Morgunblaðið - 29.06.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1980
19
Aðalheiðar Runólfsdóttur Viðar
og óttars Viðar. Hann var næst-
yngstur fjögurra systkina. Óttar
er sonur Gunnars heitins Viðar
fyrrverandi bankastjóra og síðast
hagfræðings Reykjavíkurborgar
og konu hans Guðrúnar Helga-
dóttur, sem enn er á lífi og sér nú
á eftir þriðja barnabarni sínu af
slysförum. Aðalheiður er dóttir
hjónanna Runólfs Dagssonar og
Guðrúnar Sigurðardóttur af Snæ-
fellsnesi sem síðast bjuggu í
Brekkubæ á Hellissandi. Þegar
hún var 9 mánaða fór hún í fóstur
að Svarfhóli í Miklaholtshreppi og
skildi ekki við þá fjölskyldu síðan,
þar til hún giftist óttari. Fóst-
urmóðir hennar, Þórdís Sigur-
geirsdóttir, sem um árabil hefur
búið í Háteigi í Garðabæ, er enn á
lífi. Aðalheiður og Óttar giftust
vorið 1957 og fluttu skömmu síðar
norður að Geirbjarnarstöðum. Þar
gerðust þau landnemar á vissan
hátt, enda hafði jörðin verið í eyði
skamma hríð og allt þurfti að
V6RZLUNRRBRNKINN
BANKASTRÆTI 5, LAUGAVEGI 172, ARNARBAKKA 2, UMFERÐARMIÐSTÖÐ
GRENSASVEGI 13 og VATNSNESVEGI 14, KEFL.
Ferðalög eru nauðsynleg tilbreyting hjá þorra manna.
Þá er oft meiru til kostað en fjárhagur leyfir.
Safnlánakerfi Verzlunarbankans gerir þér m. a. kleift að skipuleggja
sumar- eða vetrarfrí þitt fram í tímann með tilliti til þeirra
aukafjármuna sem upp á vantar svo að þú fáir notið þess
áhyggjulaust.
byggja upp. Áhugi Óttars vaknaði
fyrir búskap þegar hann dvaldi
fjölmörg sumur hjá frændfólki
sínu að Gautlöndum í Mývatns-
sveit, en móðir hans Guðrún
Helgadóttir og Jón Gauti Péturs-
son á Gautlöndum voru systkina-
börn.
Það var hljóður söfnuður sem
kvaddi Grétar Þór hinstu kveðju
að Þóroddsstað í Kinn mánudag-
inn 16. júní sl. Hin ríka samúð,
sem sveitungar hans sýndu, vitn-
aði enn einu sinni um hlýtt
hjartaþel þessa fólks. Megi þeir
allir heila þökk hafa.
Að lokum votta ég og fjölskylda
mín öllum aðstandendum — og þá
fjölskyldunni á Geirbjarnar-
stöðum sérstaklega — okkar
dýpstu samúð.
Guð fylgi Grétari Þór á nýjum
brautum.
Gísli G. Auðunsson.
Vinarkveöja:
Grétar Þór Viðar
Geirbjarnarstöðum
Fæddur 17. maí 1963
Dáinn 11. júní 1980
.. Marmaranshöll er sem moldarhrúga.
Musteri kuös eru hjörtun. sem trúa.
þó hafi þau ei yfir höfdi þak.“
Mér flaug þetta brot úr
„Hnattasundum" Einars Bene-
diktssonar í hug þegar ég af
vanmætti reyndi að styðja fjöl-
skylduna á Geirbjarnarstöðum í
Kinn við hörmulegt og skyndilegt
fráfall sonar og bróður. Eg fann
að ég hafði ekki miklu að miðla í
samanburði við styrkinn sem trú-
in veitti foreldrum þessa unga
vinar. Það snart mig djúpt. Þessi
fjölskylda hefur ekki safnað ver-
aldarauði. En hún hefur ávaxtað
sitt pund á öðrum vettvangi og þar
er auður hennar fólginn.
Grétar Þór var rétt rúmlega 17
ára þegar hann lézt af slysförum.
Skömmu fyrir miðnætti þess 10.
júní hélt þessi örþreytti ákafa-
maður frá Húsavík á dráttarvél og
ætlaði heim í Geirbjarnarstaði,
rúmlega 35 km leið. En áður en sú
ferð var hálfnuð fór vélin útaf
háum vegarkanti með þeim
hörmulegu afleiðingum að Grétar
Þór lézt.
Frá því við fluttum í Þingeyjar-
þing hefur fjölskyldan á Geir-
bjarnarstöðum tengst okkur
tryggðaböndum og þau styrktust
vegna vináttu Þórs sonar okkar og
Grétars Þórs. Þór dvaldi oft á
Geirbjarnarstöðum og við fundum
að þar leið honum vel. Síðastliðinn
vetur var Grétar Þór við nám og
störf á Húsavík og hélt þá til á
heimili okkar og stóð okkur því
orðið mjög nærri. Þá kynntumst
við þessum opinskáa og ákafa
pilti, sem stundum lá svo mikið á,
að hann tæpast tyllti sér niður við
matarborðið. Við kynntumst
djúpri umhyggju hans fyrir fjöl-
skyldunni og ákafri iöngun hans
til að geta stutt foreldra sína sem
hann mátti. Hann hafði einmitt
hjálpað þeim til að komast yfir
nýtt tæki til að létta bústörfin og
var að færa þeim það, þegar hið
hörmulega slys átti sér stað.
Grétar Þór var fæddur á Húsa-
vík 17. maí 1963. Hann ól allan
sinn aldur á Geirbjarnarstöðum í
Kaldakinn, fyrir utan vetrarlanga
dvöl í Laugaskóla og síðasta vetur
ævinnar hér á Húsavík. Hann
hafði geysilegan áhuga á vélum og
hafði mikinn skilning á gangi
þeirra að mér fannst. Næsta haust
ætlaði hann í iðnskóla að læra
bifvélavirkjun.
Grétar Þór var sonur hjónanna
Aðstaða
í Kenya
Watihiitgton, 27. júnt. AP.
BANDARÍSKA utanrikisráðu-
neytið skýrði i dag frá samkomu-
lagi við Kenya er veitir Banda-
ríkjunum aukna aðstöðu i lofti og
á sjó i grennd við Persaflóa. I
staðinn mun Kenya fá ótiltekna
efnahagsaðstoð frá Bandarikjun-
um ef þjóðþingið samþykkir það.
Ekki er nánar sagt frá sam-
komulaginu þar sem Kenya vill
ekki að nafn landsins sé of mikið
nefnt opinberlega í sömu andrá og
Bandaríkin að sögn embættis-
manna.
Tilraun Bandaríkjamanna til að
fá aðstöðu í Sómalíu gengur erfið-
lega, en samkomulag við Oman var
nýlega kunngert. Bandarísk her-
skip koma oft við í Mombasa,
Kenya.
MYNDAMÓTHF.
AOALSTNÆTI « — ACVKJAVlK
PMCNTMVNOAGCKO
OfFSCT-FILMUR OG PLÖTUK SlMI 171*1
AUGIÝSINGATIIKNISTOFA SlMI 25« 10