Morgunblaðið - 20.08.1980, Side 18

Morgunblaðið - 20.08.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980 ERLENDAR FRÉTTIR 1STUTTU MÁLI 80 farast í sprengingu í Iran AÐ minnsta kosti 80 manns fórust og 45 slösuðust þegar gífurleg sprenging varð í vöru- geymslu þar sem sprengiefni voru geymd í Kuzestan héraði í íran. Iranska fréttastofan Pars skýrði frá þessu í dag. Orsakir sprengingarinnar eru sagðar skammhlaup. Andstaða arabískra írana hefur verið hörð í hinu olíuauð- uga Kuzestan og skemmdar- verk verið tíð. Tekere látinn laus EDGAR Tekere, ráðherra í stjórn Zimbabwe var í dag látinn laus úr varðhaldi, gegn tryggingu. Hann er ásakaður um morð á hvítum bónda. Ferðir ráðherrans hafa verið takmarkaðar og lögreglumenn fylgja honum hvert sem hann fer. Hann hefur verið í haldi frá 6. ágúst. Tekere er 43 ára gamall og er áhrifamikill ráð- herra í stjórn Roberts Mug- abes í Zimbabwe. Leitað í líkum í Ecuador HJÁLPARSVEITIR leita nú að líkum í rústum húsa í borginni Guayaquil í Ecuador eftir öflugan jarðskjálfta, sem mældist á bilinu 7 og 8 á richterkvarða. Að minnstó kosti 6 fórust og 50 slösuðust. FlóðíKína MIKIL flóð hafa verið í Suður og Mið-Kína að undanförnu og valdið miklu tjóni. Þúsundir húsa hafa farið undir vatn og liðlega 500 þúsund hektarar lands hafa farið undir vatn. Flóð á Indlandi AÐ MINNSTA kosti 800 manns hafa farist í flóðum á Norður og Mið-Indlandi. 60 kommúnískir innrásarmenn felldir í Thailandi YFIR 60 kommúnískir innrás- armenn hafa verið felldir á síðustu tveimur vikum í skær- um við thailenska hermenn að sögn thailenska hersins. Her- inn náði á sitt vald nokkrum stöðum kommúnista og bar- dagar geisa enn. Thailenski herinn hefur notið stuðnings stórskotaliðs og fallbyssu- þyrla. Miles sigraði í Noregi ENSKI stórmeistarinn An- thony Miles bar sigur úr být- um á skákmóti í Gausdal. Hann sigraði John Donaldson í síðustu umferð og hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum. Sví- inn Dan Cramling átti alla möguleika á efsta sætinu fyrir síðustu umferðina. Hann hafði hálfs vinnings forskot á Miles en tapaði fyrir landa sínum, Lars Karlsson í síðustu um- ferð. Þeir urðu jafnir í 2.-3. sæti með 6.5 vinninga. Stuggað við fær- eyskum togbáti línuna. Þetta var 180 til 190 tonna bátur, en sem kunnugt er hafa Færeyingar þegar veitt upp í þann kvóta, sem þeir máttu veiða hér við land í ár og eiga þeir að vera farnir úr landhelginni. Berenet Sveinsson í Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sagði í gær, að svo virtist, sem Færeyingar miðuðu við aðra landhelgislínu heldur en við íslendingar og væri skýringin sjálfsagt sú að þeir notuðu aðra grunnlínupunkta heldur en íslendingar. Gæti þetta skapað nokkurn rugling, en ekki sagðist hann vita til þess að þetta mál hefði verið rætt við Færey- inga. FLUGVÉL Landhelgisgæslunn- ar kom í gær að færeyskum togbát, þar sem hann var að veiðum VA sjómilu íslandsmegin við miðlinuna milli íslands og Færeyja suðaustur af iandinu á svonefndum Íslands-Færeyja- banka. Voru skipstjóra bátsins gefin fyrirmæli um að flytja sig út fyrir landhelgislínuna og hífði hann trollið og fór út fyrir Færcyski báturinn var að tog- veiðum l'/2 sjómílu fyrir innan miðlinuna suðaustur af landinu. Ljósm. Sigurvin Einarsson. Jafnteflið líklegast í 13. skákinni í 13. EINVÍGISSKÁK Korchnois og Polugajevskys, sem teíld var í gær, náði hinn fyrrnefndi fljót- lega aðeins betri stöðu i enska leiknum. Skákin fór i bið i 44. leik og virðist jafntefli óumflýj- anlegt. Eins og sjá má er liðsafli jafn og auk þess er staðan jöfn að öðru leyti. Svarta d-peðið er stakt en hvítur hefur engin tök á að notfæra sér það. Á sama hátt getur svartur ekki notfært sér að peð hvíts á drottningarvæng standa á hvítum reitum. Líklegt framhald er 44. ... Kd6 og keppendur semja jafntefli. - J.G.J. Ljómarall '80: Breytingar á aksturs- leiðum vegna Heklugoss HEKLUGOS hefur sett strik í reikninginn hjá Bifreiðaiþrótta- klúbbi Reykjavíkur. Þegar gosið hófst var aiþjóðlega aksturs- keppnin Ljómarall '80 tilbúin i öllum meginatriðum. En þar sem aka átti þrjá daga keppninnar á svæðinu i kringum gosstöðvarn- ar, varð að gera breytingar á akstursleiðum. Margir af vegun- um. sem fara átti um, eru nú þaktir ösku. og auk þess er ferðamannastraumur það mikill að gosstöðvunum að ekki þótti Franskrar skútu með einum manni saknað í 1V2 mánuð FYRIR einum og hálfum mánuði lagði frönsk seglskúta, Birisi, upp frá Halifax i Bandaríkjunum og ráðgerði að koma til Akureyr- ar 27. júlí sl. Ekkert hefur spurst til skútunnar frá þvi að hún fór frá Halifax i Bandarikjunum 2. júli sl. og i gær var Slysavarnar- félag íslands beðið um að svipast um eftir henni hér við tsland. Einn maður er á skútunni, en hún er 26 fet á Iengd. Óskar Þór Karlsson, erindreki hjá Slysavarnarfélaginu sagði, að þeir hefðu fengið beiðni frá Björg- unarmiðstöðinni á Keflavíkur- flugvelli um að islenskir aðilar yrðu látnir vita um að skútunnar væri saknað. Hefði Slysavarnafé- lagið þegar látið Landhelgisgæsl- una, Flugstjórn og fleiri aðila vita. Óskar sagði, að skútan hefði samkvæmt ferðaáætlun sinni átt að koma til St. John’s í Kanada á leið sinni til Akureyrar, en þangað hefði skútan ekki komið og ekkert spurst til hennar. Er talið hugsan- legt að stjórnandi skútunnar hafi ákveðið að sleppa því að koma til St. John’s en haldið þess í stað beint til Akureyrar. Eini fjarskiptabúnaður skút- unnar er móttökutæki, sem tekur við sendingum á flugvélabylgju, þannig að maðurinn getur ekki sent neitt frá sér. í skútunni var hins vegar fjögurra manna gúm- björgunarbátur og flugeldar og blys. Skútan er með oranslitaðan bol, grátt dekk, eitt mastur og hvít segl. fært að auka umferðarálagið. Lokið hefur verið við að hanna nýja keppni og verður leiðin örlítið styttri en sú sem upphaf- lega átti að aka. eða 2.696 km. Fleiri keppendur hafa bæst á lista Ljómaþeysu ’80 og eru þeir nú orðnir sautján. Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, ræsir keppendur á áður uppgefnum tíma kl. 9.00 og verður lagt upp frá Austurbæjarskólanum í Reykja- vík. Ekið verður áleiðis til Sauð- árkróks og gist þar í nótt en svo aftur til Reykjavíkur á morgun. Frá Reykjavík verður ekið á föstu- dagsmorgun til Sauðárkróks en það er breyting þar sem þessa nótt átti að gista á Laugarvatni. Frá Sauðárkróki verður ekið sem leið liggur og gist á Laugarvatni, samkvæmt upphaflegri áætlun — Er það von keppnisstjórnar B.Í.K.R. að keppni þessi verði ekki síðri en sú sem upphaflega var ákveðin og mætti e.t.v. há hana undir slagorðinu, nútíminn og náttúruöflin, þar sem hér setja öfl náttúrunnar óneitanlega sitt svip- mót á þessa nútímalegu íþrótta- grein. (Fréttatilkynning). Fyrirlestrar um fræði Martinusar ROV Elving frá Martinus Insti- tut i Kaupmannahöfn er stadd- Lýst eftir ökumanni UM KLUKKAN hálf tvö á föstu- dag var ekið á gangandi vegfar- anda á horni Hverfisgötu og Vatnsstigs að austanverðu eða við Járnvörubúð KRON. Tildrög slyssins voru með þeim hætti að maðurinn beið færis að komast yfir Hverfisgötu og stóð fyrir aftan kyrrstæðan bíl á bíla- stæði. Bílnum var bakkað á mann- inn og féll hann í götuna. Öku- maður bílsins vildi fara með manninn upp á Slysadeild en maðurinn vildi það ekki, og ók þá ökumaðurinn manninum heim til sín að Leifsgötu 4. Bíllinn, sem ók á manninn var fólksbifreið og er ökumaðurinn beðinn um að gefa sig fram við Slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. ur hérlendis þessa dagana. Hann flytur fyrirlestra um heimsmynd Martinusar i húsi Guðspekifélagsins við Ing- ólfsstræti í kvöld og annað kvöld, kl. 9 bæði kvöldin. Danski spekingurinn Martinus er mörgum íslendingum kunnur. Hann hefur heimsótt ísland fimm sinnum og kom síðast árið 1970 þá er hann var áttræður. Hann á sem sé níræðisafmæli á þessu ári og má segja að það sé tilefni heimsóknar Elvings. Bókaútgáfan Leiftur gaf út fyrir nokkrum árum yfirlit hugmynda Martinusar í fjórum bókum. Bifhjólinu var ekið á móti umferðinni og lenti það framan á fólksbifreið, sem kom upp eftir tengibrautinni. Ljóxm. júiíu«. Lögreglumað- ur á bifhjóli slas- ast í árekstri LAUST EFTIR klukkan 15 i gær varð umferðarslys á tengi- braut, sem liggur frá Reykja- nesbraut upp á Vesturlandsveg við Elliðaárbrýrnar. Slasaðist lögreglumaður á bifhjóli tölu- vert og hlaut meðal annars fótbrot og viðbeinsbrot. Tildrög slyssins voru með þeim hætti að lögreglumaðurinn, sem ók bifhjólinu mun hafa verið að svipast um eftir bíl og verið með sírenur og rautt ljós á hjólinu. Fór hann út af Vestur- landsvegi og ók á móti umferð- inni á tengibrautinni. Þar lenti hann framan á fólksbifreið, sem var ekið upp tengibrautina í áttina að Vesturlandsvegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.