Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 24
4.19
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980
Þetta geröist
30. júní
197G — Myndir bandarísks geim-
fars sýna að vatn hefur verið á
Mars.
1973 — Tunglmyrkvi í Afríku, einn
hinn lengsti á síðari tímum.
1971 — Þrír sovézkir geimfarar
finnast látnir við lendingu eftir
þriggja vikna geimferð.
1965 — Indverjar og Pakistanar
semja um vopnahlé.
1964 — Aðgerðum SÞ í Kongó
iýkur.
1963 — Páll VI krýndur 262. páfi.
1960 — Kongó fær sjálfstæði —
Lög um heimastjórn Bantumanna í
Suður-Afríku taka gildi.
1936 — Franski fasistaflokkurinn
bældur niður — Haile Selassie
keisari biöur um hjálp gegn Itölum
á fundi Þjóðabandalagsins í Genf.
1934 — Hreinsanir nazista hefjast
í þýzkalandi með „nótt hinna löngu
hnífa".
1930 — Bretar viðurkenna sjálf-
stæði íraks.
1924 — J.B.M. Hertzog myndar
stjórn þjóðérnissinna í Suður-
Afríku.
1913 — Síöara Balkanstríðið hefst
með árásum Búlgara á Serba og
Grikki.
1876 — Serbar segja Tyrkjum stríð
á hendur.
1859 — Emile Blondin gengur á
línu yfir Niagarafossa.
1852 — Nýja Sjáland fær sjálf-
stæði.
1845 — Ensk-franskur leiðangur
sendur til Madagaskar.
1708 — Orrustan um Oudenarde.
1652 — Englendingar segja Hol-
lendingum stríð á hendur.
1574 — Vilhjálmur af Óraníu fær
Hollendinga til að opna dýki til að
hindra umsátur Spánverja um
Leyden.
Afmæli — Paul Francois Nicolas
Barras, franskur stjórnmálaleið-
togi (1755—1829) — George Du-
hamel, franskur rithöfundur
(1884-1966) - Harold Laski,
brezkur stjórnvísindamaður
(1893—1950) — Susan Hayward,
bandarísk leikkona (1919—1975).
Andlát — 1861 Elizabeth Barrett,
skáld.
Innlent — 1564 Stóridómur — 1545
Skipadómur — 1960 d. Jón bp.
Vigfússon — 1809 Isleifur Arnason
háyfirdómari handtekinn — 1802
Steinunn Árnadóttir dæmd til líf-
láts fyrir að bera út barn sitt —
1856 Jerome Napoleon kemur til
tslands — 1862 Eldgos í Dyngju-
fjöllum — 1875 d. Jón Guðmunds-
son ritstj. — 1875 d. Jósep Skapta-
son læknir — 1899 f. Jón Helgason
biskup — 1946 Stjórnarsigur í
Alþingiskosningum — 1958 Út-
færsla í 12 mílur undirrituð — 1968
Kristján Eldjárn kosinn forseti —
1974 Sigur Sjálfstæðisflokks í Al-
þingiskosningum — 1911 Sigur-
björn Einarsson biskup.
Orð dagsins — Ég trúi á þagnar-
aga og get talað um hann klukku-
stundum saman — G.B. Shaw
(1856-1950).
Al'GLÝSINOASIMINN ER: j
22410
2n«r0unb!abib
©
Gífurlegt eftirlit
á Moskvuleikum
Moskvu. 25. júni. AP.
LÖGREGLA í Moskvu hefur þeg-
ar hafið framkvæmd gifurlegra
öryggisráðstafana vegna ól-
ympíuleikanna þar í borg í næsta
mánuði. Götulögregla hefur verið
aukin til muna, sérstakir varð-
hundar hafa verið þjálfaðir og
hundrað sjálfboðaliða hafa boðið
liðveizlu sína.
Óbreyttir borgarar hafa jafn-
framt skýrt frá vaxandi erfiðleik-
um á að komast til Moskvu frá
öðrum borgum. Hafa þeir sagt að í
sumum tilvikum séu farmiðar með
járnbrautarlestum til höfuðborg-
arinnar aðeins seldir þeim sem
sannað geti að þeir búi þar eða
eigi brýnt erindi þangað. Einnig
fer sögum af því að járnbrautar-
ferðum til Moskvu hafi verið
fækkað og sé það liður í tilraunum
stjórnvalda til að hamla gegn
aðstreymi sovézkra borgara sem
ekki eru á vegum skipulagðra
ferðahópa.
Yfirvöld hafa í mörg horn að
líta meðan á ólympíuleikunum
stendur. Auk hugsanlegra hemd-
arverkamanna þarf að líta eftir
hundruðum þúsunda sovézkra og
erlendra ferðamanna, sem hellast
munu yfir átta milljón manna
borg í einu vetfangi. Er óttast að í
hópi útlendinga kunni að leynast
njósnarar og undirróðursmenn, og
kunni enn aðrir að hafa svartan
markað að féþúfu.
Fari fram sem horfir og hörguls
á eftirsóttum varningi verður vart
í Moskvu meðan leikarnir standa
yfir, getur einnig svo farið að
yfirvöld neyðist til að skipuleggja
skömmtun meðal íbúanna sjálfra.
Nokkur
lokaorð
Stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur til
forsetakjörs 1980 þakka keppinautum sínum
drengilega kosningabaráttu. Sömuleiðis þökkum
við samher jum okkar ötult og fórnfúst starf.
Við lögðum vonglöð upp í kosningabaráttuna.
Nú höfum við komist að raun um, að framboð
Vigdísar hefur snert þann streng í brjósti
þjóðarinnar sem íslenskastur er. Þúsundum
saman hafa landsmenn komið til liðs við Vigdísi í
kosningabaráttunni.
Nú hillir undir að björtustu vonir okkar
rætist. Kjör Vigdísar Finnbogadóttur í for-
setaembætti er sögulegur stórviðburður, -
stærri en svo að hann verði metinn til fulls nú.
Þannig gefst okkur nú tækifæri til þess að
móta söguna. Það gerum við hvert og eitt, - og öll
saman í kjörklefanum sunnudaginn 29. júní.
STUDNINGSMENN
VIGDÍSAR
FINNBOGADÓTTUR
VITRETEX plastmálning myndar óvenju sterka húö
Hún hefur því framúrskarandi veðrunarþol.
I Slippfélagið íReykjavíkhf
Málningarverksmiðjan Dugguvogi
Símar 33433og33414