Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980 49 Karólína vildi eignast börn og buru en Junot gat ekki slitið sig frá gjálífinu Ástir Karólínu prinsessu af Mónakó og Philippe Junot, sonar fyrrum borgarstjóra í París, hóf- ust i næturklúbbi i Paris árið 1975, ok sejfir sagan, að hjóna- band þeirra hafi fyrst ok fremst farið út um þúfur. þar sem glaumgosinn jUnot Kat ekki slitið sík frá Kjálifinu, sem hann hefur stundað af krafti svo lenKÍ. en hann stendur nú á fertuKU. Karó- lína hafði lúmskt Kaman af hinu ljúfa lifi til að byrja með. en hún fullorðnaðist. ok vildi að þau hjónin stofnuðu fjölskyldu. Nýver- ið var svo tilkynnt í Mónakó, að hjónaband Karólinu ok Philippe væri á enda. Foreldrar Karólínu lögðust á sínum tíma mjög hart gegn því að hún gengi að eiga Philippe, sem er 17 árum eldri en hún. Þeim féll hann ekki í geð, og það tók ekki langan tíma að fá úr því skorið að lítið væri hæft í þeim fullyrðingum hans um að hann væri afkomandi Abrantes hertoga er var ritari Napóleons keisara. Rainier fursti lagði hart að dóttur sinni að endurskoða ákvörð- un sína, er hún fyrst tjáði foreldr- um sínum hug sinn til Philippe. Hún lét til leiðast og frestaði tilkynningu trúlofunarinnar um þrjá mánuði. En hún hafði sitt fram og giftingarathöfnin fór fram 28. júní 1978. „Eg held að Karólína sé enn of ung til að taka jafn afdrifaríkar ákvarðanir, og vildi að hún hefði beðið örlítið lengur," sagði Grace furstafrú um þær mundir sem giftingin fór fram. „Þar sem við erum kaþólskrar trúar lítum við á hjónabandið sem háalvarlegan hlut, og verða menn að hugsa sinn gang mjög vel áður en þeir taka á sig þær skuldbindingar sem hjóna- bandinu fylgja," sagði hún. Fljótlega eftir giftinguna tók Philippe á rás til uppáhaldsleik- staða sinna, diskótekanna. Ef hann var í viðskiptaerindum í Bandaríkj- unum eða Kanada, sást hann oft í fylgd fagurra kvenna. Karólínu sárnaði það. Junot (með sólgleraugu) ásamt Gianninu i Tyrklandi. í einni af þessum ferðum sást hann mikið í fylgd Gianninu Facio frá Costa Rica, en fyrr í þessum mánuði vörðu þau nokkrum dögum saman í Tyrklandi og síðar á grísku eynni Samos. Samband Gianninu og Philippe hófst í New York sl. haust. Philippe hefur sagt að Gi- annina sé „einkaritari“ sinn og að ekkert sé óeðlilegt við samband þeirra. „Ég er frjáls og óháður maður. Samband okkar Karólínu er fyrir bí. Hún má gera það sem hún vill, fyrir mér,“ sagði Philippe fyrir skömmu. Hann þóttist hins vegar koma af fjöllum er tilkynnt var í Mónakó að þau hjónin væru skilin, og segja fróðir að það hafi verið vegna þess að honum sé ekki of vel við að þurfa í brúðkaupsferðinni. Hún hafði vonast til þess að Philippe breytti um lífsvenjur við giftinguna, en fundum þeirra bar fyrst saman í Regines klúbbnum í París 1975. Um þær mundir var hún yfir sig hrifin af Birni Borg tennisleikara, sem var þá þegar búinn að hljóta ríkisborgararétt í Monakó. I hennar augum var Phil- ippe Junot þroskaður og fágaður í allri framkomu. Gifting þeirra var ólík því er Rainier fursti og Grace gengu í það heilaga árið 1956 er nellikum var dreift úr þyrlum við athöfnina, sem 1200 gestir voru viðstaddir. Aðeins 50 gestir voru viðstaddir vígslu Karólínu og Phil- ippes. Hjónakornin fóru í tveggja vikna brúðkaupsferðalag til Haiti, en brúðkaupsferðalagið endaði í raun og veru með heimsókn þeirra til eyjunnar Arran á Suðureyjum, undan Skotlandi, en gestgjafi þeirra var lafði Jean Fforde, frænka Rainiers, sem býr til sultu- tau í tómstundum Fljótlega dró í sundur með þeim Þótt bæði hefðu mikinn áhuga á skíðum og tennisleik, var margt sem greindi Karólínu og Philippe að, og fljótt fór að draga í sundur með þeim. Karólína settist á skóla- bekk í París sl. haust til að nema barnasálfræði, en á sínum tíma hætti hún í miðjum inntökuprófum við stjórnvísindaskóla Parísar er ástin bar hana ofurliði. Og Philippe fór oftar og oftar til Bandaríkjanna og dvaldi þar lengur og lengur í viðskiptaerindum. að afsala sér hinni konunglegu tign sem hann hafði áunnið sér við giftinguna. Lögfræðingur hans sagði að hann hefði nýverið rætt lengi við konu sína í síma, og hefðu þau komið sér saman þá um að íhuga alvarlega samband, sitt og fresta öllum ákvörðunum fram til 1. september, og því hefði tilkynn- ingin um skilnaðinn komið honum á óvart. Nýi fylgdarmaðurinn Nýr íylgdarmaður Að undanförnu hefur Karólína sést talsvert i fylgd Robertos nokk- urs Rossellini, þrítugs sonar Ingrid Bergmann leikkonu og kvikmynda- leikstjórans Roberto Rossellini. Þau eru æskuvinir, en það er aðeins fyrir skömmu að þau hófu ástar- brall, Karólína vonaði í lengstu lög að eitthvað yrði úr hjónabandi þeirra Philippe. Vinur Karólínu sagði fyrir skömmu: „Hún var til í að leika sér örlítið til að byrja með, en síðan ætlaðist hún til þess að þau hjónin ættu börn og buru. Ég er viss um að hún verður innan skamms búin að hafa upp á þeim sem henni hentar." Spurningin er því auðvitað sú, hvort hún gengur að nýju í hjóna- band. Um það er of snemmt að segja. Og áður en af því getur orðið verður Vatikanið að leggja blessun sína yfir hjúskaparslit Karólínu og Philippe. Samkvæmt reglum kaþ- ólskra verður ógilding hjúskapar í raun og veru að hafa farið fram áður en skýrt er frá skilnaðar- áformum opinberlega. Talsmaður Vatikansins hefur sagt að ekki hafi verið haft samband við það enn sem komið væri, og ef það yrði gert, þá mundi mikil leynd hvíla yfir þreyfingum af því tagi. Vitað er hins vegar, að Grace furstafrú hefur þegar átt leynilegar viðræður um skilnaðarmálin við Abele bisk- up af Monte Carlo. Kunnugir spá því að opinber ógilding hjúskapar Karólínu prinsessu og Philippe Junot fari fram eftir um tvo mánuði. (Þýtt og endursagt)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.