Morgunblaðið - 20.08.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 20.08.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980 5 99 til Tvær af Áttum FluKleifla á Luxemburj<arfluKvelli Einar Ólafsson forstjóri Cargolux: Getur brugðið beggja vona um stofnun nýs félags Erfiðleikar i flugrekstri i 1-1V2 ár Ekki lengur inn- anfélagsmál held- ur milliríkjamál - segir framkvæmdastjóri FEP „I>AÐ er auAsætt. að FluKleiðir fara ekki að lðKum hvað varðar uppsagnir þessara átján starfsmanna hér í LuxemhorK ují við erum ákveðnir í að láta á það reyna fyrir dómsstólum. verði ekki fundin lausn á málinu. sajíði framkva-mdastjóri HandalaRs skrifstofumanna hjá einkafyrirtækjum í Luxemhorjí. FEP. í samtali við Mhl. í KærdaK. Mhl. reyndi ennfremur að ná í Jaques Santer. atvinnumálaráðherra Luxemhorjíar. eh hann var sajjður í sumarleyfi ojí ráðuneytisstjóri hans vildi ekki tjá síjí um málið. 44 MORGUNBLAÐIÐ hafði samband í Ka r við Einar ðlafsson forstjóra Cargolux ojt innti frétta af ganxi mála i viðræðum Flugleiða. Cargo- lux og flugfélaga í Luxemborg um stofnun nýs flugfélags á Norður- Atlantshafsleiðinni. I frétt Morg- unblaðsins i gær úr hlöðum i Luxemborg var sagt að Luxem- borgarar vildu eiga 51% i sliku nýju flugfélagi. en Einar kvaðst aldrei hafa heyrt að Luxemborgar- ar vildu eiga meirihluta og reyr.d- ar kvað hann ekki heldur hafa komið fram hjá talsmonnum Flugleiða að þeir vildu endilega eiga meirihluta í slíku fyrirtæki. „Það hefur margt verið til um- ræðu á þessum fundum," sagði Einar,“ en ennþá er aðeins um að ræða áþreifingar um það á hvern hátt málið verði höndlað." Aðspurð- ur um líkurnar fyrir stofnun nýs flugfélags svaraði Einar: „Það get- ur að mínu mati brugðið til beggja vona hvort af stofnun félagsins verður eða ekki.“ Um uppsagnir 18 starfsmanna Flugleiða í Luxemburg sagðist Ein- ar ekki vita hvað lægi að baki, en þegar hann var spurður álits á stöðunni í flugrekstrinum á Atl- antshafsleiðinni sagði hann: „Staðan er geysilega erfið á þessari leið og það er reyndar erfitt hvarvetna í flugbransanum í dag. Það er enginn ofsæll af starfi á þeim vettvangi og ég tel að þetta muni verða erfitt í næsta 1—1 Vfe ár vegna þess að framboð af flugvélum er allt of mikið og fargjalda stríðið eins og það er. Öll stóru ríkisreknu fyrirtækin eins og Lufthansa, Air France og SAS geta leyft sér ákveðna hluti í þeim efnum, því þeir geta fremur möndlað með fé í rekstrinum en einkafyrirtæki eins og Flugleiðir, Laker, bandarísku félögin og önnur félög sem verða að byggja á því að reksturinn standi undir sér. Milljónaþjóðir hafa mun betri aðstöðu í þessum efnum heldur en smáþjóðir eins og Islendingar og Luxemborgarar, en þegar litið er á stöðuna í heild er ekkert undarlegt að Flugleiðir skuli vera í vandræð- um. Fargjöldin eru of ódýr og það er margt fleira sem kemur til í flugrekstrinum almennt. Spurning- in er um það hvort að hægt sé að þrauka af, því auðvitað kemur að því að menn hætti að verðleggja þjónustuna eins vitlaust og gert er nú. Ég tel að það sé einlægur vilji stjórnvalda í Luxemborg að hjálpa Flugleiðum að einhverju leiti í stöðunni, en að sjálfsögðu er það erfitt pólitískt séð að veita erlendu flugfélagi beinan fjárhagslegan stuðning. Nú hafa seglin verið rifuð nokkuð og menn eru að velta því fyrir sér hvað bezt sé að gera fyrir framtíðina, hvort aðgengilegar leið- ir séu út úr þessari erfiðu stöðu.“ „Þá finnast okkur það mjög einkennileg vinnubrögð af hálfu Flugleiða, að láta hvorki kóng né prest vita, fyrr en upssagnar- bréfið er borið í hendur þessara starfsmanna, auk þess sem okkur finnst það alveg út í hött, að segja þessum starfsmönnum upp á sama tíma og verið er að ræða stofnun nýs flugfélags, sem myndi væntanlega taka við öllu þessu starfsfólki," sagði fram- kvæmdastjórinn ennfremur. Aðspurður um möguleika á stofnun nýs flugfélags sagði hann möguleikana fyrir hendi, en hvort Flugleiðir yrðu inni i þeirri mynd væri erfitt að sejya. Það væri alls ekki loku fyrir það skotið að flugfélögin í Luxem- borg leituðu á einhver önnur mið, ef Flugleiðamenn héldu upptekn- um hætti. „Annars finnst okkur þetta mál alls ekki vera neitt innanfé- lagsmál Flugleiða lengur, þetta er orðið milliríkjamál, því miklir fjármunir og atvinnuöryggi er í veði. Við höfum þegar óskað eftir því við forsætisráðherra Lux- emborgar, að hann láti þegar taka upp viðræður við islenzk yfirvöld um þessi mál. Það þýðir greinilega ekki að ræða þessi mál við forystumenn Flugleiða," sagði framkvæmdastjórinn ennfremur. Það kom ennfremur fram, að auk þessara átján starfsmanna, sem þegar hefur verið sagt upp störfum, eru í kringum 35 starfs- menn í FEP, sem starfa að málum tengdum starfsemi Flug- leiða í Luxemborg. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi: „Það er sýnileg tregða í stofnun nýs flugfélags64 Farið að lög- um um uppsagn- ir starfsfólks „VIÐRÆÐUR Flugleiða við Lux- emborgara og aðra aðila varðandi stofnun nýs flugfélags á leiðinni Luxemborg-Bandarikin m.a., eru búnar að standa lengi og Flug- leiðamenn gerðu sér vonir um að Luxemborgarar kæmu inn í þetta með þeim hætti að stofnað yrði flugfélag sem myndi gera átak í að viðhalda þeim flugrekstri sem hef- ur verið á þessari leið sl. 25 ár. en það er sýnileg tregða i framgangi málsins. Viðræðum er þó ekki lokið, en það heíur ekkert komið inn í myndina í þessum viðræðum að Luxemborgarar vildu eiga 51% í slíku fyrirtæki.“ sagði Sveinn Sæmundsson hlaðafulltrúi Flug- leiða i samtali við Mbl. i gær þar sem hann var m.a. spurður um frásögn blaða í Luxemborg af þessum viðræðum. Eins og sagt var frá í Mbl. í gær, kom þar fram að aðilar í Luxem- borg vildu eiga a.m.k. 51% í nýju flugfélagi á þessari leið. Sveinn sagði að uppsagnirnar hjá 18 starfsmönnum í Luxemborg kæmu til fyrst og fremst vegna þess að nú kæmi vetraráætlun til fram- kvæmda og umsvif í fluginu væru minnkandi. „Þetta hefur verið ófremdarástand sl. tvö ár og það segir til sín, en á allan hátt er farið að Luxemborgarlögum í sambandi við þessar uppsagnir." (OMIC) iráA OMIC REIKNIVÉUN Eft HRHINGI FYRIRFEftMÍHINNI OG TÖLUVEftT ÓDÝRARI Nú hefur ný reiknivél bæst i Omic fjöl- skylduna, - Omic 410 PD. Þessi nýja Omic vél er lítil og lipur. Hún gengur fyrir rafhlöðum jafnt sem rafmagni. Omic 410 PD skilar útkomu bæði á strimli og með Ijósatölum. Hún vinnur að öllu leiti verk stærri véla bæði fljótt og vel. Við byggjum upp framtíð fyrirtækis þins. Þegar Omic reiknivélarnar komu fyrst á markaðinn voru þær sérhannaðar samkvæmt óskum viðskiptavina Skrif- stofuvéla h.f. Á örfáum vikum urðu Omic 312 PD, Omic 210 PD og Omic 210 P, sannkallaðar metsöluvélar. Komið og kynnist kostum Omic. Verðið og gæðin tala sínu máli. £ SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % r* X ~ Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.