Morgunblaðið - 16.07.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980
15
Glóandi hraunkvikan leit
út eins og ljósadýrð stór-
borgar séð úr mikilli hæð
Húsavík. 15. júli —
Frá Hirti Gíslasyni, bladamanni Mbl.
ÞAÐ VAR stórfengleg og hrika-
leg sýn, en jafnframt fögur,
sem blasti við okkur. blaða-
manni og ljósmyndara Mbl., er
við gengum upp á Snaga, sem
er rétt norðan við gosstöðvarn-
ar nyrst í Gjástykki. en þar
vorum við um miðnætti aðfara-
nótt 15. júli. Glóandi hraun-
strókar stóðu hátt i loft upp úr
um 30 metra háum gíg sem
myndast hafði syðst á sprung-
unni sem gaus úr á fimmtudag-
inn. Hraunstraumurinn hafði
brotið sér leið út úr gígnum
norðaustanverðum og streymdi
rauðglóandi i fossum og flúðum
með ógnarhraða eins og stór-
fljot til norðurs og hafði þegar
máð út flestar ójöfnur, og
breiddi úr sér yfir hraunið sem
fyrst rann í gosinu og þykknaði
það óðum. Úr fjarlægð leit
glóandi hraunkvikan einna
helst út eins og ljósadýrð stór-
borgar, séð úr mikilli hæð.
Talsverðar breytingar hafa orð-
ið á gosinu síðan það hófst á
fimmtudag, þá gaus mestmegnis á
þremur stöðum í sprungu sem lá
frá norðri til suðurs og mest nyrst
á móts við Snaga. Nú hafði gosið
nyrst í sprungunni hjaðnað niður
og krafturinn orðinn mestur syðst.
Tveimur leiktækjasöl-
um synjað um áfram-
haldandi starfsleyfi
BORGARRÁÐ samþykkti á
fundi sínum fyrir nokkru að
synja tveimur leiktækjasölum
um áframhaldandi starfsleyfi,
en samkvæmt lögreglusam-
þykkt, sem samþykkt var í
borgarstjórn á sinum tima og
tók gildi þann 1. júni sl„ þá er
starfsemi leiktækjasala háð
leyfi lögreglustjóra, að feng-
inni umsögn borgarráðs.
Þeir salir, sem hér um ræðir,
eru Vegas, Laugavegi 92, og
Jóker, Bankastræti 9. Þessir
salir fengu báðir neikvæða um-
sögn hjá slökkviliðsstjóra, en
Vegas fékk einnig neikvæða
umsögn hjá heilbrigðiseftirliti.
Einn leiktækjasalur hlaut
jákvæða umsögn hjá báðum
þssum aðilum, en hann er að
Einholti 2, og fékk hann því
umbeðið leyfi.
Á fundi borgarráðs í gær var
ein
umsókn af þessu tagi af-
greidd, en það var biljarðstofa
að Brautarholti 2, en hún fékk
jákvæða umsögn og því starfs-
leyfi.
Fyrst rann hraunið bæði til
norðurs og vesturs, umhverfis
Snaga og til suðurs, en nú aðeins
til norð-austurs. Hraunið, sem
fyrst rann, hafði storknað nokkuð
og mátti ganga yfir það upp á
Snaga en vissara var að gæta sín
vegna þess að stutt var niður í
glóandi kvikuna og þaðan er
líklega ekki afturkvæmt. Hraun-
rennslið hefur nú verið nokkuð
stöðugt síðustu daga og treysta
jarðfræðingar sér nú engan veg-
inn til að spá um framvindu
gossins.
Á meðan við nutum útsýnisins
af Snaga var stöðugur fólks-
straumur þar um, og lætur nærri
að um 100 manns hafi verið þar á
ferðinni þá stund sem við vorum
þar. Það var greinilegt að fólk lét
það ekki á sig fá, að hossast í
bílum tímunum saman yfir veg-
leysur og troðninga og ganga
síðan góðan spöl til þess að sjá
gosið.
Meðal annarra hittum við þar
konur um sjötugt og börn undir 10
ára aldri og áttu þau ekki nokkur
orð til að lýsa því sem fyrir augu
þeirra bar, og sáu alls ekki eftir
því að hafa lagt á sig erfiða ferð,
til þess að komast að gosstöðvun-
um.
Gigurinn sem enn er virkur í Gjástykki. Flugvél í útsýnisflugi ílýgur
yfir gosstöðvarnar. — Ljósm. Mhi. Emilia
O
INNLENT
Langstærsta hraungos á þessu
svæði síðan Mývatnseldar brunnu
ÞAÐ ER allt tiltölulega rólegt
hér, Leirhnúkssvæði hefur sigið
mjög lítið siðustu dagana. og
jarðskjálftar eru nær ómerkjan-
legir, sagði Eysteinn Tryggvason
jarðfræðingur er við hittum hann
á skjálftavaktinni i Reynihlið og
báðum hann að segja okkur eitt-
hvað um gosið.
Okkar túlkun er sú, að kvikan
komi upp í kvikuhólfi á þriggja
kílómetra dýpi á Leirhnúkssvæð-
inu og renni síðan neðanjarðar
norður í Gjástykki þar sem hún
kemur upp á yfirborðið. Hraun-
streymið er mun meira en við
bjuggumst við, og gosið er mjög
svipað og áður en þó heldur minna
og virknin hefur færst aðeins
suður fyrir Snaga. Fyrsta daginn
gaus á lengri sprungu en nú aðeins
í syðsta hluta hennar, nú rennur
hraunið eftir farvegi í norð-austur
og breiðir þar úr sér ofan á það
sem rann fyrsta daginn.
Þetta er langstærsta hraungos á
þessu svæði síðan Mývatnseldar
brunnu 1724—1729. Það er að
minnsta kosti 10 sinnum stærra en
önnur gos sem verið hafa á þessu
svæði að undanförnu. Hraun-
straumurinn er enn verulega mik-
ill, sem dæmi má nefna, að hann er
mun meiri en í Vestmannaeyjagos-
inu þegar það hafði staðið í
svipaðan tíma og þetta. Hraun-
straumurinn er svipaður að magni
og rennsli Laxár í Aðaldal og
hraunið orðið að minnsta kosti 5
ferkílómetrar.
Þetta gos er dæmigert sprungu-
gos, mjög svipað Mývatnseldunum
og mjög eðlislíkt gosunum sem hér
hafa orðið að undanförnu.
Við getum mjög lítið sagt um
framtíð þessa goss, því allt getur
gerst. Ef það minnkar verulega,
gæti gosrásin stíflast, en það er
ekkert sem bendir sérstaklega til
þess, svo það gæti því alveg eins
haldið áfram í einhverja daga, viku
eða jafnvel enn lengur. Kosturinn
við þetta hraungos er sá, að það
lendir á besta stað, langt frá byggð
og auk þess í lægð, sem safnar
hrauninu í sig, svo það rennur ekki
langt og af því stafar lítil hætta,
enn sem komið er að minnsta kosti,
sagði Eysteinn Tryggvason að lok-
um.
Eysteinn Tryggvason. jarðfræð-
ingur.
I.jósm. Arnór.
Hörkuárekstur varð á Hringbrautinni í Keflavik rétt fyrir
hádegi í gær. Skullu þar saman Vauxhall- og Subaru-bif-
reiðir með þeim afleiðingum að báðar bifreiðirnar lentu inn
á lóð fjölbýlishúss sem stendur skáhallt á móti Sparkaup.
Gngin slys urðu á fólki en ekki mátti miklu muna því að
bílarnir fóru sinn hvoru megin við Ijósastaur sem stendur á
gatnamótunum.
Fær LÍÚ að reisa sum-
arhús
„UPPIIAF þessa máls er það að
við kaupum jörðina Skjaidartröð á
Hellnum árið 1978 með það i huga
að byggja þar sumarhús fyrir
starfsfólk LIÚ og útvegsmenn,
eins og önnur félagasamtök hafa
gert i rikum mæli að undanförnu."
sagði Kristján Ragnarsson for-
maður LÍÚ i samtali við Morgun-
blaðið. en eins og kunnugt er af
fréttum þá hefur nokkur styrr
staðið um þessar byggingafram-
kvæmdir.
„í upphafi sýndi hreppurinn áh-
uga á að nýta sér forkaupsrétt, en
gat ekki keypt jörðina, því festi LÍÚ
kaup á þessari jörð. Það var gert
eftir samningaviðræður við sveitar-
stjórnina, sem óskaði mjög eindreg-
ið eftir því að jörðinni yrði haldið í
byggð, en LÍÚ hafði í sjálfu sér ekki
áhuga á að fara að reka neinn
búrekstur á jörðinni. En vegna
þessara eindregnu tilmæla var
jörðin leigð ungum hjónum til
lífstíðar, og var þá ákveðið að
hvammur, sem stendur undir
hraunkanti, austast á Helinum,
á eigin
yrði tekinn frá til að byggja þar á
þessi hús. Þetta var öllum kunnugt
og sveitarstjórnin var þessu með-
mælt og einnig var heimamönnum
þetta kunnugt," sagði Kristján.
„Við höfum síðan undirbúið að
reisa á jörðinni sumarhús og höfum
fengið samþykki skipulagsstjórnar
ríkisins og sveitarstjórnar og einnig
hefur félagsmálaráðuneytið úr,-
skurðað um það að okkur sé heimilt
að byggja á þessum stað. í síðustu
viku var mælt fyrir húsunum af
byggingarfulltrúa á þessu svæði.
Við teljum því að við höfum öll þau
gögn í höndunum sem við þurfum
til þess að hefja þarna bygginga-
framkvæmdir.
Það hefur komið fram ákveðin
andstaða íbúa á Hellnum, þar sem
þeir ímynda sér að þarna muni
verða um mikla umferð að ræða og
mikla áníðslu á þeirra heimabyggð,
sem við teljum vera fjarri lagi, því
þetta er í landi sem LÍÚ er eigandi
að og við hljótum að ætlast til að
geta fengið að nýta þennan jarðar-
hluta að þessu marki.
landi?
Það sem gerðist síðan var það að
fulltrúi sýslumanns óskaði eftir að
við hæfum ekki framkvæmdir fyrr
en eftir nokkra daga meðan þetta
mál yrði athugað. Núna er það í
athugun og við teljum sýnt að við
höfum öll tilskilin leyfi til að hefja
þessar framkvæmdir. Það sem
heimamenn bera fyrir sig er það að
landbúnaðarráðuneytið hafi ekki
samþykkt að taka þetta land undan
landbúnaðarnotum. En hér er að-
eins um að ræða hálfan hektara
lands sem ekki hefur verið nýttur
til landbúnaðar og við höfum jafn-
framt boðist til að rækta tvisvar
sinnum stærri hluta á okkar kostn-
að og bæta við túnið á Skjaldartröð,
ef það gæti orðið til þess að leysa
málið. Það hefur ekki leystst ennþá
en við gerum ráð fyrir að reisa þessi
hús alveg á næstunni. Við væntum
þess að góð samvinna takist við
heimamenn og munum leitast við í
einu og öllu að verða ekki til þess að
raska þeirra högum á einn eða
annan hátt,“ sagði Kristján Ragn-
arsson.