Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980 45 PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNIN Nokkrir nemendur veröa teknir í póstnám nú í haust. Umsækjendur skulu hafa lokiö grunnskólaprófi eöa hliöstæöu prófi og er þá námstíminn tvö ár. Hafi umsækjendur lokiö verslunarprófi, stúdentsprófi eöa hafi hliöstæöa menntun er námstíminn eitt ár. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dyraverði Póst- og símahússins viö Austurvöll. Umsóknir, ásamt heilbrigöisvottoröi, sakavottoröi og prófskirteini eöa staöfest afrit af því, skulu berast fyrir 8. september 1980. Nánari upplýsingar veröa veittar í síma 26000. Rýmingarsala Erum að hætta meö baðföt. Öll baöföt verzlunarinnar seld með 25% afslætti: Sundbolir í öllum stæröum Bikini meö háum og lágum buxum Sundbolir fyrir vanfærar konur Sundbolir fyrir gervibrjóst hað kannast likleRa einhverjir við þetta hús. en fyrir þá sem yngri eru hét það Vetrargarðurinn. Tívolí er þjód- þrifafyrirtæki „Það er þj<)ðþrifafyrirtæki að hafa tivolí hér. í öllum löndum er tívolí, jafnvel í smæstu bæjum og alls staðar gengur rekstur þess vel“, sagði Einar Jónsson fyrrum forstjóri Tívolis í samtali við Mbl. -Borgin ætti að byggja staðinn upp og siðan væri hægt að leigja einstök tæki út tii einstaklinga, eða félaga- samtaka, er starfa að mannúðar- málum. Þarna ga-tu svo líka skóla- félög komist að til að safna fyrir ferðalögum og þess háttar. Tívoiíið gæti einnig veitt fólki með skerta starfsorku vinnu við miðasölu og annað af því taginu og eiliiífeyris- þegar gætu einnig komið þar við sögu. Ef þctta yrði haft þannig, að hver einstakiingur eöa félagasam- tök hefðu sitt leiktæki að sjá um og borgaði siðan borginni leigu af því. er ég viss um. allir myndu hagnast á þessu. Fossvogur bezti staðurinn Bezti staðurinn fyrir tívoli er að mínu mati við Fossvoginn. Þar setja bæði sjórinn og kjarrið skemmtileg- an svip á umhverfið. Við sjóinn mætti hafa siglingaklúbba og sjó- baðsaðstöðu og einnig mætti veita læraiæknum inn á svæðið og sprikla eitthvað í honum. Það yrði að sjálfsögðu að hafa megnið af þessu undir þaki, sem þá mætti opna á góðviðrisdögum. Það hefur sýnt sig að þetta gengur alls ekki undir beru lofti. Ég er viss um að þetta er það mikið gróðafyrirtæki að hægt yrði að borga allt upp á einu og háifu ári og ef það er rétt, er betur farið af stað en heima setið. Það er að sjálfsögðu mikill stofnkostnaður við svona lagað, því það þýðir ekkert að bjóða ísiendingum upp á eitthvað drasl, en þetta ætti örugglega að geta gengið. Myndi minnka unglingavandann Það er klárt mál að þetta myndi minnka kynslóðabilið, ég varð aldrei verulega var Við það í Tívolí í gamla daga að þar væri eitthvað sem kalia mætti kynslóðabil. Það höfðu allir jafngaman af því að leika sér. Þá er ég viss um að ef af þessu yrði, fengjum við unglingana þarna inn og losnuðum því við „Hallærisplanið" og öll þau vandræði sem slíku fylgja. Það hlítur að vera betra að ungl- ingarnir komi saman á stað þar sem þeir eru undir kontról, og eyði aurunum sínum í eitthvað annað en brennivín. Alltaf góð stemmninK Það var alltaf geipilega góð stemmning í Tívoií í gamla daga, fólk kom þangað uppá klætt til að sýna sig og sjá aðra og svo auðvitað til að skemmta sér. Það var eiginlega allt vinsælt í Tívoiíinu, og flest tæki fullnýtt. Bílabrautin var þó alla tíð vinsælust og spilakassarnir. Við vorum með spákonu og hún var alltaf upptekin allan daginn. Það var einn kassi sem var sérlega vinsæll, en það var einskonar kraftak^ssi. Inni í honum var kona sem fækkaði fötum í hlutfalli við krafta þess, sem við kassann rembdist. Við vorum Einar Jónsson. sem lengst af var forstjóri Tivolís. einnig alitaf með dálítið af erlendum skemmtikröftum, sem voru mjög vinsælir. Þá má ekki gleyma því að við vorum með vísi að dýragarði og einu sinni fengum við hingað dýra- sirkus og þá komu eitt kvöldið um 10.000 manns til að horfa á kvikindin leika listir sínar. Einu sinni auglýsti ég að flugvél myndi fljúga yfir svæðið og dreifa yfir það gjafapökk- um. Þá fékk ég fólkið til að safnast saman á Austurvelli, þar sem lúðra- sveitin lék og síðan var marserað út í Tívolí. Veðráttan crfiö Veðráttan var okkur alltaf anzi erfið og það kom fyrir eitt sumarið að ekki var hægt að hafa opið nema 12 daga og þá var rekstrargrundvöll- urinn eiginlega alveg brostinn. Það voru um 60 manns sem þarna unnu. Undirbúningur fyrir sumarið tók tvo til þrjá mánuði, svo það sér hver heilvita maður að slíkt getur ekki gengið. Hefðum við haft, þó ekki nema hluta af þessu undir þaki heföi það breytt öllu og þá væri Tívoli ábyggilega starfandi ennþá." II.G. Fjölbreytt úrval Ullar mottur \?)))) Stæröir: 70x130. 80x140, 85x150, 91x150, 91x172 Jk Ullar teppi Stæröir 160x230. 290x390, 140x20. 170x240, 200x300, Teppaverzlun Friðrik Bertelsen, 190x290, 145x190, 250x350 Lágmúla 7. simi 66266.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.