Morgunblaðið - 20.08.1980, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.08.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. AGUST 1980 23 Sigrún Jóhannes dóttir - Minning Fædd 9. september 1915 Dáin 12. ágúst 1980 Kveðja til góðrar móður. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð en ekkert um þiic. ó móðir góð. (Jpp, þú minn hjartans ódur því hvaö er ástar og hródrar dís ok hvað er engill úr Paradís hjá KÓðri ok KöfuKri móður. (M. Joch.). Okkur systkinin langar til að minnast hennar móður okkar í örfáum orðum. Það sárasta við missi einhvers nákomins er ef til vill að skynja hve mikið maður hefur um leið misst af sjálfum sér. Við höfum ætíð vitað að við áttum að góða móður sem við gátum til leitað með hugleiðingar okkar og vandamál, gleði, sorgir og áhyggj- ur. Því átti hún trúnað okkar að fullu, allt frá fyrstu tíð. Áhyggjur barna og spurningar þeirra virð- ast oft lítilfjörleg efni, en hún gaf sér ætíð tíma til að sinna slíku. Og þetta hélst óbreytt alla tíð. Mamma fékk ætíð að heyra hvað okkur bjó í brjósti og átti ætíð til nægan skilning. Kunningjar okkar nutu þessa líka. Oft var það svo að þeim var léttara að trúa henni fyrir vandamálum sínum og ræða þau við hana en þá sem þeim töldust standa nær. Okkar vinir voru hennar vinir líka. Þegar unglingsárin tóku við, og síðan viðfangsefni fullorðinsáranna, reyndum við það að mamma fylgdi okkur eftir og í stað móðurlegrar verndar komu sterk vináttubönd. Hún lokaði sig ekki inni í heimi sinnar kynslóðar, gat ætíð skilið okkar viðhorf og því fjarlægðumst við ekki. Hún hafði iðulega að orði að lífið væri svo stutt að það væri full ástæða að njóta þess eftir megni. Og eftir þessu breytti hún sem best hún mátti. Á þeim aldri, þegar margar konur eru orðnar svo ráðsettar í sér að þær hafa sig vart út úr húsi, var mamma flestum reiðubúnari til að fara til að gleðjast með glöðum. Þótt verkdagurinn væri oft langur lét hún það aldrei valda sér áhyggjum eða aftra sér frá að skjóta inn verki til aðstoðar eða hjálpar öðrum. Þau voru mörg slík hand- tökin, ekki aðeins í okkar þágu heldur líka annarra, og hún var ekki aðeins ósínk á aðstoð heldur líka á það sem hún hafði hand- bært. Þegar við komumst til vits og ára var vinátta okkar að vísu vinátta jafningja, en um hjálp- semina var ekkert jafnræði. Hjálp hennar var oftast óumbeðin. Ef til vill höfum við treyst um of á hana en það var oft erfitt að hafna Georg frændi okkar Arnórsson, sé farinn, að við fáum ekki að njóta fleiri skemmtilegra samstunda með honum. Það sem gerði Georg að svo einstökum persónuleika var henni, því hún hafði svo eindreg- inn hjálparvilja að henni hefði fundist sárt til um synjun. Þegar við lítum yfir liðin ár er okkur ef til vill efst í huga að við erum enn í raun og veru ein fjölskylda. Samheldnin hefur ekki rofnað. Þetta er fyrst og fremst móður okkar að þakka. Umhyggja hennar og samhygð náði ekki aðeins til okkar heldur allra sem nærri okkur stóðu, missirinn er því ekki einungis okkar. Við finnum að við höfum mikið misst, en skynjum um leið að okkur var mikið veitt. Við biðjum að algóður Guð styrki föður okkar og okkur öll, ekki síst Erlu Sigríði litlu sem var augasteinn ömmu sinnar og naut sömu ástúðar hennar og um- hyggju og við getum sjálf verið henni svo þakklát fyrir. Blessuð sé minning hennar. Ék kvrö þÍK. móðir. i Kristí trú. Nem kvaddir foróum mÍK sjálfan þú á þcssu þrautanna landi. bú. faKra ljó«, í ljósinu býrð, nú launar þér Guð í sinni dýrð, nú Kleðst um eilífð þinn andi. (M. Joch.). Sigrún, Sigríður og Sveinn Árni. Þriðjudaginn 12. ágúst barst mér sú frétt, að Sigrún væri látin. Þau áhrif sem þessi fregn hafði, voru mikil. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá, en nú veit ég og finn að ég hef misst vin, sem reyndist mér ávallt vel. Þó Sigrún sé farin hefur hún skilið það mikið eftir að við, sem þekktum hana, eigum eftir að njóta þess um alla framtíð. Sigrún kenndi mér margt um lífið, ekki með heimspekilegum vangaveltum heldur með frásögn- um af eigin lífsreynslu, glaðværð og kátínu sem var svo ríkjandi í fari hennar. Og hvað við nutum þess að vera samvistum við hana, heimsækja hana, spjalla yfir kaffibolla og þiggja þá innilegu gleði sem hún veitti í ríkum mæli. Þá urðu til draumar og vonir, vonir sem aðeins verða til þegar vinir ræðast við. Og þegar við þögðum, skildum við hvort annað, því að í þögulli vináttu urðu draumarnir að veruleika. Það var ekki svo sjaldan þegar erfiðleikar steðjuðu að að ég heimsótti Sigrúnu vegna þess að ég vissi að ég færi léttari í skapi heim. Hún hafði þann eiginleika, sem svo fáir hafa, að geta gefið af sjálfri sér. Mér er minnisstæð ein setning sá mikli áhugi hans á okkur öllum, hvað við værum að aðhafast, aldurshópurinn skipti ekki máli. Það var þetta sem færði okkur nær honum. Okkur fannst Georg alltaf svo ánægður og lífsglaður, hann kunni að njóta lífsins á svo einfaldan, en samt svo fullkomin hátt. Fram- takssemi Georgs og Ásu sem svo ríkulega endurspeglast á heimili þeirra, í garði og áhugamálum tala sínu máli. Allir þessir persónu- töfrar eru sterkir, því þegar hugs- að er til hans finnur þú þennan kraft, sem alltaf bjó yfir honum og býr yfir honum. Við söknum þess að hafa ekki getað verið við útför Georgs, en sendum honum okkar hinztu kveðju. Ása mín, við sendum þér og fjölskyldu þinni styrk okkar og innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur og styrki. Ás í Noregi, 10. ágúst 1980. Pétur, Sigrún og Ingibjörn. sem hún sagði, setning sem hefði ekki getað komið frá neinum öðrum nema einhverjum líkum Sigrúnu: Brostu og þú munt fá mikið í staðinn og af því lærirðu mest. Þetta er mikill sannleikur og aldrei efaðist Sigrún um sann- leiksgildi þessara orða. Það var einn af hennar kostum að geta brosað, jafnvel í gegnum tárin þegar hún átt-i um sárt að binda. Það sýnir að Sigrún var kjarkmik- il og sjálfri sér samkvæm. Drottinn sagði: „í húsi föður míns eru margar vistarverur." Ég veit að hin milda hönd Krists mun leiða hana á sinn dvalarstað og þangað mun fylgja henni innilegt þakklæti og fallegar hugsanir þeirra sem þekktu hana. Minning- in um Sigrúnu verður mér alltaf kær. Eiginmanni, börnum og Erlu litlu votta ég mína innilegustu samúð. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn því það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans. Guðmundur Magnússon Það gerist æ tíðar að manni berast fregnir um andlát samtíð- armanna sinna, vina, ættingja og tengdafólks. Að jafnaði vill það vera svo að þær fregnir koma að óvörum og að manni setur trega, tómleika og ótta óvissunnar. Sú var reyndin er mér barst óvænt fregn um andlát Sigrúnar, mág- konu minnar. Kynni okkar höfðu varað í um fjóra áratugi og traust vinátta og náin samskipti ætíð verið milli heimila okkar. — Hugurinn leitaði aftur í tímann, til liðinna stunda sem gott var að minnast. Sigrún var sannur Vestur- bæingur, fædd og uppalin að Bakkastíg 3 (Sveinsbæ). Foreldrar hennar voru Sigrún Rögnvalds- dóttir, fæddur Reykvíkingur, og Jóhannes Sveinsson, skipstjóri, fæddur og uppalinn að Sveinsbæ við Bakkastíg. Reykvískt ætterni Sigrúnar mun ná lengra aftur, þó ég kunni ekki nánar að telja. Sigrún yngri eða Gógó, eins og hún var jafnan kölluð og mér er tamast að nefna hana, var komin af sjómönnum í báða ættleggi. Jóhannes, faðir hennar, hafði tek- ið skipstjórnarpróf og stundaði sjó framan af æfi en gerðist síðan fiskkaupmaður og fisksali. Mega gamlir Reykvíkingar minnast þess að fiskmarkaður var við Tryggva- götu austan Pósthússtrætis. Þar mun Jóhannes hafa verið umsvifa- mestur og á stundum mettað markaðinn einn saman. Jóhannes féll frá árið 1922. Þá var Gógó á sjöunda ári. Skyndilegt fráfall föðurins raskaði mjög öll- um heimilishögum en ekkja hans var sterk kona sem ekki vílaði fyrir sér að axla bæði byrðar húsmóður og fyrirvinnu stórs barnahóps. Breytti hún heimalóð- inni í stakkstæði og tók fisk til verkunar. Með þessu móti og öðru tókst henni að sjá heimilinu far- borða og vera fremur veitandi en þiggjandi. — Steingrímur, aðstoð- armaður Jóhannesar, keypti að- stöðu hans á fiskmarkaðinum og mun það vera upphafið að Fisk- höllinni. Æskuheimili Gógóar var rómað fyrir samheldni og myndarbrag og að því veganesti bjuggu þær syst- ur er út í lífið kom. Systkinahóp- urinn var nokkuð stór, einn sonur og sjö dætur. Sex dætranna kom- ust til fullorðinsára og tvær eru eftir á lífi. Gógó varð fyrst dætranna til að fara að heiman. Réðist hún ung til Ingibjargar Þorláksson, ekkju stjórnmálamannsins Jóns Þor- lákssonar, og dvaldi hjá henni í full tuttugu ár, þar af átta fyrstu hjúskaparár sín. Gógó gekk að eiga eftirlifandi mann sinn, Þóri Sigtryggsson, 27. mars 1948. Bjuggu þau fyrstu árin að Bjarkargötu 8, í húsi Ingibjarg- ar Þorláksson, eins og áður er getið, en fluttu árið 1956 í eigin íbúð að Kaplaskjólsvegi 39, þar sem þau áttu síðan heima. Heimili þeirra var ætíð svo vel búið sem kostur var á, hjónin bæði mjög gestrisin og það á þann veg að hver sem þangað kom vissi sig velkominn og skynjaði glöggt þá rausn hjartans sem fyrir hendi var. Átti það jafnt við um stóra og smáa. Hjartahlýja Gógóar var slík að hún dró að sér ást hvers einasta barns sem hún umgekkst. Það þarf ekki að taka fram að börnin áttu hug Gógóar allan, enda óskabörn hennar á allan veg. Tengsl hennar og barnanna voru mjög sterk og þótt dæturnar flyttu úr foreldrahúsum var áfram um eitt heimili og eina fjölskyldu að ræða. Dótturdóttir hennar, Erla Sigríður Grétars- dóttir, var augasteinn ömmu sinn- ar og dvaldi oft hjá henni, einkum fyrstu árin. Þau eru orðin mörg samferðar- árin sem ég get minnst og sam- skiptin ætíð náin og góð, enda lengst af ekki aðeins um vensla- fólk að ræða heldur einnig góða granna. Við höfum ætíð vitað hvernig á stóð, hvort í annars húsum, og getað samglaðst á góðum stundum en rétt hvort öðru hönd þegar slíks þurfti með. ÍSLENSK-AMERÍSKA verslun- arfélagið gerðist nýverið um- boðssali Revlon snyrtivara hér á landi. Á heimilissýningunni, sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 22. ágúst til 7. september, munu Revlon vörur verða kynntar Þegar staðið er upp og kvaðst um stund er þakklætið efst í huga. Jónas Jónasson Sigrún Jóhannesdóttir varð bráðkvödd þann 11. þ.m. Þótt hún hafi ekki gengið heil til skógar síðustu mánuði átti enginn von á svo skyndilegu fráfalli hennar. Hún veiktist hjá systur sinni, en hjá henni var hún í heimsókn, og lézt skömmu síðar. Ég kynntist Sigrúnu vel síðustu æviár hennar og mun ég ávallt minnast hennar með virðingu og þakklæti fyrir góðsemi hennar og velvilja í garð fjölskyldu minnar. Það mætti líkja henni við trausta stoð í þjóðfélagsbyggingu okkar, með eiginleikana heiðarleika, trúmennsku og velvilja til allra góðra verka, en það voru sterkir þættir í skapgerð hennar. Eitt var þó sem yfirskyggði allt annað í huga hennar, en það var takmarkalaus umhyggja hennar fyrir fjölskyldu sinni. Hún var gift hinum ágætasta manni, Þóri Sigtryggssyni skipverja á togar- anum Bjarna Benediktssyni og áttu þau tvær dætur og einn son, þau Sigrúnu, Sigfríði og Svein. Heimilið, eiginmaðurinn og börn- in, það var hennar heimur og líf hennar og hugur allur var fyrst og fremst helgað þeim. Sigrún starfaði síðastliðið ár við eina af stofnunum Háskóla ís- lands og er mér ljúft að minnast starfa hennar þar, en þau rækti hún af stakri skyldurækni og trúmennsku eins og henni var svo eiginlegt. Mikið áfall er að missa sína nánustu ástvini svo snögglega og einnig er það sárt fyrir vini þótt fjær standi. Flestir trega ástvini alla ævidaga en fölskvalaus vin- átta gleymist heldur ekki, en er áfram í huga okkar sem björt og skínandi minning þótt hún sé trega blandin. Ykkur ástvinum Sigrúnar sendi ég og fjölskylda mín innilegustu samúðarkveðjur. Magnús Guðmundsson til leiðbeiningar og dvelur fransk- ur snyrtifræðingur, Anne Marie Deias, hér á landi í vikutíma sýningardagana. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun umboðssamnings Revlon fyrirtækisins og íslensk- Ameríska verslunarfélagsins. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem vottuöu samúö og vinarhug viö fráfall og útför konu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu. INGIBJARGAR SORENSEN. Ingvar Sörensen, Laufey og Wilfred Rasmussen. barnabörn og barnabarnabörn. Georg Arnórs- son - Kveðjuorð Það er erfitt að hugsa til þess að Bert Ilanson og frú frá Íslensk-Ameríska verzlunarfélaginu ásamt fulltrúum frá Revlon fyrirtækinu. Revlon snyrtivörur kynntar hérlendis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.