Morgunblaðið - 12.06.1980, Side 31
dæmdur bezti gripur á þeirri
sýningu.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980
31
6. mynd.
Annar úr hópnum var þessi árs-
gamli uxi, sem dæmdur var næst
beztur allra uxa á Smithfield.
7. mynd.
Slakað á. „Keppninni lokið, orust-
an unnin“. Eitthvað á þessa leið
hljóðaði textinn, sem birtur var
með þessari mynd.
8. mynd.
Hertogaynjan af Kent ræðir við
tvo framámenn Galloway rækt-
enda. í miðið er James Biggar,
þáverandi formaður Smithfield
klúbbsins, sem býr að Chapelton
við Castle Douglas í Skotlandi.
Það mun hafa verið frá búi föður
hans þar, sem Galloway gripirnir,
er fluttir voru til íslands 1933,
voru.
Frá Smithfield 1975
9. mynd.
Sigurvegari í Norfolk bikarkeppn-
inni. Sýnendur raða uxunum upp
fyrir framan konungssætin. Auk
þeirra eru á myndinni dómarinn,
umsjónarmaður með gripum á
sýningunni og formaður Galloway
félagsins.
Uxinn á miðri mynd (129) var
19% mán. gamall. Hann var jafn-
framt dæmdur bezti Galloway
uxinn á sýningunni. Sá t.h. (133),
22% mán. var bezti Galloway-
gripurinn þar, og 10 mán. uxinn
t.v. (126) var næstbeztur af Gallo-
waygripunum.
Kynnirinn á sýningunni sagði
við þetta tækifæri: „Árangur
Galloway gripanna á sýningunni
hefur verið frábær“.
10. mynd.
Drottningin afhendir James Bigg-
ar, formanni félags Galloway
ræktenda, Norfolk bikarinn. Það
er viðurkenning á því, að Gallo-
way uxarnir þrír voru betri en
nokkrir aðrir þrír uxar af öðrum
kynjum á sýningunni. Sjálf á
drottningin Galloway hjörð í
Balmoral í Skotlandi.
11. mynd.
Philip hertogi af Edinborg ræðir
við sýnendur Galloway uxanna,
sem verðlaunin hlutu.
Frá Smithfield 1979
12. mynd.
„Þeir unnu auðveldlega", sagði
dómarinn á Smithfield sýningunni
í des. sl. um Galloway uxana, sem
unnu bikar hertogans af Norfolk.
Beztur Galloway gripurinn á sýn-
ingunni var sá í miðið (432).
Eigandi hans, Mrs. Muriel Johns-
ton, sýndi sjálf gripinn, eins og
jafnan áður, en hún er kunnur
Mynd 13.
ræktandi. Uxinn var 19% mán.
gamall og vó 581 kg á fæti. Hann
var seldur til slátrunar að lokinni
sýningu á eitt. þús. sterlingspund
eða tæpa milijón króna.
13. mynd.
Uxi nr. 432 á sýningunni. Sjá texta
við 12. mynd.
14. mynd.
Lavinia, hertogaynja af Norfolk,
afhendir núverandi formanni fé-
lags Galloway ræktenda, Peter
Kennedy-Moffat, silfurbikarinn,
sem kenndur er við hertogann af
Norfolk. Á annan tug hreinrækt-
aðra holdakynja eru árlega sýnd á
Smithfield, en þetta var í 4. sinn á
10 árum, sem gripir af Galloway
kyni hrepptu þennan farandgrip.
(Myndirnar eru úr The Galloway Journal)
Mynd 14.
Dýraverndunarfél. Reykjavíkur:
Hagur félagsins góður
— nýr stjórnarformaður
NÝLEGA var haldinn aðalfundur
í Dýraverndunarfélagi Reykjavík-
ur.
Fram kom í skýrslu formanns,
að hagur félagsins er góður, og
einnig þeirra sjóða, sem eru í
umsjá þess, en þeir eru: Minn-
ingarsjóðir Jóns Ólafssonar,
Fanneyjar Sigurðardóttur, Jóns
Blöndal og svo Sólskríkjusjóður
Guðrúnar Erlings, sem gegnir því
göfuga hlutverki að reyna að sjá
til þess, að fuglum sé gefið korn í
harðindum. Er korninu dreift í
skóla um land allt og hefir Erling-
ur Þorsteinsson læknir haft veg og
vanda af þessari þakkarverðu
starfsemi. Til að afla sjóðnum fjár
er kornið selt í verslunum.
Á s.l. ári lést frú Sigríður
Steffensen Grettisgötu 55,
Reykjavík, en hún var heiðursfé-
lagi í Dýraverndunarfélagi
Reykjavíkur. Árið 1977 stofnaði
hún minningarsjóð um eiginmann
sinn Peder Jakob Steffensen, en
hann lést árið 1952. Tilgangur
sjóðsins er að stuðla að dýravernd
og dýraverndarmálum hverskon-
ar, þar á meðal útbreiðslustarf-
semi, einkum útgáfu blaðsins
Dagur dýranna.
Sigríður heitin Steffensen
ánafnaði sjóðnum allar eigur sín-
ar, eftir sinn dag, m.a. húseignina
Grettisgata 55 og skal vöxtum
sjóðsins varið í framangreindum
tilgangi. Dýraverndunarfélag
Reykjavíkur mun í framtíðinni
skipa menn í sjóðsstjórnina, þegar
núverandi stjórnarmanna nýtur
ekki lengur við, en þau eru Mar-
teinn Skaftfells og Anna Steinunn
Sigurðardóttir.
Sigríður Ásgeirsdóttir hdl. —
nýr formaður.
Fráfarandi formaður Björg
Sverrisdóttir baðst undan endur-
kosningu, þar sem hún er á förum
úr bænum. Stjórnarkjör fór þann-
ig að formaður var kosin Sigríður
Ásgeirsdóttir hdl., aðrir stjórn-
armenn eru: Laufey Jakobsdóttir,
Sigfríð Þórisdóttir, Þorleifur
Gestsson og Kristrún Skúladóttir.
Dýraverndunarfélag Reykjavík-
ur og Dýraspítali Watsons hafa
tekið upp samstarf og hefir Dýra-
verndunarfélagið fengið skrif-
stofuaðstöðu á dýraspítalanum í
Víðidal við Vatnsveituveg og er
hún opin virka daga frá kl. 2—5.
Sími félagsins er 76620.
AFGREIÐSLA:
83033
Mynd 12.