Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980 A flakki um Fljóts- dalinn: Svalirnar. Blótsteinninn á hlaöinu. bór segir að hinar Pálsson sem kom að Skriðuklaustri eitt sinn hafi eindregið hallazt að þvi að hér væri um blótstein að ræða. „Fljótsdalur er eitt fegursta hérað á íslandi. Það er dalur með foiírum hlíðum til heKKja handa. í dalbotninum er LaKarfljót, sem mikið ok frítt stöðuvatn. Þá er ég kom þangað fannst mér sem ég væri kominn í einhverja undrahöll. LaKarfljót myndar hallartíólfið og þá er sólin stafar á vatnsflötinn speKÍlsléttan er sem langeldar séu kynntir þar að fornum sið. Hlíðarnar mynda hallarveggina og eru þa‘r skrifaðar fögrum myndum. Himinhvolfið myndar hina undursamlegu þakhvelfingu hallarinnar. Fyrir gaflinum sézt Snæfell í öndvegi, sem væri það norrænn fornaldar höfðingi ...“ Svo lýsir Sa»mundur Eyjólfsson umhverfinu í þessum dal í ferðasögu sinni árið 1893 og verður naumast betur gert. „Sem væri ég kom- in í undrahöll...“ texti: Jóhanna Kristjónsdóttir myndir: Jk og Þ.Þ. Dagurinn var bjartur, þegar ég kom að Skriðuklaustri í Fijótsdal, þessa höfðingjaseturs að fornu og nýju. Og við blasir bær sá sem Gunnar skáld Gunnarsson lét reisa sér og konu sinni, þegar þau fluttu í dalinn, stórhýsi úr hlöðnu og höggnu grjóti og miklar svalir með hlöðnum, bogamynduðum undirstöðum. Þegar inn er komið eru þar fleiri herbergi en ég fékk tölu á kastað, langir gangar og alls konar notaleg þægindi í herbergj- um, stór stofa og fallegur arin. Eldhúsið og borðstofan niðri og jafn stórt borðstofuborð hef ég ekki áður séð, að minnsta kosti ekki sem menn nota hvunndags. Enda sitja þarna í öll mál milli 10 og 30 manns svo að ekki veitir af rými. Bæði er að heimilisfólk er margt, enda mikil umsvif á þess- um bæ, og þarna reka gestir og gangandi varla inn nefið svo að þeir séu ekki tafarlaust leiddir að borði. „Það er óhjákvæmilegt að því fylgi gestanauð að búa í minnismerki,“ segir Þór tilrauna- stjóri. „Og við viljum leggja okkur fram um að halda öllu vel við.“ Þór situr staðinn af reisn ásamt Arnfríði Hallvarðsdóttur, konu sinni. Hjá þeim er að staðaldri hópur fólks í vinnu, fleiri að vísu yfir sumarið, en jafnan tveir fjármenn á veturna og Arnfríður er ráðskona búsins. Hópar komu iðulega í skoðunar- og forvitnis- ferðir að Skriðuklaustri, þangað gera sér tíðfarið vísindamenn í ýmsum greinum að fylgjast með verkefnum sínum, en þarna er rekin tilraunastöð í búfjárrækt og jarðrækt. Þau Þór og Arnfríður hafa búið að Skriðuklaustri í hátt í níu ár og mér heyrðist á sveitungum að þeir vonuðust til að þau yrðu um kyrrt, og út af fyrir sig ekki séð á þeim neitt fararsnið. Ég hafði aldrei komið í Fljótsdalinn og fannst mikið til um. Þegar ekið var heim að Skriðuklaustri er engu líkara en horfið sé inn í heim útlendra búgarðaskáldsagna, en bragurinn að vísu töluvert heimsborgara- legri. Húsið teiknaði Höger, arki- tekt Hitlers sáluga, sem gerði sumarhús hans hið fræga, Arnar- hreiðrið, sem margir hafa heyrt nefnt. Húsið á Klaustri var reist á einu sumri 1939 og þau Gunnar og Franziska bjuggu á Klaustri til ársins 1948, að þau héldu í brottu og gáfu ríkinu jörðina með nokkr- um skilyrðum, sem síðar verður að vikið. Þegar þau fóru voru svalirn- ar óbyggðar, en Þór fékk síðan Svein hleðslumann frá Miðhúsa- seli til að hlaða þær og se^a þær sterkan svip á húsið. I gólfi verandarinnar eru miklir búlkar, sá breiðasti í undirstöðunni mun vera um 300 ára tré, líkast til ættað frá Síberíu. Þau hjón Arnfríður og Þór Þorbergsson eiga fimm börn og reyndar bætist í búið þegar kemur fram á haustið. Elztu synir þeirra tveir eru langdvölum í burtu í skólum eða vinnu, enda vill svo óheppilega til, að þeir eru haldnir gróðurofnæmi og geta því ekki verið lengi heima í senn. Síðan eru þrjár dætur, 14, 12 og 8 ára og auk þess voru dagana sem ég hreiðraði um mig á Skriðuklaustri fjöldi manns í vinnu við inni og útistörf. Von var þá á hóp frá Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins, að fylgjast með tilraun sem er verið að gera á gróðri og beitarþoli á Eyvindarfjalli. Við sitjum í stofunni og dreyp- um á Ijúffengum veigum, sem húsbóndinn hefur staðið fyrir að búa til og það skíðlogar í arninum. Þór segir mér undan og ofan af sjálfum sér. — Ég er Reykvíkingur og við hjón bæði. Nánar tiltekið er ég Vesturbæingur, uppalinn á Bræðraborgarstígnum. Ég gekk þennan hefðbundna veg í skóla, var í Miðbæjarskólanum, Mela- skólanum, Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar og Gagnfræðaskóla verk- náms. Síðan fór ég á Hvanneyri og varð síðan að fara á Laugarvatn og taka stúdentspróf í nokkrum fögum, svo að ég kæmist í fram- haldsdeildina á Hvanneyri. Námið á Hvanneyri þjónar að mínum dómi ágætlega þeim tilgangi, sem því er ætlað, að útskrifa ráðu- nauta. Flestir sneru sér að því starfi að námi loknu, en margir hafa síðan farið út í búskap. í skólanum fór ég að spá í kornrækt og ætlaði mér þar stóran hlut. En þegar málið var brotið til mergjar voru skilyrði ekki eins góð og ég hugði. Þá fór ég á togara og síðan vann ég í Grasmjölsverksmiðju SÍS á Hvolsvelli um hríð, fór svo að vinna í Slippnum, var í nokkra mánuði hjá Landhelgisgæzlunni, vann sem dagmaður í vél á Óðni, eins og það heitir. Þá fór ég til SIS sem sölumaður og síðan á Selfoss og vann hjá Raflögnum sf. Síðan fór ég út í verzlun og hugðist græða stórt. Seldi vörur, sem mest álagning var á, leikföng, ljós- myndavörur, sportvörur og snyrti- vörur. Ég var beztur í snyrti- vörunum, hreinasti snillingur að selja varaliti. Samtímis þessu var ég framkvæmdastjóri Vörubíl- stjórafélagsins Mjölnis á staðnum. Nú verzlunin fór á hausinn, svona kurteislega orðað og ég vann hjá ÍSAL næstu árin. — Hvernig stóð svo á að þið fóruð hingað? — Fjarska einfalt. Starfið var auglýst. Mig hafði alltaf langað að vera í faginu. Mér fannst eins og ég væri hálfpartinn að missa af strætisvagninum. Og Fríðu leizt vel á þetta og hvatti mig til að sækja um. Ég var nú ekki betur að mér en það, hvar Skriðuklaustur var, að ég varð að gá á korti og fyrst leitaði ég í Skriðudalnum. Nú ég fékk starfið, kom í desem- ber 1971 og Fríða nokkrum mán- uðum síðar. Mér leizt ágætlega á mig frá fyrstu tíð. Ég er svo heppinn að starfið er mér slík nautn að ég þarf ekkert hobbý. Fyrst bjuggum við í Skriðu, húsi hérna rétt fyrir innan, sem forveri- minn hafði reist. Starfsfólkið bjó hins vegar í staðarhúsinu sjáifu. Og það endaði með því að við ákváðum að flytja þangað iíka og búa með starfsfólkinu. Fríða tók við ráðskonustarfinu og á allan hátt hefur þetta fyrirkomulag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.