Morgunblaðið - 22.06.1980, Side 21

Morgunblaðið - 22.06.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980 53 Isbjarnarblúsinn BUBBI er kominn" stendur í búAargluKKum. Bubbi Morthens og Utan- garðsmenn eru aðal umræðu- efni rokkáhugamanna þessa dag- ana auk komu Clash. Bubbi Morthens byrjaði að taka upp breiðskífu t stúdíó Tóntækni upp á eigin kostnað fyrr i vetur, með hjálp Sigurðar Arnasonar tæknimanns. Smátt og smátt bættust menn í hóp þeirra sem þátt tóku í plöt- unni og í lokin hafði Bubbi stofnað Utangarðsmenn, sem er orðin ein eftirsóttasta hljómsveit landsins á þrem mán- uðum. Hver ástæðan er, má deila um, en það fer þó ekki á milli mála að hér er á ferðinni mikill ferskleiki, feikna kraftur og vel leikin frumsamin rokk tóniist, sem þeir sjálfir kalla Gúanór- okk, orð sem má svo sannarlega skýra á marga vegu. kominn! Hvað um það, eftir sögulega dansleiki og konserta víða um iand, þar sem þeim hefur verið misjafnlega tekið, er piatan hans Bubba komin. Eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd Kristins Óiafssonar sem tekin var í Laugardalshöll- inni á 17. júní höfðar Bubbi til fólksins og gefur Rúnari Júl. ekkert eftir hvað sviðsfiðring varðar. Hver með nýja söngkonu HLJÓMSVEITIN Hver frá Akur- eyri ætlar að leggja sitt til þess að gera tónlistarlifið i sumar Iíflegra, og skrautlegra. Þeir hafa fengið til liðs við sig þel- dökka söngkonu frá Los Angeles, Susan Causey að nafni. Causey sem hefur sungið bak- raddir hjá ýmsum þekktum lista- mönnum á borð við Thelmu Houston, Arethu Franklin og Stevie Wonder, syngur með hljómsveitinni Hver í sumar að- eins. Susan er 27 ára gömul og hefur að sögn sungið frá 8 ára aldri. Þess má líka geta að Causey semur eigin lög. Mun þetta víkka tónlistarstefnu Hvers og bætast nú við soul lög með meiru í prógrammið. Meðlimir Hvers eru því í dag, Susan Causey og Hilmar Þór Hilmarsson söngvarar, Þórhallur Kristjánsson, gítar, Leifur Hall- grímsson, bassagítar, Baldur Pét- ursson, hljómborð og Steingrímur Sigurðson, trommur. Myndin er af Susan ásamt Hilmari og Leifi á Austurvellin- um. BRETLAND — Stórar plötur 1. ( 3) PETER GABRIEL 2. ( 2) FLESH & BLOOD Roxy Music 3. ( 1) McCARTNEY II Paul McCartney 4. ( 4) JUST CAN’T STOP Beat 5. ( 5) ME MYSELF I Joan Armatrading 6. ( 9) READY & WILLING Whitesnake 7. (10) CHAMPAGNE & ROSES 8. ( 6) SKY 2 Ýmsir 9. ( 8) OFFTHEWALL 10. ( 7) THE MAGIC OF BONEY M Litlar plötur Michael Jackson 1. ( 1) THEME FROM THE MASH Mash 2. ( 4) CRYING Don McLean 3. ( 3) FUNKYTOWN Lipps Inc 4. ( 2) NO DOUBT ABOUT IT Hot Chocolate 5. ( 6)VER YOU Roxy Music 6. (-) 7. 8. 9. 10. ( 5) ( 9) ( 7) (-) BACK TOGETHER AGAIN Roberta Flack & Donny Hathaway RAT RACERUDE BUOYS OUTA JAIL Specials LET’S GET SERIOUS Jermaine Jackson WE ARE GLASS Gary Numan YOU GAVE ME LOVE Crown Heights Affair USA — Stórar plötur 1. (2) GLASS HOUSES 2. ( 1) AGAINST THE WIND Bob Seger & The 3. ( 4) JUST ONE LOOK 4. ( 3) THE WALL 5. ( 5) MOUTH TO MOUTH 6. ( 6) WOMEN AND CHILDREN FIRST 7. ( 7) CHRISTOPHER CROSS 8. (10) MIDDLE MAN 9. ( 9) PRETENDERS THE EMPIRE STRIKES BACK 10. (-) Litlar plötur Billy Joel Silver Bullet Band Eric Clapton Pink Floyd Lipps Inc Van Halen Boz Scaggs Kvikmyndatónlist 1. ( 1) FUNKYTOWN 2. ( 2) COMING UP 3. ( 3) BIGGEST PART OF ME 4. ( 6) THE ROSE 5. ( 7) AGAINST THE WIND Bob Seger & the 6. ( 5) CALL ME 7. ( -) IT’S STILL ROCK N ROLL TO ME 8. (10) LITTLE JEANNIE 9. ( 9) CARS 10. (—) STEAL AWAY Lipps Inc. Paul McCartney Ambrosia Bette Midler Silver Bullet Band Blondie Billy Joel Elton John Gary Numan Robbie Dupree LISTAHÁTÍÐ 1980 ÍRSKA þjóðlagasveitin Wolfe Tones náðu áhorfendum í Höllinni á sitt band á miðvikudagskvöldið þó ekki hefðu þeir verið margir. Wolfe Tones má líkja við Dubliners, þeir syngja þó mun meira um ættjörðina, uppreisnir sem virðast endast að eilífu í írlandi, og gefur þeim yrk- isefni í alls lags hetjuljóð og níðvísur sem féllu áheyrend- um sérlega vel í geð. Yrkisefnið var bæði beiskt og blítt, hresst og dapurt, en flutningur Wolfe Tones allt- af fagmannlegur, og skýr. Þeir eru fjórir og leika sín á milli á gítara, mandólín, banjó, pípur, hörpu, og bodhran og syngja allir sam- an þó tveir mest þeir Brian Warfield og Tommy Byrne, en hinir heita Noel Nagle og Derek Warfield. Flest laga þeirra eru forn þjóðlög sem þeir hafa grafið upp, en hljómsveitin hefur starfað í um 17 ár. Auk þess voru á efnis- skránni lög eftir Brian Warfield sem reyndist vera þeirra fremstur bæði í söng og hljóðfæraleik en kappinn lék á banjó, gítar, hörpu, bodhran og blístru. Bæði lög hans og textar báru af öðrum (ólöstuðum) en sérstaklega var lagið „Rock On Rockall“ sem er W0LFE T0NES Wolfe Tones má líkja við Dubliners — þeir syngja þó mun meira um ættjörðina ... svar þeirra við lagi Breta „Rule Britannia", en textinn var það svæsinn að þó ég hafi tekið hann niður ætla ég ekki að hafa hann eftir á prenti, ekki einu sinni á ensku. Það sem flutningur Wolfe Tones sannaði best var hversu lítil fjölbreytni er annars í tónlistarlífi okkar Islendinga. Þó við ættum tónlistarmenn sem gætu flutt tónlist á borð við Wolfe Tones væri það ógerningur vegna aðstæðna. Slíkir tón- listarmenn gætu á fáum stöðum leikið og alls ekki stundað það sem atvinnu. Wolfe Tones höfðu áhorfend- ur, sem voru komnir til þess að skemmta sér með þeim, fullkomlega á sínu bandi. Klappgleðin var gífurleg og eins og oft áður, yfirþyrm- andi og það sungu flest allir með þeim í írsku þjóðernis- lögunum „A Nation Once Again“, „We’re On The One Road“ og „Some Say The Devil Is Dead“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.