Morgunblaðið - 21.08.1980, Page 11

Morgunblaðið - 21.08.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 11 (>I»A It.i U •) 7 <• h 31710 31711 Blikahólar Glæsileg 2ja herb. 65 ferm íbúö á 6. hæö. Góöar innréttingar. Stórkostlegt útsýni. Verð 26— 27 millj. Nökkvavogur Mjög falleg 2ja herb. íbúö á jaröhæö, 55 ferm. Sér inngang- ur. Verö 25—26 millj. Smyrlahraun Góð 3ja herb. 100 ferm íbúö í fjórbýli. Bílskúr. Verö 39 millj. Eyjabakki Afar falleg 4ra herb. 110 ferm íbúð á 1. hæð. Þvottaherb. innaf eldhúsi. Laus fljótt. Verö 39 millj. Vesturberg Mjög falleg og notaleg 4ra herb. 110 ferm. íbúö á 1. hæö. 2 stofur, sér garður. Verö 38 millj. Hrafnhólar Vönduð 4ra herb. 100 ferm íbúö á 1. hæð. Lagt fyrir þvottavél á baöi. Bílskúr. Verö 43 millj. Kársnesbraut Sérhæö 150 ferm. 2 stofur, 4 svefnherb., bílskúr. Verö 65 millj. Sundlaugarvegur Sérhæö 115 ferm. 2 stofur, 2 svefnherb., 1 herb. í kjallara. Bílskúr. Verö 55 millj. Markholt Vandaö einbýlishús 130 ferm. 4 svefnherb., stór stofa, stór og falleg lóö. Bílskúrsréttur. Verð 65 millj. Nökkvavogur Sænskt einbýlishús úr timbrl 110 ferm á steyptum kjallara. Stór bílskúr. Mjög falleg eign í grónu hverfi. Verö 85 millj. Fasteigna- SeíTd Fastelgnaviðslclpti: Guðmundur Jónsson. sími 34861 Garðar Johann Guðmundarson. sími 77591 Magnús Þórðarson. hdl. GrtMisd' vt>gi 1 1 XKil.VSINt.ASIMIW KR: 22480 Yiðræður eru hafnar um Rockall-svæðið 1 SAMTALI. sem MorKunblaðið átti á þriðjudaK. við Eyjólf Kon- ráð Jónsson. fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins á Hafréttarráðstefnunni í Genf. kom fram. að viðræður við FæreyinKa og Dani um Rockall- málið eru hafnar í samræmi við ályktun Alþingis frá 19. maí sl. og fyrirmæli utanrikisráðuneytisins. en síðan er ráðgert að ræða við Breta og íra. Miða þessar umræð- ur að því að komast hjá árekstrum og tryggja hagsmuni tsiendinga á hafshotninum suður af landinu. Eyjólfur sagði, að nú hefði veru- lega miðað í samkomulagsátt varðandi yfirstjórn alþjóðahafs- botnssvæðisins og menn væru því bjartsýnir á. að þeim árangri yrði náð, sem að er stefnt i Genf. Ekki væri því lengur til setunnar boðið. heldur yrði að hraða aðgerðum til að tryggja islenzka hagsmuni Málum miðar nú vel áfram á Hafréttar- ráðstefnunni vestur af Rokknum og á Hatton- banka. — í síðustu viku komu fyrirmæli að heiman til formanns íslenzku sendinefndarinnar, Hans G. And- ersens, um að taka upp viðræður við þá, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta á Rockall-svæðinu og hafa um það fullt samráð við fulltrúa þingflokkanna á Hafréttarráð- stefnunni, — sagði Eyjólfur Kon- ráð Jónsson. — Við héldum því fund þar sem ákveðið var að Hans G. Andersen undirbyggi málið við Færeyinga og Dani og gerir hann það í dag. Annars er hann einnig í dag, þriðjudag, á fyrsta formlega fundi sáttamannanna í Jan May- en-málinu ásamt þeim Jens Evens- en og Elliot Richardson, aðal- fulltrúa Bandaríkjanna, en hann var formlega skipaður oddamaður í nefndinni síðastliðinn föstudag. Rockall-málið er ekki síður vandasamt en Jan Mayen-málið og hagsmunirnir miklir, — sagði Eyj- ólfur. — Þótt Alþingi hafi mótmælt tilraunum Breta og íra til að taka sér réttindi vestan Rokksins er ekki þar með sagt, að ekkert eigi við þá að tala. Ljóst er hins vegar að Islendingar hafa markað sér þá stefnu að hafa eins nána samvinnu við Færeyinga í þessu máli og þeir óska, en málið er ekki síður vand- meðfarið af þeirra hálfu. Kröfu- gerð íra og Breta er meira en hæpin. Þá tel ég sjálfsagt að reyna á það hvort þessar fjórar þjóðir gætu með einhverjum hætti komið sér saman, t.d. með því að hagnýta allt svæðið eða hluta þess sameig- inlega og vera sameigendur hafs- botnsins og auðæfa hans. Er það sama hugsunin og margsinnis var sett fram við Norðmenn í Jan Mayen-deilunni. Hörð átök um yfirráðin á svæð- inu vestur af Rokknum gætu leitt til langvarandi deilna, sem engin leið er að sjá fyrir endann á. Vonandi verður öllum það ljóst í þeim viðræðum, sem framundan eru hér í Genf, hvaða áhætta fylgdi slíkri framvindu, en á þessu stigi tel ég ekki hyggilegt að ræða málið ítarlegar, — sagði Eyjólfur Konráð Jónsson að lokum. Eldmessa Að sækja tónleika austur í Skálholt frá Reykjavík er þeim annmarka bundið er varðar ástand vega, þar sem malbikun þrýtur. Hvörfin, sem eru sér- kenni vegarins undir Seiðishól- um, verka eins og heljarsterk áhersla utan við takt og hljóma, eggharður vegurinn undir með- fram Ingólfsfjalli, minnir á hranalegan flutning rómantískr- ar laglínu og lausamölin á vegin- um frá Minniborg til Skálholts, á óaflátanlegt suð af gamalli hljómplötu. Margbrotinn hrynur og blæbrigði einkenna íslenska vegagerð og að eiga leið um þessa vegi með það erindi eitt að hlusta á orgelleik og hafa á leið sinni fram undan sér ógn- þrungna mynd af stórgosi í Heklu, rétt eins og ekkert væri sjálfsagðara er auðvitað sér ís- lenskur samleikur andstæðn- anna. Ragnar Björnsson fyrr- verandi dómorganleikari hélt tónleika í Skálholti og að sitja inni í kaldri kirkjunni meðan Hekla logaði enda á milli og hlusta á Ragnar leika íslenska orgeltónlist, minnti á Eldmessu séra Jóns Steingrímssonar: nUm sumarid sjaldan sáum sól fyrir mökkum háum med ódaun ofurþráum. askan sat á stráum.“ Áþján og ok hins fátæka verður skemmtan hins ríka og nú valda gosin hin minni ekki Tónllst eftir JÖN ÁSGEIRSSON lengur landflótta, heldur safnast fólk saman í flokkum til að sjá það sem áður var nefnt nöfnum eins „ógn helvítis" en nú nátt- úruundur. Þannig hefur og inni- hald þeirrar tónlistar, sem leikin var á orgel Skálholtskirkju breytt um merkingu og orgelið, sem bæði var notað til að túlka himnavist og helvítiskvalir við kraftmiklar trúarathafnir, er nú notað að mestu til að tjá undur tónmenntanna. Þannig fór sam- an kraftmikill hljómur orgelsins og þeirra átaka í iðrum jarðar- innar er umhverfðust í ógn- þrungna mynd litlu austar, að einni hljómkviðu og mætti vel benda myndatökumönnum á slíkt samspil mynda og hljóma. Tónleikarnir hófust á tignarlegri Chaconnu, eftir Pál Isólfsson, yfir upphafsstef Þorlákstíða. Miðhluti tónieikanna var settur saman af sálmforleikjum eftir fimm íslensk tónskáld. Fyrst flutti Ragnar tvo sálmforleiki eftir sjálfan sig yfir sálmalögin Himnarós og þá mæðubára minnsta rís. Ragnar er góður orgelleikari og ekki þyrfti það að koma á óvart, að hann ætti eftir að láta heyra til sín á sviði tónsmíða, ef dæma má eftir þessum stuttu verkum. Yfir þeim var fallegur og sérkennilegur blær. Eftir Ragnar forleik yfir sálmalagið Jesú mín morgunstjarna og lag er ekki var frekar kynnt en með nafninu, í kirkjugarði. Hugleið- ingin um fyrra lagið var nokkuð mislit í stíl en yfir því nokkur þokki. Seinna lagið var eins og hlutur, sem er skakkskotið inn á milli án þess þó að valda veru- legri röskun. Eftir Leif Þórar- insson voru viðfangsefni sótt í 17. passíusálm Hallgríms og Liljulagið, en í þessum verkum er ekki unnið út frá óbreyttri laglínu laganna.heldur unnið úr einstökum stefjum þeirra, svo að erfitt er að greina lagbrot sálmalaganna. I Liljulaginu mátti greina mörg falleg blæ- brigði og skemmtilegar tóntil- tektir. Eftir Atla Heimi Sveins- son voru flutt tvö tilbrigði við sálmalög eftir Sigfús Einarsson og eru bæði lög Sigfúsar og sálmforleikir Atla heldur svip- lítil tónverk en þó hljómþýðir. Tveir síðustu sálmforleikirnir eru eftir Jón Nordal, sá fyrri við sálminn Hreint skapað hjarta (Kær Jesú Kristi) og en sá seinni er saminn yfir lag, sem aldrei var sungið. Þar fæst Jón við nýstárlegar hljómagerðir, sem hann fléttar saman á fínlegan hátt. Tónleikunum lauk svo með Prelúdíu, Kóral og fúgu, eftir Jón Þórarinsson, gamalkunnugt og gott verk, sem Ragnar Björnsson flutti vel og örugg- lega. Eftir þessa góðu tónleika var tekið til við að rýna í Hekluelda og um nóttina var haldið heim frá þessari hrika- legu eldmessu í iangri lestarferð, sem framundan liðaðist eins og rauður ormur í dökkri skugga- mynd landsins. Philips Þú getur reitt þig á Philips frystikistur... Þegar þú kaupir frystikistu er þaö til geymslu á matvælum um lengri tíma. Hún veröur því að vera traust og endingargóö. Þar kemur Philips til móts við þig með frystikistur,sem hægt er aö reiða sig á. * Phiiips frystikistur eru klæddar hömruðu áli. Philips frystikistur gefa til kynna með sérstöku aðvörunarljósi, ef frostið fer niður fyrir 15°. Philips frystikistur hafa lykillæsingu. Philips frystikistum fylgja 2—3 lausar grindur. Philips frystikistur hafa Ijós í loki. Philips frystikistur fást í stærðunum 260 I. — 400 I. — 500 I. og 600 I. Philips viðgerðarþjónustu getur þú treyst. Þú kaupir Philips fyrir framtíðina. heimilistæki hf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.