Morgunblaðið - 22.06.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980
43
rottarim
Umsjón: SIGRUN
DAVÍÐSDÓTTIR
t siðasta þætti rabbaði ég
fram og aftur um avocado, og
hvernig hægt er að fara með
það. í dag ætla ég a halda
áfram með sjaldséða gesti
hér i búðum.Það verður
kannski til þess að fleiri reyna
til við nýjungarnar, þegar
þeir sjá þær. Þó nýjunga-
girni sé bezt i hófi, er óneitan-
lega spennandi að reyna eitt-
hvað nýtt, þegar það verður á
vegi manns ...
Góða skemmtun!
Mangó
Mangóávöxturinn er upp-
runninn á Indlandi og hefur
verið ræktaður þar um langan
aldur, svo eitthvað hefur hann
við sig, sem þarlendum hefur
þótt betra að hafa en vera án.
Það er þó ekki aðeins ávöxtur-
inn, sem er vinsæll þar, heldur
einnig tréð, sem er um 15 m
hátt og varpar velkomnum
skugga sínum á heita og sólbak-
aða jörðina. Sagan segir reynd-
ar að hinn vísi Búdda hafi
öðlast vizku sína og hugljómun
sofandi undir mangótré.
Ávöxturinn er misstór, á
stærð við peru eða kókoshnetu
og allt þar á milli. Óþroskað
mangó er skærgrænt og þá
gjarnan notað í velkryddaða
mangósultu, mangóchutney,
sem fæst hér og er undra góð
með hvers kyns krydduðum
réttum á austurlenzka vísu.
Mangó er tínt hálfþroskað en
fullþroskað á mangó að vera
rauðleitt og gefa eftir við
þrýsting. Þá er það stundum
með svarta bletti. Bragðið er
undra sætt og höfugt og nýtur
sín bezt, ef ávöxturinn er
kældur, en ekki þó ískaldur,
því kuldi deyfir bragð. Ávöxt-
urinn er viðkvæmur og þolir illa
hnjask og langa flutninga, því
var ekki hægt að flytja hann
milli landa með góðu móti, fyrr
en flugvélar voru notaðar til
þess.
sömuleiðis romm og svo
ávaxtasafi eins og t.d. mandar-
ínusafi.
Kókosmjöl finnst mér eiga
mjög vel við mangó. Til þess að
kókosmjöl njóti sín sem allra
bezt er nauðsynlegt að rista
það. Það gerið þið á þurri
pönnu, eða í heitum ofni.
Mjölið á að verða vel brúnt, en
auðvitað ekki að brenna.
Mjölið fæst misgróft, og mér
finnst það grófasta bragðmest.
Þið getið gjarnan ristað mikið af
kókosmjöli, allt að l‘A—2 dl. í
salat handa fjórum, og stráð
því yfir salatið um leið og það
er borið fram.
Góða skemmtun!
Mangó
með kókosís
(Handa fjórum)
Mangó er einnig gott með
ís. Þá er ekki úr vegi að gera
vel við þennan ljúffenga ávöxt
og búa ísinn til heima. Þið
getið sleppt kryddinu, ef þið
GOTT OG
FRAMANDI
Mangó er býsna gott kælt,
eitt sér. En það er mun drýgra
að nota það með öðru, því það er
vissuiega frekar dýrt. Það er
einkar gott í ávaxtasalöt. Þá
mæli ég með því að þið notið
það með t.d. eplum og banönum.
Ýmislegt krydd fer býsna vel
við mangó, t.d. kanell, negull
og engifer. Því er ekki úr vegi
að krydda ávaxtasalatið svolítið
með þessu kryddi. Þarna gerir
sultaður engifer mikinn mun,
því hann fer svo vel við mangó-
bragðið. Nokkrar msk. af t.d.
þurru eða hálfþurru sérrí og
portvíni eru góð bragðbót,
steininn. Því er bezt að skera
sitt hvorumegin niður eftir
steininum, eða þá að skera allt í
kringum steininn og reyna
síðan að rífa ávöxtinn utan af
.steininum. Hafið disk undir,
svo ekkert af safanum fari til
spillis. Gætið einnig að öllu
taukyns, því það er erfitt að
ná mangóblettum úr. Setjið
ísinn í skál, eða skálar fyrir
hvern og einn, og raðið mangó-
bitunum þar ofan á. Ef þið
viljið, getið þið stráð svolitlu af
ristuðu kókosmjöli ofan á. Þar
með er rétturinn tilbúinn.
í staðinn fyrir að frysta
isinn og láta hann harðna
svolitið getið þið blandað öllu
saman, eins og lýst er hér að
ofan, og borið þetta fram sem
krem með mangóbitunum yfir
eða undir. Það þarf varla að taka.
fram að ísinn eða kremið er
einnig býsna gott með ýmsu
öðru. Ég læt nægja að nefna
sérstaklega heita eplaköku ...
Papaya
náið ekki í það, eða þá breytt
eitthvað til frá uppskriftinni.
4 eggjarauður
3 msk hunang
4 dl rjómi
2 dl ristað kókosmjöl
1 rifið, sultað engiferhnýði,
eða Vi tsk engiferduft
'k tsk kanell
1. Ristið kókosmjölið og
kælið það. Þeytið rauðurnar
þar til þær verða léttar og ljósar,
þeytið þær síðan með hunang-
inu, þar til það er uppleyst.
2. Stífþeytið rjómann.
Blandið öllu saman. Bragðið á
og athugið hvort enn þarf að
bæta. Frystið ísinn. Þessi ís er
lang beztur þegar hann er vel
mjúkur, og reyndar á það sama
við um festan annan ís. 4—5
klst. í frysti ættu að duga.
3. Skerið magnó í bita, þið
getið notað eitt eða tvö, eftir
því sem ykkur sýnist. Ávöxtur-
inn situr nokkuð fast utan um
Þessi ávöxtur er ættaður
frá hitabeltissvæðum Amer-
íku. Hann er ekki alveg ósvipað-
ur mangó á að líta og er grænn
á litinn. Þegar hann er full-
þroskaður verður hall gul-
flekkóttur, og gefur eftir þegar
ýtt er á hann. Oþroskað papaya
er notað eins og grænmeti,
t.d. soðið hýðislaust og síðan
bakað í ofni, e.t.v. fyllt með
skeldýrum og osti, eða skinku
og osti. Einnig er hægt að
kæla soðinn ávöxtinn og bera
hann fram með edikssósu, t.d.
ásamt öðru grænmeti.
En hann er einna beztur
fullþroskaður, og þannig er
bezt að verða sér út um hann.
Geymið hann ekki í kæliskáp,
heldur við stofuhita, ef hann
á að þroskast. Aldinkjötið er
appelsínugult á fullþroska
ávexti. Innan í eru litlir svartir
kjarnar, sem eru hreinsaðir
úr. Bragðið er sætt og verður
áhrifameira ef sítrónusafa er
dreypt yfir ávöxtinn. Þennan
ávöxt getið þið annars notað
líkt og mangó, þ.e. í salöt með
öðrum ávöxtum og e.t.v. með
ísnum hér að ofan. Papaya er
stundum soðið og notað
þannig í eftirrétti. Einnig getið
þið sett það í kökudeig og látið
það bakast með. Það eru því
ýmsir möguleikar, og ekkert
þarf nema hugdirfskuna til að
prófa sig áfram og reyna eitt-
hvað nýtt.
Ýmislegt
Auk þessara nýjunga eru
aðrar sem stinga upp kollinum
endrum og eins. Fennel hefur
sést hér einstaka sinnum, því
miður alltof sjaldan. Þetta er
grænmeti, ekki ósvipað selleríi
að sjá, grænir stönglar í knippi,
með fjaðurkenndum blöðum.
Mér finnst þetta undra gott,
bæði hrátt og soðið. Bragðið er
svolítið lakkrískennt. Fennel er
gott hrátt í salöt, eða ekki sízt
eitt sér. Léttsoðið og svo e.t.v.
bakað með svolitlum osti, er
það býsna gott með okkar ágæta
lambakjöti. Blöðin getið þið
fryst og notað með fiski og í
fisksúpur. Fræin fást hér víða
þurrkuð og eru góð í brauð, með
lambakjöti og í fiskrétti. Suð-
rænar þjóðir halda töluvert
upp á þetta grænmeti, ekki sízt
Italir. Við getum ekki annað en
vonað að kaupmenn taki sig nú
til og panti þetta ágæta
grænmeti öðru hvoru. Nú fæst
sellerí hér, réttara sagt í Reykja-
vík, allan ársins hring. Því sé
ég ekki, hvers vegna það er
ekki hægt að koma okkur upp á
að nota fennel hér rétt eins og
sellerí forðum. Það kaupa fáir
það, sem þeir þekkja ekki, og
enginn getur sagt til um hvern-
ig eigi að matreiða. Ef kaup-
menn hafa einhvern snefil af
áhuga á að flytja inn eitthvað
nýtt og selja það, verða þeir að
sjá til þess að hægt sé að spyrja
afgreiðslufólkið ráða. Annars
selja þeir lítið af þessum nýju
vörum. Það sér hver heilvita
maður ...
Eggaldin sést nú æ oftar.
Það er býsna gott steikt, t.d.
með sósu úr nýjum tómötum,
e.t.v. með spaghetti og svo
kannski með glóðarsteiktu
kjöti. Prófið t.d. að setja þunn-
ar sneiðar á pizzu. Einnig er það
gott bakað í ofni, holað út og
fyllt af kjöthræru úr hakki
og góðu grænmeti, með nóg af
óðalsosti yfir. Aldinið er ekki
býsna bragðmikið en fer vel
með ýmsu öðru, ekki sízt
tómötum. Hýðið gefur gott
bragð. Það er oft látið standa um
stund með salti á, áður en það
er matreitt, því saltið dregur
úr því vökva, sem stundum er
sagt að sé rammur. Saltið ekki
óhóflega og skolið saltið af
áður en þið matreiðið aldinið,
svo maturinn verði
w
ekki alltof
AUGLÝSINGASTOFA
MYNDAMÓTA
Adalstræti 6 simi 25810
I0 ITilllNlltMMaiiaLjMiM
noupmannanoTn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
Hafnarfjörður
Hin árlega sumarferö Félags óháöra borgara
veröurfarin laugardaginn 16. ágúst.
Nánar auglýst síöar.
Stjórnin
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem
glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum, blóm-
um og skeytum, á sjötiu ára afmœlisdegi
mínum.
Guð blessi ykkur öll.
Guöjón Jóhannsson
frá Skjaldfönn.
ALBERT
&
BR YNHILDI
til
Bessastaða