Morgunblaðið - 20.08.1980, Side 31

Morgunblaðið - 20.08.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980 31 Öster tapaði AIK gengur vel ALDREI þessu vant átti enginn íslendinganna þriggja stórleik i „Alsvenska“ er 18. umferð fór fram siðasta sunnudag. Lands- krona kom á óvart gegn Öster og náði jafntefli, ekkert mark var skorað. Landskrona iék nú sinn besta leik á tímabilinu. Teitur Þórðarson var í mjög strangri gæslu allan leikinn og fékk oft mjög slæma meðferð hjá varnar- mönnum Landskrona. Lítið reyndi á Árna Stefánsson i leikn- um. Sömu sögu er að segja um Þorstein ólafsson, það reyndi lítið á hann i leiknum á móti Sundsvall en Gautaborg mátti sætta sig við að tapa leiknum 1—0. Þorsteinn átti enga mögu- leika á að koma í veg fyrir markið. Úrslit þessi komu nokk- uð á óvart. Lið Öster hefur 4 stiga forystu í 1. deild nú er stutt hlé verður gert á deildarkeppninni vegna lands- leiks Svía og Ungverja, og 16 liða úrslita í sænska bikarnum. Stórleikur var á dagskrá í 2. deildinni (norður) er lið AIK lék við Karlstad en þau eru efst í deildinni. AIK sigraði 2—0 en leikurinn fór fram í Karlstad að viðstöddum 7500 áhorfendum. AIK hefur sigrað í síðustu sex leikjum sínum og gert 15 mörk en fengið á sig 1. Baráttan í norður- deildinni er geysihörð og hefur Karlstad forystu með 26 stig en AIK 25. í suðurdeildinni er líka hart barist eins og sjá má á því að þrjú stig skilja á milli efsta liðsins og þess sem er í áttunda sæti. Örgryte tapaði öðrum leik sínum í röð, Órn Óskarsson átti góðan leik að venju. , - HH. Sviþjóí. Rummemgge bestur KARL Heinz Rummenigge var kjörinn knattspyrnumaður árs- ins í Vestur-Þýskalandi. Hann fékk langflest atkvæði hjá íþróttafréttariturum eða 343, fé- lagi hans fyrirliði Bayern Munchen, Paul Bretner varð í öðru sæti með 81 atkvæði. Fyrir- liði Duisburg, Bernard Dietz kom svo i þriðja sæti með 44 atkvæði. Iforst Hrubesch hjá Hamborg kom næstur með 33 atkvæði. Keegan sá er sigraði í fyrra varð í sjötta sæti með 21 atkvæði. Rummenigge var markahæsti knattspyrnumaður deildarinnar í fyrra. Stórsigur KA í minnsta lagi KA var ekki í nokkrum vandræðum að tryggja sér tvö stig i viðureign sinni gegn Fylki i 2. deild Islandsmótsins i knattspyrnu i gærkvöldi, en leikið var á glerhálum Laugar- dalsveilinum. Lokatöiur leiks- ins urðu 5—2 KA í vil og meira að segja eftir að leikmenn liðsins voru orðnir einum færri sökum brottreksturs Jóhanns Jakobssonar. voru þeir sterkari aðilinn og það liðið sem flest færin fékk. Staðan var orðin 5—0 eftir 50 minútur, þannig að Fylkir skoraði tvö síðustu mörkin. En miðað við gang leiksins hefði verið nær að KA—menn bættu mörkum við en ekki Fylkir, hins vegar sýndu KA—menn ekki sömu yfirvegun í dauðafærum sinum í seinni hálfleik og i þeim fyrri. Það tekur því ekki að ræða mikið um leik þennan, hann var fjarri því að vera merkilegur, til þess var hann of ójafn. En við skulum renna yfir hverjir skor- uðu mörkin og hvenær. Haraldur Haraldsson kom KA á bragðið á 10. mínútu, er hann skoraði glæsilega beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi. Aðeins tíu mínút- um síðar skoraði Óskar Ingi- mundarson af stuttu færi eftir undirbúning Elmars. Á 22. mín- útu bætti Jóhann Jakobsson þriðja markinu við eftir hroða- leg mistök í vörn Fylkis. Og aðeins 3 mínútum síðar bætti Óskar við fjórða markinu eftir að Jóhann, Ásbjörn og hann sjálfur höfðu splundrað lélegri vörn Fylkis. Fylkismenn sóttu sig heldur, en KA bætti þó fimmta markinu við á 50 mínútu. Elmar tók þá hornspyrnu frá hægri, Ásbjörn skallaði knöttinn aftur fyrir sig til Óskars sem lauk við þrennu sína með laglegum skalla. 8 mínútum fyrir leikslok minnkaði Hilmar Sighvatsson muninn með marki úr tvítekinni víta- spyrnu, Óskar hafði varið með höndum á marklínunni skot Kristins Guðmundssonar. Krist- in skoraði svo sjálfur annað mark Fylkis á síðustu andartök- um leiksins. I heild var lið KA miklu sterkara að þessu sinni, allir stóðu fyrir sínu, Óskar, Elmar og Ásbjörn voru þó einna mest áberandi. Hjá Fylki var það helst Guðmundur Baldurs- son, svo og Ögmundur í markinu, sem verður ekki sakaður um ósköpin. —gg. Kæran kom of seint Lið Vais i fimmta flokki i knattspyrnu. sem lék úrslitaleikinn i íslandsmótinu i knattspyrnu gegn liði ÍA. Valsdrengirnir töpuðu, 1—0, og höfnuðu því i öðru sæti i mótinu. Ljónm. þr. Fjórði flokkur pilta úr Þór, Akureyri, sem hafnaði í öðru sæti i íslandsmótinu í knattspyrnu. Þór lék til úrslita gegn Val og tapaði 5—1. Ljósm Mbi. þr. KÆRA Hauka á hendur Axeli Axelssyni og Fram í útimótinu í handknattleik var afgreidd i gærkvöldi. Dómstóll kvað þá upp þann úrskurð, að Axel hefði verið óiöglegur, en að kæra Hauka hefði ekki borist timanlega sam- kvæmt reglum HSÍ. Fram heidur því sæti sínu í úrslitum keppn- innar og mætir KR við Austur- bæjarskóiann í kvöid kl. 19.00. ísland varð ekki neðst ísiendingar höfnuðu i næst neðsta sæti SAAB—landskeppn- innar i golfi sem fram fór fyrir skömmu. íslenska liðið skipuðu þeir Hannes Eyvindsson, Sveinn Sigurbergsson og Björgvin Þorsteinsson, en fararstjóri og liðsstjóri var Kjartan L Pálsson landsliðseinvaldur. ítalir höfn- uðu neðar á blaði en fsland, lið þeirra lék á samtals 482 höggum, islenska liðið lék hins vegar á 478 höggum samaniagt. Islensku piltarnir náðu -ekki eins góðum árangri og vænta hefði mátt ef á heildina er litið, og ef litið er á lokaskor næstu þjóða fyrir ofan ísland, kemur í ljós, að með ögn betri frammistöðu hefði ísland léttilega getað hafnað tveim til þremur sætum ofar. í þriðja neðsta sætinu var Danmörk á samtals 477 höggum. Finnar komu næstir með 473 högg. Hannes Eyvindsson náði besta heildarárangri íslensku keppend- anna. Hann lék samtals á 156 höggum. Þrátt fyrir fádæma óheppni fyrsta dag keppninnar, tókst Björgvin næst best upp íslensku keppendanna, lék samtals á 160 höggum. Sveinn lék á 162 höggum. Það voru annars Skotar sem sigruðu, lið þeirra lék samtals á 446 höggum. A—lið Svía hafnaði í öðru sæti á 453 höggum. Austur- ríkismenn urðu nokkuð óvænt í þriðja sæti á 459 höggum. Gullna mílan NÆSTKOMANDI mánudag fer fram mikið míluhlaup i London og þar mætast allir fremstu hlauparar heimsins. Þar á meðal Ovett og Coe. Hlaup þetta er kallað „Gyllna mílan" og verður hlaupinu sjónvarpað um alla Evrópu beint. Eiríkur lék best UM síðustu helgi fór fram öldungakeppni í goifi á Hólmsveili i Leiru. 30 kepp- endur mættu til leiks. Spil- aðar voru 18 holur. Sigur- vegari varð Eiríkur Smith, lék á 82 höggum, jafnir i 2.-3. sæti urðu Hólmgeir Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, léku á 83 höggum. Hólmgeir sigraði svo í bráðabana. Fjórði i keppn- inni varð svo Guðmundur ófeigsson, lék á 84. höggum. Með forgjöf sigraði Jón Thorlacius. Helgi marði sigur 10 ÁRA afmæiismót Amb- assador White Label íór fram á Nesveilinum sl. laug- ardag. Keppnin var æsi- spennandi, þó sérstaklega einvigið milli Ilelga Hólm og Jóns Hauks Guðlaugssonar sem þurftu að heyja bráða- bana um fyrsta sætið. Bráða- baninn var mjög spennandi, báðir fóru þeir á pari á fyrstu braut, en á annarri braut fór allt i vaskinn hjá - báðum og endaði með að Helgi Hólm marði sigur á 6 höggum (2 yfir pari) og Jón Haukur fór á 7 höggum. Úrslit urðu eftirfarandi: Án forKjatar: 1. Hrliri Hólm GS »6 36 2. Jón H. GuÖlauKSH. GN 36 36 3. kageto Þórðarw. GR 35 38 MrÖ forgjóf: 1. Ge«tur M. Sl^urÖHs. GB 66 nettó 2. Jón Alfreöss. GL 68 nettó 3. JúIIuh BernburK GR 68 nettó Sérstök verðlaun voru veitt fyrir högg næst holu og hlaut Sigurður Pétursson White Label Puttara i verð- laun fyrir að vera 3,05 frá holu á 6. braut. Hjólreiða keppni Hjólreiðafélag Reykjavikur heldur sina fyrstu hjólreiða- keppni í Reykjavik um næstu helgi. Keppt verður í 3 flokkum, 12—15 ára og 16 ára og eldri, einnig verður keppt i kvennaflokki ef næg þátt- taka fæst. Hjólreiðakeppni þessi er sú fyrsta sinnar tegundar hér í Reykjavik og er ætlunin að kcppni þessi verði árlegur viðburður. Veittir verða farandbikarar ásamt verðiaunaprningum og viðurkenningarskjölum. Hjólað verður ca. 10 km á hringlaga braut i eldri flokk. og 5 km í yngri og i kvennaflokki. Búist er við góðri þátttöku. þar sem hjóireiðanotkun hefur átt sivaxandi fylgi að fagna undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.