Morgunblaðið - 12.06.1980, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980
tofgtmlilfifrifr
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baidvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250
kr. eintakiö.
Lítil
stjórnviska
Ríkisstjórnin hefur nú gert Bandalagi starfsmanna ríkis
og bæja gagntilboð, en í þá rúmu fjóra mánuði, sem
ríkisstjórnin hefur setið, hafa menn beðið eftir þvj, að hún
léti formlega frá sér heyra um kjaramál ríkisstarfsmanna.
Fæðingahríðirnar hafa verð langar og strangar og á
vormánuðum var helst á ráðherrum að skilja, að réttast
væri, að þeir biðu með hugmyndir sínar, þar til ljósar lægi
fyrir, hvernig viðræðum Vinnuveitendasambandsins og
Alþýðusambandsins miðaði. Nú segist ríkisstjórnin hins
vegar hafa misst þolinmæði sína. Heldur eru það ósannfær-
andi rök, þegar litið er til þess, hve treg hún hefur verið til
að koma til móts við aðilana á almenna vinnumarkaðnum,
þegar þeir hafa sett fram óskir um svonefndar þríhliða
viðræður. í þeim felst, að ríkisvaldið verði þátttakandi í
úrlausn kjaramálanna.
Tiilögur ríkisstjórnarinnar til BSRB bera þess merki, að
vaxandi taugaveiklunar gæti innan ríkisstjórnarinnar yfir
stöðunni í kjaramálunum. í Tímanum 31. maí sagði Ólafur
Jóhannesson, utanríkisráðherra, að það væri „höfuðatriði að
koma samningunum af“ og taka síðan öll efnahagsmálin til
skoðunar „því það er ekki heldur hægt að grípa aðeins í einn
þátt efnahagsmálanna heldur verður að líta á þau
heildstætt." Óneitanlega er það lítil stjórnviska, þegar
efnahagslífið allt er á öðrum endanum, að segja sem svo, að
fyrst skuli samið um kaup og kjör og síðan ætli ríkisstjórnin
að grípa til efnahagsráðstafana. Skynsamleg úrlausn mála
felst þvert á móti í því, að ríkisstjórnin gefi aðilum
vinnumarkaðarins tafarlaust til kynna, hvað fyrir henni
vakir í efnahagsmálum almennt. Allar efnahagsráðstafanir
hljóta að snerta kaup manna og kjör beint eða óbeint. Og
það er til lítils fyrir aðila vinnumarkaðarins að ná einhverju
samkomulagi, þegar við blasir, að ríkisstjórnin undirbýr
ráðstafanir sem síðan ómerki allt, sem um hefur verið
samið.
Á þessu stigi er ótímabært a velta því fyrir sér til hvers
gagntilboð ríkisstjórnarinnar mun leiða í samtölum fulltrúa
hennar og BSRB. Niðurstaða þeirra mun ekki endilega
ráðast af prósentutölum um kauphækkun eða breytingum á
högum BSRB-forystunnar. Hitt er hins vegar ljóst, að á
starfstíma sínum hefur ríkisstjórnin ekkert það aðhafst,
sem vekur á henni traust meðal aðila vinnumarkaðarins.
Ragnar Arnalds fjármálaráðherra ítrekar til dæmis, þegar
hann kynnir gagntilboð sitt, að skattalækkanir komi alls
ekki til greina til að liðka fyrir kjarasamningum og segir
þær „fáránlegar" í því sambandi. En aðilar vinnumarkaðar-
ins hafa einmitt sameinast um það sjónarmið, að með
skattalækkunum væri unnt að gera mikið gagn í kjaravið-
ræðunum.
Afstaðan í kjaramálunum gefur til kynna, að ríkisstjórnin
sé í engu sambandi við þróun mála í þjóðfélaginu. Sú
stjórnviska, að fyrst þurfi að semja, svo að unnt sé að grípa
inn í gerða samninga er angi af þessum sama meiði. Óg
tillagan um vísitölu-fyrirkomulagið í gagntilboði fjármála-
ráðherra gengur jivert á þær hugmyndir sem Vinnu-
veitendasamband Islands hefur sett fram um svonefndan
„kjarnasamning". Eins og menn muna ef til vill voru fyrstu
viðbrogö Alþýðusambandsins við tillögunni um „kjarna-
samning“ neikvæð en að loknum umræðum í samninganefnd
þess var ákveðið að ganga til viðræðna um hann við
vinnuveitendur. Þær viðræður hafa farið fram síðan og þótt
ljós punktur í samningaþófinu. En með gagntilboði sínu
virðist ríkisstjórnin ætla að spilla fyrir þeim viðræðum og
hleypa þeim í gamla farið að nýju.
Það er sannarlega mikið áhyggjuefni, þegar öll verk
ríkisstjórnar í jafn viðkvæmum málaflokki og kjaramálun-
um einkennast af fumi og fljótræði. Sé það vilji ríkisstjórn-
arinnar að skynsamleg niðurstaða fáist í kjarasamningun-
um, verður að gera þá kröfu til hennar, að hún fylgi þeim
vilja fram með skynsamlegum aðgerðum.
Einar Ólafsson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana:
Ríkið vill gera upp á
milli Jóns og séra Jóns
„TILBOÐ? Ég heíi ekki orðið
neins tilboðs var,“ sagði Einar
ólafsson, formaður Starfsmanna-
félags rikisstofnana. eins stærsta
félagsins innan BSRB, er Morg-
unblaðið spurði hann, hvað hann
vildi segja um tilboð f jármálaráð-
herra til BSRB. „Hins vegar hef
ég áþreifanlega orðið þess var, að
fjármálaráðherra hefur lagt
fram kröfu um að kjör okkar,
sem við búum við í dag, verði
stórlega rýrð, samningurinn frá
1977“
Morgunblaðið spurði Einar,.
hvað það væri, sem honum þætti
verst við „tilboðið". „Það versta er,
að þeir skuli ætla að setja þak á
vísitöluna. Á það má benda að við
erum ekki eini aðilinn á launa-
markaðinum, þar er einnig Banda-
lag háskólamanna, sem sam-
kvæmt kjaradómi nýtur áfram
þeirra verðbótaákvæða, sem gilt
hafa eftir setningu Ólafslaga — en
nú er verið að klípa af þessu
gagnvart okkur.
Annað mikilvægt atriði í þessu
sambandi er, að nú virðist eiga að
gera upp á milli Jóns og séra Jóns.
Séra Jón, félaginn í BHM, virðist
eiga að fá forréttindi gagnvart
Jóni, félaganum í BSRB. Þetta
vísitölukerfi mun valda enn
breikkun á þeim launamun, sem er
milli BSRB og BHM og í því efni
virðist ríkisvaldið ætlazt til, að við
fórnum einhverju."
Helga Gunnarsdóttir, talsmaður „áhugasamra félaga“:
Smánarleg svör við
kröf ugerð okkar
„VIÐ fengum tilboðið í hendur í
gærkvöldi og höfum farið yfir
þau atriði er varða kaupliði og
visitölu,“ sagði Helga Gunnars-
dóttir, talsmaður „Ahugasamra
félaga“ innan BSRB, „og er
augljóst, að þetta eru smánarleg
svör við kröfugerð okkar.“
„Ragnar Arnalds mun hafa sagt
í sjónvarpi í gær, eftir að hafa
verið stillt upp við vegg, að þetta
væri nú bara byrjunin — þeir
ættu eftir að tala saman. Það lítur
ekki út fyrir að þeir séu yfir sig
hreyknir af þessu, en hins vegar
virðist eitthvað gengið til móts við
okkur í samningsréttarmálinu, en
hvað varðar kaup- og vísitölumál-
in, þá er tilboðið alveg út í hött og
hlýtur að verða svarað á þann
hátt.“
Helga kvað „áhugasama félaga"
halda fund fljótlega eftir helgina
og yrðu félagarnir þá búnir að
brjóta tilboðið til mergjar. Myndi
fundurinn þá ákveða, hvort
„áhugasamir félagar" hefðu ein-
hverjar aðgerðir. „Eigum við ef-
laust eftir að láta í okkur heyra,"
sagði Helga Gunnarsdóttir.
r *
Guðmundur Arnason, varaformaður Kennarasambands Islands:
Vísitöluþak tilboðs-
ins er fráleitt
„ÉG verð nú að segja. að við
höfum aldrel fengið sem fyrsta
boð neitt gylliboð,“ sagði Guð-
mundur Árnason, varaformaður
nýstofnaðs Kennarasambands ís-
lands, er Morgunblaðið ræddi við
hann um boð fjármálaráðherra.
„Það er ekkcrt nýtt að fá tilboð í
algjöru lágmarki sem fyrsta
boð.“
„Almennt vil ég ekki ræða
tilboðið á samningastigi sem
þessu," sagði Guðmundur, „en
sérstaklega finn ég þó vankanta á
vísitöluákvæðum þess, sem mér
finnst ábótavant. Sérstaklega er
það vísitöluþakið, sem er raunar
fráleitt. Felur það í sér kjara-
skerðingu fyrir þá hópa, sem það
nær til og rýrir þannig gildandi
samning, ekki bara meðal okkar
heldur einnig meðal BHM-manna.
Hins vegar er ýmislegt jákvætt
við tilboðið og er það einkum í
sambandi við réttindamálin. Þetta
vil ég þó ekki ræða frekar að svo
stöddu, þar sem ég tel óeðlilegt að
ræða tilboð meðan á samningavið-
ræðum stendur."
Ágúst Geirsson, formaður Félags ísl. símam
Launahækkuniii
núlli og upp í 1,1
„MÉR finnst tilboðið mjög lélegt
og algjörlega óviðunandi,“ sagði
Ágúst Geirsson, formaður Félags
íslenzkra simamanna, er Morg-
unblaðið ræddi við hann í gær.
„Boðið er upp á launahækkun,
sem er frá núlli og upp í 1,98% á
sama tima og útreikningar sýna,
að til þess að ná gildi samning-
anna frá 1977, vanti 22% hækkun
launa.“
„Ymis mjög neikvæð atriði eru í
tilboði Ragnars," sagði Ágúst, „og
vil ég þar t.d. nefna það ákvæði, að
ríkið geti einhliða ákveðið vinnu-
tilhögun, sem það getur ekki nú.
Þá má nefna vísitöluskerðinguna,
sem er meiri samkvæmt tilboðinu
en hún er í dag, tilboðið^skerðir