Morgunblaðið - 16.07.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1980
Buslað í baði.
Ragnar Arnalds, f jármálaráðherra:
Síðasta gagntilboð BSRB
er gersamlega út í hött
„VIÐ HÖFUM að undan-
förnu fjallað um með ágæt-
um árangri hina ýmsu fé-
lagslegu þætti málsins og ég
taldi að samningar væru
komnir nokkuð á veg þegar
síðasta gagntilboð BSRB
kom um 19—27% hækkun.
Þetta tilboð er hins vegar
alveg gjörsamlega út í hött
frá okkar sjónarmiði séð og
við gátum þvl ekki annað en
hafnað því og þannig standa
málin í dag,“ sagði Ragnar
Arnalds, fjármálaráðherra,
er Mbl. innti hann álits á
stöðunni í kjaradeilu ríkis-
ins og BSRB.
Enn í lífshættu
MAÐURINN sem slasaðist alvar-
lega á Vesturlandsvegi í fyrra-
dag er enn i lífshættu. samkvæmt
þeim upplýsingum, sem Mbl.
fékk i gær. Heilsu hans hrakaði í
fyrrinótt og þurfti að gera aðra
höfuðaðgerð á honum í gær.
Vörubifreiðin sem steinninn féll
af hefur ekki fundizt þrátt fyrir
mikla eftirgrennslan í gær. I
fyrstu var haldið að hún hefði
numið staðar en haldið síðan á
brott en í ljós hefur komið að þar
var um aðra bifreið að ræða.
Skorar Rannsóknarlögreglan í
Hafnarfirði á ökumann vörubif-
reiðarinnar að hafa sem fyrst
samband við lögregluna.
Líðan unga parsins, sem slasað-
ist í árekstri á Hafnarfjarðarvegi
við Miklatorg í fyrradag var eftir
atvikum góð í gær. Pilturinn fór í
mikla aðgerð í gær, en hann var
brotinn og skaddaður innvortis,
m.a. á lunga. Öll þrjú liggja á
gjörgæzludeild Borgarspítalans.
Þorskveiðitakmark-
anir í gildi í dag
AÐ GEFNU tilefni vill sjávarútvegsráðuneytið vekja
athygli á eftirgreindum ákvæðum reglugerðar frá 19.
maí 1980, um veiðitakmarkanir í maí — 15. ágúst 1980.
1. Á tímabilinu frá og með 16.
júlí til og með 15. ágúst eru
þorskveiðar bannaðar í
þorskfisknet.
2. Á tímabilinu frá og með 26.
júlí til og með 4. ágúst eru
skipum öðrum en skuttogur-
um og togskipum 39 metra
og lengri bannaðar allar
þorskveiðar.
3. Á tímabilinu frá og með 20.
júlí til og með 4. ágúst eru
skuttogurum og togskipum
39 metra og lengri bannaðar
allar veiðar í 5 daga samfellt.
Athygli er vakin á, að bönn
samkvæmt 1. og 2. tl. hér að
ofan, taka aðeins til þorskveiða
og er því heimilt að stunda
aðrar veiðar enda sé hlutfall
þorsks í afla undir 15% af
heildarafla hverrar veiðiferðar,
en bann samkvæmt 3. tl. tekur
til veiða á öllum fiskstofnum og
ber hverjum skuttogara og
togskipi 39 metra og lengra að
láta af öllum veiðum í 5 daga
samfellt á tímabilinu 20. júlí —
4. ágúst.
(FrHtatilk.)
JNNLENT
Urskurður Hæstaréttar:
Atkvæðin 205 verða talin
Fresta hækkun
á svínaafurðum
HÆSTIRÉTTUR úrskurðaði i gær
að talin skyldu utankjörstaðaat-
kva'ði þau er fundust i Kópavogi
eftir að talningu var lokið i
Reykjaneskjörda'mi eftir forseta-
kosningarnar 29. júní. Að sogn
—y--------------------
Islandsmet
í svifflugi
•SLANDSMET í markflugi
tram og til baka var sett á
Svifflugmóti íslands á mánu-
daginn, en mótið stendur yfir á
Hellu um þessar mundir.
Svifflugurnar áttu að fljúga
frá Hellu að Búrfelli og til baka
aftur, alls 88,8 km leið. Ellefu
svifflugur lögðu af stað og tókst
tveimur svifflugmönnum að
fljúga alla leið og þar með
lengra en áður hefur þekkst í
slíkri keppni. Þeir eru Garðar
Gíslason tannlæknir og Sigurð-
ur Benediktsson verkfræðingur.
Svifflugmótið hófst á laugar-
daginn en ekki var hægt að
keppa tvo fyrstu dagana vegna
þess að veður var óhagstætt til
keppni.
*
Askorun bæjar-
ráös Sigluf jarðar:
Ríkisstjórnin
láti athuga
atvinnumálin
BÆJARRÁÐ Siglufjarðar lýsti á
fundi sínum fyrir helgina áhyggjum
yfir því ástandi í atvinnumálum
bæjarins sem nú ríkir vegna stöðv-
unar hraðfrystihúsanna og greiðslu-
erfiðleika Lagmetisiðjunnar. Er
skorað á ríkisstjórnina að hún sendi
þegar fulltrúa til Siglufjarðar til að
athuga atvinnumál staðarins, en
ríkissjóður á m.a. hlut í hraðfrysti-
húsunum þar. Var samþykkt fund-
arins og áskorun til ríkisstjórnar-
innar send Gunnari Thoroddsen
forsætisráðherra.
Guðjóns Steingrimssonar for-
manns yfirkjörstjórnar er stefnt
að talningu þeirra í dag.
Guðjón Steingrímsson sagði að
umboðsmaður Vigdísar Finnboga-
dóttur hefði skotið málinu til
Hæstaréttar og umboðsmaður Pét-
urs Thorsteinssonar stutt það, en
umboðsmenn hinna frambjóðend-
anna hefðu ekki haft afskipti af
málinu. Kvað Guðjón stefnt að
talningu í dag ef tækist að ná
saman yfirkjörstjórn og umboðs-
mönnum.
Aðspurður um hver ætti
næsta leik, sagði Ragnar það
ljóst, að meðan BSRB-menn
væru að gæla við þessar tölur
væri ekki um neinn samnings-
grundvöll að ræða. — „Það er
alveg ljóst, að við munum ekki
semja um launakjör við starfs-
menn ríkisins, sem eru allt
önnur og hærri, en líkur eru á,
að samið verði um við starfs-
menn á hinum almenna vinnu-
markaði.
Við myndum torvelda mjög
alla samningagerð ASÍ og VSI
með því móti,“ sagði Ragnar
ennfremur.
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi orðsending frá
Svinaræktarfélagi íslands:
Laugardaginn 12. júlí kom fé-
lagsráð Svínaræktarfélags íslands
saman til fundar til að ræða þau
vandamál sem skapazt hafa vegna
kjarnfóðurgjaldsins. Fundarmenn
voru sammála um að hækka þyrfti
svínaafurðir um ca. 19% til að
mæta fóðurbætisgjaldinu, en
ákveðið var að fresta þeirri hækk-
un þar til séð verður fyrir endann
á því hver endanleg fóðurhækkun
verður og leitað er allra leiða til að
fá gjaldið lækkað eða afnumið
með öllu.
Gísli Halldórsson, formaður íslenzku ólympíunefndarinnar:
„Þarf meira en innrás í
land til að hætta þátttöku“
ísland eitt fjögurra V-Evrópulanda, sem gengur undir þjóÖfána sinum inn á leikana
„ÞAÐ ÞARF meira til en inn-
rás í eitt land. til að ástæða sé
til að hætta þátttöku.“ sagði
Gísli Halldórsson, formaður is-
lenzku olympíunefndarinnar,
þegar hann var spurður að þvi
hvort ekki væri ástæða til að
mótmæla athæfi Sovétmanna
nú á meðan á undirbúningi
Olympiuleikanna stendur. „Eg
tel rangt að nota iþróttamenn
til að mótmæla. Það eru stjórn-
völd sem eiga að gera það. Þau
gætu kallað sendiherra sinn
heim eða hætt viðskiptum.
Framkvæmdanefndin var
sammála um, að Islendingar
gengju undir eigin þjóðfána inn
á leikvanginn og fáni Islands
mun blakta þar meðan á leikun-
um stendur. Auk íslendinga
munu, samkvæmt erlendum
fréttastofufregnum, Svíar, Finn-
ar og Grikkir ganga undir sínum
þjóðfánum inn á leikvanginn.
Austurríkismenn hafa ekki enn
tekið afstöðu, en aðrar þjóðir
munu ganga undir Olympíufán-
anum. Gísli sagðist telja það
sjálfsagt, að íslendingar gengju
undir sínum fána, hann væri
stolt okkar á erlendum vett-
vangi, og á Olympíuleikunum
1912 hefðum við ekki gengið inn
á leikvanginn vegna þess að þá
máttum við ekki ganga undir
eigin fána. Aðspurður kvaðst
Gísli telja, að Sovétmenn blönd-
uðu saman íþróttum og pólitík,
allar einræðisþjóðir gerðu það,
en íslendingar væru ekki með
sinni þátttöku að gera slíkt hið
sama. Varðandi það atriði, að
hluti leikanna færi fram í Tallin
í Eistlandi, kvaðst hann ekki
telja þátttöku okkar viðurkenn-
ingu á hernámi landsins þó vera
mætti að sovézka stjórnin teldi
það viðurkenningu. Gísli sagði
það skoðun sína að í framtíðinni
færi bezt á því að leikarnir yrðu
haldnir á þremur til fjórum
stöðum í einu. Ekki væri skyn-
samlegt að flytja leikana til
Grikklands. Það væri fátækt
land, og öll lönd yrðu þá að taka
höndum saman til að það yrði
hægt. Ennfremur væri stutt
síðan Grikkland hefði verið ein-
ræðisland og gæti allt eins orðið
það aftur. Islenzki hópurinn
mun halda til Moskvu á fimmtu-
dagsmorgun. Samtals eru það
fjórtán menn sem fara: Sveinn
Björnsson, aðalfararstjóri, Bragi
Kristjánsson, fulltrúi olympíu-
nefndarinnar, Viðar Guðjohn-
sen, flokksstjóri júdómanna,
Sigurður Björnsson, flokksstjóri
frjálsíþróttamanna, Guðmundur
Þórarinsson, flokksstjóri lyft-
ingamanna. Þeir, sem keppa á
leikunum eru, eins og áður hefur
komið fram: frjálsíþróttamenn-
irnir Hreinn Halldórsson, Óskar
Jakobsson, Oddur Sigurðsson og
Jón Diðriksson, júdómennirnir
Halldór Guðbjörnsson og Bjarni
Friðriksson og lyftingamennirn-
ir Birgir Þór Borgþórsson, Guð-
mundur Helgason og Þorsteinn
Leifsson.
Sigurður Magnússon, út-
breiðslustjóri ÍSI og ritstjóri
Iþróttablaðsins, hefur þegið hoð
APN-Novosti fréttastofunnar
sovézku að fara til Moskvu og
dveljast þar í níu daga á meðan
á Olympíuleikunum stendur. Boð
þetta barst íþróttablaðinu og
var upphaflega ráðgert að Stein-
ar J. Lúðvíksson, ritstjóri færi
en þar sem hann kemst ekki fer
Sigurður í hans stað.