseðil- inn hurfu 266 mörk vegna hærri skatta, 214 fóru í hækkaða líftryggingu og 669 mörk gleypti hærra verðlag. Eftir sat launþeginn með raunverulega meðaltalshækkun að upphæð 253 mörk á mánuði á heilum áratug. Upplýsingar þessar komu nýlega fram í blaðinu Journal of Commerce Special. Þetta gerðist 1976 — Herinn í Uruguay steypir Juan Bordabey forseta af stóli. 1975 — Indira Gandhi forsætisráð- herra hundsar hæstaréttarúrskurð um að hún hafi unnið þingsæti ólöglega og verði að afsala sér því. 1970 — Palestínskir skæruliðar kveikja í sendiráði Jórdaníu í Beir- út. 1964 — Nelson Mandela og sjö aðrir dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir skemmdarverk í Rivonia-réttar- höldunum í Pretoria. 1944 — Fljúgandi sprengjur Þjóð- verja falla á London. 1940 — Japönsk loftárás á Chunk- ing, Kína. 1937 — Hreinsanir rússneskra hershöfðingja hefjast. 1934 — Stjórn'málaflokkar bannað- ir í Búlgaríu. 1917 — Konstantín Grikkjakonung- ur leggur niður völd í Grikklandi og Alexander sonur hans tekur við. 1901 — Kúba verður raunverulegt bandarískt verndarríki með samn- ingi. 1900 — Önnur þýzku flotalögin; stefnt að smíði 38 herskipa á 20 árum. 1882 — Óeirðir gegn útlendingum brjótast út í Alexandríu. 1798 — Frakkar taka Möltu. 1691 — Ahmed II verður Tyrkja- soldán í stað Súleiman III. 1683 — Rúghússamsærið um morð á Karli II og bróður hans, Jakob hertoga af Jórvík, afhjúpað. 1672 — Franskur her sækir yfir Rín við Tolhoys. Afmæli. Charles Kingsley, brezkur rithöfundur (1819—1875) — Sir Anthony Eden, brezkur stjórnmála- leiðtogi (1897-1977). brímastra barkskip bandarísku strandgæzlunnar siglir að ráslínu ásamt systurskipunum Gorch Fock II og Eaglcs frá Kiel til þess að hefja þátttöku í kappsiglingu yfir Atlantshaf frá Boston til Kristiansand í Noregi. Kappsiglingin er síðasti liðurinn í 350 ára afmæli Boston borgar. Ófriðsamt á norð- austur-Indlandi Nýju Delhi, Indlandi. 11. júní, AP. STÓRFELLDIR loftflutningar standa nú yfir á hersveitum og til norðaustur fylkisins Tripura á Indlandi, þar sem opinberar heimildir herma að 300 manns hafi látið lifið og 5000 særzt i blóðugum átökum siðastliðna fjóra daga. Mun ófriðurinn snú- ast um búsetu utanaðkomandi i fylkinu. I Nýju Delhi sökuðu þingmenn kommúnistaflokksins bandarísku leyniþjónustuna um að hafa hrundið vandræðunum af stað í Tripura og öðrum fylkjum í norð- austurhluta landsins, þar sem uppþot gegn innflytjendum hafa kostað 500 manns lífið síðan á síðari hluta ársins 1979. Forsætis- ráðhera Indlands, Indira Gandhi, og stjórn hennar hafa iðulega kennt „útlendum" öflum um við- sjár í þessum hluta landsins, án þess þó að benda á þau með nafni. Frú Gandhi, sem nú á í fyrsta skipti í kröppum dansi síðan hún tók við völdum fyrir fimm mánuð- um, skýrði þinginu svo frá í dag að fylkisstjóri norðausturríkjanna fimm hefði beðizt lausnar. Ríkis- stjórinn, L.P. Singh, hefur verið fulltrúi stjórnarinnar í Nýju Delhi á svæðinu. Finnland: Flestir velja Koivisto Frá Thomas Romantschuk fréttaritara Mbl. í HelsinKÍors. YFIRGNÆFANDI meirihluti finnskra kjósenda hefur hug á því að velja Mauno Kovisto for- sætisráðhcrra úr flokki jafnaðar- manna sem næsta forseta lands- ins i forsetakosningunum sem fram fara árið 1984 að þvi er fram kemur i Gallup-skoðana- könnun sem hirtist i vikublaðinu Soumen Kuvalethi. 46% kjósenda nefndu Koivisto en aðeins 13% sögðust myndu kjósa Uhro Kekkonen núverandi forseta landsins ef hann byði sig fram. Kekkonen verður áttræður á hausti komanda. Hann hefur verið forseti frá árinu 1956 en hefur, samkvæmt skoðanakönnuninni, enga möguleika á að sigra í næstu forsetakosningum. Hann hefur sagt að hann muni ekki bjóða sig fram árið 1984 en það hefur hann sagt áður fyrir forsetakosningar. Hvernig sem á það er litið má örugglega ætla að þessi yfirlýsing Kekkonens hafi haft áhrif á af- stöðu kjósenda í skoðanakönnun- inni. í þriðja sæti urðu þeir Kalevi Sorsa flokksbróðir Koivistos og flokksformaður og utanríkisráð- herrann ungi, Paavo Vayrynen, úr Miðflokknum sem stefnir að því um næstu helgi að fella formann flokksins, Johnnes Virolainen, á flokksþingi í Abo. Hlutu þeir báðir um 2% fylgi kjósenda í skoðana- könnuninni. E1A1 á uppleið? 12. júní Andlát. 1759 William Collins, skáld. Innlent. 1913 Fánatakan í Reykja- víkurhöfn — 1926 Kristján X heim- sækir ísland — 1931 Alþingiskosn- ingar — 1934 Brottrekstur 20 manna úr kommúnistaflokknum kunngerður — 1939 Jónas Hall- dórsson setur 50. sundmetið á 10 árum — 1944 Hótel Borg tekin leigunámi til veizlufagnaðar — 1950 „Brúðkaup Fígarós" flutt — 1957 Leiðangur frá Akureyri fer til Jan Mayen — 1901 f. Kristinn E. Andrésson — 1915 Bjarni Vil- hjálmsson þjskjv. Orð dagsins. Bankastjóri er maður, sem lánar þér regnhlíf þegar sólin skín og heimtar hana aftur um leið og það fer að rigna — Mark Twain, bandarískur rithöfundur (1835— 1910). HINN nýi stjórnarformað- ur ísraelska flugfélagsins E1 Al, Avraham Shavit, lýsti því nýlega yfir í New York, að eftir fyrstu harkalegu ráðstafanirnar varðandi rekstur flugfé- lagsins væri hann nú „hóflega bjartsýnn“ um framhaldið. Shavit kveðst hafa lækkað rekstrar- kostnað fyrirtækisins um 40%. Ætlun hans er tvö- falda á næstunni tekjur E1 A1 af vöruflutningum, en þær nema nú um 20%, auk þess sem hann stefnir að því að auka mjög leigu- flug. Á síðasta ári nam taprekstur E1 A1 jafngildi rúmlega 20 milljarða íslenzkra króna, en léleg afköst, óróleiki á vinnumarkaði og óða- verðbólgan í ísrael hafa ekki síður staðið flugfélaginu fyrir þrifum en öðrum fyrirtækjum í landinu. Orðrómur var á kreiki um að ísraelsstjórn væri því ekki frábit- in að láta flugfélagið verða gjald- þrota ef það rétti ekki úr kútnum. Þegar Shavít tók við stjórnar- taumunum hjá E1 A1 í nóvember sl. lét hann það verða sitt fyrsta verk að reka 1500 af 6000 starfs- mönnum félagsins, auk þess sem hann samdi um 20% kauplækkun við þá, sem eftir urðu. Hann fækkaði þjónustuliði um borð í flugvélum, lagði niður áætlunar- ferðir á flugleiðum, sem ekki skiluðu hagnaði, lokaði fimm skrifstofum félagsins erlendis og endurskipulagði röðun áhafna í flugferðir. Synjað um áritun CapoTown, II. júni — AP. NORSKA stjórnin neitaði í dag suður-afríska dómsmála- ráðherranum, Alwyn Schle- busch, um vegabréfsáritun, þegar hann óskaði eftir að fá að heimsækja Noreg á opin- beru ferðalagi, sem fyrirhug- að er á næstunni. Engin ástæða var gefin fyrir synj- • uninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.