Morgunblaðið - 20.08.1980, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980
19
Bilun í ör-
bylgjusendi
á Hvolsvelli
BILUN varð í Kærmorgun i
radiobúnaði Pósts og sima á
Hvolsvelli og varð um tima sima-
sambandslaust við útlönd og ýms-
ar simstöðvar á Suðurlandi.
Að sögn starfsmanna við mæla-
borð Landsímans var þarna um að
ræða bilun í örbylgjusendi og var
bilunin ekki í neinum tengslum
við gosið í Heklu.
Símasamband við útlönd rofn-
aði um kl. 9 í gærmorgun en var á
ný komið á um klukkan 12.30.
Samband við símstöðvarnar á
Suðurlandi fyrir austan Selfoss
rofnaði strax klukkan 9 og tókst
ekki að koma á símasambandi við
stöðvarnar í Vestmannaeyjum, á
Hvolsvelli og Höfn i Hornafirði
fyrr en kl. 3 í gærdag.
Bátur eyðilagðist í
eldi í Stykkishólmi
Frá fundi norrænu félags- og heilbrigðismálaráðherranna og norrænu
félagsmálanefndarinnar
Stykkishólmi hinn 19. ágúst 1980.
UM hádegisbilið í dag kom
upp eldur í bátnum Svani SII
111, þar sem hann lá i höfn-
inni hér í Stykkishólmi. Bátur-
inn skemmdist mikið áður en
slökkviliði tókst að ráða niður-
lögum eldsins. og er hann
jafnvel talinn ónýtur.
Báturinn, sem er um 60 tonn,
átti innan skamms að fara á
Fundi norrænu félags- og heil-
brigðismálaráðherranna lokið
100 manns gáfu
blóð í ólafsvík
Ólaísvlk. 19. áxÚHt.
RAUÐI krossinn og Blóðbankinn
standa hér fyrir blóðsöfnun í dag.
Um klukkan 18 höfðu 100 manns
gefið blóð en fleiri höfðu raunar
gefið sig fram án þess að vera svo
færir um að gefa ýmissa orsaka
vegna. Þessi vísa var ort í orðastað
eins þeirra, er frá þurfti að hverfa:
Áður íyrr brá olt á leik
I ástamálum slynKur
nu er illa hrutrðið hleik:
blóðlaus vesalinitur.
— Helgi.
NÚ ER lokið fundi norrænna
félags- og heilbrigðismálaráð-
herra, sem haldinn var hér i
Reykjavik. Fundinn sátu sextíu
til sjötiu manns, þar á meðal
ráðherrar og æðstu embættis-
menn þessara málaflokka á Norð-
urlöndum. t gærkvöidi hélt for-
seti íslands fundarmönnum mót-
töku og i dag er ætlunin að skoða
heilsugæzlustöðina á Egils-
stöðum, en hún hlaut styrk úr
sjóðum Norðurlandaráðs 1975.
í tilefni þessa voru blaðamenn
boðaðir á fund ráðherranna og kom
þar meðal annars fram, að aðalvið-
fangsefni fundarins var að fjalla
um heilsugæzlu og fyrirbyggjandi
aðgerðir í þeim efnum á Norður-
löndunum. Fundarmenn lögðu
áherzlu á að heilsufar fer eftir
fjölmörgum þáttum í unhverfi
manna og því er ekki nóg að hugsa
aðeins um heilsufarið sjálft, heldur
verður einnig að rannsaka samspil
umhverfis og heilsufars.
Þá voru norrænu ráðherrarnir
sammála um, að nauðsynlegt sé að
fólk sjálft geri sér grein fyrir
heilsu sinni og að það fái upplýs-
ingar um, hvernig helzt beri að
varðveita hana. í því tilefni sé það
mjög mikilvægt, að fólki sé gerð
grein fyrir þeirri hættu, sem stafað
30 til 50% verðlækkun
á grænmeti í heildsölu
VERÐ á flestum tegundum íslensks
grænmetis lækkaði frá og með
deginum i gær um 30 til 50% miðað
við heildsöluverð. Álagning á græn-
meti i smásölu er frjáls og kann þvi
að vera nokkur munur á smásölu-
verðinu milli verslana en algengt er
að smásöluálagningin sé rétt innan
við 40%. Þá hefur Sölufélag garð-
yrkjumanna ákveðið að standa
fyrir sérstakri kynningu á græn-
meti á Útimarkaðnum á Lækjar-
torgi næstu daga og þar verður
einnig til sölu grænmeti á niður-
settu verði á vegum Vörukynningar
s/f.
Þorvaldur Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Sölufélagi garð-
yrkjumanna sagði, að verðlækkunin
væri mest á rófum en kílóið af þeim
lækkar úr 600 í 300 krónur í
heildsölu eða um 50%. Af öðrum
tegundum má nefna að heildsöluverð
á hvítkáli lækkar um 37,5% tómatar
og gúrkur lækka um 45%, paprika
um 28%, höfuðsalat um 37,5% og
steinselja um 44%. Verð á gulrótum
lækkar ekki og ekki á blómkáli nema
í öðrum verðflokki.
Sem fyrr sagði verður grænmeti
næstu daga selt á Útimarkaðnum á
Lækjartorgi og verður verð þar mun
lægra heldur en í verslunum. Verður
salan opin frá kl. 10 til 18 meðan
birgðir endast.
Þorvaldur Þorsteinsson sagði, að
sérstök áhersla yrði lögð á það af
hálfu Sölufélags garðyrkjumanna að
kynna fyrir fólki, hvernig megi
matreiða grænmeti og búa það undir
geymslu fram á veturinn. í því
sambandi yrði vörukynning á Lækj-
artorgi og einnig yrði þar dreift
uppskriftum. „Þessi verðlækkun og
kynning er vegna góðrar uppskeru í
kjölfar hagstæðs tíðarfars í sumar
og við viljum sérstaklega hvetja fólk
til að birgja sig upp af grænmeti
fyrir veturinn," sagði Þorvaldur.
getur af neyzlu áfengis, tóbaks og
annarra vímugjafa.
Það kom einnig fram að nauð-
synlegt er að styrkja og auka
heilsugæzluna, vegna aukins fjölda
aldraðra á Norðurlöndunum að
Islandi undanskildu.
Ráðherrarnir héldu síðan fund
með norrænu félagsmálanefndinni
og var henni falið að gera nýjan
tryggi ngasam n i ng milli Norður-
landanna, sem tryggi norðurlanda-
búa fullkomlega félagslega hvar á
Norðurlöndunum þeir eru staddir.
Einnig var rætt um endurskoðun
norrænu samvinnunnar á sviði
félags- og heilbrigðismála.
Fundinn sátu ráðherrarnir
Henning Rasmussen, innanríkis-
og dómsmálaráðherra Danmerkur,
formaður nefndarinnar, Sinikka
Luja-Penttilá, félags- og heilbrigð-
ismálaráðherra Finnlands, Katri-
Helena Eskelinen ráðuneytisstjóri
finnska félags- og heilbrigðismála-
ráðuneytisins, Arne Nilsen félags-
málaráðherra Noregs, Elisabet
Holm, heilbrigðismálaráðherra
Noregs og Svavar Gestsson, heil-
brigðis- félags- og tryggingamála-
ráðherra íslands.
skelfiskveiðar. Var unnið að því
að logsjóða um borð er eldurinn
kom upp, og breiddist hann
skjótt út. Slökkviliðið í Stykkis-
hólmi var kallað til, en langan
tíma tók að komast fyrir eld-
inn, vegna þess hve hann var
orðinn útbreiddur og vegna
þess hve illa gekk að komast að
honum.
Svanur SH 111, sem innan
skamms átti að fara á hörpu-
diskveiðar á Breiðafirði, er í
eigu Sigurðar Ágústssonar hf.
Ólíklegt er að hann fari á sjó
framar, og hefur báturinn nú
verið dreginn upp í fjöru. Tjón-
ið er því tilfinnanlegt fyriT
skelfiskvinnsluna, og einnig
fyrir áhöfnina, sem var að
hefja veiðarnar.
— Árni.
Minning
Leiðrétting
í minningargrein sem Bjarni 0.
Frímannsson frá Efri-Mýrum
skrifaði hér í Morgunblaðið 13.
þ.m. féll niður málsgrein i grein
þessari, en hún er svohljóðandi:
„Heyrt hefi ég, að er Sveinn
faðir Esterar lá banaleguna, hafi
vinur hans Þórarinn í Jórvík,
vakað yfir honum m.a. nóttina
sem hann andaðist og þá verið —
afráðið að litla stúlkan færi að
Jórvík. Má vera að sá samningur
hafi verið — gjörður án orða né
umræðu, milli hlutaðeigenda, en
staðið var við hann með sóma.“
Morgunblaðið biður hlutaðeig-
andi afsökunar á þessum mistök-
Umferðarslys í Ólafsvik
Ólaísvik, 19. áKÚst.
SÍÐDEGIS síðast liðinn laugar-
dag varð hér umferðarslys er
bifhjól og lítil fólksbifreið rák-
ust saman á þann hátt, að
bifhjólið skall þvert á hlið bíls-
ins. 18 ára piltur er ók hjólinu
mun hafa kastast yfir bílinn og
slasaðist allmikið er hann skall í
götuna. Hlaut meðal annars
brot á báðum handleggjum. Var
hann eftir fyrstu aðgerð fluttur
á sjúkrahús í Reykjavík með
sjúkraflugi. Ökumaður bílsins
slasaðist lítið en bæði ökutækin
eru stórskemmd. Helgi.
GETUR GJÖRBREYTT
ÚTUTI HEIMIUSINS
MEÐ NOKKRUM
LÍTRUM AF KÓPAL
Fáður þér Kópal litakort í næstu málningarbúð. Veldu
síðan fallega liti í rólegheitum heima í stofu.
Þú ert enga stund að velja liti, sem fara vel við teppin,
húsgögnin og gluggatjöldin. Það er alveg ótrúlegt hvað
fáeinir lítrar af Kópal geta breytt miklu.
Komdu fjölskyldu þinni á óvart - málaðu fyrir helgi.
0.
málningbf
o