Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980 + Móöir mín, RANNVEIG KJARAN, Mávahlíö 44, RayKjavík, lést í Landakotsspítala 19. ágúst. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna, Anna Kjaran Yngvarsdóttir. t Móöir mín og fósturmóöir, MATTHILDUR BJÖNSDOTTIR, frá Smáhömrum, andaöist hinn 17. þ.m. Björn Jónsaon, Aöalbjörg Thoroddsen. t í Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, SKÚLI ARNOR STEINSSON, forstjóri, Heíöargerói 19, Rvík, í andaöist aö morgni 19. ágúst í Landspítalanum. Gyóa Brynjólfsdóttir, börn og tengdabörn. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, VILHJALMUR GUDMUNDSSON, bóndi og hreppstjóri, Syðra Lóni, Þórshöfn, er látinn. Brynhildur Halldórsdóttir, Þuríöur Vilhjálmsdóttir, Guómundur Vilhjálmsson, Herborg Vilhjálmsdóttir. + BENEDIKT MAGNUSSON, frá Staö í Aöalvík, lést 7. ágúst 1980. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guórún Jónsdóttir, Jón E. Benediktsson, Guöný Benediktsdóttir, Siguróur Guómundsson, og barnabörn, Faöir okkar, KARL BJÖRNSSON, gullsmiöur, Vesturgötu 26 A, er látinn. Útförin veröur auglýst síöar. Björn Karlsson, Jens Karlsson, Karl Valur Karlsson, Garðar Karlsson. + Maöurinn minn, faöir okkar og afi, SVEINN BORGÞÓRSSON, veröur jarösunginn frá Fríkirjunni í Hafnarfiröi fimmtudaginn 21. ágúst kl. 13.30. Blóm afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartarvernd. Vilborg Jóhannsdóttir, börn og barnabörn. + Þakka innilega þá miklu vináttu og samúö, sem mér var sýnd viö andlát og útför drengsins míns, STURLU BRIEM. Halldór Þorsteinn Briem. + Faöir okkar, JÓN JÓNSSON, frá Keldunúpi á Síöu, er lést aö heimili sínu Dunhaga 23, þann 11. ágúst veröur jarösunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 21. ágúst kl. 13.30. Jarðsett veröur í kirkjugaröinum viö Suöurgötu. Þeir sem vildu minnast hins látna eru vinsamlega beönir um að láta kristniboöiö í Konsó njóta þess. Fyrir hönd vandamanna. Siguróur Jón.son, Valgeröur Jónsdóttir, Guófinna Jónsdóttir. Minning: Rakel Káradótt- ir Presthúsum Hinn 20. ágúst er jarðsungin Rakel Káradóttir frá Presthúsum í Vestmannaeyjum. Hún fæddist 4. september 1917 í Vestmanna- eyjum, dóttir hjónanna Kára Sig- urðssonar og Þórunnar Pálsdótt- ur. Ragga, eins og hún var jafnan kölluð, ólst upp í Presthúsum í fjölmennum systkinahópi, því þau Kári og Þórunn eignuðust 17 börn en eftir lifa nú sjö þeirra. í uppeldinu naut hún verndar móður og eldri systkina, því hún missti föður sinn rétt tæpra 8 ára, en Þórunn lést fyrir rúmum 15 árum. Upplag Röggu var mikið og það var ekki erfitt verk fyrir hana, sem gáfað og gott barn, að tileinka sér hollt og trúfast uppeldi mikil- hæfrar móður. Þannig óx hún upp í ljúfri æsku, sem ástkær dóttir og góð systir. Presthúsasystkinin hafa alltaf tengst traustum böndum og eining þeirra verið sérstaklega mikil alla tíð, en Ragga var ætíð einn sterkasti hlekkurinn í þeirri sam- heldni. Lífið brosti við hinni ungu og glæsiiegu konu og liðlega tvítug steig hún heillaríkt gæfuspor er hún kvæntist eftirlifandi manni sínum, Þorkeli Sigurðssyni. Ungu hjónin hófu búskap sinn í Presthúsum og þar eignuðust þau tvo syni, Karl og Sigurð, sem báðir lifa móður sína, — sannir heið- ursmenn, vel giftir og eiga indæl börn og falleg heimili. En þessi litla fjölskylda átti eftir að reyna að lífið er ekki alltaf t Úttör eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur, AXELS Ó. ÓLAFSSONR, innheimtustjóra Ríkísútvarpsins, Skaftahlíö 8, Reykjavík, veröur gerö frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 21. ágúst kl. 13.30. Þorbjörg Andrésdóttir, Ólafur Ó. Axelsson, Svana Víkingsdóttir, Ingibjörg Axelsdóttir, Sœmundur Rögnvaldsson, Anna Axelsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö vegna andláts og viö útför, ELÍASAR KRISTJANSSONAR. Guö blessi ykkur öll. Börn, systkini og aörir vandamenn. t Þökkum af alhug öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför, HALLDÓRS BJARNASONAR loftskeytamanns, Hraunbraut 40. Margrót Þorvaldsdóttir, Sigríöur Helgadóttir, Heiðar Póll Halldórsson, Rannveig Siguröardóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Bjarni Guömundsson, Bjarni Halldórsson, Auöur Sigurgeirsdóttir, Erla Halldórsdóttir, Halldór Halldórsson, systkíni og aórir vandamenn. t tnnilegar þakkir fyrir samúö og vináttu vegna andláts mannsins míns, sonar, fööur okkar og tengdafööurs, GUÐMUNDAR KRISTJÁNSSONAR, fyrrverandi skipstjóra, Safamýri 87. Lillý Kristjónsson, Kristjana Guömundsdóttir. Ari Guömundsson, Kristjana Guómundsdóttir, Guórún Guómundsdóttir, Guömundur E. Hallsteinsson, Karl Harrý Sigurósson, Helga K. Möller, Hrefna Guömundsdóttir, Gunnlaugur Kristjónsson. dans á rósum. Berklaveikin heim- sótti heimilið og unga móðirin hóf nú langa og tvísýna glímu við þungan sjúkdóm. Ragga varð að fara á Vífilsstaðahæli í fyrsta en ekki síðasta sinn. Sonunum ungu urðu þau hjónin að koma fyrir sitt á hvorum staðnum, hjá frænd- og vinafólki, en Þorkell stundaði sjó- inn á þessum árum. Nú hófst löng og erfið sjúkra- saga. Eftir áralanga spítalavist fékk hún nokkra heiisu á ný og sameinaðist þá fjölskyldan aftur og nú í Reykjavík. Hér var þó um raunalega skammvinnan bata að ræða, aftur varð Ragga að fara á Vífilsstaði og enn í langan tíma, hún gekk undir þungar aðgerðir og leið miklar þrautir. En lífsgleð- in var henni í blóð borin, sterkur viljinn og vonin um nýtt og betra líf gaf henni kraft. Á þessum árum réðist Þorkell, sem hættur var sjóniennsku, í að byggja reisulegt hús í samvinnu við mág sinn, Kára. Hann lagði allan sinn dugnað í að hafa íbúðina fullgerða þegar Röggu batnaði, það tókst honum líka. Hvílík hvatning til bata, það var 'hinni veiku konu, að eiga von um nýtt líf í glæsilegu eigin húsnæði er ekki erfitt að ímynda sér. Þegar Ragga útskrifaðist aftur af hælinu var hún fertug, þessi veikindalota hafði staðið yfir í um 13 ár, hún var þó enn á góðum aldri og lífið hafði upp á margt að bjóða. Þótt hún næði aldrei fullri heilsu birti til og margar óskir uppfylltust. Fjölskyldan samein- aðist enn, og nú í nýju íbúðinni að Njörvasundi 23, sem var heimili Röggu æ síðan. Og Sigurður og Karl urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta umsjár foreldra sinna á viðkvæmum unglingsárum. Þau hjónin áttu nú saman mörg ham- ingjurík ár og þó skuggi veikind- anna biði jafnan við bæjardyrnar var sambúðin ástrík og heimilið hlýtt. Kynni mín af Rakel móðursyst- ur minni hafa allan minn aldur verið mikil og góð. Heimili þeirra hjóna hef ég ávallt litið á sem mitt annað heimili og það er sama hvort ég hef kvatt dyra að nóttu eða degi, alltaf hefur mér verið tekið opnum örmum, svo sem væri ég þeirra sonur. Við Ragga vorum einnig sarn- vistum á Vífilsstöðum árin 1957 og 1958 og það fór ekki fram hjá mér hversu almenns álits og vinsælda hún naut þar, jafnt meðal sjúkl- inga sem hjúkrunarfólks, því lundin var ætíð létt og umgengnin hlý, harm sinn bar hún í hljóði. Það er einmitt sú mynd sem ég geymi af Röggu þegar hún, glað- vær og kát, kom öllum í gott skap sem nálægt henni voru. Þrátt fyrir sinn þunga sjúkleik, reyndi hún alltaf að vera fremur veitandi en þiggjandi. Höfðingslund henn- ar var einstök og hún gat ekkert aumt séð. Persónuleikinn var mikill og hjartað hlýtt. Dugnaður Röggu var einstakur, svo framarlega sem hún gat reist höfuðið frá koddanum vegna las- leika féll henni aldrei verk úr hendi og kröfurnar sem hún gerði til sjálfrar sín voru jafnan meiri en hún gerði til annara. Húsmóðurhlutverkið lét Röggu einstaklega vel, heimili hennar og húshald bar þess jafnan fagurt vitni, að þar réð kona sem hafði yndi af að hirða um heimili sitt og fjölskyldu. Enda naut hún jafnan hjálpar styrkra handa eigin- mannsins við þau verk sem henn- ar veiki líkami réði ekki við. Vinátta fjölskyldu Röggu og fjölskyldu minnar var slík að hún verður aldrei með orðum þökkuð og guð einn getur launað fyrir hennar löngu og tryggu vináttu. í þessum kveðjuorðum hefur mér verið tíðrætt um veikindi Röggu, vilja sínum hélt hún þó jafnan styrkum og ekkert um- ræðuefni féll henni verr en hennar eigin sjúkrasaga. Sunnudaginn 10. ágúst kvaddi sómakonan þennan heim, hún fékk hægt andlát eftir skamma legu, andaðist í rúminu sínu heima, eins og hún hafði helst kosið sér. Heilsan hafði þó lengi verið mjög veikburða og ég trúi að frábær umönnun mannsins henn- ar, sem bar hana á höndum sér alla tíð, hafi lengt lífdaga hennar, ef til vill um mörg ár. Megi guð létta honum konumissinn og styrkja hver hans spor, uns hann hittir hana aftur í ríki ljóssins. Sonum hinnar látnu og fjölskyld- um þeirra votta ég mína innileg- ustu hluttekningu. Guð blessi minningu Rakelar frænku minnar, hún er mér sem öðrum vinum sínum bæði ljúf og fögur. Ársæll Þórðarson i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.