Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980 37 æðstu sannindi lifsins, trúarleg boðorð og kenningar, eru orðin að duispeki sem blátt áfram viti bornir menn geta ekki lagt sig niður við að stunda, ellegar trúa á. Trúarbrögðin eru „snilldarlega að- hæfð“ þróunarstigi þeirra manna, sem þau voru gefin. Nú er mikill hluti mannsyns vaxinn uppúr þessu þróunarstigi, nú krefjast menn staðfestingar skynseminnar á trúarbrögðunum. fjöldi manna hefur semsé misst hæfileikann til þess að trúa; eðlishvatirnar hafa látið meir eða minna undan síga fyrir vitsmunaþroskanum. Þar með hafa mennirnir öðlast hæfi- leika, tii þess að rannsaka sjálfir. Martinus kemur í þennan heim, þeim mönnum til hjálpar, sem engan veginn geta trúað einum saman staðhæfingum, heldur vilja að skynsamleg rök standi að baki. Martinus greinir alheiminn; sem efnislegum skynfærum er ómögu- legt að skynja; sem aðeins verður skynjaður með háþróaðri sál- rænni skynjun. Og þess vegna kemur Martinus í þennan heim, að gefa þeim, sem hafa náð hæfi- legum þroska, ljóst yfirlit yfir gerð sjálfs alheims. — Þú talar um trúarbrögðin — hvað um kristindóminn? — Fyrst er þess að geta, að trúarbrögðin, hin mismunandi trúarbrögð, eru eins og skip á hafi úti, sem stefna í allar áttir en koma á sama stað að landi — í hinum eilífa sannleik. En koma Jesús Krists er vendipunktur í mannkynsögunni, því kristnin boðar grunntón alheimsins, kær- leikann. Kristur talaði til mann- anna eins og þeir væru börn, því þeir voru á svo lágu þroskastigi. Kristur boðaði miklar þrengingar sem koma myndu yfir mennina á hinum „síðustu tímum". Þá tíma lifum við nú. Jesús Kristur boðaði fleira: „... huggarinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, hann mun kenna yður allt og minna yður á allt, sem ég hef sagt yður“ — „En þegar hann, sann- leiksleitandinn, kemur, mun hann leiða yður í allan sannleikann, því að hann mun ekki tala af sjálfum sér, heldur mun hann tala það sem hann heyrir, og kunngjöra yður það sem koma á. Hann mun vegsama mig, því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður. Allt það sem faðirinn á, er mitt; fyrir því sagði ég, að hann tæki af mínu og kunngjörði yður“. „Komandi kynslóðir" sem hann talar um, það erum við, og huggar- inn, sem „talar það sem hann heyrir", það er Martinus, þ.e.a.s. ekki persónan sjálf: Martinus er einskonar gluggarúða sem al- heimsvitund streymir gegnum og Martinus festir á blað. Jesú Krist- ur vissi allt, eins og Martinus. Fólkið var einungis ekki nógu þroskað til að meðtaka sannindin og hann talaði í líkingum og fékk fólkið til að trúa. Nú er tíminn kominn, að skýra líkingarnar. Fjöldi manna er nú nógu þroskað- ur til þess að meðtaka hinn eilífa sannleik. Því er Martinus kominn í þennan heim. Guðdómurinn er sjálfur alheimur ... — Hver er það sem sendir Martinus í þennan heim? — Það er langt mál að útskýra það. En krappt sagt þá er allt lifandi í heimi hér. Smæstu agnir hafa sömu uppbyggingu og sól- kerfið, sólkerfið sömu uppbygg- ingu og Vetrarbrautin o.s.frv. óendanlega, því heimurinn er óendanlegur. Guðdómurinn, sem talar gegnum Martinus, er eilífur og hann er alls staðar. Þar eð alheimur er óendanlegur, er Guð- dómurinn hvorki andlega né lík- amlega bundinn neinni stærð eða tegund. Guðdómurinn er allar stærðir og allar tegundir, og hvernig ætti hann annars að vera alvitur, algóður og almáttugur? — Hvernig gæti hann annars verið hinn eini sanni Guðdómur? — Og hvernig gæti hann annars verið „guðssonur"? — Hinn óendanlegi alheimur, það er sjálfur Guðdóm- urinn. — bað er rétt, það er flókið mái. að skýra alheiminn, og hefur vafizt fyrir mörgum. En vikjum iítið eitt nánar að heims- mynd Martinusar. — í allra helztu dráttur er kjarni hinnar kosmisku grein- ingar alheims á þessa leið: Al- heimurinn er altæk lifandi lífheild og í krafti þessarar lífheildar á sér stað fullkomlega rökrétt sköpun- arstarf. Hinn ytri heimur, sem við lifum í er jafn lifandi og sá innri heimur er myndar líffærakerfi okkar. Við mennirnir þykjumst stórir miðað við smærri lífverur, en erum smáir miðað við stærri lífheildir svo sem sólkerfið og svo er um alla hluti; allar lífverur eru bæði það sem við köllum „stórver- ur“ og „smáverur". Allar lífverur eru staðbundin og lifandi líffæra- stöð í „stórveru" sinni og þar með í þeirri heild sem allar lifandi verur mynda í sameiningu — þessi heild er eilíf og óendanleg og nær því út fyrir sérhverja efnislega stærð, sem einungis getur skapast af skynfærunum. Sú lofandi vera sem myndar hina óendanlegu og eilífu heild, það er, eins og áður sagði, sjálfur Guðdómurinn. Vísindi eða ekki visindi — Eftir því sem ég kemst næst, þá gerið þið engan greinarmun á manninum og kannski svamp- dýri. Hvernig má það vera? — Jú, það er rétt. I sjálfu sér er munurinn enginn, önnur lífveran aðeins komin lengra á þróunar- brautinni... — Nú segja okkur vísindin. að svampdýr geti aldrei þróast til manns? — Þú skilur ekki rétt. Þú virðist ganga með þær grillur að maður- inn sé eitthvað sérstakt hér í heimi — eitthvað ómótstæðilegt. Allar lífverur, hvort sem er svampdýr, maður, sólkerfi eða Vetrarbraut, þróast og þroskast. Svampdýrið á sinn heim, rétt eins og maðurinn á sinn heim. Fyrir svampdýrinu er maðurinn kannski það sem sólkerfið er fyrir mannin- um og Vetrarbrautin fyrir sólkerf- inu. — bið kallið fræði Martinusar vísindi? — Já. Það eru til efnisleg vísindi og andleg vísindi og munurinn á þeim er sá, að efnisvísindin taka aðeins til efnislegs skynjunarsviðs mannfólksins, en andlegu vísindin eru hinn eilífi sannleikur og lausnin á lífsgátunni. Sbr. orð Jesús Krists: Þó himinn og jörð farizt, munu orð min standa. Raunvísindin er byrjun á birtingu sannleikans og taka einungis til efnisheimsins, hins efnislega svæðis í lausn lífsgátunnar. Vis- indi Martinusar geta ekki orðið staðreyndir fyrir atbeina efnis- legrar skynjunar eða rannsóknar, eins og raunvísindin. Það er að- eins fyrir innsæishæfileikann að þessar staðreyndir geta orðið al- ger og sönn vísindi. Einungis með hjálp vitsmunanna og að nokkru vegna þróunar mannúðarinnar geta þessi vísindi orðið að fræði- kenningum fyrir þá, sem ennþá fá ekki skynjað þau með sínum innsæishæfileika. — Það er einmitt það. Þá hverfum við frá því og snúum okkur að örlögum mannkyns. Örlög mannkyns — Mannkynið er ófullkomið. Ennþá eru mannlegu eiginleikarn- ir mjög vanmáttugir hjá þorra manna, en dýrslegir eiginleikar áberandi í breytni þeirra. Hinar mannlegu hneigðir birtist í'mann- úðlegri lagasetningu þjóðanna,’ hjálp til sjúkra og gamalmenna, ókeypis skólavist, spítölum o.s.frv. en allar þessar mannúðar hneigðir eru aðeins á byrjunarstigi. Dýrs- legu hneigðirnar birtast í dráps- þörf mannkyns og allri þeirri kúgun sem hér á hnetti ríkir. Nú á tímum myrða mennirnir og drepa ákafar en nokkru sinni fyrr, og morðvopn hafa aldrei verið full- komnari og ógnvænlegri. Vegna dýrseðlisins á mannkynið í stöðugu stríði. Jarðneskir menn verða á engan hátt ásakaðir þótt hið dýrslega í breytni þeirra sé svo yfirgnæfandi. Þetta er þróunar- atriði. Breytni þeirra tilheyrir ákveðnum ófullgerðum flokki á einu þrepi þróunarstigans. Menn- irnir geta vitanlega ekki breytt í samræmi við þau þróunarstig, sem eru þeim ofar. — í þessu sambandi. er það rétt, að þið segið kjötát mann- anna brot á fimmta boðorðinu: „Þú skalt ekki morð fremja.“ Gætirðu skýrt það? — Já, hið stórkostlega dýra- dráp, sem jarðneska mannkynið fremur sér til næringar, sýnir að mannkynið hefur ekki til að bera neina virka kærleikstilfinningu gagnvart dýrum. Ástandið er þannig, að mennirnir geta vel fengið það af sér að drepa dýr og éta dýr, og halda síðan að dýra- fæðan sé þeim lífsnauðsyn. Meðan jarðneski maðurinn er ennþá svona sofandi eða meðvitundar- laus fyrir dýrunum, getur hann ómögulega orðið að manni í Guðs mynd og líkingu. Hin kosmiska hlið vitundarlífsins er ennþá dauð eða sofandi í manninum, en hún á eftir að vakna til lífsins. Það gerizt vitaskuld ekki eingöngu með því að predika nauðsyn jurta- fæðu fyrir þeim mönnum, sem geta fengið af sér að drepa dýrin og neyta dýrafæðu. Þetta er algert þróunaratriði, því skyldi enginn pína sig til þess að að hverfa frá kjötáti til heil- brigðs mataræðis. bú sagðir mér einhvern tima af dómsdegi — hvað verður um okkur þá? — Örlög mannkyns í heild sinni, ráðast af örlögum allra einstakra manna jarðarinnar samanlagt. í sérhverjum þessara einstöku ófullgerðu manna eru hinir dýrs- legu eiginleikar fyrir hendi ásamt hinum mannlegu eiginleikum. I gegnum þessa sameiginlegu mannlegu eiginleika öðlast jarð- neska mannkynið samsvarandi mannlegt karma, þ.e.a.s. björt örlög. Gegnum dýrslega eiginleika sína öðlast mannkynið samsvar- andi dýrslegt karma, þ.e.a.s. myrk örlög. En hið dýrslega mun hverfa með tímanum og björtu örlögin sigra. Á þessari öld hefur mannkynið lifað tvær heimstyrjaldir eða eins og við segjum það; mannkynið hefur lifað endurkomu tveggja mikilla heimstyrjalda örlaga- brauta í formi tveggja stórkost- legra heimsstyrjalda með dauða og skelfingum, pyntingum og lim- lestingum. Og mannkynið með breytni sinni og framleiðslu full- komnari morðvopna undirbýr nú komu þriðju heimsstyrjaldartnn- ar. Og sú heimsstyrjöld verður miklu hryllilegri en hinar tvær fyrri. Þriðja heimsstyrjöldin verð- ur dómsdagur, ragnarök. Til hvers eru þessi hryllilegu hræðilegu vítistímabil, kann ein- hver að spyrja. Þau koma ein- göngu vegna þess að þau eru algerlega óumflýjanleg. Það er alls ekki hægt að breyta mönnun- um með ræðu og riti eða predikun- um einum saman. Til þess að geta skilið slík tjáningarform, verða mennirnir að þróast til þeirrar gæfu. Þróun hæfileikans til að geta skilið æðri fræðslu gerizt eingöngu gegnum endurkomu hinna myrku örlagabrauta og fyrir afleiðingar hins illa. Gegnum þær þjáningar eða ragnarök sem af komu hinna myrku örlagabrauta leo leiða, þró- ast mannúðarhæfileikinn. Verurn- ar fá viðbjóð á stríði og ófriði. Hæfileiki þeirra til þess að geta ekki fengið af sér að gera öðrum verum neitt til miska, fer vaxandi. Eftir því sem fleiri jarðneskir menn fylla þennan flokk, verða áhrif þeirra á pólitík og samfél- agsstjórn sífellt mannúðlegri og sífellt alþjóðlegri. Það eru þessir friðarins menn sem smám saman skapa hinn sanna frið í heiminum og þar með vinna að fullkomnun mannkyns í einu riki, með eitt tungumál, með einum trúarbrögð- um (andlegu vísindunum), einni hjörð og einum hirði, einni þjóð og einum Guði. — Ég ætla ekki að biðja þig að lýsa nánar þessu „friðarins“ ríki en það hefur komið fram að dómsdagur. þriðja heimsstyrjöld- in, verði fyrir næstu aldamót. Er það rétt? — Já það er rétt. — En hvað gera Martinusar- menn, ef ekki kemur til þessarar styrjaldar? Nú hló Svíinn. Þetta er nú ekki ákveðið uppá dag. En, já ég skil spurnlnguna, já það er ómögulegt að segja, hvað maður myndi gera í slíkri aðstöðu. Ég get ekkert um það sagt. — Síðar í samtali okkar var minnst á Heklu. Ég spurði hvar Hekla kæmi í dæmið. — Við lifum nú fyrri stríðsár, þriðja heimsstyrjöldin er á næsta leiti. Jörðin er iifandi vera og hún ókyrrist þegar maðurinn er í öllu sínu djöfullæði — kjarnorkubrölti og morðvopnasmíð. Jörðin finnur hvað er að gerazt, dómsdagur er í nánd og þess vegna eiga sér stað óvænt umbrot. Svo sem í Heklu, Saint-Helen í Bandaríkjunum og í gosinu á Kamchatkaskaga í Síb- eríu. Nú kvaddi ég og þakkaði Mart- inusarmönnum viðkynninguna. J.F.Á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.