Morgunblaðið - 20.08.1980, Síða 25

Morgunblaðið - 20.08.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980 25 fclk f fréttum •^ý-'áj|yf£S - -sr a 3Sf=3E5^> -»"* ^ iS'-^n^r ifcm - -v. + Eldur kom upp á Rauöa torginu í Moskvu um daginn. Sjónarvottar sögðu að eldurinn hefði logað í manni. Lögreglan umkrinxdi fljótleKa staðinn. hélt forvitnum mannfjöldanum í skefjum og fjarlægði síðan öll verksummerki. + Kampavínsdrenííirnir voru þeir kallaðir um daginn dönsku prins- arnir tveir. Frederik og Joakim. l>að var í Naksov í Danmorku en þeir komu þar fram opinherlega um daKÍnn og skírðu tvö skip. Þetta voru íerjur sem sisla yfir Stórabelti ok voru þær skírðar í höfuðið á prinsunum. Þetta var í fyrsta skipti sem prinsarnir komu fram opinberleRa. Panda-björnin Pe PE stikar hér fram o« aftur í dýraKarðinum í MexíkóborK en á sunnudattinn annan í var átti hirnan Yintc Yin>; lítinn hún ok er það fyrsti panda-húnninn. sem er borinn í dýraKarði. í gær bárust svo um það fréttir, að húnninn væri dauöur. Hafði móðir hans af einhverjum ástæðum lagst á hann og kæft. Anderson ítrekar fyrri fullyrðingar Washinicton 18. áffúst. AP. Dálkahöfundurinn Jack And- erson visaði sl. laugardag á bug fullyrðingum Hvita hússins þar sem þvi er hafnað, að ráogcrð hafi verið innrás í íran. Ander- son sagðist mundu greina frá undirbúningi innrásarinnar í greinaflokki i þessari viku. í yfirlýsingu, sem Anderson lét frá sér fara, segir hann, að ákvörðun Carters um innrásina sé „fyrst og fremst af pólitískum toga spunnin" og af þeim sökum hafi hann ákveðið að grafast fyrir um sannleikann. Að hans sögn átti að gera innrásina um miðjan október til að styrkja stöðu Cart- ers í forsetakosningunum 4. nóv- ember. Harold Brown varnamálaráð- herra neitaði þvi í gær, að Banda- ríkjastjórn hefði lagt á ráðin um innrás í Iran en vildi ekkert um það segja hvort önnur tilraun yrði gerð tii að frelsa gíslana. Stór- blaðið The Washington Post sagði í gær, að það hefði hafnað því að birta upplýsingar Andersons vegna þess að það hefði ekki getað komist að neinu, sem renndi stoðum undir fullyrðingar hans. Sleppa norskum hringnótabátum Þórshðfn f Færeyjum. mánudan. FÆREYSKA eftirlitsskipið „ólafur helgi“ tók tvö norsk hringnótaskip að ólöglegum veið- um norðaustur af Færeyjum á sunnudag. en Færeyingar munu ekki lögsækja skipstjórana. Landstjórn Færeyja kom saman til fundar um málið í dag og samkomulag náðist við norsk yfir- völd þess efnis, að litið verður á makrílveiðar, sem eru stundaðar nálægt miðlínunni milli Noregs og Færeyja, sem tilraunaveiðar. „Ólafur helgi" kom aldrei til Færeyja með norsku skipin. Eftir- litsskipinu var sagt að halda kyrru fyrir meðan samningavið- ræður færu fram og þegar þeim lauk fyrirskipaði landstjórnin að skipin yrðu látin laus. Undanfarna daga hafa norsk og færeysk hringnótaskip fengið talsvert af makríl á færeysku svæði norðaustur af Færeyjum. Norsku skipin voru 15 mílur fvrir innan færeysku markalinuna þeg- ar þau voru tekin. — Arge. Skæruliðar boða sókn í S-Afríku JóhannesarborK. 18. ágúst. AP. SUÐUR-AFRISKI skæruliðaforing- inn Oliver Tombo sagði í dag að liðsmenn hans væru að undirhúa stórsókn gegn hvítu meirihluta- stjórninni í Suður-Afriku. nú, þeg- ar svartri meirihlutastjórn hefði verið komið á fót i Zimbabwe. Hann sagðist þó ekki mundu fara fram á það við stjórn Zimbabwe, að hún leyfði hreyfingunni að hafa bæki- stöðvar í Zimbabwe, enda gæti það stofnað öryggi þessa nýfrjálsa ríkis i hættu. Morðið á suður-afríska prófess- ornum Jan Lombard um helgina hefur vakið ugg um að í vændum séu frekari hermdarverk af hálfu öfga- sinnaðra hægri manna, sem berjast gegn breytingum á stjórnarfari í Suður-Afríku. Lombard, sem var ráðgjafi forsætisráðherrans, P. Botha, í efnahagsmálum, hafði beitt sér fyrir því að þeldökkir íbúar Suður-Afríku fengju takmörkuð stjórnmálaleg völd í landinu. Hætt við málssókn á hendur Granada London, 18. ágúst. AP. BRITISH Steel Corp. tilkynnti sl. laugardag. að það hefði fallið frá málshöfðun á hendur Granada- sjónvarpsstöðinni til að fá hana til að nefna þann mann. sem lét hana fá skjöl. sem notuð voru i sjón- varpsþætti um fyrirtækið. í sjónvarpsþætti Granada-stöðv- arinnar kom fram, að fremur mætti rekja erfiðleika British Steel Corp. til slæmrar stjórnar en verkfalla starfsmanna. BSC höfðaði mál á hendur sjónvarpsstöðinni og vann málið á öllum dómsstigum. Tals- menn fyrirtækisins héldu því síðan fram, að þeir hefðu komist að nafni heimildarmannsins en vegna þess, að hann ynni ekki lengur hjá því, hefði málið verið látið niður falla. Tuttugu og fimm starfsmenn Observers, elsta sunnudagsblaí.. á Bretlandi, gáfust upp sl. laugardag og samþykktu kauptilboð atvinnu- rekenda, sem höfðu hótað að hætta við reksturinn ella. Grafíska sveinafélagið þeirra í Bretlandi hafði skipað starfsmönn- unum að ganga til samninga enda hafði 1800 starfsmönnum blaðsins verið sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Prentararnir sögðust samþykkja þá „með mikilli tregðu og nauðugir viljugir."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.