Morgunblaðið - 20.08.1980, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980
WIKA
Þrýstimælar
Allar stæröir og gerðir.
SöytrOðiMg)(y(r
Veaturgötu 16, 8Ími 13280
67 þúsund
haf a séð
Oðal feðr-
anna
ÁHORFENDUR að kvikmynd-
inni Óðali feðranna eru nú orðnir
um 67 þúsund. Kvikmyndin hef-
ur verið sýnd víðs vcgar um
landið og er fyrirhugað að taka
hana til endursýningar í Reykja-
vík um mánaðamótin septem-
ber—október í Laugarásbíói.
Tónlistin úr myndinni var gefin
út á hljómplötu og öðlaðist vin-
sældir og hefur selst í rúmlega
3000 eintökum.
Óðal feðranna verður frumsýnd
í Stokkhólmi um mánaðamótin
september—október, í Los Angel-
es þann 7. nóvember og í New
York-borg 12. nóvember.
Ferðahandbók
fyrir börn kom-
in á markaðinn
FYRIR nokkru sendi Bókaútgáf-
an Saga frá sér ferðabækling á
íslensku og ber hann heitið
„Ferðahandhók barna (1) fjöl-
skylduferðir i nágrenni Reykja-
víkur“. Eins og heitið ber með sér
er bæklingurinn ætlaður íslensk-
um börnum. sem eru að skoða
eigið land með fjölskyldu eða
kunningjum.
I bæklingnum eru hugleiðingar
um náttúruskoðun almennt, hvers
við förum á mis ef við ökum beint
af augum eftir þjóðveginum, án
þess að stansa eða gefa gaum að
því, sem fyrir augun ber. Einnig
eru ábendingar um auðveldar
gönguleiðir í nágrenni Reykjavík-
ur, um undirbúning, umgengni og
bent er á nokkrar bækur sem gott
er að hafa með í ferðir.
Ferðahandbók barnanna er ætl-
að að svara spurningum um um-
hverfið og náttúruna, en ákveðið er
einnig að gefa út röð af handbókum
handa ungum náttúruskoðendum.
Siglfirðingar
ágirnast síldina
SÍKlufirði 18. áKÚst.
UNDANFARIÐ hefur orðið vart
síldar í talsverðum mæli úti af
Siglufirði og á Grímseyjarsundi.
Margir Siglfirðingar hafa rætt um
að nýta sér þessar síldargöngur og
salta síldina og fullvinna á Siglu-
firði hjá Sigló-síld og Egils-síld.
Síld fyrir þessar verksmiðjur hef-
ur undanfarið verið flutt frá Höfn,
Vestmannaeyjum og fleiri stöðum.
- mj.
Sjónvarp kl. 21.20:
Kristur nam
staðar í Eboli
Klukkan 21.20 í kvöld er á dagskrá sjónvarpsins
þriðji hluti myndarinnar „Kristur nam staðar í
Eboli". I þættinum gerist það að Levi býr í nýja
húsnæðinu með ráðskonunni sem en dálítið sér-
kennileg. Með hennar hjálp, eða í gegnum hana
kynnist hann hugarheimi fólksins. Hann kynnist
Ameríkuförunum, sem komnir eru aftur, og sér
ástæðurnar fyrir brottflutningi og heimflutningi. í
myndinni kemur einnig fram að hugmyndir Levis
eru að mótast um sögulegar og menningarlegar
orsakir ástandsins á Suður-Ítalíu. Hann fer að
hugsa um ástandið, þ.e.a.s. örbirgð fólksins á
S-Italíu og hvað sá hluti er mikið aftur úr og af
hverju hann hefur slitnað frá N-Ítalíu.
Útvarp kl. 17.20
Lögreglustöð-
in heimsótt
Á dagskrá útvarpsins í dag
klukkan 17.20 er litli barnatím-
inn. Sjö krakkar úr Norðurbæn-
um í Hafnarfirði fara í heim-
sókn á lögreglustöðina á
Hlemmtorgi í Reykjavík og þar
tekur Baldvin Ottóson á móti
þeim og sýnir þeim húsið og
segir frá starfi lögreglunnar.
Hann sýnir þeim einnig hvar
fjarskipti fara fram. Börnin eru
á aldrinum fimm til níu ára.
Útvarp kl. 22.35
Reynt að
bregða upp
mynd af
alheiminum
„MILLI himins og jarðar" nefnist
þáttur sem hefst í útvarpinu
klukkan 22.35 í kvöld. Alls verða
þættirnir sex, og í þessum fyrsta
þætti verður reynt að bregða upp
mynd af alheiminum, þ.e.a.s reynt
að gera grein fyrir sjálfu kerfinu
og síðan farið út fyrir, og reynt að
segja úr hverju alheimurinn er og
hvað finnist þar. Saga stjörnu-
fræðinnar verður rakin í stuttu
máli eiginlega er þessi þáttur
inngangur að hinum fimm.
Útvarp Reykjavík
A1IÐMIKUDKGUR
20. ágúst
MORGUNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar
7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. I>ul-
ur velur og kynnir.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.) Dagskrá. Tón-
leikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund harnanna:
„Kolur og Kolskeggur“ eftir
Barböru Sleight. Ragnar
Þorsteinsson þýddi. Margrét
Helga Jóhannsdóttir les (7).
9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Kirkjutónlist
Ann-Marie Conners, Elisabet
Erlingsdóttir, Sigríður E.
Magnúsdóttir og Polýfón-
kórinn syngja með kammer-
sveit „Gloria“ eftir Antonio
Vivaldi; Ingólfur Guð-
brandsson stj.
11.00 Morguntónleikar.
Kammersveitin i Stuttgart
leikur Hljómsveitarkonsert
nr. 4 í f-moll eftir Giovanni
Battista Pergolesi; Karl
Múnchinger stj. / Elly Amel-
ing og Enska kammcrsveitin
flytja „Exultate Jubilate“,
mótettu (K165) eftir Mozart;
Raymond Leppard stj. / Sin-
fóníuhljómsveit útvarpsins í
Ilamborg leikur Strengja-
serenöðu í E-dúr op. 22 eftir
Antonin Dvorák; Hans
Schmidt-Isserstedt stj.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikasyrpa.
Tónlist úr ýmsum áttum,
þ.á m. léttklassisk.
SÍÐDEGIÐ
14.30 Miðdegissagan: „Sagan
um ástina og dauðann" eftir
Knut Hauge.
Sigurður Gunnarsson les
þýðingu sína (16).
15.00 Popp.
Dóra Jónsdóttir kynnir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar
Björn Guðjónsson og Gísli
Magnússon leika Trompet-
sónötu op. 23 eftir Karl O.
Runólfsson / Gérard Souzay
syngur lög eftir Gabriel
Fauré; Jacqueline Bonneau
leikur á píanó / Vladimir
Horovitsj leikur á píanó
„Kreisleriana“ op. 16 eftir
Robert Schumann.
17.20 Litli barnatíminn.
Stjórnandinn. Oddfríður
Steindórsdóttir, fer ásamt
nokkrum börnum úr Norður-
bænum i Hafnarfirði i heim-
sókn í lögreglustöðina við
Illemm.
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDID
19.00 Frettir. Tilkynningar.
19.35 Samleikur i útvarpssal.
Helga Þórarinsdóttir og
Anna Taffel leika á viólu og
pianó Sónötu op. 120 nr. 1
eftir Jóhannes Brahms.
20.00 Hvað er að frétta?
Bjarni P. Magnússon og
Ólafur Jóhannsson stjórna
frétta- og forvitnisþætti
fyrir og um ungt fólk.
20.30 „Misræmur“, tónlistar-
þáttur í umsjá Þorvarðs
Árnasonar og Ástráðs Ilar-
aldssonar.
21.10 Fuglar.
Þáttur i umsjá Hávars Sigur-
jónssonar.
21.30 Píanósónata nr. 11 í
A-dúr (K331) eftir Mozart.
Wilhelm Backhaus leikur.
21.45 Útvarpssagan: „Sigmars-
hús“ eftir Þórunni Elfu
Magnúsdóttur. Höfundur les
(8).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 „Milli himins og jarðar"
Umsjónarmaður: Ari Trausti
Guðmundsson. Fyrst þáttur.
Um stjörnufræði almennt og
uppbyggingu alheimsins.
23.05 Kvöldtónleikar.
a. „Alcina", forleikur eftir
G.F. Ilándcl. Fílharmoníu-
sveit Lundúna leikur; Karl
Richter stj.
b. Tvær aríur, „O, let me
weep" og „Allcluia" eftir
Henry Purcell. Sheila
Armstrong syngur. Martin
Isepp leikur með á scmbal.
c. Obókonsert í c-moll eftir
Benedetto Marcelli. Renato
Zanfini leikur mcð Virtuosi
di Roma kammersveitinni.
d. Sónata í G-dúr fyrir selló
og sembal eftir J.S. Bach.
Josef Chuchro og Zusana
Ruzicková leika.
23.45 Fréttir.
Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGÚR
20. ÁGÚST
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og
dagskrá
20.35 Kalevala
Fimmti þáttur.
Þýðandi Kristín Mántylá.
Sögumaður Jón Gunnars-
son.
20.45 Frá Listahátíð 1980
fyrri dagskrá frá tónleik-
um óperusöngvarans Luci-
anos Pavarottis í Laugar-
dalshöll 20. júni.
Sinfóniuhljómsveit íslands
leikur.
Stjórnandi Kurt Herbert
Adler.
Stjórn upptöku Kristín
Pálsdóttir.
Síðari dagskrá frá tónleik-
unum verður send út
sunnudagskvöldið 24. ág-
iict lfl 9A ^O
21.20 Kristur nam staðar í
Eboli
Þriðji þáttur.
Efni annars þáttar:
Levi kemst ekki hjá þvi að
stunda læknisstörf í þorp-
inu, og þannig verður hann
kunnugur fólkinu. Systir
hans kemur í heimsókn og
hvetur hann til dáða. Levi
fær eigið húsnæði og ráðs-
konu.
Þýðandi Þuríður Magnús-
dóttir.
22.10 Fiskimenn i úlfakreppu
(Spying for Survival; bresk
heimildamynd)
Þegar Bretar gengu i Efna-
hagsbandalagið, urðu þeir
að opna landhelgi sina
fiskiskipum bandalags-
þjóðanna. Bandamenn
þeirra, einkum Frakkar,
virða oft að vettugi ákvæði
um möskvastærð og friðun
fiskstofna, enda veiða þeir
nú tvöfalt meiri fisk á
þessum slóðum en Bretar
sjálfir.
Þýðandi Bogi Arnar Finn-
bogason.
22.35 Dagskrárlok