Morgunblaðið - 22.06.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.06.1980, Qupperneq 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980 SKUGGINN YFIR ALI Múhameð All 1980: Sljór og þvoglumæltur. Blaðamaður brezka blaðsins The Sunday Times, Denis Lehane, kom nýlega að máli við fyrrverandi heims- meistara í hnefaleikum, Múhameð Ali. Hann spurði garpinn af hverju hann hefði ákveðið að fara aftur í hinginn. „Eg vil vera þekktur sem bezti hnefaleikari allra tíma“, svaraði Ali, „ — og ekki aðeins sem bezti hnefaleikarinn, heldur einnig mesti íþrótta- maður fyrr og síðar.“ Enn sem fyrr er Ali þéttur á velli, skrifar Lehane. Hann hefur los- að sig við nokkur auka- kíló af fitu síðan hann hóf að búa sig undir keppni við Larry Holmes í æfingabúðum sínum við Deer Lake í Penn- sylvaniu. Þó fær útlitið ekki dulið að Múhameð Ali er aðeins fyrrum íþróttamaður og löngu kominn af bezta skeiði. Hreyfingar hans eru þunglamalegar og hann færir sig úr stað líkt og aldinn hlébarði, sem tekinn er að stirðna. Hann dregur seiminn og er illskiljanlegur á köflum. Væri jafnvel enn erfiðara að henda reiður á þvi sem hann segir færi hann ekki troðnar slóðir, eins og uppiskroppa skemmti- kraftur, sem ekki hefur lengur lifandi spaug á hraðbergi og styðst því heldur við útnýtta fyndni. Þrátt fyrir það hef- ur gesturinn sterklega á tilfinningunni að hann sé ekki aðeins í nær- veru mikilhæfs íþróttamanns, heldur einnig stórmennis. Ali talar um þörf blökku- manna fyrir átrúnað- argoð, sem þeir geti tekið til fyrirmyndar. Einhvern af yngri kyn- slóð sem veitt geti þeim innblástur og sjálfsvirðingu í heimi þar sem þeir eru iðulega hornreka og órétti beittir. „Eftir tuttugu ár“ segir hann, „þegar lítill svartur drengur gengur inn í íþróttahús og spyr föður sinn er hann sér mynd mína á veggnum, hver þetta sé, þá mun faðirinn svara: Þessi maður var Múhameð Ali, fimm sinnum heimsmeistari í þunga- vigt og mesti íþrótta- maður sem sögur fara af.“ En þeir eru ekki margir, nákomnir Ali, sem líta málið sömu aug- um. Hann er nú þrjátíu og átta ára gamall og hefur ekki komið nærri keppni í tvö ár. Telja margir vina hans það glapræði eitt að hætta sér í hendur hins höggþunga Holmes. Fað- ir Alis, Cassius Clay sagði í viðtali við New York Times í apríl: „Þegar ég legg við hlustir hef ég tekið eftir að hann er stundum ekki allt of skýr. Ég sagði við hann: „Þú hefur ekki gott af því gæzkur, að fá fleiri högg á höfuð- ið.“ Eiginkona Alis og móðir, auk margra ann- arra hafa lagt hart að honum að draga sig til baka. Sama máli gegnir um forseta Al- þjóða hnefaleikaráðs- ins, Jose Sulaiman, og Ferdie Pacheco, aldavin Alis og lækni. Áður en Ali getur sett upp hanskana að nýju verður hann að sæta læknisrannsókn, sem meðal annars felur í sér heilarit til að grennslast fyrir um skemmdir. Taugasér- fræðingar eru þó mjög vantrúaðir á áreiðanleika slíkra at- hugana og benda á að árangursríkara sé að bera saman kvikmyndir og hljóðupptökur af AIi yfir nokkurra ára tíma-' bil, bæði áður og eftir að grunsemdir vöknuðu . um að heilaskemmdir væru að gera vart við sig. Slíkum heimildum er að sjálfsögðu til að dreifa þar sem Ali á í hlut. Blaðamaður The Sunday Times fór þess á leit við kunnan taugasérfræðing í Lund- únum að hann rannsak- aði þrjár upptökur af Ali, en sérfræðingur þessi hefur talsverða reynslu af meðferð heilaskemmdra hnefaleikara. Eftir að hafa kann- að upptökurnar þrjár, frá 1970, 1978 og 1979, hafði sérfræðingurinn eftirfarandi að segja: „Margs konar taugalíf- eðlisfræðilegar truflanir kunna að valda röskum á framsögn manna og þar sem ég hef ekki rannsakað þennan ákveðna aðila sér- staklega er mér ókleift að staðhæfa eitt eða neitt. Eftir að hafa kynnt mér þessar þrjár upptökur af heilsuhraustum einstakl- ingi hallast ég þó að því að talbundnir erfið- leikar hans séu afleið- ing fjölmargra minni- háttar skemmda, sem viðkomandi hefur orðið fyrir á ferli sín- um.“ Hann bætti við að væri um aðrar skýr- ingar að velja þá væru þær svo alvar- legar að „Ali sætti nú nákvæmri heilarann- sókn í stað þess að undirbúa sig fyrir næstu lotu sem atvinnu- maður í hnefaleikum." Viðvíkjandi fyrstu kvikmyndinni, sem tek- in var af Ali 29 ára gömlum, sagði læknir- inn: „Mér virtist hann fær um að tjá sig á viðstöðulausan og skil- merkilegan máta. And- lit hans var líflegt og hugsunin fölskvalaus." Þegar kom að síðari upptökunum, þóttist hann hins vegar sjá skarpa andstæðu. „Ég tók eftir“, sagði lækn- irinn, „að á myndsegul- bandsupptöku frá því fyrir átján mánuðum, og í hinní myndinni sem tekin var fyrir ári, var hann þvoglumæltur og ónákvæmur. Andlit- ið var hluttekningar- laust og framsaga og limaburður miklu sein- legri.“ Ef hugað er að at- vinnumannsferli Alis kemur í ljós að getu hans hefur hnignað. Frá því í október 1960 til marz 1967 barðist hann við 29 keppinauta og lagði þá alla. I heild fólu einvígi þessi í sér 183 lotur og var meðallengd hvers einvígis um sex lotur. Hlé varð á ferli Alis frá marz 1967 til októ- ber 1970, en á átta næstu árum barðist hann þrjátíu sinnum, tap- aði þremur einvígjum á stigum og vann tuttugu og sjö. Af þessum tutt- ugu og sjö sigrum unnust aðeins fjórtán á rothöggi eða meiðslum andstæðingsins. Lot- urnar voru 341 og meðallengd einvígis var meira en ellefu lotur. Örlagaríkasti kafl- inn á þessu síðara keppnisskeiði var e.t.v. þriðja hrina hans og Joe Frazier í Manila, 1. október 1975. Báðir má segja að hafi barizt til síðasta blóðdropa í mollu og hita. Frazier lyppaðist saman í horni sínu við lok 14. lotu en Ali var engu betur á sig kominn. Eftir þennan at- burð barðist Ali átta sinnum. En eini maður- inn, sem hann gat kom- ið í gólf var Bretinn Richard Dunn, í marz 1976, og telst það vart til afreka. Hann tapaði á stigum fyrir Leon Spinks í febrúar 1978, og er það skoðun grann- kunnugra að hann hafi einnig lotið í lægra haldi fyrir Jimmy Young og Ken Norton þrátt fyrir að honum væri dæmdur sigur- inn. Jafnvel Ernie Shavers, telja sumir að hafi haft betur í einvígi þeirra. Fari Ali nú til hólmgöngu gegn Larry Holmes, spá margir að Ali kunni að vera tek- inn í karphúsið og jafnvel steinrotaður fyrsta sinni. Kappinn er engu að síður staðráð- inn í að fara sínu fram, með glæstar von- ir um ódauðleika að leið- arljósi. Þegar blaðamaður The Sunday Times sagði honum við Deer Lake í síðasta mánuði að það væri skoðun sín og milljón annarra að Múhameð Ali væri þegar mesti íþrótta- maður allra tíma og því tilgangslaust að reyna að sanna það nú, svaraði Ali: „Mér stend- ur nákvæmlega á sama um hvað þú held- ur, kæri vin. Það sem skiptir mig máli eru heimsmetabækurnar. I hnefaleikum er oft haft á orði að metin séu til þess að sigrast á þeim. Og ég veit að það er á einskis manns meðfæri að verða heims- meistari í þungavigtar- flokki fimm sinnum." „Þú hefur ekki gott af því gæzkur að fá fleiri högg á höfuðið,“ sagði faðir Alis við son sinn nýlega. Myndin sýnir þá feðga er Ali var upp á sitt bezta og heilaskemmdirnar höfðu ekki sagt til sín. Furuskrifborð Stærð 60x120 kr. 77.700.-. Stærð 60x150 kr. 113.900.-. Bókahilla kr. 24.100.-. Vörumarkaðurinn hf. Furusofasett Áklæði brúnt, rifflað flauel 3ja sæta sófi og 2 stólar. Verð frá kr. 234.000.-. 3ja sæta — 2ja sæta — 1 stóll. Verð frá kr. 259.00.- Kommoður Efni: fura — brún- bæsaðar — hvítlakk- aðar. 3 skúffur — 4 skúffur — 6 skúffur. Verð frá kr. 51.900,- til 88.000.-. Sími 86112.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.