Morgunblaðið - 29.06.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1980
5
*
Karl Martin hittir Maí konu sína að lokinni fanRavist.
Sjónvarp kl. 20.45:
Fölsk skilaboð
Áttundi og síðasti þáttur fram-
haldsmyndarinnar Milli vita er
á dagskrá sjónvarpsins kl.
20.45 í kvöld.
í síðasta þætti hafði söguhetj-
an, Karl Martin, verið handtek-
inn af nasistum. Þessi þáttur
hefst þar sem hann er í fangels-
inu. Honum berast fölsk skila-
boð sem leiða til þess að hann
kemur upp um einn félaga sinn í
andspyrnuhreyfingunni. Honum
er sleppt úr fangelsinu en sam-
viskan lætur hann ekki í friði.
Fararheill - þátt-
ur um ferðamál
Á dagskrá hljóðvarps kl.
15.15 er þátturinn Fararheill.
Birna G. Bjarnleifsdóttir sér um
þáttinn og segir hún að í þessum
þætti verði reynt að gera grein
fyrir ferðamálum á íslandi á
nokkuð breiðum grundvelli. Þar
verður sagt frá ýmsum ferðum
sem íslenskar ferðaskrifstofur
bjóða uppá, hvað þær kosta og
hvaða ferðaútbúnaður sé nauð-
synlegur í þessar ferðir. Þá er
rætt við nokkra aðila sem skipu-
leggja orlofsferðir fyrir ellilíf-
eyrisþega og einnig spjallað við
fólk sem farið hefur í slíkar
ferðir.
Sláttar-
byrjun
Á dagskrá hljóðvarps kl. 9.45 á
mánudag. er þátturinn landbún-
aðarmál.
í þættinum mun Óttar Geirs-
son, ráðunautur, spjalla við
Bjarna Guðmundsson, kennara á
Hvanneyri, um sláttutíma og ýmis
verk sem tengjast honum. Þá
verður fjallað um grundvallarat-
riði þurrheys- og votheysverkun-
ar, hvernig viðrar til heyskapar
um landið o.fl.
óttar Geirsson, ráðunautur.
Sjónvarp mánudag kl. 21.35:
Létt hjal um sum-
arið og fleira
Á dagskrá sjónvarps kl. 21.35 á
mánudagskvöld er þátturinn
Sumarfri, sem Helgi Pétursson
sér um.
Morgunblaðið hafði samband
við Helga og sagði hann m.a. um
efni þáttarins: „Þetta er léttur
þáttur í anda sólar og útilífs. Það
verður spjallað við fólk á götunni
og rætt við ýmsa aðila sem fást við
ferðamál. M.a. verður rætt við þá
bræður Kjartan Lárusson, for-
stjóra Ferðaskrifstofu ríkisins og
Stein Lárusson, formann Félags
íslenskra ferðaskrifstofa. — Þá
verða einnig ýmsir góðir gestir í
þættinum, t.d. munu Jóhann
Helgason og Helga Möller koma
fram og syngja lagið Þú og ég. Þá
munu félagar úr Kópavogsleikhús-
inu flytja atriði úr Þorláki
þreytta, gamanleikriti sem Emil
Thoroddsen þýddi úr dönsku á
sínum tima.“
Sjónvarp kl. 18.35:
Lífið á
Salteyju
Á dagskrá sjónvarps kl. 18.35 er
heimildarmynd um lífið á eyjunni
Hormoz.
Eyja þessi er á Hormossundi við
Persaflóa og er næstun eingöngu úr
salti. Að sögn Óskar Ingimarssonar,
sem er þýðandi og þulur myndarinn-
ar, fjallar myndin fyrst og fremst
um dýralífið á eyjunni. Á Salteyju er
fábreytt dýralíf en lengi hefur vafist
fyrir mönnum hvar dýrin ná í ferskt
vatn.
Konur bera vatn i brúsum á höfði
sér. Allt neysluvatn verður að flytja
til eyjanna úr landi.
Kosningasjónvarp
Kosningasjónvarp hefst kl. 22.40 í sjónvarpi og verður með
hefðbundnum hætti. Sérstök frétt er um dagskrá kosningasjón-
varps annars staðar í blaðinu.
Hljóðvarp kl. 22.55:
Utvarp frá fréttastofu
og talningarstöðum
Kosningaútvarp hefst kl. 22.55 í hljóðvarpi og verður með
hefðbundnum hætti. Sérstök frétt er um dagskrá kosningaútvarps
annars staðar í blaðinu.
ein af þeim allra bestu!
Það er engin tilviljun að Rímíni er talin
ein af allra bestu baðströndum i Evrópu.
Spegiltær sjór og sandur, íbúðir og hóte/í
sérflokki, íþrótta- og útivistaraðstaða
hin fullkomnasta og tækifæri fyrir börnin
óvenju fjölbreytt.
Rimíni iðar af lifi og fjöri allan sólarhring-
inn. Maturinn ódýr og afbragðsgóður.
skemmtistaðir og diskótek á hverju strái
og alls staðar krökkt afkátu fólki, jafnt að
degi sem nóttu.
3. júli - uppselt
7. júli - „auka-auka" ferð - 8 saeti laus
14. júli - örfá sæti laus
24. júli - laus sæti
28. júli - „auka-auka" ferö - örfá sæti laus
4. ágúst - uppselt, biðlisti
14. ágúst - uppselt, biðlisti
18. ágúst - „auka-auka“ ferö - uppselt, biölisti
25. ágúst - örfá sæti laus
4. september - uppselt, biðlisti
15. september - laus sæti
PORTO
ROZ
Stórbrotin náttúrufegurð og nálægð stór
borga gefa moguleika á fjolda ógleyman-
legra skoðunarferða, m.a. til Feneyja.
Bled vatnsins. Postojna dropasteins-
hellanna og víðar.
Spyrjið vini og kunningja um Portoroz -
einn vinsælasta sumarleyfisstað íslend-
inga síðustu árin. Löng reynsla og örugg
viðskiptasambond tryggja farþegum okkar
fullkomna þjónustu og lægsta mögulega
verð.
3. júli - uppselt
14. júlf - örfá sæti laus
24. júlf - laus sæti
4. ágúst - uppselt. biðlisti
14. ágúst - uppselt, biölisti
25. ágúst - örfá sæti laus
4. september - uppselt, biðlisti
15. september - laus sæti
Samvinnuferóir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SIMAR 27077 & 28899