Morgunblaðið - 21.08.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 21.08.1980, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 Komur skemmtiferðaskipa í ár: Síðasta skipið kemur í dag SÍÐASTA skemmtiferða.skipið á þessu sumri er væntanlegt til Reykjavíkur í dag og heitir það Mermoz frá Frakklandi. Komur skipa hafa því orðið 17 á þessu sumri. en nokkur skip komu oftar en einu sinni. Það er ljóst að um nokkra fækkun farþega hefur orðið að ræða, en það vekur einnig athygli að skipin eru áberandi minni en áður. Eins og venjulega hafa skipin iðulega haft viðkomu á Akureyri og hefur Ferðaskrifstofa Akureyrar séð um alla fyrir- greiðslu við skipin en fimm ferða- skrifstofur hafa séð um þjónustu við skipin hér í Reykjavík. Ferðir Smyrils í sumar: Aukning í kom um útlendinga FÆREYJAFERJAN Smyrill fór sína fyrstu ferð frá Seyðisfirði 3.júni sl. og hefur hún frá þeim tíma komið hingað til lands einu sinni í viku með brottför á þriðjudögum. Síðasta ferð ferjunnar verður þriðjudaginn 16. september og hefur hún þá farið 16 ferðir i sumar sem er einni ferð fleira en í fyrra. Sú nýbreytni var tekin upp í ferðum ferjunnar í sumar, að nýjum viðkomustað var bætt við, en það var bærinn Hanstholm á Jótlandi í Danmörku. í upplýsing- um sem fengust hjá Ferðaskrif- stofunni Úrval hefur tala íslend- inga sem tóku ferjuna staðið í stað, en aukning hefur orðið í komum erlendra ferðamanna, að- allega frá Frakklandi. Eins og fyrri ár, er mjög vinsælt að taka bifreiðar með í ferðina og það er t.d. mjög vinsælt meðal Islendinga að taka ferjuna til Bergen.aka þaðan um Evrópu og taka síðan ferjuna til baka á Skotlandi ein- hverjum dögum eða vikum síðar. Alþýðuflokksmenn í bæjarstjórn Kópavogs: Ætla að halda meirihlutasam- starfinu áfram EINS og fram hefur komið í fréttum Mbl. greiddu Alþýðu- flokksmenn i Kópavogi atkvæði gegn tillögu um kaup Kópavogs- bæjar á Fifuhvammslandi. sem samþykkt var í bæjarstjórn Kópavogs. Um tíma leit út fyrir að meiri- hlutasamstarf Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Framsóknar- flokks væri í hættu vegna þessa máls, en Guðmundur Oddsson oddviti Alþýðuflokksmanna í bæjarstjórninni, upplýsti í viðtali við Morgunblaðið að á bæjarmála- ráðsfundi sem Alþýðuflokksmenn héldu, hefði verið ákveðið, að halda samstarfinu áfram, þrátt fyrir að þungt hljóð væri í mönnum vegna þessa áls. Guð- mundur Oddsson sagði, að eftir- mál þessa yrðu engin af þeirra hálfu, en framtíðin yrði að skera úr um hvort þetta mál hefði skaðað samstöðu meirihlutaflokk- ana. Hluti gestanna á afmælishátiðinni. Sjáifetæðisfélagið ÞjóðóK- ur í Bolungarvík 50 ára í síðasta mánuði var haldið upp á fimmtíu ára afmæli Sjálfstaeð- isfélagsins bjóðólfs í Bolung- arvík. Afmælisins var minnst með fagnaði fyrir félagsmenn og gesti i Félagsheimilinu i Bolungarvík. Meðal gesta var Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins en þing- menn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. sem boðið var, gátu ekki komist en þeir sendu allir kveðjur. Kveðjur bárust frá fleiri aðilum og má þar nefna fyrrverandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins Sigurð Bjarnason frá Vigur, sendi- herra í London. í stjórn Sjálf- stæðisfélagsins Þjóðólfs eru Jón Fr. Einarsson formaður, Karl bórðarson gjaldkeri og Guð- mundur Agnarsson ritari, en hann las upp sögu félagsins á afmælishátíðinni. Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins flytur ræðu sina. Gisli Hjaltason einn af stofn- endum Þjóðólfs. Þar kom fram, að Þjóðólfur var stofnaður 13. júlí 1930 og voru stofnfélagar 117, sem sýnir þann mikla áhuga sem ríkti þegar félagið var stofnað. Félag- ið lét þegar í stað mörg mál til sín taka, bæði stór og smá og má nefna, að athuganir voru gerðar á atvinnumálum á fyrstu árum félagsins og m.a. var stofnuð nefnd, sem átti að kanna mögu- leika á því, að taka skip á leigu til síldveiða. Þá voru einnig uppi hugmyndir um að leita eftir landskika til kartöfluræktar, en á þessum dæmum má sjá, að starfið í upphafi var margþætt fyrir utan hið hefðbundna stjórnmálastarf. Þess má geta að tveir brautryðjenda félagsins sátu afmælishátíðina, þeir Einar Guðfinnsson og Gísli Hjaltason, en af öðrum frumkvöðlum fé- lagsins má nefna Halldór Krist- insson, Kristján Ólafsson, Högna Gunnarsson, Jóhannes Teitsson, Ólaf Ólafsson og Pétur Oddsson yngri. Á þessum fimmtíu árum sem liðin eru frá stofnun Sjálfstæðis- félagsins Þjóðólfs hafa margir gegnt margs konar ábyrgðar- stöðum í félaginu til lengri eða skemmri tíma. Formenn félagsins frá upphafi hafa verið Steinn Emilsson, Kristján Ólafsson, Halldór Kristinsson, Páll Jónsson, Jó- hannes Teitsson, Benedikt Þ. Benediktsson, Jónatan Einars- son, Friðrik Sigurbjörnsson, Guðmundur B. Jónsson og nú- verandi formaður Jón Fr. Ein- arsson. Á afmælishátíðinni sem var fjölsótt fluttu ræður þeir Geir Hallgrímsson, Jónatan Einars- son og Einar Kr. Guðfinnsson. Hiibner á unna biðskák í gær var tefld 9. einvíg- isskák Hiibners og Portisch. Hiibner hafði hvítt en engu að síður tókst Portisch að ná betri stöðu snemma í skákinni. í framhaidinu lék hann illilega af sér og Hiibn- er var ekki lengi að notfæra sér það. Þegar skákin fór í bið stóð Htibner til vinn- ings. En sjón er sögu ríkari: Hvítt: R. Hiibner Sikileyjarvörn Svart: L. Portisch 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, Najdorfaf- brigðið svonefnda sem Port- isch hefur notað með góðum árangri að undanförnu. 6. Be3 - e6, 7. f4 - b5, 8. Df3 - Bb7, 9. Bd3 - Rbd7, 10. g4 — Rc5, 11. g5. Að sjálfsögðu var 11. a3 örugg- ari leikur en Hiibner er ekki í neinum jafnteflishugleið- ingum núna. — b4! 12. gxf6 — bxc3, 13. fxg7 — Bxg7, 14. bxc3 — Dc7. Svartur stendur nú vel að vígi enda hefur hann nægar bætur fyrir peðið. 15. Hbl — 0-0-0, 16. Ke2!? Eflaust skásti kosturinn! — Hhe8. Eftir 16. - f5, 17. Hxb7 - Dxb7, 18. exf5 fær hvítur 2 peð uppí skiptamun. 17. Hhgl - Bh8, 18. f5 - e5?! Skák eftir JÓHANNES GÍSLA JÓNSSON 18 — d5! var sterkara og hvítur stendur mjög höllum fæti 19. Rb3 — Rxe4. Þetta var hugmyndin með 18. leik svarts. Hvítur sleppur nú fyrir horn í bili. 20. Bxe4 — Dc4+, 21. Kd2 - Bxe4, 22. Df2 - Kd7, 23. Bb6 - Hb8, 24. Kcl - Ba8, 25. Rd2 - Da4, 26. f6 - Bd5, 27. c4 - Bxc4, 28. Hg4 - Da3+, 29. Hb2 - Be6, 30. Rc4 - Dh3? Eftir 30. — Dxb2+! ásamt 31. — Bxg4 stendur svartur bet- ur. Nú kemur heldur betur banvæn sending 31. Rxe5+! — dxe5, 32. Hd4+ — Bd5. Eini leikurinn. 33. Hxd5+ — Ke6, 34. Hc5 - Dh6+ 35. Kbl - Df4, 36.Hc6+ - Kf5, 37. De2 - h6, 38. Hb3 - Kg6, 39. Hf3 - Dd4, 40. Hb3 - Dd5 Hér fór skákin í bið. Hvítur á um margar vinningsleiðir að velja. Ein þeirra er 41. Dg4+ - Kh7, 42. Df5+ - Kg8, 43. Hcc3 og svartur er varnar- laus. Fleiri svona skákir takk!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.