Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980 53 Tvær af heimsætunum, Valgerður og Guðrún og heimilishundarnir. Arnfríður og Þór. Heimsókn til Arnfríðar og Þórs Þor- bergssonar, tilrauna- stjóra á Skriðu- klaustri, hvar unnið er m.a. að tilraunum í jarðrækt og búfjárrækt reynzt heppilegra, maður er með í öllu, hálfpartinn fannst mér eins og ég væri utanveltu í Skriðu, þótt ekki væri langur vegur upp í staðarhúsið. Ég spyr hann um samskipti við fólkið í sveitinni þessi ár. Hann segist ekki vera ýkja mannblend- inn maður, en aftur á móti væri ráð að ég innti Arnfríði eftir þessu, hún taki langtum meiri þátt í félagslífi þrátt fyrir annir og eril. — Samskiptin hafa verið góð, segir Arnfríður. — En við erum að vísu aðkomufólk. En mér finnst vera gott mannlíf hér í dalnum. Fólk er notalegt, nægjusamt og skemmtilegt í viðkynningu. Ég hef verið í kvenfélaginu og starfað í kirkjukórnum. Sl. vétur var ég í bókaklúbbi með sex konum úr nágrenninu. Við komum saman hálfsmánaðarlega, spjölluðum um nýútkomnar bækur. Við töluðum um Draum um veruleika, Hvunn- dagshetjuna, Uppgjör. Nú erum við að lesa Vatn á myllu kölska. Þetta var reglulega skemmtilegt, en ég vona samt, að bókavalið næsta vetur verði blandaðra, mér fannst þetta nokkuð einhæft. — Hvernig var ástand gamla hússins, þegar þið komuð? — Það hafði ekki verið mikið gert fyrir það að innan. Þó var nýbúið að taka gluggana í gegn. Stofan hafði ekki verið notuð frá því Gunnar fór. Við fluttum hingað fyrir fjórum árum og við höfum verið að lagfæra ýmislegt svona smátt og smátt. Húsið var allt málað og dyttað að hinu og þessu. í gjafabréfi Gunnars og Franzisku voru sett ýms skilyrði, m.a. þau, að húsið yrði fyrir sem minnstum ytri breytingum. Einn- ig að svalir yrðu byggðar, sem var mikið verk, og að veggur sá er að fjalli snýr yrði hlaðinn eins og aðrir veggir hússins. Þau stungu upp á ýmissri starfsemi, sem gæti verið í húsinu og þar var tilrauna- stöð í landbúnaði efst á blaði, sem og varð. Þá óskuðu þau hjón eftir því að listamenn gætu komið hingað sér til hvíldar og hress- ingar. Það hefur hins vegar ekki orðið mikið um það. Þó kom Svavar Guðnason listmálari og Ásta kona hans hér fyrir nokkrum árum, voru í viku og virtust una sér mætavel. — Ég hef lagt mig eftir að lesa það sem ég hef náð í af lestrarefni um Skriðuklaustur og kynna mér ábúendur ýmsa sem hafa verið hér. Almennt hef ég mikið yndi af sögu og les mikið. Ég verð að segja að ég hef alveg sérstakt dálæti á tveimur ábúendum, sem setið hafa staðinn. Það eru þeir Hans Wium og Halldór Benediktsson. Hans Wium hefur áreiðanlega verið ranglega dæmdur af sögunni. Hann hélt hér sakamenn á heimili sínu og reyndi að gera þá að betri mönnum. Ég legg ekki trúnað á að hann hafi framið nein myrkraverk eins og hann hefur verið sakaður um. Kunn er sagan um hvalinn, sem rak á Helmingafjöru. Ástand var þá bágborið í sveitum og Hans Wium gaf hungruðum og snauðum allan fenginn. Þegar heim kom varð kona hans eitthvað fálát yfir því, að hann hefði ekkert fært til eigin bús. En hann sagðist treysta því að guð launaði fyrir sína. Hann var varla kominn úr yfir- höfninni, þegar fréttir bárust af því, að annan hval hefði rekið á fjöruna. Mér finnst og Halldór Bene- diktsson hafi verið frábær maður. Ég hef gaman af mönnum, sem eru mannþekkjarar, skilja fólk og virða og fá það bezta og mesta út úr öllum meðlagni og virðingu. Þó var Halldór sagður rusti, en hann var góður sínu fólki og öllum sem voru minni máttar. Ég skal segja þér nokkrar sögur af honum. Hann byrjaði hér búskap 1881. í hans tíð voru þá sex sláttumenn eitt sumarið. Þeim var ætluð sameiginleg skák til að slá yfir daginn. Fimm þeirra þótti einn sláttumaðurinn slakur til vinnu og kvörtuðu undan honum við Hall- dór. Halldór sendi hann þá út að slá annars staðar, gengur síðan til hans, býður honum í nefið, klapp- ar honum vinalega á öxlina og segir að piltarnir hinir láti ekki mikið af vinnu hans, „en mér finnst þú góður. En ég er viss um þú slærð meira á morgun." Þetta endurtók hann í nokkra daga og eins og geta má nærri hafði þetta örvandi áhrif á piltinn og hann endaði með að verða ágætis sláttumaður. í annað skipti var hann beðinn að taka til sín erfiðan og skapstór- an pilt. Hann biður fjármann sinn vera góður pilti. En eitthvað kastaðist í kekki milli þeirra. Pilturinn kemur og kvartar undan fjármanninum og segist vera far- inn. „Ekkert hef ég gert þér,“ segir Halldór. „Svo að þú gerir mér ekki þá hneisu að fara í kvöld." Biður síðan konu sína að dúka borð í gestastofu og bera fram mat og drykk. Þar sat Halldór og talaði við piltinn langt fram á nótt. Daginn eftir kom hann að máli við Halldór, sagði hann hefi ákveðið að láta kerskni vinnumanns sig engu skipta og varð svo um kyrrt. I kringum 1830 höfðu vinnu- menn á Valþjófsstað og Klaustri gert með sér þá samþykkt að vinna ekki annað á sunnudögum en nauðsynjastörf og varð svo. Einn sunnudag í búskapartíð Halldórs kemur hann að máli við einn manna sinna og biður hann fara upp að Hóli og ná í lamb. Vinnumaður kveður nei við og Halldór tekur því vel. Skömmu seinna kemur Halldór til sama vinnumanns og spyr, hvort hann vilji skreppa með bréf upp að Hóli og því tók maðurinn mætavel og hélt af stað. Þegar hann hafði verið í góðu yfirlæti á Hóli og býst til brottfarar spyr Hólsbóndi hvort hann vilji ekki kippa með sér lambi niður að Klaustri og fannst vinnumanni það sjálfsagt. En í bréfi Halldórs hafði hann beðið bónda þessa. Halldór gat verið meinyrtur í orðum og skapstór hefur hann án efa verið. Einu sinni segir sagan að kalt hafði verið milli bóndans á Brekku og Halldórs. Eftir guðs- þjónustu spyr Brekkubóndi Hall- dór hvort þeir eigi ekki að verða samferða. „Jú,“ segir Halldór, „það væri skemmtilegra — fyrir hestana." Halldór var ágætur verkmaður og hafði ársmenn og oft tvo í garðhleðslu. Hann lét skipta um jarðveg undir görðunum. Talið er að Skriðuklaustur sé fyrsti bær sem vatn var leitt inn í og skolp frá eldhúsi. Hingað er talið að fyrsta skilvindan hafi komið. Og um margt virðist mér tvímæla- laust að Halldór hafi verið á undan samtíð sinni. Ég hef sem sagt lesið allt sem ég hef náð í um Skriðuklaustur og m.a. fannst mér afar fróðleg ritgerð Heimis Steinssonar, Skál- holtsrektors sem birtist í ritinu Múlaþingi og var hluti ritgerðar hans um munklífi á Skriðu- klaustri og var hluti embættis- prófs hans í guðfræði. Var þar fjallað um jarðir Skriðuklausturs og efnahag. Eins og hefur komið fram í samtali okkar Þórs er það eftir að Gunnar og Franziska gefa ríkinu Skriðuklaustur að tilraunastöðin tekur til starfa. Þór segir: — Jónas Pétursson kom hingað árið 1949 og byrjaði með tilrauna- starfsemina í jarðrækt, einkum og sér í lagi áburðartilraunir. Við erum enn með nokkrar áburðar- tilraunir í gangi frá 1954. Jónas og fjölskylda hans bjuggu í staðar- húsinu. Jónas lét skipta um þak á húsinu. Torf hafði verið á þaki og fúnaði panellinn undir því og þakið lak. Jónas var mikill fjár- SJÁ NÆSTU SIÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.