Morgunblaðið - 29.06.1980, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980
Ég sendi öllum þeim sem mundu mig á 60 ára
afmæli mínu 14. júní sl. hjartanlegar þakkir.
Fjóla Jósefsdóttir,
Reynimel 78.
Rennibrautarstolar.
Vönduö smíöi.
Meö eöa án arma
Stærð á útsaum
46x125
Verö frá
kr. 218.000-248.000
„Sesselon“
falleg og
vönduð vara.
Verö kr. 395.000
Goöir afborgunarskilmálar. Staögreiösluafsláttur
SENDUM GEGN POSTKROFU
VALHÚSGÖGN
ÁRMÚLI 4 SÍMI82275
Brottför
, hvern
laugardag
Í3javiknafenðir
til Miami Beach,
Florida
FLUGLEIÐIR /S
Undirbúningur
lýðveldis-
stofnunar var
ánægjulegasta
verkefnið
Agnar Kl. Jónsson, íyrrverandi sendiherra og ráðuneytisstjóri,
kom heim um sl. áramót og lauk þar með 46 ára farsælum störfum í
utanríkisþjónustu. Þörfum störfum fyrir okkur íslendinga, því hann
var reiðubúinn með þekkingu og reynslu þegar íslenzk stjórnvöld
ákváðu skyndilega við hernám Danmerkur vorið 1940 að taka
utanríkismálin í sínar hendur. Hann kom þá strax til starfa og upp
frá því var Agnar einn þeirra^sem höfðu forystu um að móta
utanríkisráðuneytið og andlit íslands í viðskiptum við umheiminn,
allt þar til hann hætti sjötujíur um síðustu áramót. Nú er hann seztur
að heima með konu sinni, Olöfu Bjarnadóttur, í gamla húsinu við
Tjörnina, þar sem hann hefur ávallt átt heimili og rætur í rótgrónu
umhverfi traustra embættismanna. Þangað lagði blaðamaður Mbl.
leið sína einn af þessum fögru sumarmorgnum til þessa viðtals.
Agnar er sonur Klemensar
Jónssonar — sem verið hafði
sýslumaður Eyfirðinga og bæj-
arfógeti á Akureyri, og var orð-
inn landritari þegar Agnar fædd-
ist, eini maðurinn sem því emb-
ætti hefur gegnt á íslandi — og
seinni konu hans Önnu Maríu
Schiöth. Það lá því beint við að
spyrja fyrst hvort lífshlaup hans
hafi frá upphafi verið markað og
miðað að því sem varð, að hann
helgaði líf sitt embættisstörfum
og utanríkisþjónustu.
— Það er rétt, sagði Agnar. En
ég hafði þó ekki utanríkisþjón-
ustuna í huga. Ég ólst upp á
embættismannaheimili og ætlaði
alltaf að lesa lögfræði og verða
embættismaður. Fá starf á
stjórnarskrifstofu og e.t.v. síðar
sýslumannsembætti úti á landi.
Vafalaust hefur starf föður míns
haft þau áhrif. En það var mágur
minn, Tryggvi Þórhallsson, sem
þá var forsætisráðherra, sem
beindi mér inn á braut utanríkis-
þjónustunnar. Það á sér forsögu.
Þegar Jón Þorláksson var forsæt-
isráðherra, réði hann sér til
aðstoðar Sigríði Thoroddsen og
Tryggvi Þórhallsson tók sér líka
aðstoðarmann, Jón Grímsson,
þegar hann tók við. Þessir starfs-
menn höfðu það verkefni að sjá
um bréfaskriftir við danska utan-
ríkisráðuneytið. En frá 1918 hafði
dóms- og kirkjumálaráðuneytið
sé9 um þetta samband, enda
forsætisráðherra þá jafnan
dóms- og kirkjumálaráðherra.
Haustið 1929, þegar alþingishá-
tíðin færðist nær og ráðuneytið
þurfti á aðstoðarmanni að halda,
var Stefán Þorvarðarson, sem var
í dönsku utanríkisþjónustunni og
þá í Montreal, fenginn til að
koma heim og gerður að fulltrúa í
forsætisráðuneytinu. Ég vann
líka á þessari skrifstofu á sumrin
meðan ég var í náminu og einn
vetur með náminu. En þetta var
vísirinn að skrifstofu þeirri, sem
fór með utanríkismál þegar stríð-
ið kom og danska utanrikisráðu-
neytið gat ekki lengur gengt þeim
störfum fyrir íslendinga.
— Tryggvi Þórhallsson hugs-
aði mikið um það hvernig þessum
málum yrði best fyrir komið,
þegar sambandslögin féllu úr
gildi. Hann hafði því áhuga á að
fá unga menn til að fara í þessi
störf í Danmörku. Og hann
spurði mig hvort ég gæti ekki
hugsað mér það. Ég hugsaði öðru
hverju um þetta og að prófi loknu
var skrifað úr forsætisráðuneyt-
inu til danska utanríkisráðuneyt-
isins, sótt um starf fyrir mig og
mælt með mér. Hálft ár leið og
rétt fyrir nýár 1934 kom bréf. Ég
gæti fengið starf 1. febrúar. Og
síðan var ég í 46 ár í utanríkis-
þjónustu, danskri og íslenzkri.
— Nú hafa orðið gífurlegar
breytingar á embættisstörfum og
viðhorfum öllum frá því faðir
þinn var í stjórnarráðinu á þín-
um uppvaxtarárum? Þú hefur
upplifað alla þessa breytingu?
— Já, það er ólíku saman að
jafna. Faðir minn var landritari
allan þann tíma, sem það emb-
ætti var til, eða frá 1904 til 1917.
Landritari var yfirmaður stjórn-
arráðsins, og kom næstur á eftir
ráðherra. En um leið gat hann
gegnt embætti ráðherra í hans
umboði, ef ráðherra var fjarver-
andi, t.d. sigldi á konungsfund
með lög til undirskriftar. En að
ráðherra látnum, sem aldrei kom
til, átti hann að gegna embætti
hans á eigin ábyrgð þar til nýr
ráðherra væri skipaður. Þetta var
mjög óvenjulegt embætti og var
lagt niður 1917, en þá komu 3
ráðherrar. Ég kom að sjáfsögðu í
stjórnarráðið á þessum árum og
man eftir skrifstofunum, en ég
var mjög ungur 1917, aðeins 8
ára.
Allt stjórnarráðið var þá í
þessu litla húsi. Það var ákaflega
hátíðlegt á skrifstofunum og ró-
legt, ekki eins mikill erill og síðar
hefur orðið. Ekki var mikið að
gera, aðeins opið kl. 10 til 4
síðdegis, en sex daga vikunnar.
Rætt við
Agnar Kl.
Jónsson, sem
lokið hefur 46
ára starfi í
utanríkisþjónustu
Það breyttist á kreppuárunum og
enn meira á stíðsárunum. Öll
stjórnun hefur vaxið gífurlega og
ráðuneytin stækkað.
Aður en við hverfum frá upp-
vaxtarárum Agnars, er talinu
vikið að umhverfi hans við Tjörn-
ina.
— Hér voru indælir nágrannar
og ég á góðar endurminningar um
þá, sagði hann. Það er rétt, að
þetta var gata embættismann-
anna. Þeir keyptu Tjarnarbrekk-
una, létu ýta fram jarðveginum
til að fá götuna fyrir framan og
byggðu sér hús við hana. Faðir
minn byggði þetta hús, Tjarnar-
götu 22, árið 1906. Sama ár
byggðu svilarnir Sigurður Briem
póstmeistari og Björn Ólafsson
augnlæknir sín hús, en þeir
gengust fyrir þessum fram-
kvæmdum. Milli okkar og Ráð-
herrabústaðarins byggðu Álf-
heiður Briem, nýorðin ekkja Páls
amtmanns, þá Eggert Briem síð-
ar hæstaréttardómari og Jón
Helgason, síðar biskup. Ég hefi
alltaf átt hér heima og alltaf þótt
jafn gott að koma í þetta hús,
þegar ég hef komið heim frá
útlöndum.
Byggð upp ísl.
utanríkisþjónusta
Agnar var í sex ár í danska
utanríkisráðuneytinu, fyrst í
fjögur ár í Kaupmannahöfn, en
var síðan sendur í sendiráð Dana
í Washington. — Mér líkaði þar
mjög vel, segir hann. Þar var gott
að starfa, góðir félagar og yfir-