Morgunblaðið - 21.08.1980, Side 5

Morgunblaðið - 21.08.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 5 Pétur Pétursson þulur: Að draga núll á tombólunni ÞAÐ var eins og meistari Jakob væri kominn í Brúðuleikhúsinu og togað væri í strengina að tjalda- baki þegar þeir Ragnar og Kristj- án skrifuðu undir pakkasúpusa- mninginn í gær. Og eftir fregnum að dæma ríkir einhugur í sam- ninganefndinni. Vilhjálmur Hjálmarsson var prúðmannlegur að vanda og hreyfði ekki pennann. Hann hlýtur líka að hafa verið orðinn dasaður eftir að teyma mannskapinn í Austfjarðarþok- unni þangað til þeir sáu ekki milli augna en hrópuðu allflestir í kór: Við viljum Vilkó. Ýmsir trúðu ekki sínum eigin augum er þeir horfðu á sjónvarps- fréttirnar. Voru þetta sömu menn- irnir er sátu hverja ráðstefnuna eftir aðra nú á þessu ári og undirbjuggu vandaða kröfugerð þar sem allt að 60% launahækkun er talin óhjákvæmileg til þess að halda í við kjararýrnun? Voru þetta sömu mennirnir og læddust með leynd og hvísluðu trúnaðarorðum um ólöglegar að- gerðir og áhættusamar og stefndu múgnum til mannfunda og heitstrenginga í tíð Matthíasar? Hvað var orðið af allri baráttu- gleðinni? Sögðu ekki þeir félagar á fundum, allt til skamms tíma, að þeir ætluðu að endurheimta allt sem af opinberum starfsmönnum var tekið frá fyrri samningum? Það virðist ekki vera sama hver stendur fyrir ríkistombólunni. Nú er Kristján hinn ánægðasti. Hann fær að standa við tombólukassann og útdeila núllum að vild. Og Haraldur að hræra í Vilkópakka- súpunni. En lífeðlisfræðingurinn sér um að bæta í hana vatni. Hann segir að hollast sé að allir launa- menn séu í launaflokki H20. Esaú seldi frumburðarréttinn fyrir baunadisk. Kristján fékk pakkasúpu. En með hverju á að greiða síhækkandi vörur og húsnæði og þjónustu. Ætla opinberir starfs- menn og verkalýður að láta krossatossa í ómældri aukavinnu hafa sig að pólitískum attaníoss- um og lama stéttarvitund sína og samtök? Stóri messudagur inn í Skálholti Hinn svokallaði „Stóri messudagur" verður í Skál- holti þann 24. þessa mánaðar. Að þessu sinni verður þess minnst, að 900 ár, eru síðan fsleifur biskup lézt og mun ísleifsreglan sjá um helgihald þennan dag. Kl. 12 verður sungin miðmundatíð, kl. 17 verður hátíðamessa, þar sem sungið verður Ordinarium „Missa de Angelis", en upp- runi hennar verður rakinn til Innheimtuveski tapaðist EINN blaðburðarmanna Morgun- blaðsins tapaði innheimtuveski með peningum á Freyjugötu í Reykjavík. Er finnandi vinsamleg- ast beðinn að hafa samband við skrifstofu Morgunblaðsins. samtíðar ísleifs biskups. Handrit messunnar verður fá- anlegt á staðnum. Strax á eftir messunni verður gengið inn í Skálholtsskóla, þar sem Is- leifsreglan heldur opinn fund fyrir þá, sem vilja kynnast þessari starfsemi. Um kvöldið verður síðan sunginn nátt- söngur. Stjórn reglunnar skipa: Séra Sigurður Pálsson vígslu- biskup formaður, Helgi Braga- son organisti varaformaður, Smári Olason kirkjutónlista- maður ritari, Glúmur Gylfa- son organisti gjaldkeri og séra Sigmar Torfason prófastur meðstjórnandi. í varastjórn eru séra Valgeir Ástráðsson sóknarprestur og Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri. Félag- ar í Isleifsreglunni eru nú nær 60 talsins. Sumarferð Fríkirkjusafn aðarins i Hafnarfirði ÁRLEG sumarferð Fríkirkju- safnaðarins í Hafnarfirði verður að þessu sinni farin austur í Þjórsárdal á sunnudaginn kem- ur, 24. ágúst. Hin óvæntu eldsum- brot i Heklu gera ferðalagið trúlega enn áhugaverðara. Gosið blasir að sjálfsögðu vel við úr Þjórsárdal og kann að vera að farið verði eitthvað nær gosstöðv- um, en ekki vcrður lagt í neina tvísýnu til þess, segir i frétt frá Fríkirkjusöfnuðinum. Lagt verður af stað frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði kl. 9.30 á sunnudagsmorgun. Ekið verður upp Skeið og skoðuð hin sérstæða veggmynd Balthasar í Ólafsvalla- kirkju. Er komið er upp í Gnúp- verjahrepp, mun Ásólfur Pálsson á Ásólfsstöðum taka á móti hópn- um og verða leiðsögumaður um heimabyggð sína. I Þjórsárdal verður sögualdar- bærinn skoðaður, svo og Hjálpar- foss, menjar að Stöng og sitthvað fleira til fróðleiks og augnayndis. Á heimleiðinni verður hópurinn við messu í Stóra-Núpskirkju. Séra Sigfinnur Þorleifsson er sóknarprestur Gnúpverja. Þátttakendur eru beðnir að taka með sér nesti til hádegisverðar. Matast verður úti á fallegum stað ef veður leyfir, annars verður komi við í Ásaskóla. Eftir messu verður hinsvegar drukkið kirkju- kaffií hinu myndarlega samkomu- húsi Gnúpverja, Árnesi. Komið verður heim í tæka tíð fyrir kvöldmat. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU mcíano ?#*#?** S9óf6^Íp^LqasSac ^eruú'- Ufcúoaveflí J j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.