Morgunblaðið - 29.06.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980 3 1
Nýja messuformið
Útvarpsmessan í dajf er frá guðsþjónustu í Dómkirkj-
unni við upphaf Prestastefnu sl. þriðjudag. Er þar fylgt
tillögu að nýju messuformi fyrir íslenzku kirkjuna, sem
Prestastefnan samþykkti samhljóða i öllum grundvall-
aratriðum.
Sr. Gunnar Björnsson og sr. Sigurður Sigurðarson
þjóna fyrir altari ásamt sr. Þóri Stephensen.
Sr. Ingólfur Ástmarsson prédikar.
Dómkórinn syngur.
Organleikari Marteinn H. Friðriksson.
Fer þetta messuform hér á eftir, eins og það verður
flutt i útvarpsmessunni i dag.
Organforleikur
Bæn
Presturinn: í nafni Guðs föður, sonar og heilags
anda.
Svar: Amen.
Presturinn: Hjálp vor kemur frá Drottni.
Svar: Skapara himins og jarðar.
Allir:
Ég er kominn í þitt heilaga hús
til að lofa þig og ákalla
og til að heyra, hvað þú,
Guð faðir, skapari minn,
Guð sonur, frelsari minn,
Guð heilagi andi, huggari minn,
vilt við mig tala í þínu orði.
Heyr þú lofgjörð mína og bæn
og opna þú hjarta mitt,
að ég fyrir þitt orð iðrist synda minna
og taki daglega framförum
í trú, von og kærleika. Amen.
Inngöngusálmur og víxlsöngur
Sálmur nr. 331
Víxlsöngur
Prcsturinn: Skapa í oss hreint hjarta, ó Guð.
Svar: Og veit oss nýjan, stöðugan anda.
Presturinn: Gef oss, faðir, frið þinn og kærleika.
Svar: Iklæð oss krafti frá hæðum.
Miskunnarbæn
Prcsturinn: Drottinn, miskunna þú oss.
Svar: Drottinn, miskunna þu oss.
Presturinn: Kristur, miskunna þú oss.
Svar: Kristur, miskunna þú oss.
Presturinn: Drottinn, miskunna þú oss.
Svar: Drottinn, miskunna þú oss.
Dýrðarsöngur — lofgjörð (söfnuður stendur)
Presturinn: Dýrð sé Guði i upphæðum.
Svar: Og friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum.
(Sem lofgjörð er sunginn sálmurinn nr. 223).
Kollekta
Presturinn: Drottinn sé með yður.
Svar: Og með þínum anda.
Presturinn: Látum oss biðja. (Kollektan. endar á
orðunum:... um aldir alda).
Svar: Amen.
Lestur úr Gamla testamentinu
Lesturinn endar á orðunum: Þannig hljóðar hið
heilaga orð.
Svar: Guði sé þakkargjörð.
Pistill
Pistillinn: endar á orðunum: Þannig hljóðar hið
heilaga orð.
Svar: Guði sé þakkargjörð.
Pistill
Pistillinn: endar á orðunum: Þannig hljóðar hið
heilaga orð.
Svar: Dýrð sé þér, Drottinn.
Lofgjörðarvers nr. 224
Guðspjall
Prcsturinn: Guðspjallið skrifar guðspjallamaðurinn
... Söfnuður rís á fætur.
Svar: Guði sé lof og dýrð fyrir sinn gleðilegan
boðskap.
Guðspjallið lesið.
Lesturinn endar á orðunum: Þannig hljóðar hið
heilaga guðspjall.
Svar: Lof sé þér, Kristur.
Trúarjátning — sálmur nr. 225 (söfnuður stendur)
Prédikun
Orgelleikur
Almenn kirkjubæn
Presturinn: Drottinn sé með yður.
Svar: Og með þínum anda.
Presturinn: Látum oss biðja.
Bæninni er skipt niður í beiðnir, sem hver endar á
orðunum:
Fyrir Jesú Krist, Drottin vorn.
Svar: Drottinn, heyr vora bæn.
Friðarkveðja
Presturinn: Friður Drottins sé með yður.
Svar: Og með þínum anda.
Sálmur nr. 287
Upphaf þakkargjörðar (söfnuður stendur)
Presturinn: Drottinn sé með yður.
Svar: Og með þínum anda.
Presturinn: Lyftum hjörtum vorum til himins.
Svar: Vér hefjum þau til Drottins.
Presturinn: Látum oss þakka Drottni Guði vorum.
Svar: Það er maklegt og réttvíst.
Presturinn tónar framhaldið, sem endar á orðunum:
... óaflátanlega segjandi:
Heilagur (söfnuður stendur)
Allir:
Heilagur, heilagur, heilagur ert þú, Drottinn,
Guð allsherjar.
himnarnir og jörðin eru full af dýrð þinni.
Hósíanna í upphæðum.
Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins.
Hósíanna í upphæðum.
Þakkarbæn
Presturinn biður þakkarbænina. Ilún endar á
orðunum:
Fyrir hann, með honum og í honum
sé þér, almáttugi faðir, í einingu
heilags anda, heiður og dýrð
í heilagri kirkju þinni um aldir alda.
Svar: Amen.
Faðir vor
Presturinn: Biðjum saman bænina, sem Drottinn
hefur sjálfur kennt oss.
Allir: Faðir vor ...
Guðs lamh. Sálmur nr. 234
Altarisgestir ganga innar.
Berging
Eftir bergingu
Sálmur nr. 240
Presturinn: Drottinn sé með yður.
Svar: Og með þínum anda.
Presturinn: Látum oss biðja,
(Lokabæn, endar á orðunum: ... um aldir alda).
Svar: Amen.
Blessun (söfnuður stendur)
Presturinn: Drottinn sé með yður.
Svar: Og með þínum anda.
Presturinn:
Drottinn blessi þig og varðveiti þig.
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig
og sé þér náðugur.
Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig
og gefi þér frið.
Svar: Amen.
Sálmur nr. 56
Eftirspil
Vegkantur gaf sig við Borgarfjarðarbrúna
Hvanneyri 27. júní
VINNA er hafin við lagningu
hitaveituæðar utan á nýju Borgar-
fjarðarbrúna. í dag varð óhapp, er
unnið var við undirstöðu undir
brúnni, og sprakk vegkanturinn
þá undan þunga steypuflutninga-
bíls við suðurenda brúarinnar.
Féll bíllinn niður í gryfju, en
enginn slasaðist. Að sögn starfs-
manna voru nokkrir menn ný-
komnir upp úr gryfjunni er óhapp-
ið varð. Bíilinn skemmdist tals-
vert.
— ÓfeÍKUr.
Landsliðshópur valinn
FIMMTÁN leikmenn hafa verið
valdir i landsleikinn i knatt-
spyrnu á móti Færeyingum, scm
fram fer á Akureyri annað kvöld.
Leikur íslendinga og Færeyinga
verður fyrsti landsleikurinn í
knattspyrnu. sem háður verður
norðanlands, en á miðvikudag
leika Færeyingar við Gra'nlend-
inga á Sauðárkróki og á föstudag
ma>ta íslendingar liði Grænlend-
inga á Húsavík. Þessi þriggja
landa keppni er liður i íþróttahá-
tíð ÍSÍ. sem nú stendur yfir.
Landsliðsnefnd KSÍ hefur valið
eftirtalda 15 leikmenn í leikinn
gegn Færeyingum: Bjarna Sigurðs-
son ÍA, Þorstein Bjarnason ÍBK/
La Louviere, Martein Geirsson
Fram, Sigurð Halldórsson ÍA,
Trausta Haraldsson Fram, Óskar
Færseth ÍBK, Karl Þóraðrson La
Louviere, Magnús Bergs Val, Guð-
mund Þorbjörnsson Val, Albert
Guðmundsso'n Val, Pétur Ormselv
Fram, Sigurlás Þorleifsson ÍBV,
Ólaf Júlíusson ÍBK, Árna Sveins-
son ÍA, Ottó Guðmundsson KR.
Landsliðsþjálfari er Guðni Kjart-
ansson.
Sjö millilandaflug
hvorn verkf allsdag
EF kemur til boðaðs verkfalls
flugmanna Flugleiða dagana
5. —12. júli n.k. munu falla niður
öll flug innanlands og sjö flug til
útlanda.
Millilandaflug sem eru bókuð á
laugardögum í sumaráætlun eru
flug til Kaupmannahafnar, tvö
flug til Luxemborgar, tvö til New
York, eitt til Parísar og eitt til
Færeyja.
Vöruskipti í mai hag-
stæð um 1,9 milljarða
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR
landsmanna er orðinn óhag-
stæður um rúma 7 milljarða
króna það sem aí er árinu.
Varð hann hagstæður um 1.9
milljarð í maí sl., en þá voru
fluttar út vörur fyrir 37,6
milljarða króna og innflutn-
ingur nam 35,6 milljörðum.
Fyrstu 5 mánuði ársins nam
útflutningur 149,5 milljörðum
króna og innflutningur 156,6
milljörðum og því er vöruskipta-
jöfnuðurinn nú óhagstæður um
röska 7 milljarða. Á sama tíma í
fyrra var hann óhagstæður um
tæpa 2,5 milljarða. í síðasta
mánuði var ál og álmelmi flutt út
fyrir 4,2 milljarða og kísiljárn
Nafn manns-
ins, sem lést
MAÐURINN. sem fannst látinn við
Fnjóská á fimmtudag hét Gunnar
Sigþórsson til heimilis að Norður-
götu 31 á Akureyri. Hann var
fæddur 1. september 1913 og er talið
að hann hafi látist úr hjartabilun.
fyrir 487 milljónir. Innflutningur
til ísal var 1,1 milljarður og til
Járnblendifélagsins 931 milljón.
Baskar
sprengja
á Malaga
Malaxa. Spáni. 28. júni. AP.
HRYÐJUVERKAMENN Baska
halda áfram sprengjuherferð sinni
og í dag sprakk sjötta sprengjan
skammt frá hóteli á Estepona-
ferðamannastaðnum á Malaga.
Engin slys urðu á fólki.
Hryðjuverkasamtökin (ETA), sem
berjast fyrir því að fá leysta úr haldi
19 félaga sína, sem bíða dóms, höfðu
varað við sprengingunni og voru
1500 gestir fluttir á brott úr nálæg-
um hótelum.
Adolfo Suarez, forsætisráðherra,
hefur með öllu neitað að semja við
ETA, sem eru sökuð um 225— 250
pólitísk morð í 12 ára langri baráttu
sinni fyrir sjálfstæði Baskahérað-
anna.