Morgunblaðið - 29.06.1980, Side 16

Morgunblaðið - 29.06.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480 Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Deila bakarameistara við ríkisstjórnina um hækkun á brauðverði hefur vakið nokkra athygli vegna þess, að bakarameistarar hafa ekki viljað una ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar um mun minni hækkun en þeir töldu nauðsynlega. Bakarameistarar hafa haft við orð að hafa ákvörðun ríkisstjórnarinnar að engu og hækka brauðin eins og þeir telja nauðsynlegt, en þeir munu taka endanlegar ákvarðanir í kvöld um það, hvort þeir framfylgja þeim áformum eða fresta þeim um sinn. Slík tilvik hafa komið upp áður, að einstakar at- vinnugreinar hafa ekki viljað hlíta ákvörðunum verðlagsyfirvalda eða ríkis- stjórnar um verðlagningu og farið sínu fram. Dæmi af þessu tagi undirstrika fyrst og fremst grundvallar misskilning, sem er alltof útbreiddur hjá stjórnmála- mönnum. Margir þeirra og þá fyrst og fremst stjórn- málamenn á vinstri kantin- um, eru þeirra skoðunar, að það sé til marks um harð- snúna baráttu gegn verð- bólgu að sitja á nauðsyn- legum verðhækkunum, tefja þær eða takmarka þær mjög! Líklega hefur Ólafur Jóhannesson, núver- andi utanríkisráðherra, verið helzti boðberi þessar- ar kenningar bæði sem forsætisráðherra og við- skiptaráðherra. Barátta vinstri stjórna gegn verð- bólgu hefur mjög einkennzt af þessum aðferðum. Það er ekki hægt að búast við miklum árangri í baráttu gegn verðbólgu, þegar stjórnmálamenn eru í svo litlu sambandi við raunveruleikann í íslenzku efnahagslífi, að þeir halda, að það sé hægt að ná árangri með því að neita að viðurkenna staðreyndir. En þetta skilningsleysi ýmissa stjórnmálamanna á stað- reyndum atvinnulífsins er líka mjög alvarlegt mál fyrir atvinnureksturinn í landinu. í nánast öllum atvinnugreinum eru fyrir- tæki, sem hafa verið hart leikin vegna þess, að verð- lagsyfirvöld hafa fyrst dregið afgreiðslu hækkun- arbeiðna von úr viti, síðan hafa ríkisstjórnir dregið að afgreiða mál og loks hafa þessir aðilar skorið hækk- unarbeiðnir niður að geð- þótta sínum. Mánaðartöf á afgreiðslu hækkunarbeiðni getur orðið örlagarík fyrir fyrirtæki, bæði stór og smá. Og því miður hafa atvinnufyrirtækin alls ekki brugðizt nægilega harka- lega við þessum ósið og þessum afleitu vinnubrögð- um embættismanna og stjórnmálamanna. Það er fyrir löngu orðið tímabært, að atvinnureksturinn í landinu, bæði stjórnendur fyrirtækja og starfsfólk þeirra, sem á afkomu sína undir velgengni fyrirtækj- anna, beini spjótum sínum að óviðunandi og óafsakan- legum vinnubrögðum stjórnkerfisins. Glöggt dæmi um það, hversu al- varlegar afleiðingar ákvarðanir stjórnmála- manna og embættismanna í verðlagsmálum geta haft, eru tilraunir núverandi rík- isstjórnar til þess að eyði- leggja Hitaveitu Reykja- víkur með vitlausum verð- lagsákvörðunum. Tafir á að viðurkenna staðreyndir leiða til þess eins, að vandinn verður margfalt meiri síðar. Verð- bólgan verður ekki læknuð með því, að ráðherrar og embættismenn setjist á hækkunarbeiðnir og hagi sér eins og þeim komi ekki við, hvernig afkoma at- vinnufyrirtækjanna er. Mál bakarameistara nú, er eitt af mörgum, sem upp hafa komið sama eðlis. Ein ástæðan fyrir því, að at- vinnufyrirtækin eru svo lít- ilsmegandi sem þau eru nú er sú, að þau hafa látið fara illa með sig í verðlagsmál- um. Á margan hátt eru mál að þróast á þann veg í samfélagi okkar, að það er orðin spurning um það, hvort fólkið í landinu, hvort sem það eru stjórn- endur atvinnufyrirtækja, sem nú orðið eru margir launþegar hjá fyrirtækjun- um án eignaraðildar, eða annað starfsfólk lætur stjórnkerfið, embættis- menn og stjórnmálamenn komast upp með alls kyns aðgerðir sem eru að verða hrein áþján fyrir allan al- menning. Er ekki kominn tími til að almenningur snúizt til varnar? Er ekki kominn tími til að almenningur snúist til varnar? f Reykjavíkurbréf Laugardagur 28. júní Ríkisstjórnin veitir enga forystu Eitt af því, sem smátt og smátt hefur verið að koma í ljós í vetur og vor er það, að núverandi ríkisstjórn veitir enga forystu í málefnum lands og þjóðar, hvorki við lausn á aðkallandi verkefnum líðandi stundar eða við framtíðar- uppbyggingu. Svo virðist, sem enginn af ráðherrum í núverandi ríkisstjórn hafi þá forystuhæfni til að bera, sem þjóðin þarf á að halda um þessar mundir. Forysta Ólafs Jóhannessonar í tveimur vinstri stjórnum var auð- vitað meiriháttar óhapp fyrir þjóðina. Ólafur Jóhannesson reyndist óhæfur, sem forystumað- ur og leiðtogi. Hann hafði hvorki þrek eða kjark til þess að takast á við dægurvandamál vegna þess að hann lét alltaf undan þrýstingi að lokum. Og hann bar auðvitað ekki við, eins og alkunna er að horfa til framtíðarinnar þann tíma, sem hann var forsætisráðherra og búa í haginn fyrir hana. Að vísu hafa menn ekki langa reynslu af Steingrími Hermannssyni en ráð- herrastörf hans hafa ekki verið traustvekjandi það sem af er. Alþýðubandalagið tefldi fram nýju iiði í vinstri stjórninni haust- ið 1978 og biðu flokksmenn þess áreiðanlega með eftirvæntingu hver reynslan yrði af ráðherrun- um þremur. Fljótlega kom í ljós, að það var fyrst og fremst einn þeirra, sem kommúnistar bundu veruiegar vonir við, þ.e. Hjörleifur Guttormsson. Reynslan af ráð- herrastörfum hans í eitt og hálft ár er bersýnilega sú, að hann sé iðinn skrifstofumaður, sem hefur skjalasafnið í röð og reglu en svo gerist ekkert meira. Hvað hefur gerzt þann tíma, sem Hjörleifur Guttormsson hefur verið iðnaðar- og orkuráðherra? Þá er átt við — hvað hefur gerzt í raun og veru — en ekki hvað hann hefur skipað marga „starfshópa" eða látið semja margar skýrslur. Þjóðin lifir ekki á þeim aragrúa af skýrslum, sem Hjörleifur Gutt- ormsson hefur látið taka saman og raðar snyrtilega í möppur í skrifstofu sinni. Vafalaust hafa þeir, sem ekki þekktu til, bundið verulegar vonir við forystuhæfileika Gunnars Thoroddsens, ekki sízt vegna hálfrar aldar stjórnmálareynslu hans. En segja verður þá sögu eins og hún er, að enn bólar ekkert á því, að núverandi forsætisráð- herra hafi tekið með styrkri hönd um stjórnvöl þjóðarskútunnar og hyggist sigla henni í ákveðna átt. Þvert á móti sjást þess engin merki, að hann hafi enn komið nálægt stýrinu nema að nafninu til. Þeim, sem þekkja til starfa Gunnars Thoroddsens í Sjálfstæð- isflokknum kemur þetta ekki á óvart. Hinir kynnast því nú. Samninga- málin í hnút Skortur á forystu af hálfu ríkisstjórnarinnar kemur m.a. fram í því, að hún er búin að koma samningamálum í erfiðan hnút í stað þess, að hennar hlutverk á að vera að stuðla að lausn kjaradeil- unnar. Þetta er þeim mun alvar- legra, sem núverandi ríkisstjórn býr við einstök skilyrði í kjara- málum og verður ekki séð að nokkur ríkisstjórn um langt árabil hafi haft jafn gott tækifæri til að tryggja frið á vinnumarkaðnum án þess að gerðir verði kjarasamn- ingar, sem sprengja allt efna- hagslífið í loft upp. Launþegafor- ingjarnir hjá BSRB og ASI hafa sýnt ríkisstjórninni sérstaka þol- inmæði. BSRB hefur verið með lausa samninga í eitt ár. ASÍ hefur verið með lausa samninga í hálft ár. Þrátt fyrir þennan langa tíma, sem samningar hafa verið lausir hafa launþegaforingjarnir ekki haft uppi hótanir um verk- föll. Þetta er einstakt. Staðan á vinnumarkaðnum er nú slík, að hvaðanæva af landinu berast nú fréttir um uppsagnir, lokun frystihúsa vegna sumar- leyfa o.s.frv. Þetta þýðir, að verka- iýðsfélögin eru ekki í sterkri stöðu til þess að knýja fram kauphækk- anir með verkföllum. Verkalýðs- leiðtogarnir gera sér grein fyrir því, að boði þeir verkföll nú verða atvinnurekendur fegnir. Slík er staðan í málefnum atvinnulífsins. Verkalýðsleiðtogarnir gera sér líka grein fyrir því, að hefji þeir einhvers konar skæruverkföll, verður þeim svarað af hálfu vinnuveitenda með verkbönnum. Ríkisstjórnin nýtur því þolin- mæði launþegaforingja og stöðu á vinnumarkaðnum, sem veldur því, að ólíklegt er að verkalýðsfélögin grípi til verkfallsaðgerða. Ætla mætti, að ekki væri erfitt að koma á kjarasamningum við þessar að- stæður og tryggja þar með festu og frið til nokkurrar frambúðar. En þá bregður svo við, að ríkis- stjórnin hleypir samningamálun- um í hnút með tilboði sínu til BSRB, sem m.a. byggir á því, að verulegar breytingar verði gerðar á vísitölubindingu launa. Ríkis- stjórnin lagði til, að sett yrði bæði „gólf“ og „þak“ á kaupgjaldsvísi- töluna. Þetta tilboð ríkisstjórnar- innar kom fram, þótt henni mætti ljóst vera vegna afstöðu vinnu- veitenda í almennu kjarasamning- unum, að þeir mundu undir engum kringumstæðum fallast á slíkt vísitölukerfi, þar sem þeir telja það bæði óraunsætt og í raun óframkvæmanlegt að bæta kjör hinna lægstlaunuðu með þessum hætti. Ríkisstjórnin stendur því frammi fyrir því að knýi hún fram þetta vísitölukerfi í samningum BSRB, getur hún átt von á því, að samið verði um annað vísitölu- kerfi á hinum almenna vinnu- markaði. Og hversu lengi gæti það gengið, að opinberir starfsmenn búi við annað vísitölukerfi en það sem gildir í frjálsum samningum verkalýðsfélaga og vinnuveitenda? Til viðbótar hlýtur það að vera nokkurt umhugsunarefni fyrir forystu BSRB, hvort hún treystir sér til að skrifa undir samninga um vísitölukerfi, sem verður kannski allt annað en það, sem aðrir launþegar búa við. Auðvitað á ríkisstjórnin þann leik að lög- festa sitt vísitölukerfi með bráða- birgðalögum. Ætlar Aiþýðu- bandalagið að standa að lagasetn- ingu um kjaramál enn einu sinni? Það kemur í ljós. Röksemd launþegaforingjanna fyrir breyttu vísitölukerfi er sú, að þeir vilji nota vísitölukerfið til þess að bæta hag hinna lægstlaun- uðu. Þessi röksemd verður harla léttvæg, þegar litið er til upplýs- inga, sem fram komu hjá Þor- steini Pálssyni, framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambandsins í samtali við Morgunblaðið í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.