Morgunblaðið - 12.06.1980, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980
Stuðningsmenn Vig
dísar opna fjórar
nýjar skrifstofur
Guðlaugur Þorvaldsson og frú i Sandgerði.
Guðlaugur á f erð
um landið
STUÐNINGSMENN Vigdísar
Finnbogadóttur hafa opnað fjór-
ar nýjar kosningaskrifstofur á
fjórum stöðum á landinu, Siglu-
firði, Egilsstöðum, Seltjarnarnesi
og í Borgarnesi.
Skrifstofan á Egilsstöðum er að
Laugavöllum 10 og opin á mánu-
dögum og fimmtudögum kl.
20:30—22 og laugardaga kl. 13—
15. Forstöðumaður er Einar Rafn
Haraldsson.
A Seltjarnarnesi er skrifstofan
til húsa að Vallarbraut 16 og er
opin öll kvöld. Forstöðumaður
hennar er Sveinbjörn Jónsson.
I Siglufirði er skrifstofan að
Gránugötu 14 og opin kl. 17—19
daglega. Hermann Jónasson
bankamaður veitir skrifstofunni
forstöðu en kosninganefnd skipa
auk hans: Ása Guðjónsdóttir, yfir-
Stuðningsmenn Vigdís-
ar Finnbogadóttur:
Skrifstofa opn-
uð í Kópavogi
STUÐNINGSMENN Vigdísar
Finnbogadóttur í Kópavogi hafa
opnað kosningaskrifstofu að
Auðbrekku 53 3. hæð. Verður
skrifstofan opin frá kl. 15 til 21
alla daga.
Framkvæmdanefnd í Kópavogi
skipa Sigurður Grétar Guð-
mundsson pípulagningameistari,
Ingibjörg Arnadóttir ritstjóri,
Hjördís Pétursdóttir húsmóðir,
Hannes Björnsson múrari, Guð-
björg Björgvinsdóttir ráðskona og
skrifstofustjóri er Erla Óskars-
dóttir hjúkrunarfræðingur.
Guðlaugur á
ferð um
Vestfirði
GUÐLAUGUR Þorvaldsson var
fyrir nokkrum dögum á ferð um
Vestfirði. Hann heimsótti vinnu-
staði á Patreksfirði, Tálknafirði,
Þingeyri, Flateyri, Súgandafirði
og Isafirði. Almennir fundir voru
haldnir á Patreksfirði, Bolungar-
vík og ísafirði.
Á öllum fundunum kynnti Guð-
laugur viðhorf sín og svaraði
fyrirspurnum, en eiginkona hans
Kristín Kristinsdóttir ávarpaði
fundarmenn í lok fundanna.
(ílr fréttatilkynningu).
læknir, Guðrún Thorarensen, hús-
freyja, Jón Rögnvaldsson, sjómað-
ur, Oli Geir Þorgeirsson, verslun-
armaður, Guðrún Hildur Rögn-
valdsdóttir, hjúkrunarfræðingur,
Ámundi Gunnarsson, vélvirki,
Freyja Árnadóttir, póstafgreiðslu-
maður, Úlfar Gunnlaugsson, iðn-
nemi, Júlíus Júlíusson, kennari,
Kolbrún Eggertsdóttir, kennari,
Steinunn Rögnvaldsdóttir, kenn-
ari, Flóra Baldvinsdóttir, starfs-
maður Verkalýðsfélagsins Vöku.
í Borgarnesi er skrifstofa stuðn-
ingsmanna Vigdísar í Snorrabúð,
Gunnlaugsgötu 1. Hún er opin
15—18 og 20—22 virka daga og
14—17 um helgar. Starfsmaður
skrifstofunnar er Ósk Axelsdóttir.
Framkvæmdanefnd stuðnings-
manna skipa: Árni Snæbjörnsson
Hvanneyri, Sigrún Elíasdóttir
Andakílsárvirkjun, Jón A. Egg-
ertsson Bjargi, Ingþór Friðriks-
son, Helga Ólafsdóttir, Anna
Ólafsdóttir, Svanlaug Vilhjálms-
dóttir, María J. Einarsdóttir, Guð-
laug Guðmannsdóttir, Trausti
Jónsson, Davíð Sverrisson, Áslaug
Þorvaldsdóttir og Hjördís Karls-
dóttir. ____t t t_____
465 nemendur
í Tónlistarskóla
Akureyrar
TÓNLISTARSKÓLANUM á Ak-
ureyri var slitið í 35. sinn í
Akureyrarkirkju, föstudaginn
23. maí sl.
Skólahljómsveitin lék undir
stjórn Oliver J. Kentish flautu-
konsert, og tvær stúlkur fluttu
dúett fyrir fiðlu og lágfiðlu, sem
saminn var af Oliver J. Kentish.
Þá tók til máls skólastjóri tónlist-
arskólans Jón Hlöðver Áskelsson.
Alls stunduðu 465 nemendur
nám við skólann á vetrinum, þar
af 98 í forskóla. 25 kennarar
störfuðu við skólann, að stunda-
kennurum meðtöldum. Skólinn
gekkst fyrir píanónámskeiði í maí
og fékk til liðs við sig Martin
Berkofsky. Auk þessa var í vetur
Philip Jenkins kennari við skólann
og lék hann á mörgum tónleikum,
en hann var í vetrarleyfi frá Royal
Academy of Music.
Við skólaslitin fór fram fjórða
úthlutun námsstyrkja. Að þessu
sinni hlutu þrír námsstyrk að
upphæð kr. 200.000 hver. Að lok-
um þakkaði skólastjóri skóla-
nefnd, starfsliði, nemendum og
foreldrum samstarfið á vetrinum.
GUÐLAUGUR Þorvaldsson er nú
á ferð um landið. Á laugardag fór
hann til Grímseyjar, Varmahlíðar
í Skagafirði og Skagastrandar. í
Varmahlíð var haldinn fundur í
Miðgarði en á laugardagskvöld á
Skagaströnd.
Á sunnudagsmorgni hélt Guð-
laugur fund á Hellissandi og í
Ólafsvík eftir hádegi. Áætlað var
Albert í
STUÐNINGSMENN Alberts Guð-
mundssonar og Brynhildar Jó-
hannsdóttur í forsetakosningun-
um, efndu til almenns fundar í
félagsheimilinu Stapa kl. 20.30
síðastliðinn þriðjudag.
Konur á staðnum sáu um kaffi-
veitingar og allmargir heimamenn
fluttu ræður. Fundarstjóri var
I Huxley ólafsson.
að halda fund í Grundarfirði kl.
16.30 á sunnudag en kvöldfund á
Stykkishólmi á sunnudagskvöld.
Guðlaugur Þorvaldsson hefur
þegar ferðast um Austfirði þar
sem hann hélt 10 fundi á þremur
dögum.
10. júní var haldinn fundur í
félagsheimilinu Stapa.
(Úr fréttatilkynningu).
Stapa
Þá sungu þeir tvísöng þeir
Sverrir Guðmundsson og Jón
Kristinsson við undirleik Ragn-
heiðar Skúladóttur, við mikinn
fögnuð áheyrenda.
í fundarlok flutti frú Brynhild-
ur ávarp og Albert Guðmundsson
flutti ræðu.
(Úr fréttatilkynningu).
Grænlenskir
sveitarstjórnar-
menn undirbúa
kynnisf ör hingað
ÞRÍR aí frammámonnum í
sveitastjórnarmálum í
Grænlandi. voru hér á ferð
fyrir skömmu. — Komu þeir
til þess að kynna sér starf-
semi Sambands ísl. sveitar-
félaga, eins höfðu þeir
kynnt sér meðan á dvöl
þeirra stóð, verksvið Fram-
kvæmdastofnunar rikisins.
Húsnæðisstofnunar ríkisins,
Orkumálastofnunar og
landbúnaðarmál, svo og um-
svif S.Í.S.
Fyrir Grænlendingunum
var formaður sambands
sveitastjórnanna í Græn-
landi, en innan vébanda
þess eru öll sveitarfélögin í
íandinu og eru þau 18 tals-
ins. Formaðurinn heitir
Uvdloriánguak Kristiansen.
Á hann sæti í bæjarstjórn-
inni í Godtháb — Nuuk. —
Hann hefur verið formaður
um nokkurra ára skeið, —
Mun hann um næstu áramót
verða framkvæmdastjóri
sveitarfélaga-samtakanna
og lætur þá af störfum við
fréttastofu grænlenska út-
varpsins, þar sem hann hef-
ur starfað um all mörg ár.
Hann mun og áfram verða
formaður sambandsstjórn-
arinnar.
Með honum í förinni voru
starfsmenn skrifstofu sveit-
astjórnarinnar sem er í
Nuuk, þeir Fredrick Willi-
ams og Jens Eriksen.
í stuttu samtali við Mbl.
skömmu áður en Kristiansen fór
af landi brott kvað hann þessa
Islandsferð hafa verið farna í
þeim tilgangi að undirbúa kynn-
isferð grænlenskra sveitastjórn-
armanna hingað til lands á
næsta sumri. — Myndu þeir
félagar semja skýrslu um ís-
landsför sína. Segja mætti að
þessi skýrsla ætti að vera nokk-
urs konar leiðabók fyrir þátttak-
endurna í væntanlegri hópferð,
þar eð hún ætti að miðla þeim all
ítarlegum upplýsingum um ísl.
sveitastjórnarmál. — Myndi
hópurinn ferðast á milli bæja.
Meðan þremenningarnir höfðu
hér viðdvöl höfðu þeir ferðast
nokkuð um landið t.d. farið
kynnisför til Akureyrar og
Húsavíkur. Hér í Reykjavík
höfðu þeir rætt við borgarstjór-
ann.
Kristiansen sagði að lokum að
fyrirsvarsmenn Samb. ísl. sveit-
arfélga hefðu lagt sig í fram-
króka við að gera ferðina sem
árangursríkasta, fyrir þá félaga.
Grænlenzkir stjórnmálamenn
Uvdloriánguak Kristiansen
bæjarfulltrúi í Nuuk
hafa áhuga á því að reyna að efla
samskiptin milli þjóðanna og
vissulega er sú velheppnaða ferð,
sem nú er lokið þáttur í þeirri
viðleitni okkar sagði Kristians-
en, sem kvaðst vilja í nafni
þeirra þremenninga þakka öllum
þeim sem greitt hefðu götu
þeirra meðan á heimsókninni
stóð.
Pétur á Hellu
Pétur Thorsteinsson heimsótti 6
vinnustaði á Hellu sl. fimmtudag
og hitti fjölmarga að máli. Við
gleriðjuna Samverk hélt hann
fund með starfsfólkinu og var
hann haldinn undir berum himni.
Hins vegar var fundurinn á Skatt-
stofu Suðurlands haldinn innan-
dyra.
Þá heimsótti hann Mosfell (þar
eru m.a. saumuð tjöld og gallabux-
ur), Saumastofuna hjá Rudolf
Stolzenwald og hin ýmsu fyrir-
tæki Kaupfélagsins Þórs.
Næstu daga hefst kosningastarf
sérstakrar framkvæmdanefndar,
sem komið var á laggirnar á
Hellu. (Úr fréttatilkyiminKu).
Stuðningsmenn
Guðlaugs opna
skrifstofu
í Siglufirði
STUÐNINGSMENN Guðlaugs
Þorvaldssonar í Siglufirði hafa
-opnað skrifstofu að Grundargötu 5
þar í bæ. Verður hún opin fyrst
um sinn kl. 17—19 virka daga og
allan daginn um helgar. Forstöðu-
maður skrifstofunnar er Birna Dís
Benediktsdóttir, en meðal þeirra
er skipa framkvæmdaráð stuðn-
ingsmanna Guðlaugs Þorvalds-
sonar í Siglufirði eru Sigurður
Kjartansson, Birgir Guðlaugsson,
Sverrir Sveinsson, Halldóra Jóns-
dóttir og Margrét Pálsdóttir.
(Fréttatilkynning).
Stuðningsmenn
Alberts
í Stykkishólmi
STUÐNINGSMENN Alberts Guð-
mundssonar í Stykkishólmi hafa
opnað skrifstofu í Verkalýðshús-
inu. Hún er opin þriðjudaga og
fimmtudaga kl. 20—23.00.
Kosninga- og baráttunefnd
skipa eftirtaldir: Sigfús Sigfússon
formaður, Guðni Friðriksson, Sig-
urður Kristinsson, Hinrik Finns-
son, Kristinn Finnsson, Númi
Fjeldsted, Högni Bæringsson,
Gunnleifur Kjartansson, Einar
Sigfússon, Lárus Kr. Jónsson,
Bjarni Lárentsínusson, Einar
Magnússon, Svavar Edilonsson,
Pétur Jack, Þorsteinn Sigurðsson.
(Úr fréttatilkynningu).
Stuðningsmenn
Vigdísar
í Skagaf irði
STUÐNINGSMENN Vigdísar
Finnbogadóttur í Skagafirði hafa
opnað kosningaskrifstofu á Sauð-
árkróki að Skagfirðingabraut 8.
Skrifstofan verður opin alla daga
frá klukkan 17—19 og 20—22.
Rannveig Þorvaldsdóttir fulltrúi
veitir skrifstofunni forsjá fyrst
um sinn en frá 15. júní verður
Heiðmar Jónsson kennari for-
stöðumaður.
Pétur á
Suðurlandi
PÉTUR Thorsteinsson hefur síð-
ustu daga verið á Suðurlandi, þar
sem hann hefur haldið fjölmarga
fundi með starfsfólki á vinnu-
stöðum. Hann fór fyrst til Þor-
lákshafnar, þaðan á Stokkseyri og
Eyrarbakka og síðan til Selfoss.
Hann kom einnig á Heilsuhæli
LNFÍ í Hveragerði og víðar.
Þá lá leiðin á Hellu og Hvols-
völl, og einnig var ætlunin að
heimsækja Vík í Mýrdal.
Framkvæmdanefndir hafa tekið
til starfa á öllum þessum stöðum.
Næstu daga verða haldnir al-
mennir fundir á fjölmörgum
stöðum um allt land, og þá mun
Pétur einnig fara á vinnustaði í
Reykjavík.
(Úr (réttatilkynningu (rá stuöh-
ingsuiönnuin Péturs Thorsteins-
sonar.)