Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980
25
Hollenska
stjórnin
hélt velli
Haaif, 27. júní. AP.
HOLLENSKA ríkisstjórnin fór i
dag fram á það við rikisstjórnir
nágrannalandanna, að þær settu
sameiginlega olíubann á
S-Afriku. Gerðist það aðeins
nokkrum klukkustundum eftir
að felld hafði verið i hollenska
þinginu vantrauststillaga vegna
sama máls.
Vantraustið á stjórnina var
flutt vegna þess, að hún hafnaði
því að Hollendingar settu einhliða
olíubann á S-Afríku vegna stefnu
S-Afríkustjórnar í kynþáttamál-
um.
Ríkisstjórnin hét því hins vegar
að fara fram á það við Benelux-
löndin, Luxemburg og Belgíu, og
Norðurlöndin að þau stæðu saman
í víðtækara banni á S-Afríku.
Þetta gerðist
29. júní
1979 — Helztu iðnaðarríki sam-
þykkja að ákveða hámark á inn-
flutningi olíu.
1974 — Rúmlega 250 fórust í
skriðuföllum í Kólombíu.
1973 — Uppreisn skriðdrekaher-
deildar gegn Salvador Allende í
Chile bæld niður.
1967 — ísraelsmenn sameina Jer-
úsalemborg.
1966 — Fyrstu loftárásir Banda-
ríkjamanna á Hanoi og Haiphong.
1965 — Fyrstu sóknaraðgerðir
bandarískra fallhlífahermanna í
Víetnam.
1954 — Potomac-yfirlýsing Eisen-
howers og Churchills.
1949 — Apartheid-stefnan hefur
innreið sína í Suður-Afríku —
Brottflutningi Bandarfkjamanna
frá Suður-Kóreu lýkur.
1946 — Óeirðir milli Júgóslava og
ítala í Tríest — Bretar handtaka
um 2.700 Gyðinga í Paiestínu.
1943 — Landganga Bandaríkja-
manna á Nýju Guineu.
1939 — Fyrsta áætlunarflugvélin,
„Dixie Clipper", flýgur frá Banda-
ríkjunum til Evrópu og lendir í
Lissabon.
— 1917 — Grikkir slíta sambandi
við Miðveldin.
1896 — Marchand majór leggur
upp í leiðangurinn til Fashoda til
að helga Frökkum Súdan.
1880 — Frakkar taka við stjórn
Tahiti.
1848 — Jóhannes erkihertogi af
Austurríki kosinn ríkisstjóri þýzks
sambandsríkis.
1734 — Orrustan um Parma.
1672 — Loðvík XIV hafnar frið-
arskilmálum Hollendinga.
Afmæli. Peter Paul Rubens,
flæmskur listmálari (1577—1649)
— Giacomo Leopardi, ítalskur rit-
höfundur (1798-1837) - G.W.
Goethals, bandarískur verkfræð-
ingur & hermaður (1858—1928).
Andlát. 1895 T.H. Huxley, vísinda-
maður — 1941 Ignace Paderewski,
píanóleikari & stjórnmálaleiðtogi.
Innlent. 1802 Fyrsti dómur í
Landsyfirrétti — 1809 Skrifari
Trampe greifa arresteraður — 1886
Landsbankinn tekur til starfa —
1907 Bláhvíti fáninn löghelgaður á
Þingvallafundi — 1908 Embætti
borgarstjóra stofnað — 1928 ís-
lendingar á OL — 1929 Búnaðar-
bankinn stofnaður — 1932 Siglu-
fjarðardeila hefst — 1941 Þýzkur
kafbátur sökkvir „Heklu“ — 1952
Ásgeir Ásgeirsson kosinn forseti —
1953 Alþingiskosningar — 1967 —
Gústaf VI Adolf í heimsókn — 1960
Eiðaskóli brennur — 1957 —
Sanddæluskipið „Grjótey" hætt
komið — 1973 Viðræður við
V-Þjóðverja í Reykjavík — 1929 f.
Guðm. Kjærnested.
Orð dagsins. Frægð er sönnun þess
að fólk er auðtrúa — Ralph Waldo
Emerson (1803—1882).
GLÆSILEGT veggalamanak Kassagerðar Reykjavikur fvrir árið
1980—81 er nýkomið út, en „almanaksár Kassagerðarinnar" hefur
löngum verið frá júlí til júni og svo er enn. — Að vanda er
skemmtilegt úrval mótiva og litmynda á almanakinu — tvær myndir i
mánuði hverjum — allstór mynd og önnur minni — án þess þó að
nokkurt samband sé milli myndanna. — Ljósmyndarar. sem myndir
eiga á almanakinu að þessu sinni eru: Þorsteinn Asgeirsson, Ingibjörg
Ólafsdóttir, Gunar S. Guðmundsson, Björn Rúriksson, Ingibjörg
Ólafsdóttir, Páll Ævar Pálsson, Kjartan B. Guðmundsson og Hákon
Oddgeir Hákonarson.
Er myndaúrvalið ágætt og að vanda er prentun og útlit
Kassagerðar-almanaksins listrænt og smekklegt. Að þssu sinni hefur
ráðið öllu um útlit og gerð Sigrid Valtingojer.
Myndin hér er frá Flatey á Breiðafirði, en að sjálfsögðu verður hún
aðeins svipur hjá sjón þvi eðlilega eru allar myndirnar i lit.
PéturTheodór
Jónsson - Mim
Fæddur 24. mars 1960.
Dáinn 22. júní 1980.
Nú hefur það gerst sem engum
datt í hug að myndi gerast svona
fljótt, Pétur er dáinn. Við sem
höfum verið svo lánsamir að njóta
lífsgleði og vináttu hans erum
harmi slegnir. Stórt skarð er rofið
í líf okkar, skarð sem aldrei verður
bætt. Minningar um Pétur munu
þó alltaf lifa. Við munum minnast
allra þeirra skemmtilegu stunda
sem við áttum saman. Minnast
þess þegar einhver okkar var
niðurdreginn og þungur á brún
hvernig Pétri tókst með lífsgleði
sinni og geislandi fjöri að beina
huganum frá leiðanum og varpa
ljósi á tilveruna á ný. Við munum
heldur ekki gleyma allri þeirri
hjálp sem Pétur veitti okkur á
sinni stuttu ævi. Hann var alltaf
boðinn og búinn til að rétta okkur
hjálparhönd ef við þurftum á
aðstoð að halda og létta undir
bagga með okkur er erfiðlega
gekk. Pétur var vinur vina sinna
og ræktaði vinaböndin, alltaf til-
búinn til að fyrirgefa allar mis-
gjörðir og sætta vini sína ef skarst
í odda á milli þeirra.
Svo ungur maður sem Pétur var
lætur ekki eftir sig langa afreka-
skrá heldur miklu fremur áhrif og
mótun á sálu og huga okkar sem
eftir lifa. Hann hefur átt stóran
og góðan þátt í lífi okkar og
minning hans mun lifa í hugum
okkar allra.
Við vottum fjölskyldu og vinum
Péturs okkar dýpstu samúð og
hluttekningu.
Einar, Þórarinn, Kristján og Geir.
iyrsta
ntíbniö
Alþýðubankinn opnar útibú á Suður-
landsbraut 30 Reykjavík, þriðjudaginn
1. júlí nœstkomandi.
Um leið stígur Alþýðubankinn stórt skref
til aukinnar þjónustu og bættrar aðstöðu
fyrir viðskiptavini, bæði gamla og nýja.
Opið daglega kl 9.15-16.00 og á fimmtu-
dögum einnig kl. 17.00-18.00. Síminn er
82911.
Aukum bankavald Alþýðubankans
Alþýðubankinn hf
bankinn okkar