Morgunblaðið - 16.07.1980, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980
Eldur í Kaupmannahöín:
Frá Svrinhirni liaidvinssyni í
Kaupmannahoín. 15. júli.
NOKKRU eftir miðnaetti í nótt
urðu starfsmenn fíiðurverksmiðj-
unnar Dansk SoyakaKefahrik við
IslandsbrytCKju varir við megnan
hensínfnyk oj? jjerðu loicreKlunni
viðvart. Lögreglumenn komu á
vettvang stuttu síðar oj? háðu um
aðstoð slökkviliðs til að spúla
hluta af athafnasvæði verksmiðj-
unnar. Einn slökkviliðsbíll var
sendur á vettvanjc ojf slökkviliðs-
mennirnir uppgötvuðu strax að
hér var mun meiri hætta á ferðum
en talið hafði verið í upphafi. Þeir
j;erðu stjórnstöð slökkviliðsins
viðvart um að bensín læki úr
jfeymum verksmiðjunnar ojf á
meðan liðsauki var á leiðinni varð
jfífurlejf sprenjfinjf sem heyrðist
um jfervalla Kaupmannahöfn ojf
hrísti off skók hús ojf önnur
mannvirki i marjfra kílómetra
fjarlæjfð frá sjálfum slysstaðnum
ojf rúður brotnuðu í húsum í
nálæjfum hverfum.
Við sprenginguna, sem varð í
þeim hluta verksmiðjunnar þar
sem bensin er notað til að hreinsa
metra fjarlægð frá eldinum. Um
kl. 3 taldi slökkviliðið sig hafa náð
tökum á eldinum og fyrri ábend-
ingar til íbúanna í nágrenninu um
að halda sig innan dyra og loka
glugjfum á húsum sínum voru
dregnar til baka.
Alls búa um 8000 manns í næsta
nágrenni verksmiðjunnar og hafa
samtök þeirra um árabil barist
fyrir því að verksmiðjan yrði lögð
niður, ekki síst eftir að það slys
varð í Kanada árið 1979 að járn-
brautarvagn með klór valt út af
sporinu með þeim afleiðingum að
klórgas lak út og flytja þurfti
250.000 manns í burtu af svæðinu.
Ennfremur hafa nokkur minni-
háttar lekatilfelli í sjálfri verk-
smiðjunni á síðustu árum orðið til
að skerpa andstöðuna gegn starf-
rækslu hennar. Þetta mál hefur nú
blossað upp að nýju og að sögn
Egons Weidekant yfirborgarstjóra
Kaupmannahafnar verður það tek-
ið til endurskoðunar í borgarstjórn
á næstunni.
Verksmiðjan er í eigu Austur-
Asíufélagsins (U.K.). Hún var
stofnuð árið 1909 en þá var um-
hverfi hennar óbyggt svæði. í
kjölfar hinna miklu rúðubrota í
miðborginni fvlgdu miklar grip-
deildir og hafa átta þegar verið
handteknir vegna þeirra.
Rúður í Vesterbro á Amager og í Nörrebro hrotnuðu við
sprenjfinguna og var mikið um gripdeildir í verslunum. Myndin er
írá Vesterbrogade.
soyabaunir, þeyttust slökkviliðs-
menn og aðrir nærstaddir um koll
og margir starfsmenn í öðrum
hlutum verksmiðjunnar slösuðust.
Alls voru 23 fluttir á sjúkrahús þar
á meðal margir slökkviliðsmenn.
Margir hinna slösuðu hlutu bruna-
sár. Er talið mesta mildi að ekki
skyldi hljótast af manntjón en í
fyrstu var óttast um 5 menn sem
höfðu verið að störfum þar sem
sprengingin átti sér stað. Spreng-
ingin mun hafa orðið um kl. korter
fyrir eitt og þá þegar var mikill
fjöldi slökkvi- og sjúkrabíla á
svæðinu og fór ört fjölgandi. Bar-
áttan við eldinn var mjög erfið og
hættuleg þar eð fullir bensíngeym-
ar stóðu nærri eldinum og þurfti
stöðugt að kæla þá til að koma í
veg fyrir frekari sprengingar. I
fyrstu var óttast að leki gæti
komist að klórgeymum verksmiðj-
unnar en það hefði þýtt að flytja
hefði þurft fólk úr hverfunum
næst henni, þar eð gufurnar er við
það hefðu myndast geta verið
lífshættulegar. Fljótlega kom þó í
ljós að þessi ótti var ástæðulaus
þar eð klórgeymarnir, sem hafa að
geyma 200 tonn af klór, voru í 300
Tveir slökkviliðsmenn ganga út úr rústum verksmiðjunnar eítir að
hafa ráðið niðurlögum eldsins. Klukkan á veggnum stöðvaðist við
sprenginguna og sýnir því nákvæmlega hvenær hún varð.
Mesta mildi að ekki
hlaust manntjón af
Rústir fóðurverksmiðjunnar Dansk Soyakage-fabrik eftir spreng-
inguna. Myndin var tekin kl. 7 í gærmorgun. Sím»myn<i Nordíoto. Eldur í Kaupmannahöfn. Mikill eldur braust út eftir sprenginguna og lýsti upp alla miðborgina.
Selja Bretum eldflaugar
í nýja kjarnorkukafbáta
lAindon. Washiniíton. 15. júlí. AP.
BREZKA stjórnin skýrði í kvöld
frá áætlun um smíði nýs flota
kjarnorkukafbáta er búnir yrðu
bandariskum eldflaugum af Tri-
dent-gerð, en þær geta borið
mikinn fjölda kjarnaodda allt að
7.500 kilómetra vegalengd.
Fyrr um daginn tilkynnti Cart-
er Bandaríkjaforseti, að Banda-
ríkjamenn ætluðu að verða við
tilmælum brezku stjórnarinnar
frá í gær og selja þeim eldflaug-
arnar, þar sem það væri mjög
mikilvægt fyrir Breta að endur-
nýja í herjum sínum. Nýju kafbát-
arnir koma til með að taka við því
hlutverki sem Polaris-kafbátarnir
hafa gegnt, en þeir voru smíðaðir
fyrir 15 árum.
Kostnaðurinn við smíði kafbát-
anna er áætlaður að verði um 12
milljarðar Bandaríkjadala, eða
um 6.000 miiljarðar króna, en gert
er ráð fyrir smíði fjögurra til
fimm kafbáta. Eldflaugaútbúnað-
urinn nemur um þriðjungi kostn-
aðarins.
Blikur eru á lofti í brezku
efnahagslífi, og þykir fremur
halla undan fæti hjá Bretum í
þeim efnum. Af þeim sökum
mótmælti brezki Verkamanna-
flokkurinn áætlunum stjórnarinn-
ar kröftuglega í dag, og ýmsir
þingmanna flokksins urðu til þess
að lýsa því yfir, að ef þeir ættu
eftir að komast að völdum, myndu
þeir þegar í stað stöðva smíði
kafbátanna, jafnvel þótt milljörð-
um dollara hafi verið varið til
áætlunarinnar árið 1984 er næstu
kosningar fara fram í Bretlandi.
Samkvæmt áætluninni er gert ráð
fyrir því, að kjarnorkukafbátarnir
nýju verði komnir í gagnið innan
tíu ára.
Sihanouk til Kina
Peking. 15. júlí. AP.
SIHANOUK prins, fyrrum þjóð-
höfðingi i Kambódíu, tilkynnti í
dag að hann hygðist snúa aftur
til Kína í lok júlí og hætta öllum
afskiptum af stjórnmálum.
Hann sagðist ætla að búa í
húsnæði sínu í Peking fram í
miðjan september „sem gamall
vinur Kína og án þess að skipta
sér nokkuð af stjórnmálum".
Þessi yfirlýsing Sihanouks þyk-
ir benda til þess, að Kínverjar hafi
nú aukinn áhuga á stjórnmála-
legri lausn mála í Kambódíu.
Queen með
taugasjúkdóm
Wlesbaden, 15. júlí. AP.
BANDARÍSKI sendiráðsstarfs-
maðurinn, Richard Queen, sem
látinn var laus úr gislingunni i
Teheran á föstudag, þjáist af
heilasiggi, að þvi er læknar í
bandariska hersjúkrahúsinu i
Wiesbaden, Þýskalandi, til-
kynntu i dag.
Hann verður sendur heim til
Bandaríkjanna innan fárra daga
og mun hefja störf að nýju um
leið og heilsa hans leyfir.
Læknar telja, að sjúkdómur
Queens sé ekki á alvarlegu stigi,
en hann lýsir sér einkum með
talerfiðleikum, svima, brengluðu
jafnvægisskyni og fleiru.
, ERLENT,