Morgunblaðið - 29.06.1980, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980
Robert Ache var ekki
starfsmaður Rauða
krossins. Hjálpar-
stofnun hans, sem
upphaflega byrjaði
hjálparstarf í Víet Nam 1966, með
það að markmiði að „bjarga einu
barni" fyrir forustu foreldra hans,
sr. Patrich og Marion Ache. Björg-
uðu þau fjölda munaðarlausra
barna þar. Eftir að því stríði lauk
fluttu þau hjálparstarfið 1975 til
flóttamanna frá Kambodiu og
hefur Robert verið þar lengst af
síðan. Hann var á landamærunum
á sl. hausti og var sjálfur við að
sækja og bera hungraða, sem ekki
komust alla leið yfir landamærin,
i fyrstu hjálparbúðir. Frásögn
hans, sem kom hingaö í bréfi fyrir
skömmu, ásamt stuttri frásögn
gests sem hjá þeim var, fer hér á
eftir og gefur góða mynd af því af
hverju vietnamskir hermenn hafa
nú tekið hann.
Alþjóðlegu stóru hjálparstofn-
anirnar eiga oft í erfiðleikum með
fæðudreifingu vegna þess að þær
þurfa að taka tillit til stjórnmála-
ástandsins í heiminum og gætu
verið að hjálpa aðilum í stríði.
Minni hjálparstofnanirnar hafa
ekki eins bundnar hendur og því
hefur VPO getað fætt hungrað
fólk á landamærunum, og stærri
stofnanirnar nota þann farveg
fyrir matvæli sín. Gestur, sem
kom til VPO lýsti því svo:
„Við fórum í sendiferðabíl frá
Rauða krossinum til Nong Chan,
þar sem Alþjóða Rauði krossinn
og UNICEF deila út hrísgrjónum
undir umsjá Roberts. Hrísgrjón-
um er deilt út til hungraðra
þrisvar sinnum í viku, um 100
tonn á viku. Nú síðast hefur líka
verið hægt að láta eitthvað af
fatnaði, fiskinetum, lýsi og þess-
Robert Ache,
sem Vietnamar
handtóku um
helgina, í bréfí
til blaðam Mbl:
,y aro að koma mat til
Vietnamskir hermenn hafa tekið fjóra útlendinga á landamærum Thailands í innrásum þeirra í
landið og í frétt á forsíðu blaðsins í gær segir að einn þeirra sé Englendingurinn Robert Ache.
Robert er lesendum Mbl. að nokkru kunnur. Það var hann sem hjálpaði blaðamanni blaðsins Elínu
Pálmadóttur í flóttamannabúðunum og á landamærunum haustið 1977, þegar hún var þar. Hann og
hjálparstofnun hans VPO kom því mikið fyrir í frásögnum. í bréfi, sem hann skrifaði nýlega rekur
hann í rauninni aðdraganda að handtöku sinni — því að hann hefur verið að dreifa matvælum til
allra hungraðra á landmærunum, og sjálfsagt slæðst með eitthvað af hungruðum Rauðum kmerum.
„Við urðum í vetur að koma með einhverju móti mat til deyjandi og hungraðra,“ segir hann.
háttar. Þarna er stór, þurr og
rykug slétta með trjám á stangli,
en enginn veit hvar landamæra-
línan liggur. Allt í kring eru
jarðsprengjubelti. Kambodísku
„gestirnir" koma gangandi, á reið-
hjólum eða uxakerrum. Sumir allt
að 150 km leið og hafa ferðast í
4—5 daga. Þegar þeir koma, eru
þeir skráðir og skipt í 30 manna
hópa sem setjast í röð á jörðina og
bíða eftir úthlutuninni. Hrísgrjón-
unum er deilt út til hópanna, sem
svo skipta skammtinum á milli sín
og svo snýr hver við til síns heima
í Kambodíu. Svo virðist sem viet-
namskir hermenn taki nokkurt
magn af hrísgrjónum af fólkinu á
heimleiðinni, en ekki allt, svo að
því finnst borga sig að koma þessa
löngu leið og ná í það. Þennan
morgun, sem ég var þarna, voru
þar 6—7 þúsund manns, sem biðu
eftir matvælum sínum. Aðeins
þremur vikum áður hafði verið
gerð árás á búðirnar og þær
brenndar til ösku af mönnum úr
næstu búðum, sem seldu hrísgrjón
á svörtum markaði og vildu ekki
samkeppnina af ókeypis matvæla-
dreifingu. Tveimur vikum seinna
kom þar til minni háttar bardaga
milli vietnamskra hermanna og
kmera hermanna. En það sem mér
þótti mikilvægast var, að þarna
var verið að gefa hungruðu fólki
matinn beint, til að fara með heim
til sinnar fjölskyldu og engir
milliliðir."
Robert sjálfur skýrir ástandið
og aðdraganda þess í bréfi. Gefur
það góða mynd af því, hvers vegna
til átaka kemur. Kjarni málsins er
sá, að eftir að liðkaðist um
matvælaflutninga til Kambodíu
með flutningum flugleiðis og á
skipum til Phnom Penh, varð
dreifing matvæla betri í austur-
hluta landsins, en sáralítil hjálp
barst í vesturhéruðin, næst Thai-
landslandamærunum. En þar
berjast einmitt skæruliðar Rauðu
kmeranna og vietnamskar her-
sveitir. Því reyna hjálparstofnan-
irnar á landamærunum að koma
fólki á þeim slóðum til bjargar.
Robert Ache segir svo frá aðstæð-
um og ástandi, eins og það lítur út
Thailands megin við landamærin:
„Allt frá fyrstu dögum vand-
ræðanna í Kambodíu í fyrra,
þegar fjöldi fólks kom skjögrandi
yfir landamærin í hræðilegu
ástandi, hafa streymt hjálpargögn
í gífurlegu magni til flóttamanna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna með
miðstöðvar í Sa Khao, Khai I
Dang, Kamput og Mai Rut, og
jafnframt til flóttamannasvæð-
anna meðfram landamærunum í
Mak Mun, Samet og fleiri stöðum.
Hjúkrunarhópar frá Rauða kross-
inum og sjálfboðaliðahópar frá
hjálparstofnunum hafa verið
sendir þangað til að hjúkra sjúk-
um og særðum, fórnarlömbum
ástandsins inni í Kambodíu. Um
líkt leyti komust flutningar í lofti
og á sjó til Phnom Penh og
Kompong San í fullan gang, og
fluttu þangað þúsundir tonna af
matvælum. Því miður hefur geng-
ið hægt að koma þessum birgðum
til vesturhluta landsins, og afleið-
ingarnar orðið þær að þúsundir
manna hafa komið yfir landamær-
in í leit að fæðu. Þeir koma eftir
rykugum slóðum — gangandi,
hjólandi eða á uxakerrum. Sumir
koma einfaldlega í verslunarer-
indum, í þeim tilgangi að kaupa
varning á svörtum markaði og
fara með hann til sölu á markað-
ina, sem sprottið hafa upp í
Battahbang, Sisophon og öðrum
stórum bæjum í Kambodíu. Þús-
undir annarra koma fjárvana í
slitnum og tættum lörfum, til að
reyna að fá mat og snúa við með
hann til fjölskyldna sinna, sem
bíða þeirra.
Þar til fyrir 2—3 mánuðum
höfðu Rauðu kmera hermenn eft-
irlit með matvæladreifingu í
landamærabyggðunum. Vegna
skipulagsins í allri stjórnun hjá
Rauðu kmerunum var ekki mögu-
legt að framkvæma þetta öðruvísi.
Annað óframkvæmanlegt verk-
efni, var að áætla fjölda fólksins á
staðnum. Rauðu kmera hermenn-
irnir gáfu upp tölur, sem sýnilega