Morgunblaðið - 16.07.1980, Blaðsíða 32
Síminn
á afgreiðslunni er
83033
Síminn á ritstjórn
og skrifstohi:
10100
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980
Banaslys í
Sundahöfn
Frá slysstaðnum í Sundahöfn í gær. uosm. Mbi. rax
Saltfiski fyrir 33
milljarða afskipað
ENN VARÐ banaslys í gær.
llnnið var að uppskipun úr ms.
Dettifossi í Sundahöfn þe>{ar
kranabóma brotnaði. Féll hún á
bryKKjuna ok á tvitujían verka-
mann. sem þar var við vinnu.
Hann var fluttur i skyndi á
slysadeild BorRarspitalans en
lézt þar skömmu síðar. Ekki er
unnt að birta nafn hans að svo
stoddu, þar sem ekki hefur náðst
til allra aðstandenda.
Slysið varð um klukkan 14 í
j;ær. Verið var að hífa stóran
krana upp úr lest ms. Dettifoss og
voru notaðir til þess tveir kranar.
Þegar þeir höfðu lyft krananum
upp og færa átti hann yfir á
bryggjuna gaf bóma annars kran-
Beint samband
við Þýskaland
í september?
I jarðstöðinni Skyggni í Mosfells-
sveit eru nú í gangi prófanir og
lagfæringar á síðustu hlutunum er
skipta þarf um áður en stöðin
verður tekin i notkun, sem nú er
ráðgert að verði í september. Um
svipað leyti verður tilbúin ný
sjálfvirk símstöð og geta simnot-
endur þá hringt beint til nokkurra
landa i Evrópu.
Fyrst í stað verður hægt að
hringja beint til Þýskalands og
nokkurra landa sunnan þess, en
síðar í haust verður hægt að
hringja beint til Norðurlandanna
og kringum áramótin beint til
Bretlands. Gústaf Arnar yfirverk-
fræðingur sagði að brýnast væri að
lagfæra símasamband milli íslands
og landa í Mið- og Suður-Evrópu
þar sem illa hefði gengið að undan-
förnu að hringja þarna á milli og
oft löng bið eftir símtölum.
Höfum
„Á FJÁRLÖGUM þessa árs er
gert ráð fyrir því að verja 24,5
milljörðum króna til niður-
greiðslna, en i lok júnimánaðar
var búið að verja til þessara mála
um 11,5 milljörðum króna. Það er
því ljóst, að við höfum varið
töluvert lægri fjárhæðum til
niðurgreiðslna á fyrrihluta árs-
ins en ráð var fyrir gert. Þvi
skapast nú nokkurt svigrúm til
þess að auka niðurgreiðslur um
næstu mánaðamót." sagði Ragnar
Arnalds fjármálaráðherra er
Mbl. innti hann eftir þvi hvernig
fjármagna ætti auknar niður-
greiðslur um næstu mánaðamót
til þess að milda áhrif verðhækk-
ana i vísitölunni.
„Síðar má gera ráð fyrir, að
bæði tekjur og gjöld fari eitthvað
fram úr áætlun, vegna þess að
verðbólgan er heldur meiri en ráð
var fyrir gert þegar fjárlögin voru
sett saman og er það ekki í fyrsta
sinn. Það mun því ekki valda
ans sig og brotnaði. Féll bóman á
bryggjuna og lenti á manninum.
Hann hlaut mikil meiðsli og lézt
af völdum þeirrá skömmu eftir að
komið var með hann á slysadeild-
ina.
Jólabókin
í 15 þús-
und kr?
ÚTLIT cr fyrir að verð á
jólahókunum i ár verði miili 10
og 20 þúsund krónur sé gert
ráð fyrir 40— 50% hækkun frá í
fyrra. Þýddar bækur af ódýrari
gerðinni kostuðu i fyrra kring-
um 7 þúsund, en meiriháttar
bækur, t.d. islenskar ævisögur,
kostuðu kringum 15—16 þús-
und og má því gera ráð fyrir að
verðið í ár verði frá 10 og upp í
20—25 þúsund krónur.
Oliver Steinn Jóhannesson,
formaður Félags ísl. bókaútgef-
enda, kvað útgefendur enga við-
miðun hafa aðra en verðbólguna
þegar fjallað væri um hugsan-
legt bókaverð í ár. Taldi hann
ólíklegt annað en bækur hækk-
uðu sem henni næmi. — Annars
eru það eingöngu bjartsýnis-
menn sem fást við útgáfu, sagði
Oliver, — við vinnum yfirleitt 2
ár fram í tímann og erum þegar
farnir að fjárfesta vegna bóka
sem koma eiga út haustið 1981.
Bókaútgefandinn er því nánast
varnarlaus fyrir því sem kann
að gerast í fjármálum á þessum
tíma sem líður frá því að útgáfa
bókar er afráðin þar til hún
kemur út og má því kannski
segja að bókaútgáfa sé ekki
minna happdrætti en síldveiðar
hafa verið.
neinum halla á ríkisrekstrinum þó
svo þessi fjárlagatala fari lítils-
háttar fram úr áætlun í árslok, t.d.
um hálfan milljarð eða svo. Við
höfum því nokkurt svigrúm til
þess að auka niðurgreiðslur um
næstu mánaðamót. Ef greiðslur
yrðu svipaðar út árið eins og þær
STEYPUSTÖÐV ARN AR, kvik-
myndahús og niðursuðuverk-
smiðjan ORA hafa ákveðið að
hækka þjónustu sina um 9%.
Höfðu þessir aðilar fengið sam-
þykkta hækkun Verðlagsráðs í
síðasta mánuði, steypustöðvarnar
AFSKIPANIR á saltfiski
hafa gengið sérstaklega
vel það sem af er þessu ári
að því er fram kemur í
nýlegu fréttabréfi, sem
Sölusamband íslenzkra
fiskframleiðenda hefur
sent frá sér. Af því tilefni
hafði Morgunblaðið sam-
band við Sigurð Haralds-
son skrifstofustjóra SÍF,
sem veitti blaðinu eftirfar-
andi upplýsingar um
framleiðslu og afskipanir.
hafa verið myndu fara 23 milljarð-
ar til niðurgreiðslna. Ég reikna því
með, að til niðurgreiðslna um
næstu mánaðamót verði varið
þeim eina og hálfa milljarði króna,
sem þarna ber á milli, að viðbætt-
um nokkur hundruð milljónum
króna,“ sagði Ragnar Arnalds.
10% og hinir tveir aðilarnir 12%,
en ríkisstjórnin hafnaði siðar á
fundi sínum þessum hækkunar-
beiðnum og ákvað að leyfa ekki
hækkanir sem væru umfram 9%.
Flugleiðir, sem einnig höfðu
fengið 12% hækkun innanlands-
Framleiðsla vetrarvertíðar er
talin vera tæp 40 þúsund tonn,
þar af rúm 36 þúsund tonn
þorskur. Til samanburðar má
geta þess að framleiðslan allt árið
1979 var um 41.500 tonn. Öll
framleiðslan á vetrarvertíðinni
nú er seld og hefur afskipun
gengið mjög vel eins og fyrr er
sagt. Frá áramótum til miðs júlí
hefur verið afskipað um 29 þús-
und tonnum af söltuðum þorski,
þar af 15.000 tonnum til Portúgal,
tæplega 7 þúsund tonnum til
Spánar og um 5.200 tonnum til
Ítalíu. Heildarverðmæti fram-
leiðslunnar sem þegar er búið að
afskipa nemur um 33 milljörðum
króna.
Aðspurður um afkomuna á
vetrarvertíð sagði Sigurður að
hún væri í heildina tekið mjög
viðunandi hjá öllum þorra salt-
fiskframleiðenda og mætti aðal-
lega þakka það tvennu. í fyrsta
lagi hefðu afskipanir gengið trufl-
unarlaust fyrir sig, sem þýddi
mun minni birgða- og vaxtakostn-
að, sem enn væri þó hár og í öðru
lagi hefði náðst nokkur markaðs-
verðhækkun í samningunum við
helstu kaupendur sl. vetur. Ljóst
væri þó, að hin góða afkoma
byggðist einnig á verulegum
greiðlsum úr Verðjöfnunarsjóði
fiskiðnaðarins.
Sigurður sagði að lokum að
helsta ástæða þess að afskipanir
fargjalda samþykkta hjá Verðlags-
ráði, höfðu fyrr hækkað gjöldin um
9%, en Tómas Árnason kvað það
myndu látið óátalið þótt félagið
hækkaði upp í 9%. Nú hafa áður-
greindir aðilar, að fengnu fordæmi
Flugleiða, ákveðið að hækka einnig
þjónustu sína í 9%.
hefðu gengið svo vel sem raun
bæri vitni væri sú, að þetta vor
hafi verið hið fyrsta í fimm ár,
sem afskipanir eru ekki stöðvaðar
eða truflaðar með verkföllum,
útflutningsbanni o.þ.h. aðgerðum.
Lánuðu
bílinn og
sáu hann
ekki meir
LÖGREGLAN í Reykjavík leit-
ar nú að jeppa i dýrasta
verðflokki, sem hjón í Reykja-
vík lánuðu ókunnu fólki í
stutta ferð sl. föstudagskvöld,
en bifreiðin kom aldrei aftur
úr þeirri ferð.
Málavextir eru þeir að hjónin
brugðu sér á skemmtistað í
borginni s.l. föstudagskvöld og
fóru akandi á jeppanum. Þar
fengu þau sér í glas og þegar
halda skyldi á brott vildu þau
ekki sem löghlýðnir borgarar
aka bílnum undir áhrifum
áfengis. í þann mund bar að
ungt par, sem aðspurt kvaðst
reiðubúið að aka bílnum. Stúlk-
an ók bílnum og var ekið um
borgina og um síðir staðnæmst
við annan skemmtistað. Þegar
þangað var komið spurði parið
hvort það gæti ekki fengið
jeppann lánaðan í smástund og
var það auðsótt mál en með
þeim skilyrðum þó, að þau
kæmu að skemmtistaðnum eftir
ákveðinn tíma.
Það brást hins vegar og urðu
hjónin að fara heim án bílsins.
Þau bjuggust við því, að hann
myndi skila sér fljótlega, en á
mánudagskvöld var þeim ekki
farið að lítast á blikuna og
kærðu bílhvarfið til lögreglunn-
ar.
SYÍgrúm til að
auka niðurgreiðslur
— segir Ragnar Arnalds, f jármálaráðherra
Hækkuðu einnig um 9% að
fengnu fordæmi Flugleiða