Morgunblaðið - 22.06.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.06.1980, Qupperneq 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980 Ertu að safna Shirley? „Ertu að safna Shirley"?, spurðu smástelpur hver aðra fyrir nokkrum áratugum. Var þar auðvitað átt við myndir af hinni ungu kvikmyndastjörnu Shirley Temple. Svarið við spurningunni var ákaflega oft jákvætt, við vorum margar sem söfnuðum Shirley. Þegar það var komið á hreint, voru myndirnar sóttar og tekið til við að bera saman og skipta, ef til voru fleiri eu ein af sömu gerð. Shirley var það fallegasta sem hægt var að hugsa sér, dúkkur og dúkkulíslur voru skírðar nafni hennar og hún varð nokkurskonar viðmið- un, það var ekki hægt að segja fallegra við, eða um nokkra persónu, en að hún væri lík Shirley. Þá mætti segja mér, að marg- ar „fyrrverandi smástelpur" hafi glaðst við að sjá hana Shirley í sjónvarpinu laugardaginn 14. júní sl. Sú er þetta ritar hafði svo sannarlega ánægju af. Amatörverslunin í Austurstræti 1 versluninni Amatör, sem var í Austurstræti, keyptum við myndir af leikurum, sem við „söfnuðum", bæði póstkort og minni myndir, sem seldar voru í búntum. Verslunin er nú við Laugaveg, og rekin af sonum Þorleifs heitins Þorleifssonar ljósmyndara, sem stofnsetti hana árið 1926. Amalía Þorleifsdóttir, sem byrjaði ung, eða um fermingu, að vinna í búðinni hjá föður sínum, sagði að kortin, sem seld voru hjá þeim hafi verið flutt inn frá Þýskalandi þangað til að stríðið skall á. Hún segist vel muna eftir þegar telpur voru að koma í búðina til að skoða Shirley-kort. Giskar hún á að þau hafi kostað 10—25 aura og búntin, sem voru með 6—8 litlum myndum, eitthvað dýrari. Kortin voru bæði mött og glans- andi. Barnastjarnan Shirley Það er af Shirley að segja, að hún fæddist í Santa Monica, Californíu, 23. apríl 1928, dóttur Gertrude og George F. Temple. Hún gekk ekki í venjulegan barnaskóla heldur fékk hún einkakennslu heima. Hún hóf kvikmyndaleik aðeins 3% árs, og án nokkurrar tilsagnar á því sviði. Fyrsta myndin, í fullri lengd sem hún lék í, hét „Stand Up and Cheer" og tekin hjá „Twentieth Century-Fox. En hjá því félagi og „Paramount Stud- ios“ lék hún í mörgum myndum, t.d. „Little Miss Marker", „Baby Take a Bow“, Poor Little Rich Girl“ „Bright Eyes“, „Gurly Top“, Heidi“ „Rebecca og Sunny- brook Farm“, „Miss Annie Roon- ey“. „Our Little Girl“. Á Ungl- ingsaldri lék hún í nokkrum myndum" „Kiss and Tell“ 1945, „That Hagen Girl“, „War Party“, „The Bachelor and the Bobby- Soxer“ og „Honeymoon" árið 1947. Shirley Temple giftist John Agar árið 1945, eignuðust þau eina dóttur, Linda Susan heitir hún, en þau hjón slitu samvist- um 1947. Árið 1950 giftist Shirl- ey seinni manni sínum, Charles A. Black og eiga þau tvö börn, Charles og Lori. Það var heldur hljótt um hana næstu árin, enda haft nóg að gera að sinna búi og börnum. En árið 1958 hóf hún þátt í sjónvarpi, fyrir NBC, sem ætlaður var börnum og nefndist „Shirley Temple Storybook“, þar sem hún sagði sögur og ævintýri. Árið 1960 var svo á dagskrá hjá sömu sjónvarpsstöð þáttur sem nefndist „Shirley Temple Show“. Á sjöunda áratugnum fór hún á láta til sín taka í félags- og stjórnmálum og fylgir Republ- ican-flokknum að málum. Hún var kjörin fulltrúi á allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna 1969—70. Ennfremur hefur hún verið fulltrúi á ýmsum ráðstefn- um þar sem mannréttinda og umhverfismál hafa verið reifuð. Shirley Temple Black varð sendiherra Bandaríkjanna í Chana árið 1974 og hélt því embætti til ársins 1976. Áður en hún var skipuð í þá stöðu voru uppi vangaveltur í blöðum í Bandaríkjunum um, áð hún yrði sendiherra á íslandi. Hún fékk 50,000 bréf í febrúarhefti tímaritsins Mc Call’s, árið 1973, ritaði Shirley reynslusögu, sem vakti mikla athygli. En í nóvember mánuði árið áður hafði þurft að fjar- lægja annað brjóst hennar vegna krabbameins. Hún lýsti í þessari grein skilmerkilega, hvernig hún varð vör við þykkildi í brjóstinu, læknisskoðun og öllu því er að aðgerðinni laut svo og skjótum bata sínum. Greinin hét á frum- málinu „Don’t Sit Home And Be Afraid" (eða Ekki sitja aðgerð- arlaus og skelkuð heima). Ástæðan fyrir að hún skrifaði þessa grein var sú, að hún áleit að hún gæti orðið öðrum konum hvatning til að leita læknis eins fljótt og þær hefðu minnsta grun um, að eitthvað væri að, en bíða ekki þangað til einkenni væru greinileg. Er skemmst frá því að segja, að það rigndi bókstaflega yfir hana bréfum 50,000, hundruðum símskeyta og mörg þúsund sím- töl, frá fólki sem lýsti aðdáun sinni á þessari hispurslausu frásögn. Það komu þakkir frá konum, sem lent höfði í því sama og hún, fjölskyldum slíkra kvenna og ýmsu fólki, sem ekk- ert hafði annað að. Kveðjurnar áttu það allar sameiginlegt að dáðst var að hugrekki hennar og dugnaði. Og þeir voru margir, sem mundu hana frá því hún var lítil telpa og lék í kvikmyndum. Ein kona skrifaði eftirfarandi: „Kæra Shirley. Mér finnst ég geta kallað þig skírnarnafni, þó við séum ekki kunnugar. En ég gerði það sama og margar aðrar mæður gerðu þegar þú varst lítil telpa, ég klæddi dóttur mína í Shirley Temple kjóla, krullaði á henni hárið eins og á þér og gaf henni Shirley-dúkkur.“ Og kon- an endaði bréfið með því að biðja henni allrar blessunar. En þegar minnst er á slöngu- lokkana hennar Shirley, sem okkur þótti óviðjafnanlegir, kemur það upp í hugann, að einhversstaðar sást á prenti, haft eftir einhverri konu, sem sá um að auka við fegurð kvik- myndastjarna í Hollywood með ýmsum hætti,“ að hún hafi meira að segja séð um að festa krullurnar á Shirley Temple:" Ósatt! Dálkahöf. tók það þá, sem hvert annað illgirnistal og gerir enn. Krullurnar hennar Shirley voru áreiðanlega EKTA! Þetta gerðist 23. júní 1978 — 29 ítalir dæmdir í allt að 15 ára fangelsi eftir 15 vikna hryðjuverka-réttarhöld í Torino. 1956 — Gamal Abdel Nasser kosinn forseti Egyptalands. 1951 — Brezku diplómatarnir Guy Burgess og Donald MacLean flýja til Sovétríkjanna. 1934 — Saudi-Arabía og Jemen semja frið eftir sex vikna stríð. 1908 — Mohammed Ali keisari fellir stjórnarskrá Persíu úr gildi. 1848 — „Júní-dagarnir“ í Frakk- landi hefjast; Louis Cavaignac hershöfðingi bælir niður uppreisn verkamanna í París. 1793 — Ógnarstjórnin hefst í Frakklandi. 1785 — Her Prússa bíður mikinn ósigur í Landshut, Bæjaralandi, þar sem hann gætti Slésíu- skarðanna. 1757 — Sigur Robert Clive í orrustunni um Plassey, Indlandi. 1724 — Konstantínópel-friður Rússa og Tyrkja undirritaður til að tryggja Tyrkjum Erivan og ógna Persum. 1683 — William Penn undirritar friðar- og vináttusamning við indíána. 1650 — Austurríkismenn og Sví- ar undirrita friðarsamninginn í Núrnberg. 1611 — Uppreisnarmenn skilja sæfarann Henry Hudson eftir á báti og hann ferst. 1532 — Hinrik VIII af Englandi og Franz I af Frakklandi undir- rita leynisamning gegn Karli keisara V. Afmæli. Jósefína, keisaradrottn- ing Frakka og eiginkona Napole- ons Bonaparte (1783—1814) — Játvarður, hertogi af Windsor (1894-1972). Andlát. 1836 James Mill, heim- spekingur og sagnfræðingur. Innlcnt. 1849 Fyrsti Þórsnesfund- ur — 1305 Réttarbót Hákonar konungs háleggs — 1627 Árás Tyrkja á Bessastaði — 1846 d. Björn Blöndal sýslumaður — 1892 d. Vilhjálmur Finsen hæstarétt- ardómari — 1920 Flugvél veldur slysi í fyrsta sinn á íslandi — 1923 Listasafn Einars Jónssonar opnað — 1926 Varðskipið „Óðinn" kemur til gæzlustarfa — 1926 Jón Magnússon forsætisráðherra and- ast á Norðfirði — 1967 Þotuöld hefst á Islandi með komu Boeing 727 til Reykjavíkur — 1967 Willy Brandt kemur í heimsókn til íslands. Orð dagsins. Eftir því sem áhrif trúarbragða dvína, eykst félags- legt mikilvægi lista; við verðum að vara okkur á því að skipta á góðum trúarbrögðum og lélegum listum — Aldous Huxley, enskur rithöfundur (1894—1963). Ferðaáætl- un Djúpbáts- ins komin út FERÐAÁÆTLUN m.s. Fagra ness er komin út. Áætlaðar ferðir eru um ísafjarðardjúp. Jökulfirði og Hornstrandir, og hefjast frá og með 27. júni, en standa til 15. september. Á þriðjudögum verður farið í 12 tíma ferðir um ísafjarðardjúp og stoppað á ýmsum stöðum, á föstu- dögum einnig, en þá aðeins í fimm tíma ferðir. 4. júlí og 7. júlí verður farið í Jökulfjörð, og á Horn- strandir, 27. júní, 5., 11., 18. og 25. júlí og 1. ágúst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.