Morgunblaðið - 29.06.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1980
15
Agnar Kl. Jónsson,
fyrrv.sendiherra og
ráðuneytisstjóri.
Ljósm. Emilía
menn samviskusamir menn, sem
unnu engu síður vel að málefnum
íslendinga en Dana. Þetta var
mjög lærdómsríkur tími. En þeg-
ar Danmörk var hernumin vorið
1940 og alþingi íslendinga sam-
þykkti þingsályktunartillöguna
um að þeir tækju utanríkismálin
í sínar hendur, þá fannst mér
grundvöllurinn að minni veru
þarna fallinn og ég sótti um lausn
frá störfum.
— Þá strax?
— Já, ég fór inn til danska
sendirherrans strax daginn eftir
að við fengum þessar fréttir, en
hann bað mig um að rasa ekki að
neinu og tók ekki afsögnina til
greina þá strax. Nokkrar vikur
liðu. Þá fannst mér, með tilliti til
íslands og Danmerkur, að mér
bæri að hætta. Var þá að hugsa
um að fara til íslands. Vilhjálm-
ur Þór hafði verið skipaður aðal-
ræðismaður í New York, en fór
heim og Thor Thors tók við. Þeir
báðu mig báðir um að vera sér til
aðstoðar, svo að ég hætti við
heimförina og fór að vinna á
ræðismannsskrifstofunni. Þegar
Thor var skipaður sendiherra
árið eftir, 1941, tók ég við sem
settur aðalræðismaður og bjóst
við að verða skipaður. Það fór
öðruvísi og þegar nýr aðalræðis-
maður kom, afhenti ég honum
skrifstofuna og fór heim. Þá
byrjaði ég að vinna á skrifstof-
unni, sem Stefán Þorvarðarson
veitti forstöðu og hét á þeim
árum utanríkismáladeild. Hann
var einn af fjórum skrifstofu-
stjórum í stjórnarráðinu. í árs-
byrjun 1944 var Stefán Þorvarð-
arson skipaður sendiherra 1
Bretlandi og ég settur skrifstofu-
stjóri í hans stað.
— í grein samstarfsmanna í
utanríkisráðuneytinu á sjötugs
afmæli þínu í haust, segja þeir að
þú hafir átt manna drýgstan þátt
í uppbyggingu utanríkisþjónust-
unnar. Byrjaðirðu á því þarna?
— Ég var nokkru áður byrjað-
ur að koma á ýmsum breytingum
í sambandi við utanríksþjónust-
una. En eftir að ég var skipaður
skrifstofustjóri, einbeitti ég mér
að því. Þá komum við nýju
fyrirkomulagi á skjalaskráningu
og skjalageymslu, sem enn er
notað, og einnig á nýju reiknings-
haldi, sem notað var í 25 ár. Að
sjálfsögðu þurfti að skipuleggja
margt áður en starfsemin var
komin í gott horf, ekki sízt
tengslin milli sendiráða og ráðu-
neytis þannig að allt gengi eins
og vel smurð vél. Það var ákaf-
lega ánægjulegt starf og mér
fannst sjálfsagt að leggja mig
fram um það.
— Þú þóttir mjög nákvæmur
stjórnandi, Agnar. Þegar ég fór
að vinna í ráðuneytinu 1948,
gætti maður þess vel að mæta
alltaf á mínútunni níu, því ann-
ars kom maður á eftir þér. Ég tók
á sprett ef þú sást koma eftir
Tjarnargötunni, til að verða ekki
of sein.
— Já, Bjarni Benediktsson,
sem þá var utanríkisráðherra,
talaði einu sinni um það við mig
að þegar ráðuneytisstjórinn
mætti stundvíslega, þá kæmi af
sjálfu sér að aðrir gerðu það líka,
segir Agnar og brosir við. Þó
fannst mér ekki hægt að ganga of
stíft eftir stundvísi, þar sem
fólkið var alltaf reiðubúið að
vinna yfirvinnu, hvenær sem á
þurfti að halda. Og lengi vel var
ekkert greitt fyrir hana. Ráðu-
neytisstjórar fengu aldrei greitt
neitt fyrir yfirvinnu og sátum við
þó lengur en allir aðrir. Ég kom
aldrei heim fyrr en um kvöldmat-
arleytið og fór oft aftur á skrif-
stofuna til að vinna eftir kvöld-
mat.
— Sendiráðin voru ekki mörg í
upphafi?
— Fyrst var það auðvitað
sendiráðið í Kaupmannahöfn,
sem ekki gat starfað nema að
litlu leyti vegna stríðsins. Þá var
strax stofnað sendiráð í Stokk-
hólmi, sem fékk mikið hlutverk,
og gat aðstoðað íslendinga bæði í
Noregi og Danmörku. Sendiráðið
í London, sem stofnað var um
vorið 1940, fékk líka mikilvægt
starf, því þá voru orðin svo mikil
viðskipti við Bretland. Ræð-
ismannsskrifstofa kom í New
York og ári síðar var komið upp
sendiráði í Washington. Þá var
tekið upp stjórnmálasamband við
Sovétríkin eftir áramótin 1944.
En fleiri urðu sendiráðin ekki
fyrr en eftir stríð.
Heima og erlendis
— Þú hefur unnið með mörg-
um utanríkisráðherrum?
— Þjóðstjórn var við völd,
þegar ég byrjaði hér heima, en
strax haustið 1942 voru kosn-
ingar. Upp úr þeim gekk illa að
mynda ríkisstjórn og Sveinn
Björnsson skipaði hina margum-
töluðu utanþingstjórn. Vilhjálm-
ur Þór varð utanríkisráðherra og
samstarf okkar hófst á nýjan
leik. Hann var ákaflega duglegur
maður, hafði ótrúlegt vinnuþrek
og ætlaðist til þess sama af sínu
starfsfólki. Hann hafði frábært
minni og ég lærði mikið af
honum. Samstarf okkar var náið
og ánægjulegt. Svo kom nýsköp-
unarstjórnin í október 1944 og sat
í tvö ár. Ólafur Thors var forsæt-
is- og utanríkisráðherra. Hann
var einstakt lipurmenni og
skemmtilegur í öllu samstarfi.
Ákaflega duglegur til vinnu.
Hann hafði ef til vill meiri áhuga
á pólitíkinni en utanríkismálum
og gaf mér yfirleitt mjög frjálsar
hendur um afgreiðslu embætt-
ismála, þótt ég auðvitað hefði
náið samband við hann' um póli-
tisk mál. Hann sagðist ekki hafa
tíma til að sinna daglegum mál-
um í utanríkisráðuneytinu, en ef
ég gerði skyssu, þá mundi hann
að sjálfsögðu taka á sig ábyrgð-
ina.
— Eftir Ólaf Thors varð
Bjarni Benediktsson utanríkis-
ráðherra í ríkisstjórn Stefáns
Jóhanns Stefánssonar. Það tók
langan tíma að mynda stjórnina.
Var fjögurra mánaða stjórnar-
kreppa. Bjarni varð þá ráðherra í
fyrsta sinn. Hann var frábærlega
fær og hafði mikinn áhuga á
starfinu. Við vorum vinir frá
skólaárunum. Dagleg samskipti
við hann voru mjög góð. Hann
heimtaði mikið af sínum starfs-
mönnum. Ég dáðist að hinum
miklu gáfum hans, hve fljótur
hann var að átta sig á aðalatrið-
unum og ganga í að gera þeim
skil. Svo kom að því að Bjarni
kallaði mig inn til sín og tilkynnti
mér, að mér væri ætlað að taka
við sendiherraembættinu í Lond-
on. Það var í ársbyrjun 1951. Við
vorum svo erlendis í 10 ár, en
þegar ég kom aftur í ráðuneytið
hafði ég tvo húsbændur, Alþýðu-
flokksmennina Guðmund í. Guð-
mundsson og Emil Jónsson, sem
mér líkaði vel við. Átti gott
samstarf við þá báða. Báðir
ágætismenn og liprir í öllum
daglegum samskiptum.
Agnar Kl. Jónsson var sendi-
herra í London í hálft sjötta ár og
síðan í París í hálft fimmta ár. —
Er það ekki ólíkt því að starfa í
ráðuneytinu heima?
— Þetta eru að mörgu leyti
ólík störf, svarar hann. I sendi-
ráðunum hefur maður meira
frjálsræði til að vinna störfin. En
auðvitað er alltaf haft samband
við ráðuneytið. Sem sendiherra
verður maður að koma fram fyrir
hönd lands síns beint og óbeint.
Með nýrri tækni hefur starfsem-
in þó breyst nokkuð, sambandið
heim hefur orðið miklu meira.
Telexskeytin ganga á milli með
ýtarlegum fyrirmælum og tal-
síminn er notaður miklu meira.
Þá má geta þess að ráðherrar og
embættismenn.eru meira á ferð-
inni og sækja fundi og ráðstefn-
ur. Starf sendiherra og starfs-
fólks sendiráðanna er því breytt
af þessum ástæðum. Þeir þurfa
ekki að beita sér þar eins mikið
og fyrr, eru meira til aðstoðar
ráðherrunum. Sendiherra er oft
falið að mæta á fundum fyrir
ráðherra, þegar hann á ekki
heimangengt. Mér hefur t.d. á
fundum verið falið að mæta fyrir
flesta ráðherra, ekki aðeins utan-
ríkisráðherra. Að þessu leyti hafa
störfin breyzt. En aðrir þættir,
svo sem aðstoð við íslendinga
sem koma og lenda í einhverjum
erfiðleikum, eru eins og hafa ekki
breyzt eða minnkað.
— Nú er oft talað um móttök-
ur og veizlur sem stóran hluta af
starfi sendiherra?
— Ekki er eins mikið um það
og af er látið, svarar Agnar. En
þetta er og hefur verið siður, sem
Islendingar verða að taka þátt í
svo sem fulltrúar annarra ríkja,
en í smærri stíl. Oft er gagn að
svona samkvæmum, því betur
gengur að tala við menn um mál,
ef setið er þægilega og spjallað en
þegar græni dúkurinn er á milli.
Þessi kynni eru þýðingarmikill
þáttur í starfinu, en því fer fjarri
að veizluhöld séu eins mikil og af
er látið. Það er mikilvægt fyrir
sendiherra að hafa góð sambönd
við ráðamenn þar sem hann
starfar. Og lykillinn að þeim er
að bjóða þeim heim til sín og
kynnast þeim við aðrar aðstæður.
Því betra samband, þeim mun
auðveldara verður að rækja
störfin fyrir land og þjóð.
í seinna skiptið, sem Agnar Kl.
Jónsson var sendiherra þjóðar
sinnar erlendis, var hann fyrst í
Ósló og síðan í Kaupmannahöfn,
alls í 10 ár. — Endaði á sama stað
og ég byrjaði, sagði hann, og réði
nokkru um það. Það var sérstak-
lega ánægjulegt að koma aftur til
Danmerkur og geta rifjað upp
kynni mín við samstarfsmenn frá
fyrri árum. Þeir tóku mér afar
vel, þegar ég kom, enda hafði ég
aldrei misst tengslin við þá. Og
það er ákaflega ánægjulegt að
vera á Norðurlöndum, eins og við
stöndum í nánari sambandi við
þau lönd en önnur, og það er
auðveldara fyrir okkur að kynn-
ast ráðamönnum þar.
Stjóarráðssaga
og lögfræðingatöl
— Þrátt fyrir samfellt og
strangt starf að utanríkismálum,
hefurðu lagt fleira til mála þjóð-
arinnar, Agnar. Skrifað merkar
bækur, Sögu stjórnarráðs íslands
og Lögfræðingatal mörgum sinn-
um?
— Það hefi ég gert mér til
dægrastyttingar. Alltaf haft
gaman af að grúska, svarar
Agnar af hógværð sinni. — Mér
þótti vænt um það þegar Bjarni
Benediktsson bað mig að skrifa
sögu stjórnarráðsins á 60 ára
afmæli þess 1964. Þetta hafði
komið til tals á 50 ára afmælinu,
en ekki orðið af. Ég var ekki viss
um hvort ég ætti að verða við
þessu, væri fær um það eða hefði
heilsu til þess, og fór að punkta
eitthvað niður. En fyrr en varði
var kominn skriður á verkið. Jú,
þetta var miklu meira verk en ég
hélt í upphafi. En ég vissi að ég
gat ráðgast við Bjarna Bene-
diktsson, sem var sjálfur stór-
fróður um þetta efni. Og ég lauk
verkinu áður en ég fór til Ósló.
Það lá fyrir fullprentað 1. des-
ember 1969, gefið út af Sögufé-
laginu. Formaður þess fór með
fyrsta eintakið upp í stjórnarráð
og afhenti Bjarna það.
— Og Lögfræðingatalið?
— Ég er búinn að gefa út
Lögfræðingatal þrisvar sinnum.
Það er líka meira verk en búist er
við, því menn eru svo svifaseinir
að svara. Þegar svörin koma eru
þau oft ónákvæm svo að hafa
þarf samband við þá aftur. Ég
setti mér ramma að þessari
upplýsingaöflun og fyllti svo upp
í hann. Vildi að notendur gætu
vitað hvaða upplýsingar þeir
gætu sótt þangað. Óft hefur þess
ekki verið gætt og svörin eru
ákaflega mismunandi. Sumir
telja bara upp aðalatriðin, aðrir
smáatriði líka. Það er mikil vinna
að samræma upplýsingar, t.d. um
nefndarstörf. Én þetta verk vann
ég með mikilli ánægju og allt í
frístundum. Stjórnarráðssagan
tók þannig fimm ár. Ég vann
stöðugt að henni og tók ekki frí á
meðan, nema eitt sumarið, þegar
ég lagði hana á hilluna í 3
mánuði.
— En ertu þá ekki að skrifa
eitthvað núna, þegar þú ert hætt-
ur störfum?
— Eiginlega ekki. Ég hef oft
verið spurður að þessu og þá
hvort ég sé ekki að skrifa endur-
minningar. Ég hefi svarað því til,
að ef svo yrði, þá yrði það frekar
um starf mitt en mig persónu-
lega. Hér á íslandi er venjan að
skrifa meira um sjálfan sig og
minna um málefnið. En ef lesnar
eru breskar bækur, og raunar
annarra þjóða, þá er þar meira
um störf manna en þá sjálfa. Til
dæmis er ég nýbúinn að lesa bók
eftir Norðmanninn John Lyng,
sem eingöngu skrifar um málefn-
in sem hann hefur haft afskipti
af. En slíkt gæti verið erfitt, því
maður er bundinn þagnarheiti
um margt af því, sem komið
hefur til kasta ráðuneytisins. En
það er auðvitað hægt að biðja um
leyfi.
Hvar? Ráðherra og ráðuneytis-
stjóri á hverjum tíma yrðu að
meta hvort óhætt væri að veita
slíkt leyfi. Bretar og Norðmenn
eru nú að gefa út skjöl frá
stríðsárunum.
— Hvað hefur þér fundist
ánægjulegast að fást við, Agnar?
— Því get ég svarað án þess að
hugsa mig um, svarar Agnar að
bragði. Lang ánægjulegast var að
vinna að undirbúningi lýðveld-
isstofnunar 1944. Sitthvað kom
þar til kasta utanríkisþjónust-
unnar, ekki síst að afla viður-
kenningar erlendra þjóða. Þá var
feikimikið að gera vikurnar á
undan. Allt starfsfólkið vann
nótt og dag er mér óhætt að
segja. Það var ákaflega ánægju-
legt að vera með, þar sem utan-
ríkisráðuneytið kom töluvert við
sögu við undirbúning lýðveldis-
stofnunar.
Ekki get ég stillt mig um að
geta þess hér, sem Agnar vildi
ekki ræða um, að fyrsta skipun-
arbréfið til embættis, sem forseti
íslands skrifaði undir var skipun-
arbréf Agnars Klemensar Jóns-
sonar. Hann var því fyrsti emb-
ættismaður íslenska lýðveldisins.
En síðasta embættisbréfið í kon-
ungsríkinu var skipunarbréf
Þorkels Jóhannessonar prófess-
ors.
Fjölskyldan
sameinuð heima
Þau hjónin Agnar Kl. Jónsson
og Ólöf Bjarnadóttir eru nú
alkomin heim og sest að, eftir 10
ára útivist í síðustu lotu. Börnin
þeirra þrjú hafa öll sest að á
Islandi og barnabörnin orðin
þrjú.
— Eftir fyrstu 10 árin erlendis
sótti ég nokkuð fast að vera
fluttur heim, sagð Agnar. Vildi
að börnin fengju skólagöngu á
íslandi og yrðu íslendingar, það
tókst. Sjálfum hefur okkur aldrei
fundist við slitna úr tengslum,
þótt dvalið væri erlendis. Af 46
árum í utanríkisþjónustu var ég
30 ár erlendis. En margir íslend-
ingar koma í sendiráðin og vinir í
heimsókn. Og við dvöldum oft hér
heima, þegar tækifæri var til.
Auk blaðalesturs eru ýmis konar
önnur tengsl. Það er um að gera
að halda sambandinu vakandi.
En eins og ég sagði, þegar ég
kvaddi í Kaupmannahöfn: Heima
er best.
Það er auðséð að Agnar Kl.
Jónsson nýtur sín vel, kominn
heim eftir mikið starf fyrir land
og þjóð. Og á vonandi eftir að
njóta þess vel og lengi.
- E. Pá.