Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980 65 Eiríkur og Anna Sirrý tilbúin mað kassann og hefja leitina. Sigurgeir Sigurðsson merkir. Ljf'wnyndir SiKurjteir Jonasson. Síöast er sleppt og sA er mestur sem kemur sinni pysju lengst út á sjóinn. Er þín grimm? spuröi Siggi. Nei, sagði Karólína. Ekki mín heldur, sagöi Siggi og krakkarnir rabba við pysjurnar áður en þeim er sleppt. Smáfólk í stórræðum SMÁFÓLK í Vestmannaeyjum stendur jafnan í stórræöum í ágústmánuöi því þá stendur þar yfir lundapysjuvertíð. Er hún jafn árviss atburður og þjóðhátíðin þar og hestamanna- og héraðsmót hér og þar um landið. Lundapysjuvertíðin er eins konar björg- unarstarf, krakkarnir (og reyndar fullorðnir líka) fara um bæinn eftir að dimma tekur á kvöldin eða í morgunsárið og safna pysjum, sem flogið hafa í rökkrinu á Ijósin í bænum og verða síðan ósjálfbjarga ein- hvers staðar í byggðinni. Lundinn flýgur nefnilega helst ekki nema hann sjái til sjávar og hvað vita óreyndar lundapysjur hvar sjórinn er þegar þær eru komnar í einhver skúmaskot í miöjum bænum? Krakkarnir, sem á lundapysjuvertíðinni fá að ganga á snið við allar reglur um háttatíma, fara af stað meö kassa, tína í hann botnfylli af pysjum, fara síðan út á Eiði, Nýja Skans eða út í Klauf til að sleppa, og þá er gaman. Óskar vitavörður Sigurösson í Stórhöfða og Sigurgeir Sigurðsson verkstjóri hafa um árabil sinnt fuglamerkingum í samráði við Náttúrufræðistofnun íslands, tekið nokkur hundruð fugla á ári, og fær lundinn einnig sitt merki. Fannst t.d. pysja við Nýfundnaland fimm vikum eftir aö hún var merkt við Eyjar og vitað er að lundinn verður mjög gamall, 20—30 ára. Sigurgeir Jónasson í Vestmannaeyjum tók meðfylgj- andi myndir. I.josm. ÓI.K.M. Valdimar Þórðarson, sem var annar helminKur Silla ok Valda. er hér á gangi í Aðalstrætinu fyrir framan búðina þar sem kaupmannsferill hans hófst. Lítur hann hér inn í verslunina, sem var vinnustaður hans i áraraðir, en sjálfur er hann nú hættur verslunarstörfum. Marjfrét Thorlacius er rit- stjóri hins nýja barnablaðs. ABC. en fyrsta tölublað þess er nýlejfa komið út. Mar»rét hef- ur kennt i 20 ár og í því starfi komið mikið nála-jft föndri ok hvers kyns tómstunda starfi. Segir hún efni blaðsins við hæfi 5 til 12 ára barna. þar sé að finna ýmis létt föndurverkefni. létt lesefni ok myndasöKur. Næsta blað kem- ur út í október ok síðan er von á jólablaði, en ásamt Mar- líréti munu skátarnir lenKja til ritstjóra. sem sér um hluta efnisins í hverju blaði. I.jósm. Kristján. Edvard T. Jónsson (t.v.) ok Arni Siaurðsson líta yfir siðasta tölublaðið. sem var að fara í dreifinKU í síðustu viku. Ljósm. jt. Vestfirska frétta- blaðið nú vikulega VESTFIRSKA fréttablaðið, sem Kefið er út á fsafirði, á í haust fimm ára afmæli. en það hóf KönKU sina 1 nóvember 1975. Árni SÍKurðsson prentari þar í ba> er upphafsmaður fréttablaðsins ok ábyrKðarmaður. Iiefur hann haft sér til aðstoðar hlaðamann i hlutastarfi, en skrifar sjálfur í blaðið auk þess sem hann sér um dreifinKU. Aðra hverja viku hefur Vestfirska fréttablaðið komið út, en í sumar hefur verið reynt að gefa það út vikulega. Sagði Árni að því yrði haldið áfram fram eftir næsta vetri, en reynslan yrði að skera úr um hvert framhald yrði á því. Edvard T. Jónsson hefur síðustu misseri gegnt starfi blaðamanns Vestfirska frétta- blaðsins og sagði hann það nú orðið vera fullt starf. Sögðust þeir félagar nú láta móttökur Vestfirðinga ráða hvort blaðið héldi velli, en þeir sögðu þær hafa verið með ágætum hingað til. Blaðið er fyrst og fremst frétta- blað og flytur fréttir og greinar um málefni vestra og er það bæði selt í áskrift og lausasölu á Vestfjörðum og allmargir gamlir Vestfirðingar nú búsettir annars staðar á landinu eru áskrifendur og fá nú fréttir úr heimahögum. fclk í fréttum Göngugatan i Austurstræti er jafnan mikill „samkundustaður" í blíðviðrinu. menn hittast þarna og raða málin yfir pvlsum eða bara yfir engu. Hér hefur örlygur Sigurðsson listmálari látið einn KÓðan fjúka og með honum eru á myndinni Hólmfriður Pálsdóttir leikkona og bankastarfsmaður og Sigurður Egilsson forstjóri. . Ljosm. ÓI.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.