Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980 Skrifstofur stuöningsmanna Alberts Gudmundsonar og Brynhildar Jóhannsdóttur eru 4 eftirtöldum stöóum á landinu: Aðalskrifstofa: Nýja húsiö viö Lækjartorg, símar 27833 og 27850. Opiö kl. 9.00—22.00 alla daga. Breiöholt: Fellagaröar, sími 77500 og 75588. Opiö alla virka daga kl. 14.00 til 22.00 og um helgar kl. 14.00 til 19.00. Mosfellssveit: Þverholt, sími 66690. Opiö kl. 20—22 virka daga og 14—19 um helgar. Akranes: Félagsheimilinu Röst, sími 93-1716. Opið alla virka daga kl. 17.00 til 22.00, og um helgar kl. 14.00 til 18.00. Borgarnes: í JC húsinu, sími 93-7590. Opiö virka daga kl. 21.00 til 23 og kl. 14.00 til 18.00 um helgar. Stykkishólmurrí Verkalýöshúsinu, sími 93-8408. Opið þriðju- daga og fimmtudaga kl. 20.00—23.00. Ólafsvík: Helgi Kristjánsson, sími 93-6258. Patreksfjöröur: Stefán Skarphéöinsson, sími 94-1439. ísafjörður: Austurvegi 1, sími 94-4272. Opiö alla virka daga kl. 10.00 til 22.00 og um helgar kl. 14.00 til 19.00. Bolungarvík: Jón Sandholt, sími 94-7448. Hvammstangi: Verslunarhúsnæði Siguröar Pálmasonar, s. 95-1350. Opiö alla virka daga kl. 17.00 til 19.00 og um helgar kl. 13.00 til 19.00. Blönduós: Húnabraut 13, sími 95-4160. Opiö á miöviku- dögum og sunnudögum kl. 20.00—22.00. Ólafsfjörður: Strandgata 11, sími 96-62140. Opið 20.00— 23.00. Sauðárkrókur: Árni Gunnarsson, sími 95-5665, Siguröur Hansen, sími 95-5476. Opiö 20.00—22.00. Siglufjörður: Suöurgata 8, sími 97-7110. Opið alla virka daga frá kl. 16.00 til 19.00 og um helgar kl. 14.00 til 19.00. Dalvík: Sigyn Georgsdóttir, sími 96-6128. Akureyri: Geislagötu 10, sími 96-25177 og 25977. Opið alla virka daga kl. 14.00 til 19.00. Húsavík: Garðarsbraut 18. Opið virka daga frá kl. 18—21, laugardaga og sunnudaga frá kl. 16—19. Sími 96-41890. Raufarhöfn: Helgi Ólafsson, sími 96-51170. Þórshöfn: Aöalbjörn Arngrímsson, sími 96-81114. Vopnafjörður: Bragi Dýrfjörö, sími 97-3145. Egilsstaóir: Þráinn Jónsson, símar 97-1136 og 97-1236. Neskaupstaöur: Hafnarbraut 10, sími 97-7363. Opiö frá 18.00—22.00. Seyóisfjörður: Hafnargata 26, sími 97-2135. Opiö 20.30— 23.00. Stefán Jóhannsson, Hilmar Eyjólfsson. Eskifjöröur: Emil Thorarensen, sími 97-6117. Reyöarfjörður: Raftækjaverslun Árna og Bjarna, sími 97- 4321. Ópin daglega mánudaga til föstudags frá 17—19 og um helgar eftir þörfum. Hornafjörður: Steingrímur Sigurösson, sími 97-8125. Höfn Hornafirði:Slysavarnahúsinu, s.: 97-8680. Opiö virka daga 20.00—23.00 og um helgar 14.00— 23.00. Hella: í Verkalýðshúsinu, sími 99-5018. Opið alla daga kl. 17.00 til 19.00 og 20.00 til 22.00. Vestmanna- Strandvegi 47, sími 98-1900. Opiö alla daga ®YÍar: kl. 16—19 cg 20—22. Selfoss: Austurvegi 39, sími 99-2033. Opiö alla virka daga kl. 18.00 til 22.00, og um helgar kl. 14.00 til 18.00. Á Bóli, sími 99-4212. Opin frá 15.00—17.00 og 20.00—22.00 alla daga. Hafnargötu 26, sími 92-3000. Opiö alla virka daga kl. 20.00 til 22.00, og um helgar kl. 14.00 til 18.00. Hverageröi: Keflavík: Njarövík: Garður: Sandgeröi: Hafnir: Grindavík: Hafnarfjörður: Austurveg 14. sími 92-8341. Opið kl. 20.00 til 22.00 fyrst um sinn. Dalshraun 13, sími 51188. Opiö alla virka daga frá 14.00—22.00 og um helgar kl. 14.00— 18.00. í húsi Safnaöarheimilisins, sími 45380. Opiö alla virka daga kl. 17.00 til 20.00, og um helgar kl. 14.00 til 17.00. Hamraborg 7, sími 45566. Opið alla virka daga kl. 18.00 til 22.00, og um helgar kl. 14.00 til 18.00. Látraströnd 28, daga kl. 18.00 14.00 til 18.00. Skrifstofurnar veita allar upplýsingar um kjörskrá, utankjör- staöakosningu, og taka á móti frjálsum framlögum i kosningasjóð. SsssMADUR FÓLKSINS_________________KJÓSUM ALBERT Garöabær: Kópavogur: Seltjarnarnes: sími 21421. Opið alla virka til 22.00, og um helgar kl. Þýskaland: í Þýskalandi eru starfrækt um 30 heimili fyrir konur, sem neyðast til að flýja heimili sín vegna misþyrminga eiginmanna sinna. Tvö slík heimili eru í Mtinch- en og hafa starfað í um 10 ár. Staðsetningu þeirra er haldið leyndri svo eiginmennirnir geti ekki ónáðað konur sín- ar, en konurnar fá upplýsingar um heimil- in hjá opinberum stofn- unum. Það kemur nágrönnum oft á óvart að kunningi þeirra mis- þyrmi eiginkonu sinni. Jósef G. var t.d. álitinn góðlátur náungi, sem ávallt væri reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd. Hann fór oft með konu sinni í búðir og kom snemma heim úr vinnunni á kvöldin. Flestir urðu því undrandi þegar frú G. yfirgaf hann og tók tvö börn þeirra með sér. Herra G. segir aðeins að hún sé i heimsókn hjá ættingj- um, en í rauninni hefur hún leitað skjóls hjá „Frúarhjálp- inni“ í Múnchen. Irena G. sagði, að eiginmaður hennar hefði aðeins farið með henni í innkaupaferðir til þess að geta betur fylgst með henni. Ef hún stoppaði til þess að rabba við nágrannana í meira en fimm mínútur varð hann æfur. I fyrstu lét hann sér nægja að hækka róminn, en brátt var hann farinn að beita um hugsanlegum brögðum til þess að komast að því hvar konurnar dvelja. Sumir ofsækja tengdamóðurina, setja af stað einkaspæjara eða lögfræðing, ljúga því upp að einhver hafi látist í fjölskyldunni eða til- kynna hvarf eiginkonunnar til lögreglunnar. Þegar þeir svo hafa komist að dvalarstaðnum byrja endalaus- ar símhringingar þar sem lofað er öllu fögru. „Ég skal aldrei leggja hendur á þig framar" eða „Lífið er einskis virði án þín. Ef þetta dugir ekki er beitt hrein- um hótunum. Á næturnar sjást mennirnir oft á reiki umhverfis bygging- una og þá oftast í fylgd með vinum. „Þeir eru auðsjáanlega hræddir við að koma einir" segir starfsmaður heimilisins. Stöku sinnum eru rúður brotn- ar í húsinu eða feðurnir taka börnin á brott þegar þau koma úr skólanum. Ef móðirin hefur ein yfirráðarétt yfir barninu er leitað til lögreglu eða lögfræð- ings til þess að fá þau aftur. 60% snúa aftur Karlmönnum er aðeins heim- ill aðgangur að neðstu hæð hússins. Fundir milli maka eru skipulagðir af starfsmönnum stofnunarinnar og hjónaráðgjöf stendur til boða. Fæstir eigin- Athvarf Heimilið er annars rekið fyrir fé frá Múnchenborg, góðgerða- stofnunum eða öðrum frjálsum fjárframlögum. Á heimilinu er sameiginlegt eldhús, barnaheimili og nokkur sameiginleg herbergi. „Fyrst eftir komuna hingað elda kon- urnar hver í sínu lagi, en fljótlega fara þær að skiptast á um húsverkin. Á hinu heimilinu búa átta konur með 14 börn sín. Karl- menn fá þar ekki inngöngu og hjónaráðgjöf er engin. „Við höfnum algerlega hugmyndinni bak við hjónaráðgjöfina, enda hefur hún sjaldnast komið mæðrunum og börnunum að nokkru gagni," segir ein þeirra. I staðinn hjálpum við hver annarri, en við verðum að fara mjög gætilega með peningana." Þrjár kvennanna eru heima að gæta barnanna, en fimm vinna úti. Tryggingastofnun borgar- innar borgar leiguna, smá- greiðslur til allra kvennanna, og kostar sálfræðing og fóstru á barnaheimilið. Á þessu heimili hafa dvalið tæplega 100 konur í mislangan tíma. Þeirra á meðal er Eva S. Hún er staðráðin i að snúa ekki aftur til eiginmanns síns þótt ungur sonur hennar vilji það „því leikföngin mín eru heima" — „en pabbi má aldrei slá mig aftur" segir hann. Eiginmaður Evu sendir henni gjarnan ástríðufull bréf, þar sem lofað er öllu fögru. Næsta dag kemur hann svo með bréf frá lögfræðingi sínum þar sem krafist er helmings af sængur- áklæðinu. Guðrún R. átti mann sem vildi ekki að hún ynni úti. fyrir konur sem sata misþyrmingum eiginmanna hana líkamlegu ofbeldi. Móðir hans lagði einnig hönd á pióg- inn. „Hún var sífellt að finna að heimilishaldinu, maturinn var of saltur og íbúðin viðbjóðsleg". segir írena. „Eitt sinn við kvöldmatar- borðið trylltist hann alveg, sló mig bylmingshöggi og dró mig á hárinu eftir borðstofugólfinu. Ef ég öskraði gekk hann ber- serksgang, lamdi mér upp að ofninum o.s.frv. o.s.frv. Frú G. flutti tvígang heim til foreldra sinna en var í bæði skiptin talin á að snúa aftur. Ástandið batnaði þó ekkert. Loks sá hún sér ekki annað fært en að brjóta allar brýr að baki sér, eftir að hafa í sex ár orðið að þola barsmíðar af hendi eiginmanns síns. Gertrud T. hélt það út í 17 ár. Strax eftir að hún varð ófrísk í fyrsta sinn, fór hún að taka eftir að eitthvað var í ólagi. „Hann varð árásargjarn og uppstökkur, en ég gat ekki annað en gifst honum fyrst ég var ófrísk". Brátt varð hjóna- bandið algert víti. „Hann er mjög sterkur svo ég gat enga björg mér veitt. Eitt sinn stakk hann upp á að ég slægi hann á móti ... Ég kom hingað á heimilið með tvær lausar tenn- ur og glóðarauga." Eiginmennirnir beita svo öli- mannanna er þó reiðubúnir til að nýta sér hana. Og jafnvel þótt þeir geri það, og konan flytji aftur heim er síður en svo víst að allt falli í ljúfa löð. Af þeim 250 konum, sem dvalið hafa á heimilinu, snéru 60% aftur til eiginmanna sinna. Hvernig farnaðist þeim svo? „Oft verða aðeins ágiskanir að nægja," segir starfsmaður á heimilinu. „Hjá mörgum hjón- anna hefur sama sagan eflaust endurtekið sig. Við fáum bréf þar sem auðveldlega má lesa á milli línanna, að ástandið er jafn slæmt og fyrr.“ Rúmlega þriðjungur kvenn- anna byrjar nýtt líf á eigin spýtur. Það reynist ekki svo auðvelt. Það er ekkert grín fyrir tveggja barna móður að útvega sér vinnu. Mikill tími fer í að bíða fyrir utan vinnumiðlun- arskrifstofur eða húsmiðlanir. Ódýrt húsnæði er ekki á hverju strái. Flestar kvennana hyggja á skilnað og því fer mikill tími í að ræða við lögfræðinga. Frúarhjálpin hefur aðeins yf- ir 26 rúmum að ráða og því er oft mikið plássleysi. Leigan, sem er 10 mörk á dag, er borguð af tryggingastofnun Múnchen- borgar en konurnar fá einnig smágreiðslu úr ríkissjóði, sem ákvarðast af barnafjölda. Þrisvar sinum klagaði hún hann til lögreglur.nar eftir að hann hafði barið hana hlífðar- laust. En lögreglan lét málið sig engu skipta. „Við viljum ekki blanda okkur í heimiliserjur," segir hún. Nágrannarnir sýndu heldur engin viðbrögð þótt neyðarópin bærust íbúða á milli. Eiginmönnunum misþyrmt í æsku Margar kvennanna segja að makar þeirra hafi alist upp við barsmíðar og háreysti og þess vegna verði sá tjáningarmáti ríkjandi þegar erfið vandamál koma upp síðar á lífsleiðinni. „Þeir virðast ekki geta leyst einföldustu vandamál án handalögmála." Árásargirni feðranna hefur auðvitað djúp áhrif á börnin og samskipti þeirra við önnur börn eru ekki alltaf upp á það besta. Áflog eru tíð missætti er fljótt að koma upp á heimilinu. Ofbeldishneigð eiginmanna virðist á engan hátt algengari hjá lægri stigum þjóðfélagsins en þeim hærri. Eini munurinn kann að vera sá, að þeir hærra settu geta betur leynt árásar- girnd sinni og konur þeirra hafa einnig meiri möguleika á að fá hjálp hjá ættingjum og vinum. Engu að síður leita þær oft til Frúarhjálparinnar þó ekki væri til annars en að nýta sér hjónaráðgjöfina. (Þýtt ok endursaRt úr The Ger- man Tribune).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.