Morgunblaðið - 16.07.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980
17
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250
kr. eintakiö.
Vandi
Sjálfstæðisflokksins
Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur verið í bestum takt við þau
sjónarmið, sem flestir Íslendinjíar telja, að eigi að ráða
ferðinni í stjórn mála sinna. Ekki þarf annað en vísa til
atkvæðafylfíis flokksins til að staðfesta réttmæti þessarar
fullyrðintíar. Andstæðintíar flokksins hafa fram á síðustu
mánuði iitið flokkinn sem órjúfanletít virki. Með hliðsjón af því
þarf entían að undra, að þeirrr sé það mikið kappsmál að breikka
þá tílufu í virkisvet;Knum, sem þeim tókst að mynda, þegar
núverandi ríkisstjórn konist á laggirnar. Gríska sögnin um fall
Trójuborgar minnir okkur á, að það þurfti hinn „vélafulla
tréhest Odysseifs" til að vinna borgina. Og sigurvegararnir
sjálfir voru yfirbugaðir af sigri sínum, og sneru þreyttir og
hryggir til sinna langþreyðu heimkynna, svo að vitnað sé í
þýðingu Jónasar Kristjánssonar á lýsingu Will Durants. Sú saga
er ekki ný, að menn hafi verið óvandir að meðulum gegn
öflugum andstæðingi.
Geir Ilallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins vék að þeim
vanda, sem að flokknum steðjar, í ræðu, er hann flutti á 50 ára
afmælishátíð Sjálfstæðisfélagsins Þjóðólfs í Bolungarvík á
laugardaginn. Með ræðunni hefur flokksformaðurinn gengið
fram fyrir skjöldu í umræðum um stöðu flokksins og
þjóðmálanna. Geir sagði meðal annars: „Háleit stefna Sjálf-
stæðisflokksins er hafin yfir það að berast með straumnum.
Hún er einnig hafin yfir ríg milli manna. Sjálfstæðismenn
munu ekki þola, að flokkur þeirra sé dreginn niður í
persónulegri valdastreitu. Þeir munu ekki líða forystumönnum
flokksins það, að þeir gefi andstæðingunum færi á að hlutast til
um innri málefni Sjálfstæðisflokksins. Á því sviði verðum við að
draga víglínu og standa fastir fyrir.“
Þessi ummæli Geirs Hallgrímssonar verða ekki misskilin. í
þeim felst þung viðvörun til þeirra, sem líta fyrst á
Sjálfstæðisflokkinn sem vettvang persónulegrar valdastreitu og
skipa síðan málefnum þeim, sem hann berst fyrir, í eitthvert
sæti þar fyrir aftan. Þau eru einnig alvarleg áminning um þær
sjálfsögðu skyldur, sem flokkshollusta og trúnaður við stuðn-
ingsmenn hafa að geyma, að verða ekki handbendi andstæðinga
sinna og vopn í þeirra hendi gegn eigin liðsmönnum. Engin
viðunandi vígstaða fæst, á meðan málum er þannig háttað.
I ræðu sinni sagði Geir Hallgrímsson einnig: „Eftir meira en
hálfa öld frá stofnun Sjálfstæðisflokksins bíða sjálfstæð-
ismanna þannig mikilvæg og örlagarík verkefni. Sköpum getur
skipt um örlög þjóðarinnar hvort sjálfstæðismenn verða
hlutverki sínu vaxnir. Til þess verða sjálfstæðismenn að standa
og berjast saman, en augljóst er, að það verður því miður ekki,
meðan núverandi stjórnarstefna ríkir. Málefnasamningur og
störf núverandi ríkisstjórnar er fjarlægari stefnu sjálfstæð-
ismanna og hefur komið málefnum þjóðarinnar jafnvel í meira
óefni en dæmi eru til um fyrri vinstri stjórnir áður. Það er því í
senn þjóðarnauðsyn og flokksnauðsyn, að breyting verði á. Það
er því skylda okkar að halda uppi ákveðinni og harðri, en um leið
sanngjarnri og málefnalegri stjórnarandstöðu. Við verðum um
leið að skapa skilyrði innan Sjálfstæðisflokksins til þess að
fylkja öllum sjálfstæðismönnum saman til sátta og samkomu-
lags og afla flokknum aukins fylgis með þjóðinni."
Enginn gengur þess dulinn, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt
í vök að verjast. Og við sjáum þess víða merki, að
stundarframgangur þeirra, sem brjóta leikreglurnar, hefur
slegið marga blindu. Ummæli Geirs Hallgrímssonar um
hyldýpið milli málefnasamnings og starfa ríkisstjórnarinnar og
stefnu Sjálfstæðisflokksins eru í fyllsta samræmi við samþykkt-
ir þingflokks, miðstjórnar og flokksráðs sjálfstæðismanna í
febrúar, þegar stjórnin var mynduð. Það verður því ekki
auðunnið verkefni, sem Geir Hallgrímsson telur nú brýnast, sem
sé að skapa skilyrði til sátta við þá menn, sem telja
stjórnarstefnuna samrýmast sjálfstæðisstefnunni. Hitt er að
sjálfsögðu rétt, að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ekki trausts
meðal þjóðarinnar, á meðan ósamkomulag ríkir um stefnumið
hans. Á þetta hljóta þeir einnig að fallast, sem farið hafa aðrar
hrautir en meirihluti flokksmanna, og væntanlega miða athafn-
ir sínar við það.
Verði hagur flokksins, og þar með þess mikla fjölda sem telur
hann einan færan um að veita þjóðinni trausta forystu, látinn
ráða, þarf ekki að efast um að eftirfarandi hvatningarorð Geirs
Hallgrímssonar falla í góðan jarðveg: „Við skulum takast í
hendur, sjálfstæðismenn, og ganga sameinaðir til nýrrar
baráttu. Það andstreymi, sem við höfum mætt, á að herða okkur
og stæla og verða okkur hvatning til að safna liði á ný.
Verkefnin sem bíða Sjálfstæðisflokksins skortir ekki.“
llya Dzhirkvelov, fyrrverandi starfsmaöur sovésku leyniþjónustunnar KGB, fréttaritari hjá TASS og starfsmaöur á vegum
Sovétríkjanna hjá Alþjóðaheilbrigöisstofnuninni í Genf, ákvaö í apríl á þessu ári aö snúa baki viö Sovétríkjunum. Hann sótti
um hæli fyrir sig og fjölskyldu sína í Bretlandi, eftir aö efasemdir hans um sovéska kerfiö höföu leitt til þess, aö starfsbræður
hans í sovéska sendiráðinu í Genf voru farnir aö beita hann bolabrögöum.
Breska blaöiö The Times fékk einkarétt á viötölum viö Dzhirkvelov eftir aö hann kom til Bretlands og birti þau í fimm
hlutum undir lok maí s.l. Morgunblaöiö hefur fengiö rétt til birtingar á þessum viötölum hér á landi. Af lestri þeirra kynnast
menn hugarheimi manns, sem hefur veriö tannhjól í sovésku valdavélinni, sem er innilokuö og gætir hagsmuna sjálfrar sín
jafnvel betur en ríkisins. Þróttleysi og vonleysi einkennir mat KGB-mannsins fyrrverandi á framtíö sovéska þjóöfélagsins.
Mistökin, sem framkvæmd hafa veriö, eru svo mörg, aö aöeins gjörbreyting getur oröið til bjargar. En KGB og herinn eru
öflugustu máttarstólpar valdavélarinnar og þeir aðilar þrífast aöeins fái þeir tækifæri til aö sýna vígtennurnar.
í öðru viðtalinu lýsir Dzhirkvelov
hlutverki sovéskra blaöamanna erlend-
is og sambandi þeirra við KGB. Sovéskir
fjölmiðlar flytja aðeins fréttir, sem
þjóna málstað Kremlverja. KGB stefn-
ir markvisst að því aö hreiðra um sig í
stofnunum Sameinuðu þjóðanna.
LANDFLÓTTA KGB-MAÐ
UR SEGIR ÁLIT SITT
Á VELDI KREMLVERJA
Séö yfir Genf en þaöan flúði Dzhirkvelov til Bretlands. Hann segir, að í
Genf sé gríðarmikil miðstöö alþjóðanjósna, borgin sé einskonar Tangiers
nútímans.
mannaskýrslum Sameinuðu þjóö-
anna. En allir sovéskir þegnar í
Genf séu aö einhverju leyti njósn-
arar fyrir KGB og þeir gefi allir
skýrslur um viöræöur sínar viö
Vesturlandabúa.
„Genf er gríöarmikil miöstöö
alþjóöanjósna, einskonar Tangi-
ers nútímans."
Þegar Dzirkvelov kom til
Alþjóöaheilbrigöisstofnunarinnar
sagöi yfirmaöur hans honum aö
starf harre yröi ekki metiö eftir því,
hvaöa gagn hann geröi Samein-
uöu þjóðunum, heldur eftir því
upplýsingamagni, sem hann gæfi
KGB. „Því fleiri skýrslum sem þú
skilar, því betri vinnu skilar þú“
var honum sagt, „og því betur
mun þér líöa."
Á hinn bóginn er Genf ekki
njósnasetur sem skilar Sovétríkj-
unum ýkja miklum árangri. Þetta
stafar m.a. af því aö Rússarnir þar
senda skýrslur um þaö sem þeir
halda aö stjórnin í Kreml vilji helst
heyra, þar á meöal um samtöl
sem aldrei áttu sér staö. Önnur
ástæöa er hiö lokaöa og kæfandi
andrúmsloft sem ríkir í Rússaný-
lendunni þar. Aö því er Dzhirk-
velov segir hefur heföbundin fjöl-
skyldufyrirgreiösla sovéska kerf-
isins í för meö sér illindi. Þá keppa
sovéskir njósnarar í Genf einnig
hver viö annan um aö fullnægja
ósk KGB meö þaö fyrir augum aö
mata eigin krók í Moskvu þegar
skyldustörfum þeirra á Vestur-
löndum er lokiö.
Leynt eða Ijóst ræður KG6 yfir öll-
um sovéskum fréttamönnum erlendis
Moskvubúar lesa dagblaðið Sovetskaya Rossiya é gðtu úti. Blöðin birta
ekki annaö efni fré úttöndum en þóknanlegt er Kremlverjum og
fréttaskeyti fré starfsmönnum TASS erlendis eru í höfuðstöðvunum évallt
borin saman við skeyti Reuters til að sjé, hvað raunverulega er aö gerast.
Allir sovéskir fréttaritarar er-
lendis eru njósnarar í þjónustu
KGB aö meira eöa minna leyti. En
samkvæmt því sem llva Dzhirk-
velo segir eru upplýsingar þær, er
þeir senda til Moskvu, oft lagaöar
til, svo aö þær hæfi skoöunum
forystunnar í Kreml á heimsmál-
unum. Af þessu leiöir aö leiötogar
sovétríkjanna fá í hendur rang-
færöar fréttir og grípa jafnvel
stundum til aögeröa sem reistar
eru á afbakaðri mynd af heimsat-
buröum.
Dzhirkvelov var í fullu starfi hjá
KGB til ársins 1956 og er hann
haföi unnið um tíma hjá Blaöa-
mannasambandinu í Moskvu varö
hann fréttaritari sovésku frétta-
stofunnar Tass erlendis, fyrst í
Zansibar (er síöar varö hluti
Tanzaníu) um miöjan sjöunda
áratuginn og síöan í Súdan í
byrjun þess áttunda.
En eins og hann sagði í viötali
sínu viö The Times missti hann
aldrei tengsl sín viö fyrri starfs-
bræöur hjá KGB og starfaöi viö
njósnir í þágu Sovétríkjanna bæöi
í Austur-Afríku og seinna sem
upplýsingafulltrúi hjá Alþjóöaheil-
brigöisstofnuninni í Genf, en þaö
var síöasta starf hans áöur en
hann flúöi.
Eftir því sem Dzhirkvelov segir
eru sumir blaöamenn þaö sem
hann kallar „hreinir blaöamenn",
en aörir eru einfaldlega
KGB-njósnarar sem hafa blaöa-
mennskuna aö yfirskyni. „Hreimr"
blaöamenn senda upplýsingar
sínar til Tass sem annast dreif-
ingu þeirra eftir sínu mati, en
„KGB“ blaöamenn hafa eigin
sambönd.
Þegar öllu er á botninn hvolft
gegna þó báöir sama hlutverki
þar eö báöir eru tæki hinnar
sovésku utanríkisstefnu. Dzhirk-
velov segir aö störf sovésks
blaöamanns séu skilgreind sem
pólitískar njósnir, hvort sem hann
vinnur beint fyrir KGB eöa ekki.
Þaö efni sem berst til sovéskra
blaöa er gjarnan hlutdrægt og
sérstaklega valiö, en bað sem
berst yfirvöldum er hinsvegar nær
raunveruleikanum. Dzhirkvelov
staöhæfir þó aö yfirvöld kjósi
fremur að fá atburöi „túlkaöa" á
þann veg, aö þeir ýti undir þá trú
þeirra, aö málstaöur kommúnism-
ans — eöa a.m.k. Sovétríkjanna
— vinni smám saman á um allan
heim, og leiöi gjarnan hjá sér
fréttir sem eru þeim síður aö
skapi eöa skýra frá óþægilegum
staöreyndum.
Þegar Dzhirkvelov var fréttarit-
ari bæöi í Khartoum og Zansibar
reyndi hann aö eigin sögn marg-
oft aö gera yfirvöldum viövart um
aö staöa mála væri ekki eins
hagstæö Sovétríkjunum og taliö
var. Á báöum stööum fékk hann
þau fyrirmæli, aö hann skyldi
komast í náiö samband viö
stjórnarráðsstarfsmenn, einkum
þá sem álitnir voru vinveittir
Rússum.
„Mér var skylt" sagöi hann í
samtali sínu viö The Times „aö
kynnast frammámönnum, komast
aö innbyröis sambandi þeirra,
gefa skýrslur um breytingar, sem
lágu í loftinu, og svo framvegis.
Þar eö ég var biaöamaöur gat ég
spurt spurninga sem ósvikinn
KGB-njósnari heföi ekki getaö."
Dzhirkvelov skýröi frá því, aö í
Khartoum hafi hann átt fund meö
starfsmanni KGB á hverjum
morgni klukkan níu og þar gefiö
nákvæma skýrslu um viöræöur
sínar viö súdanska ráöamenn.
Hann tók einnig aö sór njósna-
verkefni eftir beiöni.
1971 komst hann aö því sér til
mikillar skelfingar, aö stjórnin í
Moskvu áleit án minnstu raka aö
jarðvegur væri í Súdan fyrir
valdatöku þeirra er voru hallir
undir Sovétríkin. Þekking
Dzhirkvelovs á stjórnmálaástand-
inu gaf allt annað til kynna og
hann segist hafa ráölagt stjórn-
völdum í Moskvu og sovéska
sendiráöinu í Súdan samkvæmt
því.
Þegar til kom var uppreisn
kommúnista í júlí 1971 skamm-
vinn, samsærismenn voru teknir
höndum og skotnir og sovéski
sendiherrann var beöinn um aö
yfirgefa landiö. Dzhirkvelov fór frá
Súdan skömmu síöar svo lítiö bar
á.
Eftir ófarirnar í Súdan starfaöi
Dzhirkvelov um nokkurra ára
skeiö sem aöalritstjóri erlendra
frétta hjá Tass í Moskvu. Hann
var nú bendlaöur viö KGB í
augum afrískra leiötoga og
Kaunda forseti meinaöi honum aö
koma til Zambíu áriö 1975 þegar
Tass-fréttastofan haföi skipaö
han fréttaritara sinn í Lusaka.
Áriö 1977 var hann sendur til
Alþjóöaheilbrigöisstofnunarinnar í
Genf sem upplýsingafulltrúi.
Dzhirkvelov staöfestir aö þaö
sé stefna KGB aö koma ár sinni
fyrir borö í stofnunum Sameinuöu
þjóöanna og öörum alþjóöastofn-
unum.
En honum finnst aö athyglin
hafi um of beinst aö háttsettum
sovéskum embættismönnum inn-
an skriffinnskubákns Sameinuöu
þjóðanna, eins og Geliy Dneprov-
sky, starfsmannastjóra SÞ í Genf.
Dzhirkvelov segir aö Dnepro-
vsky sé mikilvægur vegna þess aö
hann hefur aögang aö starfs-
Af öllu þessu leiöir síöan, aö
enn fleiri „lygaupplýsingar” berast
inn í áróöurs- og njósnakerfi
Sovétmanna sagöi Dzhirkvelov í
viötali sínu viö The Times.
Hann telur að þetta ástand geti
ekki varaö mikiö lengur, sérstak-
lega þar sem biliö milli hlutlægs
sannleika og sovésku útgáfunnar
veröur sovésku þjóöinni stööugt
Ijósara fyrir tilstilli vestrænna út-
varpssendinga á rússnesku. Níu-
tíu og níu prósent þeirra Rússa,
sem fylgjast vilja með stjórnmál-
um, hlusta á BBC og Voice of
America — og þaö gera sovésku
leiðtogarnir reyndar einnig sjálfir.
„Það kom fyrir oftar en ekki aö
viö hlustuöum á fréttirnar frá BBC
fremur en frá okkar eigin fréttarit-
urum, og þegar okkar menn
senda fréttaskeyti berum viö þau
alltaf saman viö Reuter til aö sjá
hvaö er raunverulega aö gerast."
Vegna hinna „ört vaxandi"
áhrifa BBC og VOA útvarpsstööv-
anna á síöustu árum hafa yfirvöld
í Sovétríkjunum endurmetiö áróö-
ursaöferöir sínar. í fyrra bárust
fyrirmæli frá miöstjórninni til
Pravda þar sem mælt var fyrir um
starfsaöferöir, er væru meira
„sannfærandi" og aö tilraunir til
aö „fegra" ástandið í sovéskum
fjölmiölum væru „markvissar".
í plagginu sagöi aö „tilhneiging
til staölauss oröagjálfurs og há-
fleygra áróöurssetninga væri
óeölilega sterk." Skipuö var nefnd
undir stjórn fyrrverandi forstjóra
Tass, Leonid Zamyaitn, í þeim
tilgangi aö hressa upp á ástandiö.
Aö áliti Dzhirkvelovs er allt
áróöurskerfiö eftir sem áöur stirö-
busalegt og gegnsýrt af „lygaupp-
lýsingum". Hann segir aö margir
hafi roönaö bæöi hjá Tass og
KGB þegar Robert Mugabe var
kjörinn forsætisráöherra í Zimba-
bwe, en Moskvuliöar höföu haldiö
því stíft fram aö slíkt myndu
„bresku heimsvaldasinnarnir"
aldrei leyfa.
Guðmundur H. Garðarsson:
Að hafa það sem
sannara reynist
Þorsteinn Thorarensen fyrrum
blaðamaður en nú bókaútgefandi
skrifaði athyglisverða grein í
Dagblaðið 11. júlí s.l., sem hann
nefndi: Lygarar. Þessi grein gæti
verið ýmsum, sem hafa það fyrir
atvinnu að draga úr tiltrú fólks á
störfum forystumanna atvinnu-
lífsins, holl lesning. í grein sinni
segir Þorsteinn m.a.:
Fröken lygi
„Fröken lygi kemur fram í svo
margvíslegum myndum í hvirf-
ilstraumum samfélags og sálar-
lífs manna, að ekki yrði lát á, þó
þúsund sálfræðingar fengju
styrki bæði úr raunvisinda- og
„hugvisinda" sjóðum til að rann-
saka hana. Hún getur birst i
ólíklegum myndum. jafnvel þögn-
in ein getur verið hræðileg ósann-
indi. Hún getur líka gagntekið
svo heil þjóðfélög. að þau veri
eins og ormapyttur, og einstakl-
inga svo að þeir geti ekki greint í
sundur rétt og rangt. Það er
orðað svo: „Siðferðilegi botninn
er dottinn úr honum".
Þessi tilvitnun kom upp í huga
minn, þegar ég las leiðara Þjóð-
viljans í helgarblaði 12.—13. júlí
s.l., en þar segir m.a.:
„Ekki skortir á að atvinnurek-
endur minni á þessa staðreynd
þegar á bjátar í rekstrinum og eru
sumir ærið fljótir að grípa til
uppsagnarsvipunnar í þeim til-
gangi að fá ríkisvaldið til að lappa
upp á reksturinn."
Með þessum orðum er beinlínis
logið til um raunverulegar orsakir
þess, að mörg hraðfrystihús hafa
þurft að grípa til þess óyndisúr-
ráðs að segja upp starfsfólki
vegna þess, að starfsgrundvöllur
hraðfrystihúsanna hefur brostið.
Megin orsök þess er óstjórn í
efnahagsmálum, sem hefur fram-
kallað 60—70% verðbólgu. Það er
verðbólgustig, sem eyðileggur
allt svigrúm af hálfu atvinnuveg-
anna til að mæta erfiðum mark-
aðs- og söluaðstæðum erlendis.
Afleiðingar
60-70%
verðbólgu
En það eru fleiri aðilar en
atvinnureksturinn i landinu sem
berjast nú i bökkum. Það væri
fróðlegt fyrir umræddan ritstjóra
Þjóðviljans að láta fara fram
skoðanakönnun meðal almennings
um það, hvernig núverandi verð-
bólgustig 60—70% er að leika
afkomu heimilanna. Kannski rit-
stjórinn sjálfur eða forveri hans
vildu gerast svo lítillátir að kanna
hag og afkomu þúsunda ungs
fólks i landinu, sem berst nú i
bökkum fyrst og fremst vegna
þess að 60—70% verðbólga, er að
gera þessu fólki ókleift að greiða
niður afborganir og vexti af
visitölutryggðum lánum.
Það skyldi þó ekki vera þessu
fólki óviðkomandi, hvernig at-
vinnurekstri landsmanna reiðir
af? Og það skyldi þó ekki vera, að
það hefði einhverja þýðingu fyrir
þetta fólk eins og atvinnuvegina,
að verðbólga á Islandi sé ekki
meiri, en í helztu viðskiptalöndum
okkar. Talið er að verðbólgan í
Bandaríkjunum sé nú um 12%, á
Bretlandi um 22% og mun lægri í
flestum öðrum löndum Vestur-
Evrópu. I Sovétríkjunum er engin
verðbólga, enda ákveða valdhafar
þessa sósíalíska ríkis kaup og
verðlag. Engar eða litlar kaup-
hækkanir er þýða engar verð-
hækkanir.
Gott samstarf
Það er munur eða á íslandi
með sín 60—70%. Þess vegna er
það röng ályktun og vísvitandi
blekking, þar sem segir í sama
umrædda leiðara:
„En allajafna þykjast atvinnu-
rekendur og sölusamtök þeirra í
frystiiðnaði komast vel af án
afskipta ríkisvalds eða einstakl-
inga sem þykjast geta gert betur
en stóru einokunarsamtökin. Með
tilliti til þess sem fram hefur
komið á undanförnum vikum virð-
ist þó vera full ástæða til þess að
ætla að þverbrestir séu á flestum
sviðum. Skipulag vinnslu og veiða
er í molum, vinnslugæðum fer
hrakandi og ýmsir þættir í mark-
aðsöflun hafa verið vanræktir."
Ég veit ekki betur en að aðilar
vinnumarkaðarins, launþegar og
vinnuveitendur, sem og sölusam-
tökin hafi viljað hafa gott sam-
starf við ríkisvaldið á hvcrjum
tíma. En ég geri ráð fyrir því, að
fólk virði þessum aðilum það til
vorkunnar, að hafa takmarkaðan
áhuga fyrir því að fá pólitíska
erindreka til ráðgjafar um mál,
sem þá skortir alla þekkingu og
reynslu um. Afskipti slíkra tíma-
bundinna valdamanna af fram-
leiðslu- og sölumálum gætu orðið
þjóðinni dýrkeypt.
Þeir ættu að
ræða við
Lúðvík Jósepsson
Þá er það órökstudd fuilyrðing,
sem lýsir miklum sjálfbirgings-
hætti eða þekkingarleysi á mál-
efnum sjávarútvegs og fiskiðnaðar
að halda því fram að það virðist
„vera full ástæða til þess að ætla
að þverbrestir séu á flestum svið-
um“. Ég vildi gjarnan fá að sjá
formúlu Þjv. um fullkomleikann.
Ætli maðurinn verði ekki að sætta
sig við það að ekkert er 100% í
samskiptum og störfum manna.
Það hefur jafnvel orðið þverbrest-
ur hjá Þjóðviljanum sjálfum í
þessum efnum.
Ég held, að það gæti verið gott
fyrir leiðarahöfunda Þjóðviljans
að fara í smiðju hjá Lúðvíki
Jósepssyni og forustumönnum
Sildarvinnslunnar hf.. i Neskaup-
stað áður en þeir halda áfram
lygum sínum og árásum á for-
ustuaðila í framleiðslu- og sölu-
málum frystra sjávarafurða. Og
þá alveg sérstaklega til að fá
skýringar á uppbyggingu markaðs
og sölukerfa íslendinga í sölu
frystra sjávarafurða í Bandaríkj-
unum og einnig til þess að vera
betur upplýstir um það sem segir í
leiðaranum „góða“ frá 12.—13. júlí
s.l.:
„Þannig hafa t.a.m. markaðs-
möguleikar í Austur-Evrópuríkj-
um verið hundsaðir, enda þótt
Norðmenn fúlsi ekki við þeim.
Sömuleiðis eru möguleikarnir í
Vestur-Evrópu hvergi nærri full-
nýttir. Það er fyrst nú sem
sölusamtökin íslensku virðast
vera reiðubúin að snúa sér að
þeim af fullum þunga.“
Þjóðviljamenn muna kannski
ekki eftir áhrifum þess á sam-
keppnisaðstöðu ísiands í Vestur-
Evrópu. að ísland stóð utan Efta
fram til ársins 1970. Þá má
minna á neikva-ð áhrif landhelg-
isdeilunnar á helstu mörkuðum
Evrópu. Þá var ekki ónýtt að
hafa sterka söluaðstöðu í Banda-
ríkjunum. Án hennar hefðu ís-
lendingar aldrei sigrað i land-
helgisdeilunum frá 1972—1976.
Glöggur maður sagði einu sinni
við þann, sem þetta ritar: „Það er
vita tilgangslaust fyrir þann, sem
ekki hefur reglulegan aðgang að
dagblaði til að skrifa leiðara, að
reyna að svara lygum og óhróðri,
sem kann að birtast í einhverju
dagblaðanna. Þótt skrifuð sé
svargrein um sannleikann og stað-
reyndir til andmæla, þá munu
óvandaðir ritstjórar halda áfram
að hamra á dylgjum, óhróðri og
ósannindum í annarlegum til-
gangi.“ Þessar aðferðir minna á
vinnubröð Göbbels á nazistatíma-
bilinu og ófrægingarherferðirnar
á hendur ónefndum íslenzkum
stjórnmálum, sem lögðu grunninn
að tryggingu sjálfstæðis íslands í
öryggis- og varnarmálum.
Glöggt er
gests auga
Að undanförnu er margsinnis
búið að skýra frá þvi í fjölmiðlum
að sölumál íslendinga hafi geng-
ið mjög vel á liðnum árum.
Sölukerfin hafa tekið við hinni
miklu aflaaukningu og er nú svo
komið að útflutningur íslands á
frystum sjávarafurðum er um
140.000 smálestir á ári. Er það
um 50% meiri útflutningur en
var fyrir nokkrum árum. Ef
meðalnýting við frystingu væri
um 38% jafngildir þetta um
364.000 smálestum af fiski upp
úr sjó.
Þótt sumir menn geti ekki eða
vilji ekki sjá, hversu vel hefur
verið staðið að þessum málum, en
auðvitað má alltaf gera betur,
ætla ég að leyfa mér að vísa í
ummæli gjörkunnugs manns á
sölumálum fiskafurða. Manns,
sem er íslendingum algjörlega
óháður, en hefur gott yfirlit yfir
þróun þessara mála. Þannig vill
nú til að hérlendis hefur dvalið
undanfarið Peter Hjul ritstjóri
hins virta og útbreidda rits um
sjávarútvegs-, fiskiðnaðar- og
sölumál, Fishing News Internat-
ional.
í viðtali i Morgunhlaðinu 13.
júlí s.l. segir Peter Hjul orðrétt.
er hann er spurður að þvi hvort
íslendingar hafi lagt um of á eina
hönd með hinni miklu fisksölu til
Bandarikjanna: „AIls ekki. —
Það er eðlilegt að þið hafið lagt
áherzlu á Bandaríkjamarkað. Þið
viljið eðlilega fá eins hátt verð
fyrir afurðir ykkar og kostur er.
Og þið hafið mjög sterka mark-
aðsaðstöðu í Bandaríkjunum.
Þetta má þakka fráha'rri vöru.
— betri vöru en aðrir geta boðið.
Þið íslendingar haíið byggt upp
mjög öflugt og virkt sölukerfi.
svo jafnvel aðrar þjóðir dást að
og vilja líkja eftir. Þannig sagði
Romeo Bianc, sjávarútvegsráð-
herra Kanada fyrir skömmu þeg-
ar hann var að ra>ða um mark-
aðsmöguleika Kanadamanna í
Bandaríkjunum og hvernig efla
ba ri þann markað, að hann vildi
að Kanadamenn fylgdu forda'mi
fslendinga í uppbyggingu sölu-
keríis."