Morgunblaðið - 29.06.1980, Page 26

Morgunblaðið - 29.06.1980, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980 EgilKstöðum 26. júni. ÞANN 25. júní voru 10 ár liðin frá því skógrækta- rframkvæmdir í Fljótsdal hófust undir nafninu Fljótsdalsáætlun. í til- efni afmælisins bauð Skógrækt ríkisins til kynn- isferðar um land það sem Skógrækt ríkisins fer fram á. Jón Loftsson skóg- ræktarstjóri Austurlands á Hallormsstað bauð gesti velkomna og sagði frá væntanlegri dagskrá sem fól í sér myndræna frá- sögn af skógrækt í 40 ár, upphaf og árangur. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri rikisins sagði frá upphafi skógrækt- aráætlunar í Fljótsdal og flutti þakkir til ábúenda á Víðivöllum í Fljótsdal. sem gáfu landið á sínum tíma fyrir skógræktina. Lerki það, sem gróður- sett var, er ættað frá Sí- beríu og hefur gefist mjög vel. Sannar það að „fleira er ræktanlegt á íslandi en gras“, eins og Sigurður komst að orði. Að lokum þakkaði Sigurður eins og hann sagði „sérstaklega Jónasi Péturssyni fyrrv. alþingismanni Austurlands, sem átti flestum mönnum fremur, án þess að halla á nokkurn, sérstakan þátt í því að gera þessa tilraun að veruleika“. En Jónas Pétursson flutti á sínum tima (1965) tillögu um ræktun lerkis á Hallorms- stað eða í grennd með það fyrir augum að leitast við að fullnægja þörf íslend- inga fyrir girðingarstaura. Staðan í þessu máli i dag er sú samkvæmt upp- lýsingum Jóns Loftssonar. að skógræktin hefur ekki undan framleiðslunni. Jónas Pétursson flutti stutt ávarp og greindi frá þingsályktunartillögu sinni. Jónas árnaði skóg- ræktarmönnum alls hins besta í starfi og lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Skógarhjarta íslands slær á Hallormsstað.“ Sigurður Blöndal leiddi nú gesti um skóginn á Víðivöll- um og hauð mönnum að „láta skóginn strjúka sér“. Hófst nú ferð í „tíma- vélinni“ fram á við og greindi Jón Loftsson gest- um frá vaxtarskeiði skógarins næstu 20 árin. í lokin bauð Skógrækt ríkis- ins upp á hressingu og voru við það tækifæri fluttar margar ræður. Pálmi Jónsson landbúnað- arráðherra flutti skóg- ræktarmönnum ha- mingjuóskir fyrir þann ár- angur sem náðst hefði í skógrækt hér á Hallorms- stað og gat þess um leið að hagsmunir bænda og skógræktarmanna færu oft og iðulega saman, eins og sannaðist á samstarfi þvi sem tekist hefði með bænd- um í Fljótsdal og skógrækt- armönnum. Pálmi taldi hér um merkilegt braut- ryðjendastarf að ræða, sem með hjarta skógræktar á Hallormsstað gæti dælt áhuga og þekkingu um allt land. Fréttaritari. Gestir skógræktarinnar hlýða á sögu skógræktar á Austurlandi. en meðal þeirra var landbúnaðarráðherra, Pálmi Jónsson. „Skógarhjarta Islands slær á Hallormsstað“ sagði Jónas Pétursson er minnst var tíu ára afmælis Fljótsdalsáætlunarinnar Fyrir tiu árum unnu þeir Rögnvaldur Erlingsson og Hallgrimur Þórarinsson að því að gróðursetja i landi Víðivalla. en ábúendur gáfu land undir skógræktina. Ljósm. Halldór Sigurðsson. Rögnvaldur og Hallgrimur á sömu slóðum og trén eru farin að ná þeim i mitti. Ljósm. J.D.J. í Guttormslundi. Gert er ráð fyrir að trén að Víðivöllum hafi náð svipaðri hæð árið 2012 eða 14 — 16 metrum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.