Morgunblaðið - 22.06.1980, Síða 30
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980
Umsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjartason
Séra Karl Siynrbjörnsson
Siyurfrur Pálsson
áUdrottinsdegi
Biblíulestur
vikuna 22.—28. júní.
Sunnudagur 22. Júní Lúk. 15: 1—10.
Mánudagur 23. Júní Mark. 2: 1—12.
Þriöjudagur 24. júní Dóm. 10: 6—16.
Miövikudagur 25. júnf Mark. 2: 13—17.
Fimmtudagur 26. júnf Róm. 4: 1—8.
Föstudagur 27. júnf Róm. 5: 1—5.
Laugardagur 28. júní i. Jóh. 2: 1—6.
Boöorö — til hvers?
Sáttmálinn
Það er ekki hugmyndin að fara
mörgum orðum um sáttmálann
sem Guð gerði við Israelsmenn í
Sínaí-eyðimörkinni forðum daga
enda þótt það efni sé á margan
hátt fróðlegt og áhugavert til
umfjöllunar. Boðorðin tíu til-
heyra þeirri sáttmálsgerð og
þess vegna er óhjákvæmilegt að
minna á það um leið og hafist er
handa við að fjalla stuttlega um
boðorðin.
Án efa finnst mörgum þeir sjá
upplyftan fingur hins vandláta
Guðs þegar þeir heyra eða lesa:
Þú skalt... Þú skalt ekki... Og
vissulega er Guð vandlátur guð.
Það er samt ekki megineinkenni
hans. Það er allrar athygli vert
að staldra ögn við þau fáu orð í
20. kafla fyrstu Mósebókar sem
standa næst á undan boðorðun-
um.
Ég er . . .
„Og Guð talaði öll þessi orð og
sagði: Ég er Drottinn, Guð þinn,
sem leiddi þig út af Eygypta-
landi, út úr þrælahúsinu." Hér
talar Guð velgjörðanna, Guð
verndarinnar, Guð leiðsagnar-
innar, Guð kærleikans. Hér talar
sá Guð sem ber umhyggju fyrir
sköpun sinni og vill henni vel og
veit hvað til farsældar horfir.
Enn þann dag í dag, liðugum
3000 árum síðar minnast Gyð-
ingar um allan heim þessa at-
burðar sem vitnað er til, þ.e.
brottfararinnar af Egyptalandi,
með viðhöfn á hverjum páskum.
Það hátíðahald er þrungið
þakklæti til Guðs.
Það er því nauðsynlegt að hafa
í huga, þegar boðorðin eru hug-
leidd, að hér talar Guð kærleik-
ans. Kristnir menn hafa um
allar aldir talið boðorðin skuld-
bindandi „leiðartein í stafni."
Jesús sagði um lögmálið að ...
„Þangað til himinn og jörð líða
undir lok, mun ekki einn smá-
stafur eða einn stafkrókur lög-
málsins undir lok líða.“ (Matt.
5:17-20).
Þú skalt ekki
hafa aðra
Guði en mig
Fyrsta boðorðið tekur af öll
tvímæli um það að Guð er einn
og öðrum guðum á ekki að lúta.
Þetta er þörf áminning í dag
engu síður en á dögum Móse.
Margt kemur til. Trúmálaum-
ræða á Islandi einkennist oft af
algyðistrúarhugmyndum og/eða
þeirri hugmynd að í raun og veru
séu trúarbrögðin öll leiðir að
sama Guði. Slíkar hugmyndir
eiga ekkert skylt við kristna trú.
Guð sá sem Biblían talar um er
ekki „hver sem er.“ Hann er sá
Guð sem hefur opinberað sig í
rás sögunnar, birt vilja sinn
fyrir munn þjóna sinna og síðast
en ekki síst opinberast í Jesú
Kristi. Þetta er sá guð kærleik-
ans sem segir: Ég er Drottinn
Guð þinn. Þú skalt ekki hafa
aðra Guði en mig. Hér er rétt að
huga aðeins að orðinu Drottinn.
Dorttinn er sá sem drottnar þ.e.
sá sem lotið er, sá sem hlýtt er.
Fjöldi fólks telur sér trú um að
það lúti engum Guði, vegna þess
að enginn Guð sé til. Enn aðrir
lifa í þeirri trú að þeir uppfylli
fyrsta boðorðið og hafi ekki
annan Guð en Guð Biblíunnar,
Guð föður almáttugan, skapara
himins og jarðar.
Hver er
Guð minn?
Frægur maður hefur sagt: Guð
er sá sem varðar manninn
mestu. Það merkir að það sem
mér finnst mestu máli skipta í
lífinu er minn Guð. Varajátn-
ingar og boðorðakunnátta stoða
mig lítið þegar ég stend frammi
fyrir þessari áleitnu spurningu:
Hvað varðar mig mestu í lífinu?
Hverju lýtur vilji minn? Hverj-
u(m)? þjóna ég með tíma mín-
um? Hver ræður fjármálunum
mínum? Hver ræður afstöðu
minni- til annarra manna?
Hverjum kappkosta ég að þókn-
ast? Þannig mætti lengi halda
áfram að semja spurningar til
sjálfsprófunar. Það getur hver
og einn gert fyrir sjálfan sig. En
mér segir svo hugur um að sé
þessara spurninga spurt í ein-
lægni kunni að fara svo að sá
sem spyr taki að efast um trúnað
sinn við fyrsta boðorðið: Þú skalt
ekki hafa aðra Guði en mig. Ef
til vill er út í hött að reyna að
gera sér grein fyrir hver algeng-
asti hjáguðinn sé okkar á meðal.
Samt get ég ekki varist þeirri
hugsun að maðurinn sjálfur sé
sestur í þann sess sem Guð
einum ber. Það liggur harla
nærri okkur mörgum að spyrja
fyrst og síðast um eigin vilja og
hvað þénar eigin hagsmunum.
Og erum við ekki vanari því að
þakka daglegt viðurværi og önn-
ur lífsins gæði eigin dugnaði og
framtaki fremur en skaparan-
um, sem er gjafari allra góðra
hluta. Hins vegar er handhægt
að grípa til hans og kenna
honum það sem aflaga fer í eigin
tilveru og annarra og ásaka
hann fyrir það eina sem ekki er
frá honum komið, hið illa.
Hvar stend ég þá, hafi ég
brotið þetta boðorð? — Um það
fjöllum við síðar.
Ég trúi
— á Guð, föður almáttugan ..
Almáttugur?
„Getur Guð skapað svo stór-
an stein. að hann geti ekki lyft
honum sjálfur?“ Nei, og þá
getur hann heldur ekki verið
almáttugur!“ Þessi röksemda-
færsla kom eitt sinn fram á
málfundi i menntaskóla og
þótti góð. En hvað merkir þetta
orð: Almáttugur? Að Guð er
almáttugur merkir, að ekkert
vald er honum æðra. ekkert afl,
ekkert lögmál. Vald má nota á
ýmsa vegu. Guð nær yfirleitt
ekki fram markmiðum sinum
með valdi og þvingunum, held-
ur oðrum leiðum. Markmið
hans er hið góða. fagra og
fullkomna, og leið hans að því
marki er KÆRLEIKURINN.
Guð er almáttugur faðir, segir
trúarjátningin: Sem sagt, ekki
ópersónulegt almætti eða frum-
kraftur, heldur faðir, sem er
umhyggjusamur, kærleiksríkur.
í því felst að hann verndar og
viðheldur lífinu, sem hann skap-
ar, með umhyggju og kærleika
föðurins, og hann sér okkur fyrir
öllum þörfum bæði með auðlegt
náttúrunnar og því mannfólki,
sem hann á ýmsan hátt vekur og
kallar til þjónustu við lífið og
málefni hins góða.
Guð er hafinn yfir öll lögmál
náttúrunnar og hefur mátt til að
framkvæma það, sem hann
óskar. En þó verður margt í
veröldinni án vilja hans. Guð vill
ekki að menn misþyrmi hver
öðrum, kúgi og hati, særi og
svívirði. Vilji Guðs er hið góða
og í upphafi var allt gott. En það
er annar vilji að verki í tilver-
unni. Heimurinn er hernuminn
af valdi hins illa. Þessvegna rís
maðurinn gegn skapara sínum
og föður og treður á meðbróður
sínum og gerist á margvíslegan
hátt bandamaður hins illa valds,
sem vill menga, sundra, eyða og
umturna.
„Væri Guð almáttugur, myndi
hann yfirbuga hið illa,“ segja
menn stundum. Það er líka rétt.
Almætti Guðs setur hinu illa
skorður, en vegna kærleika síns
getur hann ekki þvingað mann-
inn til hlýðni við vilja sinn.
Hann vill ekki svipta manninn
frelsi sínu og umbreyta mannin-
um í strengjabrúðu og heimili
hans í leikbrúðuland. Hann vill
vekja kærleikann í brjóstum
okkar.
Harðstjórinn ríkir með því að
brjóta alla andstöðu á bak aftur,
hvað sem það kostar. Færi Guð
þá leið þá fengi enginn okkar
staðist, því með okkur öllum býr
andstaða gegn Guði og vilja
hans. Þessvegna notar Guð mátt
sannfæringarinnar, annars veg-
ar með lögmálinu, sem hann
hefur ritað á hjörtu mannanna
og samvisku og öllum þeim góðu
eiginleikum, sem hann hefur
gefið okkur í sköpuninni. Hins
vegar gerir hann það með orði
sínu og áhrifum anda síns. En
fyrst og fremst er hann vitjar
mannanna í syni sínum, Jesú
Kristi, frelsara heimsins, sem dó
á krossi og afhjúpar þannig hið
illa og sigrar það innan frá, með
því að snúa hinu ægilegasta
illvirki mannanna til góðs, til
lífs og blessunar, vonar og lausn-
ar hinum mörgu.