Morgunblaðið - 12.06.1980, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980
Ólafur E. Stefánsson, nautgriparæktarráðunautur:
Galloway í fremstu röð
Árið 1979 voru dæmdir (metn-
ir) nokkrir gripir utandyra á
Smithfield markaðinum i Lond-
on, en gripi þessa átti að selja til
slátrunar á jólamarkaðinn. Siðan
hefur sýningin tekið miklum
breytingum, sem eðlilegt er, og
vélsýning orðið annar meginþátt-
ur hennar samhliða sýningunni á
sláturgripum og kjöti nú hin
siðari ár. Um langt skeið hefur
sýningin verið haldin i Earls
Court. og er tryggt húsnæði fyrir
hana þar til ársins 1999, er 200
ára aímæli hennar verður. Enn
er það konunglegi Smithfield
klúbburinn. sem að sýningunni
stendur, og er hún haldin i
hyrjun desember hvert ár.
íslenzkir bændur og búvélasalar
hafa oft fjölmennt á þessa sýn-
ingu hin siðari ár.
Nautgripirnir
setja svip sinn á
búfjársýninguna
Smithfield sýningin er hin
stærsta, sem haldin er í Bretlandi
á sláturgripum. Auk nautgripa er
sýnt sauðfé og svín, en hvort
tveggja lendir í skugganum borið
saman við nautgripina, sem eru af
holdakynjum og blendingum milli
þeirra. Á sýningunni í desember
sl. munu hafa verið sýndir um 480
nautgripir, uxar og kvígur í mis-
munandi aldursflokkum, auk 100
gripa, sem slátrað var í byrjun
Svipmyndir
frá nokkrum
sýningum á
Smithfield
síðustu 10 árin
sýningar, en skrokkar af þeim
voru hafðir á sérstakri kjötsýn-
ingu.
Af hinum 480 nautgripum voru
280 af 12 hreinum holdakynjum,
en 200 voru blendingar. Nær
Mynd 1.
Mynd 4.
helmingi færri gripir voru sýndir
af Galloway en öðrum hreinum
holdakynjum að meðaltali eða 12
gripir, enda flestir hinna út-
breiddari.
Viðurkenningar
Margar viðurkenningar eru
veittar í hinum ýmsu flokkum
nautgripa, bæði innan hinna ýmsu
kynja svo og milli þeirra. Líkleg-
ast ber mest á því í augum margra
sýningargesta, hvaða gripur er
dæmdur beztur sem einstaklingur.
Oftast nær mun það vera blend-
ingur, sem verður fyrir valinu,
enda fær blendingsþróttur notið
sín í þessari keppni. í seinni tíð
mun það oft hafa verið blendingur
undan gripum af Aberdean Angus
kyni og Charolais, jafnvel að fleiri
holdakyn standi að gripnum.
Áhugaverðustu verðlaunin að
minni hyggju eru þó þau, sem
veitt eru sameiginlega fyrir 3
beztu hreinkynja uxana af sama
holdanautakyni. en þeir þurfa að
vera sinn i hverjum aldursflokki,
þ.e. 21—27 mánaða, 15—21 mán-
aða og 15 mánaða og yngri.
Keppni um þessa viðurkenningu
er kennd við hertogann af Nor-
folk, sem gefið hefur bikar til
keppninnar.
Það er hápunktur sýningarinn-
ar, þegar þessi viðurkenning er
veitt, og er það venjulega einhver
úr konungsfjölskyldunni eða há-
aðlinum, sem afhendir verðlaunin,
enda konunglegt félag, sem að
sýningunni stendur.
í fremstu röð að
gerð og gæðum
Þegar kemur að ytri gerð og
kjötgæðum, er Galloway kynið oft
í fremstu röð eða næstu. Stundum
er samkeppnin við önnur kyn
hörð, stundum er sigurinn auð-
unninn. Er hér átt við 3ja gripa
keppnina um Norfolk bikarinn.
Á siðasta áratug (1970—1979)
hefur Galloway kynið hlotið
þessa viðurkenningu 4 sinnum
(1970, 1971, 1975 og 1979) og
milli áranna 1975 og 1979 var
það dæmt næst bezt öll 3 árin.
1. mynd.
Norfolk bikarinn. „Einn af meiri
háttar silfurmunum landsins",
eins og komizt er að orði í tilefni
af afhendingu þessa farandgrips
til félagsskapar ræktenda Gallo-
way nautgripa á Smithfield sýn-
ingunni í London í des. sl.
Frá Smithfield 1970
2. mynd.
Galloway uxarnir, sem unnu Nor-
folk bikarinn 1970, voru allir þrír
gráir (dun). Þótt þeir væru komnir
nær 800 km leið frá Perth í
Skotlandi sem hlýtur að reyna á
gripina, stóð enginn uxahópur af
öðrum kynjum þeim á sporði, en
þá voru 3 ár liðin frá því Galloway
hópur hafði hlotið þessi verðlaun.
Uxinn t.h. (133), sjá 3. mynd,
var dæmdur besti uxi sýningar-
innar og næst bezti nautgripurinn
á sýningunni í samkeppni við öll
önnur holdakyn og blendinga.
Uxinn t.v. (140) var dæmdur
næst bezti uxinn af öllum á
sýningunni. í þetta skipti var
keppnin auðunnin.
3. mynd.
Sjá texta við mynd 2.
Frá Smithfield 1971
4. mynd.
Uxarnir, sem unnu Norfolk bikar-
inn 1971. Það var 2. árið í röð, sem
Galloway kynið sigraði í keppn-
inni sem bezti hreinræktaði hóp-
urinn á sýningunni. Á henni fengu
Mynd 6.
Mynd 7.
Galloway gripir fleiri viðurkenn-
ingar en nokkurt annað kyn.
5. mynd.
Þessi uxi, sem var í hópi Galloway
gripanna þriggja, sem Norfolk
bikarinn unnu, var jafnframt
dæmdur annar bezti hreinræktaði
gripurinn af öllum á sýningunni.
Hann var 23 mánaða. Myndin er
tekin á landssýningu í Skotlandt
rétt áður, þar sem hann var