Morgunblaðið - 12.06.1980, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980
GRANI GÖSLARI
Þú gerir mig svo taugaveiklaða,
ég verð að biðja öku.skólastjór-
ann um annan kennara!
Það er annaðhvort fyrir þig að þora að sleppa. eða ekki — eftir 5
mín. er leigutíminn úti!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Stundum má sjá slik tilþrif við
spilaborðið, að engu er líkara en
að spilarar sjái öll spilin. En sé
betur að gáð kemur i ljós, að að
baki liggur rökrétt hugsun og
möguleikar. scm til falla nýttir
til hins ýtrasta.
Austur gaf, allir á hættu.
Vestur Norður S. ÁD85 S. K75 T. D963 L. 43 Austur
S. KG74 S. 962
H. 2 H. Á932
T. ÁKG42 T. 10875
L. G82 Suður S. 103 H. DG1086 T. - L. Ádl0975 L. K6
COSPER
Ég fer í kvöld, áÖur en hann pabbi þinn kemur og
hendir mér út!
Kyn eða hjúskaparstétt ættu
ekki að ráða vali kjósenda
.Eb. Ebenesersson, Hringbraut
109, R., skrifar:
„Nú á ísl. þjóðin að kjósa sér
forseta. Þegar við óskum þjóð
vorri hins besta, ætti það ekki að
ráða, hvort það sé karl eða kona,
sem kjósa skal, eigandi maka eða
ekki. Mér koma í hug tvær mann-
eskjur, sem urðu íslandi og ís-
lenskri kristni til góðs og sæmdar,
bæði heima og erlendis; það voru
Ólafía Jóhannsdóttir og Fr. Frið-
riksson. Hvorugt þeirra átti maka.
• Réttsýni og
manndómur
Mér finnst enginn bera á móti
því, hver nú sé hæfastur fram-
bjóðenda: Pétur Thorsteinsson.
Hann hefur verið í utanríkisþjón-
ustu frá unga aldri, verið í mikils-
varðandi samningum fyrir þjóð
vora, bæði austan hafs og vestan.
Notað dýrmætan tíma, á unga
aldri, til að læra rússnesku svo
vel, að geta jafnvel leiðrétt túlka.
Honum virðist í öllum störfum
hafa farnast vel og stjórnmála-
flokkar hafa treyst honum vegna
réttsýni og manndóms.
• Lífsgrund-
völlurinn
Hvaða lífsgrundvöllur var
það, sem hann byggði á? Jú, við
höfum heyrt það. Hann ólst upp
hjá ömmu sinni er kenndi honum
bænir og kristilegan mannkær-
leika, sem hún átti sjálf í ríkum
mæli. Og svo í drengjahópi hjá
séra Friðrik, en hann fór oft
fótgangandi suður í Fjörð til að
búa drengi undir baráttu lífsins.
— Þar fékkst lífsgrundvöllurinn.
• Of gamall?
Sumir segja of gamall, f. 1917.
Einmitt gott. Kynntist hallærisár-
unum, var sjálfur fátækur, í vega-
vinnu á sumrum og við kennslu á
námsárunum. Ég hef sannfrétt, að
þá var hann til hjálpar og góðs,
þeim er minna máttu sín. Njótum
starfskrafta hans meðan hægt er.
Tveir menn hafa haft ótrúlega
mikil áhrif á þjóð vora á þessari
öld: Halldór Laxness og Ragnar í
Smára. Nú styðja þeir Pétur.
Góður Islendingur svíkur ekki
gefið loforð að ástæðulausu, en
öðrum ber að kjósa þann hæfasta
á þessum umbrota- og umsvifa-
tímum, ef hann í sannleika elskar
þjóð sína.
• Eignarnám
ríkisins
íbúðareigandi skrifar:
„Fyrstu verkamannabústaða-
íbúðirnar voru seldar á fullu verði
árið 1930.
Hvernig má það vera að fólk
hafi á þeim tímum getað fest kaup
á svo dýru húsnæði? Jú, því er nú
Suður var sagnhafi í fjórum
hjörtum og vestur spilaði út tíg-
ulkóng. Sagnhafi trompaði og spil-
aði næst trompi á kónginn. Austur
lét lágt en það var skilyrði til, að
vörnin nægði yfirhöndinni. Sé
tekinn með ás nægir ekki að spila
tígli til að ná trompunum af
sagnhafa. Hann lætur þá spaða og
sleppir þar með spaðasvínunni,
nema að vestur spili spaða eftir að
hann fær á tígulkóng. Þannig
verður sama hverju vestur spilar,
suður svínar seinna laufdrottn-
ingu og trompar þriðja laufið.
Austur getur þá yfirtrompað en
ræður ekki við spilið. Vörnin fær
aðeins tvo slagi á tromp og þann
þriðja á tígulkóng.
Förum til baka. Sagnhafi fékk á
trompkónginn í blindum og hann
svínaði þá laufi. Tók á laufás og
trompaði þriðja laufið. Enn beið
austur rólegur. Hann trompaði
ekki betur, lét frekar spaða.
Frá blindum var þá spilað
trompi. Loksins var kominn rétti
tíminn til að taka á trompásinn og
austur sá, að ekki dygði nú fremur
en áður að spila tígli. Suður myndi
þá láta svart spil og fá seinna
tíunda slaginn á tíguldrottning-
una. I stað þess gerði austur það
ótrúlega. Hann spilaði spaða —
upp i ás og drottningu blinds.
Seinna átti austur því eftir þrett-
ánda trompið þegar sagnhafi
hafði farið inn á hendina með
trompun og kom þannig í veg
fyrir, að sagnhafi fengi tíunda
slaginn á tromp.
Göngudagur fjölskyldunnar
Umhverfi Kermóafoss
Ljtam. Mbl. Emilla.
í TILEFNI „Göngudags fjöl-
skyldunnar" mun Ungmennafé-
lagið Vikverji i Reykjavik efna
til gönguferðar upp Elliðaár-
dalinn og mun hún hefjast kl.
13.30 á laugardaginn.
„Ástæðurnar fyrir þvi að
þessi leið varð fyrir valinu er sú
að umhverfi Elliðaárinnar er
óvenjufagurt. jafnframt því
sem þessi gönguleið er vel
viðráðanleg fyrir þá sem ekki
eru sérstakir göngugarpar.
enda er ætlunin að fá fjölskyld-
ur til þátttöku að meðtöldum
bæði þeim yngstu og elstu.
Elliðaársvæðið er tiltölulega
ósnortið miðað við legu sina i
borginni og bæði gróður og
fuglalif f jölskrúðugt“ sagði Sig-
urður Geirdal framkvæmda-
stjóri Ungmennafélags íslands
i samtali við Morgunblaðið.
„Reyndir göngustjórar verða
með i förinni og munu þeir
greina frá jarðfræði, jurta og
dýralifi svæðisins og ýmsu öðru
þvi sem vert er að vita svolítið
um“ sagði Sigurður ennfremur.